Hvað vakir fyrir Sigurði Má Jónssyni?

Ritstjóri Kjarnans svarar grein Sigurðar Más Jónssonar, fyrrverandi upplýsingafulltrúa ríkisstjórnar, um Kjarnann sem birtist í Þjóðmálum í gær.

Auglýsing

Í vor­hefti Þjóð­mála, sem kom út í gær, birt­ist löng grein eftir Sig­urð Má Jóns­son, sem er titl­aður blaða­maður en var síð­ast í föstu starfi sem upp­lýs­inga­full­trúi rík­is­stjórn­ar, um Kjarn­ann. Hún ber fyr­ir­sögn­ina: „Kjarn­inn – Að kaupa sig til áhrifa“.

­Greinin er lík­ast til eins­dæmi. Á mínum tíma í blaða­mennsku man ég ekki eftir að nokkur hafi tekið sig til og skrifað jafn umfangs­mikið níð og jafn rætin róg um fjöl­mið­il. Ég man ekki eftir því að nokkur hafi með­vitað sett fram jafn mikið magn af rang­færslum um mið­il­inn Kjarn­ann og nafn­greinda ein­stak­linga sem að honum hafa komið með einum eða öðrum hætti á starfs­tíma hans. Og ég man ekki eftir að nokkur mið­ill sem tekur sig alvar­lega eða hefur snefil af sjálfs­virð­ingu birti slíkt, líkt og Þjóð­mál gerðu gagn­rýn­is­laust.

En við lifum á óvenju­legum tím­um. Hér að neðan ætla ég að rekja helstu rang­færslur greinar Sig­urðar Más, setja fram stað­reyndir sem hrekja lygar hans og bera hönd fyrir höfuð nafn­greinds fólks sem hann telur eðli­legt að gera upp skoð­anir og hvat­ir.

Rang­færslur um stofnun og fjár­fest­ingu í Kjarn­anum

Sig­urður Már segir í grein sinni að Kjarn­inn hafi verið stofn­aður af nokkrum vinstrisinn­uðum ein­stak­lingum úr fjöl­miðl­um, stjórn­málum og við­skipta­lífi „sem gæti veitt yfir­vof­andi hægri­st­jórn mót­stöð­u“.

Þetta er rangt og auð­velt er að sýna fram á það. Kjarn­inn var stofn­aður af sex manns, fjórum blaða­mönn­um, einum fyrr­ver­andi starfs­manni fjar­skipta­fyr­ir­tækis og einum mark­aðs­manni. Eng­inn í þessum hópi hefur nokkru sinni starfað í stjórn­mála­flokki. Eng­inn var fjár­festir eða gæti fallið undir skil­grein­ing­una að vera „úr við­skipta­líf­in­u“. Allt það fé sem lagt var til við stofn­un­ina, heilar fimm millj­ónir króna, kom af sparn­aði þeirra sem stofn­uðu mið­il­inn. Full­yrð­ing Sig­urðar Más, sem Þjóð­mál birtir sem stað­reynd, er því lygi.

Sig­urður Már gerir það næst að atriði að í upp­hafi hafi Kjarn­inn átt að vera í eigu þeirra sem stofn­uðu hann og án fjár­festa. Í kjöl­farið gerir hann það tor­tryggi­legt að hlutafé hafi verið aukið á öðru starfs­ári mið­ils­ins og selt fjár­fest­um.

Auglýsing
Þetta er eitt af því fáa sem sett er fram í grein Sig­urðar Más sem er að hluta til rétt. Upp­haf­lega var Kjarn­inn stofn­aður sem staf­rænt tíma­rit sem átti að reka á aug­lýs­inga­tekj­um. Það við­skipta­módel gekk ekki upp og við stofn­endur mið­ils­ins unnum launa­lítið eða -laust allan þann tíma til að halda honum við. Þegar ljóst var að ekki yrði mögu­legt að sækja tekjur til að standa undir rekstr­inum og hug­mynd­inni eins og hún var þá var tvennt í stöð­unni: að hætta eða að skipta um kúrs. Við ákváðum að taka það sem hafði virk­að, og þann með­byr sem við höfðum fundið gagn­vart miðl­in­um, og skipta um kúrs.

Í því fólst aðal­lega tvennt: að breyta um birt­ing­ar­form fyrir efnið okkar og birta það á vef­síðu. Sam­hliða breytt­ist tíðnin úr því að vera viku­leg í að vera dag­leg. Hitt var það að við sóttum okkur fjár­magn til að byggja upp fyr­ir­tækið þangað til að það væri með tekju­stofna til að standa undir sér.

