Karlar eiga ekki að ráða þessu með þungun

Matthildur Björnsdóttir fjallar um ýmsar hliðar þungunarrofs í aðsendri grein.

Auglýsing

Ég er nógu gömul til að muna eftir þegar að lokum Roe versus Vade-lögin voru sam­þykkt í Banda­ríkj­unum en það var mik­ill léttir fyrir konur víða um heim því þá var litið til Banda­ríkj­anna varð­andi mörg jafn­rétt­is­mál.

Konur sem höfðu á einn og annan hátt verið kyn­lífs­þrælar karla um aldir og þess vegna neyðst til að ganga með og fæða mikið fleiri börn en þær hefðu óskað eft­ir. Og þær því miður oft of hræddar við að segja nei við karla sem voru með kyn­lífs­fíkn og gátu ekki sam­þykkt nei­kvætt svar, og sem ofan á það gætu hafa lamið þær fyrir að neita þeim um aðgang inn í þær.

Karlar sem svo oft hlupu og hlaupa frá því að sinna barn­inu sem sæði þeirra hafa átt hlut í að skapa.

Auglýsing

Leið­togar trú