Þá vinnu leiddi maður sem heitir Hjálmar Gísla­son, einn far­sæl­asti sprota­fröm­uður lands­ins. Nær allir sem að Kjarn­anum hafa komið sem hlut­hafar hafa gert það í gegnum Hjálm­ar, sem enn þann dag í dag er stjórn­ar­for­maður mið­ils­ins. Einn þeirra er Vil­hjálmur Þor­steins­son, umsvifa­mik­ill sprota­fjár­festir sem hefur starfað fyrir Sam­fylk­ing­una sem gjald­keri. Sam­hliða því að þessir aðilar komu inn í hlut­hafa­hóp­inn sett­ist Guð­rún Inga Ing­ólfs­dóttir í stjórn Kjarn­ans sem óháður stjórn­ar­mað­ur. Þar situr hún enn þann dag í dag og hefur reynst okkur feiki­lega öfl­ugur liðs­mað­ur. Hún er fyrr­ver­andi vara­þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

Annar sem fjár­festi í Kjarn­anum var Ágúst Ólafur Ágústs­son. Hann hafði setið á þingi fyrir Sam­fylk­ing­una en starf­aði á þeim tíma sem ráð­gjafi hjá einka­fyr­ir­tæki og hafði, að eigin sögn, lokið stjórn­mála­þátt­töku. Þegar hann hóf hana að nýju, í aðdrag­anda kosn­inga 2017 þá sagði hann sig sam­stundis úr stjórn mið­ils­ins og hlutur hans keypt­ur, enda fer virk stjórn­mála­þát­taka kjör­ins full­trúa ekki saman við það að eiga hlut í fjöl­miðli. Um það voru allir hlut­að­eig­andi sam­mála.

Nú liggur ekki fyrir hvort að Sig­urður Már hafi nokkru sinni byggt upp fyr­ir­tæki, eða fórnað sér í slíkt með því að þiggja lítil eða engin laun árum sam­an. En það höfum við sem stöndum að Kjarn­anum gert. Slíkar áskor­anir kallar eng­inn viti bor­inn maður yfir sig til að ganga ein­hverra óljósra póli­tískra erinda. Og það er rangt hjá Sig­urði Má að slíkt hafi ver­ið, og sé, hvat­inn að Kjarn­an­um.

Rang­færslur rekstur og vinnu­lag

Í grein Sig­urðar Más er farið yfir rekstr­ar­tölur Kjarn­ans á árunum 2014 og út árið 2017. Þar greinir hann rétti­lega frá því að sam­an­lagt tap á þessum fjórum árum hafi verið 47 millj­ónir króna.

Í grein­inni seg­ir: „Tap hefur verið á rekstr­inum öll heilu rekstr­ar­ár­in, þannig að við blasir að aðstand­endur mið­ils­ins kjósa að leggja fram tölu­vert fé til að sú vinstri rödd sem fjöl­mið­ill­inn stendur fyrir heyr­ist. Það kemur þó ekki í veg fyrir að Þórður Snær, rit­stjóri Kjarn­ans, geri gjarnan tap­rekstur Árvak­urs, útgáfu­fé­lags Morg­un­blaðs­ins, að umtals­efn­i.“

Sig­urður Már heldur áfram og segir að lengst af hafi „fjöl­mið­ill­inn orðið að treysta á fórn­fýsi eig­enda sinna, sem hafa hlaupið undir bagga, ýmist með lánum eða auknu hluta­fé, en eins hafa starfs­menn í ein­hverjum til­vikum þegið hluta­bréf, sem við þessar aðstæður eru verð­laus. Í seinni tíð hefur mið­ill­inn orðið að skera niður starf­semi sína og flokk­ast hann nú undir það að vera eins konar blogg­síða sem birtir hug­leið­ingar Þórðar Snæs og treystir mikið á end­ur­birt­ingar frétta úr öðrum fjöl­miðl­u­m[...]Af­skriftir og end­ur­fjár­mögnun hefur nokkrum sinnum verið end­ur­tek­in, en nú má heita að starf­semi mið­ils­ins sé í lág­marki, tveir rit­stjórar og tveir blaða­menn. Af upp­haf­legu rit­stjórn­inni eru aðeins Þórður Snær Júl­í­us­son og Magnús Hall­dórs­son eft­ir, sá síð­ar­nefndi raunar mjög laustengd­ur, býr erlendis og sinnir fyrst og fremst viku­rit­inu Vís­bend­ing­u.“

Sig­urður Már starf­aði lengi sem við­skipta­blaða­mað­ur. Sem slíkur hlýtur hann að vita að það er ekki óeðli­legt að fjár­festa í fyr­ir­tækjum með það að leið­ar­ljósi að byggja upp rekstur sem stendur undir sér.

Frá haustinu 2017 hefur Kjarn­inn náð því mark­miði að vera með sjálf­bæran rekst­ur. Á árinu 2018 var fyr­ir­tækið rekið í jafn­væg­i*. Velta Kjarn­ans hefur aldrei verið meiri og aldrei hafa jafn margir starfs­menn og verk­takar fengið greidd laun frá starf­sem­inni.

Engin starfs­maður hefur þegið hlutafé að gjöf eða sem end­ur­gjald. Starf­semi Kjarn­ans hefur ekki verið skorin niður heldur þvert á móti eflst og velta hans auk­ist. Á þeim 17 vikum sem liðnar eru af árinu 2019 hafa birst tíu leið­arar eftir rit­stjóra Kjarn­ans. Á sama hafa birst yfir þús­und frumunnar fréttir og frétta­skýr­ingar eftir öfl­uga, dug­lega og mjög hæfa rit­stjórn Kjarn­ans. Þetta hefði Sig­urður Már getað stað­reynt með því að telja.

Það er ótrú­legt virð­ing­ar­leysi af manni, sem gegndi trún­að­ar­störfum fyrir fag- og stétt­ar­fé­lag blaða­manna árum sam­an, að halda fram jafn ömur­legri og ræt­inni lyga­súpu og Sig­urður Már gerir í þessum hluta greinar sinn­ar.

Auglýsing
Af því að byggja upp stöndugt fyr­ir­tæki sem veitir sex stöðu­gildum starf er eitt­hvað sem við stjórn­endur og eig­endur Kjarn­ans erum ákaf­lega stolt af. Og að hafa kom­ist þangað með fjöl­miðla­fyr­ir­tæki á Íslandi fyrir fjár­fest­ingu sem nemur undir 50 millj­ónum króna er afrek í mínum huga. 

Til sam­an­burð­ar, fyrst Sig­urður Már nefndi það, þá hafa hlut­hafar Árvak­urs lagt því fyr­ir­tæki til 1,6 millj­arð króna á tíu árum. Tap Árvak­urs á árinu 2017 einu saman var sex­föld sú upp­hæð sem lögð hefur verið inn í Kjarn­ann sem nýtt hluta­fé. Þá er við­búið að hlut­hafar Árvak­urs muni leggja því til nokkur hund­ruð millj­ónir króna til við­bótar fyrir ára­mót til að mæta tap­rekstri. 

Til að setja þá fjár­fest­ingu sem farið hefur í Kjarn­ann, og 15 mis­mun­andi ein­stak­lingar hafa lagt fram, í enn frekara sam­hengi við þann rekstur sem Sig­urður Már nefnir í grein sinni þá er heild­ar­fjár­fest­ingin í Kjarn­anum sama upp­hæð og Davíð Odds­son, annar rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins, fær í laun og eft­ir­laun á átta mán­uð­um.

Sig­urður Már gerir meira að segja skrif­stofu­hús­næði okkar tor­tryggi­legt í grein sinni. Til að draga úr áhyggjum hans get ég sagt Sig­urði Má að nýjar höf­uð­stöðvar Kjarn­ans eru sann­ar­lega ekki inni á skrif­stofu neins, þótt annað fyr­ir­tæki sé á sömu hæð. Fyrir hús­næðið greiðum við eðli­lega mark­aðs­leigu og í fyrsta sinn á starfs­tíma Kjarn­ans erum við með aðstöðu sem upp­fyllir allar okkar þarf­ir. Sig­urður Már er vel­kom­inn í heim­sókn ef hann vill. Sama gildir um ljós­mynd­ara Vilj­ans sem hætti sér ekki lengra inn en í and­dyrið þegar hann var að barna síð­ustu fram settu sam­sær­is­kenn­ingu þess mið­ils.

Í okkar rekstri höfum við gert mis­tök. Okkar gæfa hefur falist í því að gang­ast við þeim mis­tök­um, læra af þeim og hætta í kjöl­farið að gera þau. Þess vegna hefur við­skipta­módel okkar þró­ast mjög frá því að Kjarn­inn var stofn­að­ur, og margt breyst bæði hvað varðar fram­setn­ingu á efni og þau verk­efni sem við sinn­um.

Rang­færslur um tekju­stoðir og aug­lýs­ingar

Í dag er staðan þannig að Kjarna­sam­fé­lag­ið, styrkir frá les­endum Kjarn­ans, eru um helm­ingur tekna hans. Aug­lýs­ingar eru undir fimmt­ungi þeirra tekna. Og engin þörf hefur verið fyrir nýtt hlutafé inn í rekst­ur­inn eða nein lán frá hlut­höfum eins og Sig­urður Már full­yrðir rang­lega í grein sinni. Það er ekki úti­lokað að Kjarn­inn sæki sér frekara hlutafé í fram­tíð­inni. En það verður þá gert til þess að stækka rekst­ur­inn og auka aflið, ekki til þess að plástra núver­andi rekst­ur. Hann er sjálf­bær.

Sig­urður Már segir í grein sinni að „meg­in­vandi Kjarn­ans hefur alla tíð verið að lest­ur­inn hefur látið á sér standa[...] Sam­ræmdar vef­mæl­ingar bentu til þess að honum hefði aldrei auðn­ast að ná út fyrir til­tölu­lega lít­inn kjarna les­enda (svo segja má að mið­ill­inn hafi borið nafn með rent­u). Nú er svo komið að Kjarn­inn nær hvorki á blað í vef­mæl­ingum Gallups né Modern­us.“

Ástæða þess að Kjarn­inn kemst ekki á blað í vef­mæl­ingum er að hann tekur ekki þátt í þeim. Vef­mæl­ingar þjóna þeim eina til­gangi að selja aug­lýsendum að miðlar séu að ná ákveð­inni útbreiðslu og fjölda „klikk­a“. Aug­lýs­inga­sala Kjarn­ans, og fleiri minni miðla sem selja aug­lýs­ingar í gegnum vett­vang Skyn, er hins vegar þannig að í henni felst sjálf­stæð mæl­ing á þeim fjölda sem sér aug­lýs­ing­arn­ar, og greitt er eftir því. Þess vegna þjónar engum til­gangi fyrir Kjarn­ann að greiða fyrir að vera í mæl­ingum á umferð, og þess vegna hættum við því fyrir ansi löngu síð­an.

En ég get huggað Sig­urð Má við það að vef­um­ferð Kjarn­ans á árunum 2016, 2017 og 2018 hefur verið mjög stöðug. Ef Kjarn­inn væri í mæl­ingum þá væri hann í 6-8 sæti að jafn­aði yfir mest lesnu vefi lands­ins.

Það er líka ástæða til þess að benda á að vef­um­ferð, og „click­bait­ing“, hefur aldrei verið sjálf­stætt mark­mið hjá Kjarn­an­um, heldur að sinna vand­aðri og öfl­ugri frétta­mennsku. Þannig háttar ekki á öllum bæjum í íslensku fjöl­miðla­lands­lagi.

Rang­færslur um skatta­skjól og Hannes Hólm­stein

Sig­urður Már segir í grein sinni: „Leiða má að því líkur að Kjarn­inn hafi að ein­hverju leyti verið fjár­magn­aður með fjár­munum sem eiga upp­runa sinn í skatta­skjól­u­m.“

Ann­ars staðar í grein­inni segir hann, vegna starfa minna sem stunda­kenn­ari við Háskóla Íslands þar sem ég kenni hluta af einum kúrs í blaða­mennsku árlega, að ég hafi notað „þann vett­vang til að efna til kæru til siða­nefndar gegn Hann­esi Hólm­steini Giss­ur­ar­syni pró­fess­or. Til­efnið var að Hannes hafði gefið þekktri sögu vængi, en hún sner­ist um tengsl Kjarn­ans við erlenda vog­un­ar­sjóði. Sagan var í raun aldrei til umræðu nema í formi ásak­ana Þórðar Snæs og Magn­úsar um að til­teknir menn, oft­ast tengdir Fram­sókn­ar­flokkn­um, væru að breiða út slíkar sög­ur.“

Báðar full­yrð­ingar Sig­urðar Más hér að ofan eru rang­ar. Kjarn­inn hefur aldrei verið fjár­magn­aður með fjár­munum sem eiga upp­runa sinn í skatta­skjól­um. Einn eig­andi Kjarn­ans var í Panama­skjöl­un­um. Kjarn­inn sagði fyrstu frétt um það mál og brást við með við­eig­andi hætti. Félag stjórn­ar­for­manns Kjarn­ans, sem hann á hlut sinn í Kjarn­anum í, er íslenskt félag og hefur engar teng­ingar við banda­rískt félag sem hann var skráður fyrir þegar hann stýrði íslensku hug­vits­fyr­ir­tæki sem síðan var selt erlend­is. Þetta á Sig­urður Már að vita, sem fyrr­ver­andi við­skipta­blaða­mað­ur, en setur mál sitt samt sem áður fram með áður­greindum hætti.

Auglýsing
Sigurður Már skautar alveg fram­hjá því að siða­nefnd Háskóla Íslands komst að þeirri nið­ur­stöðu að Hannes Hólm­steinn, einn eig­anda bóka­út­gáfu sem Sig­urður Már skrifar bækur fyr­ir, hefði brotið siða­reglur með því að breiða út til­hæfu­lausar stað­leysur um að Kjarn­inn væri fjár­magn­aður af erlendum kröfu­höfum og neita að leggja neitt fram til að bakka þessar stað­hæf­ingar upp né draga þær til baka þegar þær voru opin­ber­aðar sem aug­ljós lygi. Hægt er að lesa um þá nið­ur­stöðu hér.

Rang­færslur um fjöl­miðla

Sig­urður Már eyðir umtals­verðu púðri í að teikna upp þá mynd að Kjarn­inn hafi með ein­hverjum hætti verið stofn­aður til höf­uðs Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni per­sónu­lega. Vert er að benda á að í fyrstu útgáfu Kjarn­ans, sem kom út í ágúst 2013, var Sig­mundur Davíð í for­síðu­við­tali þar sem hinn þá nýi for­sæt­is­ráð­herra fór vítt og breitt um völl­inn. Það við­tal var ekki tekið upp með leyni­legum hler­un­ar­bún­aði heldur í stjórn­ar­ráð­inu með vit­und og vilja Sig­mundar Dav­íðs. Sjálfur hefur hann aldrei gert athuga­semd við við­talið og aðstoð­ar­maður hans á þeim tíma lýsti sér­stakri ánægju með að það væri inni­halds­ríkt og efn­is­mik­ið.

Þetta var nú allt sam­særið gegn Sig­mundi Dav­íð, manni sem Sig­urður Már tók svo til starfa fyrir sem upp­lýs­inga­full­trúi og hag­aði sér af slíkum óheil­indum að þegar fyrir lá að hann yrði áfram við störf eftir að ný rík­is­stjórn tók við í byrjun árs 2017 þá höfðu ýmsir fjöl­miðla­menn, af nokkrum mis­mun­andi miðl­um, sam­band við ráð­gjafa nýrra stjórn­ar­herra og gerðu þeim ljóst að þeir treystu sér ekki til að eiga í sam­skiptum við hann. Ein­fald­lega vegna þess að hegðun hans og atferli, og fram­ganga í vinnslu eðli­legra beiðna um upp­lýs­ingar sem til hans var beint, hafði verið þess eðlis að þeir treystu honum ekki.

Sig­urði Má er reyndar mjög umhugað um Sig­mund Dav­íð, fyrr­ver­andi yfir­mann sinn, í grein­inni. Hann segir meðal ann­ars að umfjöllun um Sig­mund Davíð í Panama­skjöl­unum hafi verið „langt umfram það sem gögnin sögðu til um“ og hann virð­ist telja að Panama­skjölin hafi verið ein­hvers­konar sam­særi Vil­hjálms Þor­steins­son­ar, Kjarn­ans og fjöl­miðla sem „telja má til vinstri í íslenskum stjórn­mál­u­m“. Sá mið­ill sem Sig­urður Már telur mest til vinstri er RÚV.

Á þessum tíma­punkti fer grein Sig­urðar Más á sam­sær­is­kenn­ing­ar­stig sem oft­ast nær er kennt við álhatta. Sig­urður Már rekur tengsl ýmissa blaða­manna sem starfað hafa á Kjarn­anum við RÚV til að sýna fram á eitt­hvað sem hann telur óeðli­legt náin tengsl. Þau tengsl eru allt frá því að eiga for­eldra sem vinna á RÚV yfir í það að hafa sótt um störf þar fyrr eða síðar á starfsæv­inni og feng­ið. Sig­urður Már segir m.a.: „Virð­ist því sem stofn­unin hafi tekið að sér að vera griða­staður fyrir starfs­fólk Kjarn­ans.“

Vert er að benda Sig­urði Má að RÚV er langstærsta fjöl­miðla­fyr­ir­tæki á Íslandi og ekk­ert óeðli­legt við að fólk sem leggur blaða­mennsku fyrir sig sæk­ist eftir því að starfa þar. Meira að segja þeir sem unnu ein­hvern tím­ann á Kjarn­an­um. Það er ekk­ert leynd­ar­mál að starfs­manna­velta í íslenskum fjöl­miðla­heimi er mik­il. Það getur verið erfitt fyrir litla miðla að halda fólki ef betri kjör og skap­legri starfs­að­stæður bjóð­ast. Í því felst ekk­ert annað en eðli­legur gangur vinnu­mark­að­ar.

Sig­urður Már færir sig svo yfir í það að gera það tor­tryggi­legt að ég sé fastur gestur í Morg­un­út­varpi Rásar 1 einu sinni í viku til að ræða um efna­hags­mál og við­skipti. Þetta tengir Sig­urður Már við það að einn þátta­stjórn­and­inn hafi síðar ráðið sig til almanna­tengsla­fyr­ir­tækis „á vinstri vængn­um“ og að þar vinni maður sem vann einu sinni með mér á frí­blaði fyrir 12 árum. Þessu er síðan blandað saman í eina lang­líf­ustu sögu skíta­dreifara sem reyna að draga úr trú­verð­ug­leika mín­um, um rúm­lega átta ára gamla frétt um tvo aðstoð­ar­menn ráð­herra sem ætl­uðu að reyna að spinna fram­setn­ingu á skoðun rík­is­stjórn­ar­innar um það hvort að kaup Magma Energy á HS Orku, sem þá voru í deigl­unni, yrðu stað­fest eða ekki.

Þetta er sann­ar­lega ekki í fyrsta skipti sem þess­ari frétt er teflt fram af mönnum eins og Sig­urði Má í ein­hverri til­raun til að gera mig ótrú­verð­ugan eða að mála mynd um að ég gangi ein­hverra póli­tíska erinda. Allir eiga þeir það þó sam­eig­in­legt að líta fram­hjá því að fram­setn­ing þeirra er röng. En til­gang­ur­inn helgar með­al­ið.

Ein­ungis nokkrir mán­uðir eru frá því að sitj­andi þing­maður rifj­aði upp sömu sögu og gerði að aðal­at­riði í bóka­dómi sem hann skrif­aði um bók eftir mig kom sem út fyrir síð­ustu jól. Ég end­ur­birti hér að neðan svar til hans, enda á það jafn vel við gagn­vart Sig­urði Má:

Auglýsing
Hlutverk blaða­manna er að segja frétt­ir. Það er eðli­legt og til merkis um að þeir séu að standa sig að þeir vilji upp­lýsa um áður óupp­lýsta hluti og að þeir vilji vera fyrstir með frétt­ir. Um það er ég sek­ur. Þannig hátt­aði í þessu til­viki, ég fékk veður um tíð­indi og vildi segja frétt­ina fyrst­ur. Í kjöl­farið hafði ég sam­band við ýmsa innan stjórn­mál­anna til að reyna að landa henni og aðstoð­ar­mað­ur­inn virt­ist sjá tæki­færi í því að reyna að spinna eitt­hvað í tengslum við það. Menn eru ansi barna­legir ef þeir halda að póli­tískir ráð­gjafar reyni ekki alltaf að setja fram fréttir með þeim hætti að þær líti sem best út fyrir atvinnu­veit­endur þeirra.

Ef Sig­urður Már hefði bara nennt að lesa frétt­ina sem ég skrif­aði um mál­ið, sem ég sann­ar­lega skúbb­aði, þá myndi hann sjá að hún er ekki með neinum hætti í sam­ræmi við þennan ætl­aða spuna sem aðstoð­ar­menn­irnir ræddu um. Þvert á móti er hún mun ítar­legri, enda byggð á öðrum upp­lýs­ingum en þeirra. Hægt er að lesa frétt­ina hér og sjá tölvu­pósta aðstoð­ar­manns­ins hér.

Sig­urður Már sér einnig sam­særi í því að ég stýri einu sjón­varps­við­tali í viku á sjón­varps­stöð­inni Hring­braut og að Kjarn­inn sé í sam­starfi vegna útgáfu fríð­blaðs­ins Mann­lífs og birti þar frétta­skýr­ingu hvern föstu­dag. Og hann sér sam­særi í því að Kjarn­inn hafi keypt Vís­bend­ingu, áskrift­ar­rit um efna­hags­mál og við­skipti, úr fjöl­miðla­fyr­ir­tæki sem Bene­dikt Jóhann­es­son leysti upp þegar hann fór á þing.

Ofan­greint sam­starf Kjarn­ans við ýmsa fjöl­miðla hefur verið mjög gjöf­ult fyrir alla aðila. Ástæður þess er að leita í afleitu rekstr­ar­um­hverfi en sam­starf til að lifa af og upp­lýsa almenn­ing getur varla verið annað en til bóta. Ég skamm­ast mín ekki fyrir að vera dug­legur og útsjón­ar­samur þótt að Sig­urður Már líti slíkt horn­auga.

Rang­færslur um stjórn­mála­flokka og saga af hags­muna­gæslu

Í grein Sig­urðar Más seg­ir: „Af rit­stjórn­ar­efni og fréttum Kjarn­ans má vel ráða póli­tískt leið­ar­hnoð hans, en það er borg­ara­leg vinstri­stefna sem teygir sig allt frá Vinstri grænum um Sam­fylk­ingu og yfir á miðj­una til Við­reisn­ar, en oft má fremur greina hana af and­stæð­ing­unum en sam­herj­un­um. Hún er raunar svo fyr­ir­sjá­an­leg (og grein­arnar lang­orð­ar) að gár­ungar í fjöl­miðla­stétt hafa upp­nefnt mið­il­inn Kran­ann.“

Það er sem­sagt nið­ur­staða Sig­urðar Más, í grein um það hvernig ein­hver póli­tísk öfl hafi keypt sig til áhrifa í gegnum Kjarn­ann, að hann gangi póli­tískra erinda að minnsta kosti þriggja stjórn­mála­flokka. Vinstri­flokks­ins Vinstri grænna, jafn­að­ar­manna­flokks­ins Sam­fylk­ing­ar­innar og hins frjáls­lynda hægra-­meg­in­-við-miðju Við­reisn­ar, eða nafn­greindra ein­stak­linga sem tengj­ast beint eða óbeint þessum flokk­um. Þetta er ansi breitt svið og erfitt að fá þessa póli­tísku sam­sær­is­kenn­ingu til að ganga upp.

Nema að allir séu bara „vinstri“ utan þeirra sem deila algjör­lega heims­sýn Sig­urðar Más Jóns­son­ar. Manns sem telur sig vera í stöðu til að gagn­rýna fjöl­miðil þar sem eng­inn núver­andi starfs­maður hefur nokkru sinni starfað í stjórn­mála­flokki fyrir póli­tíska slag­síðu, þegar hann hefur sjálfur varla unnið í fjöl­miðlum frá því að hann var rek­inn af Við­skipta­blað­inu árið 2010 og síð­asta fasta starf hans var sér­hags­muna­gæsla fyrir stjórn­mála­mann.

Á síð­ustu metrum Sig­urðar Más í blaða­mennsku þá störf­uðum við saman stutt­lega, á árunum 2009 og 2010. Um var að ræða þann tíma sem upp­gjör á banka­hrun­inu var alls­ráð­andi og hlut­verk fjöl­miðla í því að upp­lýsa almenn­ing um hvað það væri sem hefði gerst og umturnað íslensku sam­fé­lagi var feiki­lega mik­il­vægt, sér­stak­lega áður en að skýrsla rann­sókn­ar­nefndar Alþingis var birt í apríl 2010. Á þessum stutta tíma lagði Sig­urður Már lítið til annað en með­virkni gagn­vart mörgum umfjöll­un­ar­efnum blaðs­ins. Eft­ir­minni­legt er sam­band hans við lyk­il­menn í kringum Kaup­þing, sam­bandi sem mun frekar verður lýst sem þjón­ustu­sam­bandi en eðli­legu sam­bandi blaða­manns og við­fangs­efn­is. Á síð­ari árum hefur Sig­urður Már skrifað fyrir bóka­út­gáfu sem er stýrt af fyrr­ver­andi lyk­il­manni innan Kaup­þings­sam­stæð­unn­ar. Fyr­ir­tækis sem ég skrif­aði bók­ina Kaupt­hink­ing – Bank­inn sem átti sig sjálfur um, sem kom út fyrir síð­ustu jól og hlaut Blaða­manna­verð­laun Íslands fyrr á þessu ári.

Rang­færslur um þol­anda

Þótt öll grein Sig­urðar Más sé þess eðlis að um rætin níð­skrif sé að ræða sem hafi þann eina til­gangi að fóðra ein­hverja ótrú­lega óvild í garð Kjarn­ans og þeirra sem standa að hon­um, þá fer hann niður í svað á einum stað hennar sem tekur öllu öðru fram.

Þar fjallar hann um það þegar fyrr­ver­andi hlut­hafi í Kjarn­anum og þing­mað­ur, Ágúst Ólafur Ágústs­son, braut gegn blaða­manni Kjarn­ans, Báru Huld Beck. Þar gagn­rýnir Sig­urður Már skort á umfjöllun Kjarn­ans um mál­ið, segir „litlar fréttir hafa verið fluttar af við­brögðum stjórn­enda Kjarn­ans af atvik­inu“ og að „aug­ljóst var þó að Bára Huld var ekki ánægð með hvernig tekið hafði verið á máli henn­ar“.

Við Sig­urð Má vegna þessa vil ég segja: Það er alltaf þolenda að ákveða í hvaða far­veg brot gegn þeim fara. Fyr­ir­tæki, eða stjórn­endur fyr­ir­tæk­is, geta aldrei tekið þá ákvörðun fyrir þolendur sem hjá þeim starfa. Það sem stjórn­endur fyr­ir­tækja þolenda sem verða fyrir áreitni eða ann­ars konar ofbeldi geta og eiga að gera er hins vegar að styðja þá þolendur að öllu leyti. Það hefur Kjarn­inn gert í einu og öllu. Hér er til að mynda yfir­lýs­ing stjórnar og stjórn­enda Kjarn­ans vegna máls­ins sem birt var eftir að þol­and­inn ákvað, sjálf með okkar stuðn­ingi, að svara yfir­lýs­ingu ger­and­ans í mál­inu opin­ber­lega. Þar segir m.a. „Hegðun hans var niðr­andi, óboð­­leg og hafði víð­tækar afleið­ingar fyrir þann sem varð fyrir henni. Afleið­ingar sem eru bæði per­­són­u­­legar og fag­­leg­­ar. Stjórn og stjórn­­endur Kjarn­ans gerðu þol­anda ljóst frá upp­­hafi að hann réði ferð­inni í þessu máli og til hvaða aðgerða hann taldi rétt­­ast að grípa.“

Auglýsing
Allir aðrir hags­munir eru auka­at­riði þegar svona mál koma upp. Einu hags­mun­irnir sem skiptu máli eru þol­and­ans. Auk þess blasir við að Kjarn­inn er van­hæfur til að fjalla efn­is­lega um málið í frétta­skrif­um. Það hafa fjöl­margir aðrir miðlar gert. En Sig­urður Már er þeirrar skoð­unar að stjórn­endur Kjarn­ans hefðu átt að taka atburða­rás­ina úr höndum þol­anda með valdi og búa til fréttir úr henni.

Hvernig Sig­urður Már fær það út að þol­and­inn í mál­inu sé ekki ánægð með hvernig tekið hafi verið á máli hennar innan Kjarn­ans er mér hulin ráð­gáta. Hann spurði hana að minnsta kosti ekki hvort svo væri áður en að hann fór að gera henni upp skoð­an­ir. Ég sit hins vegar við hlið þol­and­ans á hverjum degi. Og er þar af leið­andi dóm­bær­ari um að meta hverjar afleið­ingar þessa máls á hana hafa verið en Sig­urður Már Jóns­son.

Hvað vakir fyrir Sig­urði Má?

Við lestur greinar Sig­urðar Más velti ég fyrir mér hvað vakti fyrir hon­um. Hvaðan stafar þessi gríð­ar­lega óbil­girni og vilji til að meiða og eyði­leggja. Raun­veru­leik­inn er nefni­lega sá að svona fram­ganga, að ljúga upp á menn og fyr­ir­tæki ömur­legum hlut­um, hefur til­hneig­ingu til að virka svo lengi sem hún sé end­ur­tekin nógu oft.

Í nið­ur­lag­inu birt­ist kannski lík­leg­asta skýr­ingin á skrifum Sig­urðar Más. Á morg­un, föstu­dag, er stefnt að því að leggja fram frum­varp um fjöl­miðla í rík­is­stjórn, en sam­kvæmt því munu einka­reknir fjöl­miðlar geta fengið styrki frá hinu opin­bera að til­teknum skil­yrðum upp­fyllt­um. Aug­ljóst er að Sig­urði Má er mjög í mun um að reyna að koma í veg fyrir að Kjarn­inn fái slíka styrki. Undir lok grein­ar­innar seg­ir: „Engum blöðum er um það að fletta að við­var­andi tap­rekstur Kjarn­ans hvílir þungt á eig­end­um, eins og sést á því að rit­stjóri Kjarn­ans sækir fast eftir rík­is­styrkjum nú þegar allt lítur út fyrir að Alþingi sam­þykki að veita fjöl­miðlum slíka styrki. Mikið álita­mál er þó enn hvort mið­ill­inn upp­fyllir kröfur þær sem gerðar eru til styrk­hæfra fjöl­miðla, þar sem sára­lítið er þar um frum­fram­leiðslu frétta, en slíkt verður tím­inn að leiða í ljós.“

Allt sem Sig­urður Már segir í þess­ari setn­ing­arrunu er rangt. Kjarn­inn tapar ekki pen­ing­um, líkt og rakið hefur ver­ið, Kjarn­inn frum­vinnur nær allt efni sem á honum birtist, líkt og rakið hefur ver­ið, og Kjarn­inn upp­fyllir öll sett skil­yrði frum­varps­ins eins og það var sett fram í sam­ráðs­gátt stjórn­valda.

For­vitni­legt verður að sjá hvort að áróður Sig­urðar Más, og ýmissa ann­arra sem hafa haldið sam­bæri­legu fram, meðal ann­ars for­svars­manna Árvak­urs, hafi náð eyrum þeirra ráð­herra og þing­manna sem komið hafa að loka­gerð frum­varps­ins. Hvernig sem það frum­varp verður þá skal það sagt hér að Kjarn­inn verður áfram til hvort sem styrkir til fjöl­miðla verði að veru­leika eða ekki. Sig­urður Már og aðrir af hans teg­und verða að sætta sig við það.

Að lokum vil ég vitna í áður­nefnda nið­ur­stöðu siða­nefndar Háskóla Íslands vegna brota Hann­esar Hólm­steins á siða­reglum skól­ans með lygum um Kjarn­ann. Þar sagði m.a.: „Grund­­völlur tján­ing­­ar­frels­is­ins er frelsið til að tjá skoð­­anir sínar og hug­­mynd­ir, en ekki frelsi til að segja hvað sem er um hvern sem er eða hvar sem er.“

Þetta eru skila­boð sem Sig­urður Már Jóns­son, sem titlar sig blaða­mann, mætti taka til sín.

Við ykkur hin sem viljið styðja við frjálsa og aðgangs­harða blaða­mennsku, sem hefur það eina leið­ar­ljós að upp­lýsa almenn­ing, getið gert það með því að ganga til liðs við Kjarna­sam­fé­lagið hér. 

Þeir sem hafa þegar gert það geta hækkað fram­lag sitt ef þeir vilja með því að senda tölvu­póst á takk@kjarn­inn.­is.

Við erum ekki að fara neitt.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ólafur Valsson
Þjóðaröryggi, jarðstrengir og rafmagn á Dalvík
Kjarninn 16. desember 2019
Helgi Seljan og Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.
Forseti Alþingis minnist Helga Seljan
Steingrímur J. Sigfússon minntist fyrrverandi þingmannsins, Helga Seljan, á þingi í dag. „Helgi var einkar vel látinn í hópi þingmanna fyrir sitt glaða skap, heiðarleika og hreinskiptni í samstarfi, svo og fyrir dugnað og alúð við þingstörfin.“
Kjarninn 16. desember 2019
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, er fyrsti flutningsmaður tillögu um að hækka lágmarksframfærslu almannatrygginga í 300 þúsund krónur.
Stenst ekki jafnræðisreglu að hækka lágmarksframfærslu sumra í 300 þúsund
Meirihluti velferðarnefndar segir að það myndi líklega kosta tugi milljarða króna að hækka lágmarksframfærslu almannatrygginga í 300 þúsund krónur. Það standist ekki jafnræðisreglu að taka ákveðna hópa út fyrir sviga.
Kjarninn 16. desember 2019
Ekki tímabært að fella niður ívilnun á tengiltvinnbíla
Efnahags- og viðskiptanefnd telur ekki tilefni til þess að skattaívilnunin á tengiltvinnbílum falli niður með öllu í lok árs 2020. Nefndin leggur í staðinn til að fjárhæðarmark ívilnunarinnar lækki í nokkrum áföngum.
Kjarninn 16. desember 2019
„Algeggjuð“ hugmynd um sameiningu banka
Í Vísbendingu, sem kom til áskrifenda á föstudaginn, er fjallað um þá hugmynd að sameina tvo af kerfislægt mikilvægu bönkum landsins.
Kjarninn 15. desember 2019
SMS og MMS ganga í endurnýjun lífdaga
Eftir að hafa lotið í lægra haldi fyrir nýjum samskiptaforritum á borð við Messenger og WhatsApp eru gömlu góðu SMS- og MMS-skilaboðin að eiga endurkomu. Þeim fjölgar nú eftir áralangan samdrátt.
Kjarninn 15. desember 2019
Ferðalag á mörkum ljóss og myrkurs, í átt til dögunar
Rökkursöngvar Sverris Guðjónssonar kontratenórs eru að koma út. Safnað er fyrir þeim á Karolina Fund.
Kjarninn 15. desember 2019
Ársreikningaskrá heyrir undir embætti ríkisskattstjóra.
Skil á ársreikningum hafa tekið stakkaskiptum eftir að viðurlög voru hert
Eftir að viðurlög við því að skila ekki ársreikningum á réttum tíma voru hert skila mun fleiri fyrirtæki þeim á réttum tíma. Enn þarf almenningur, fjölmiðlar og aðrir áhugasamir þó að greiða fyrir aðgang að ársreikningum.
Kjarninn 15. desember 2019
Meira úr sama flokkiÁlit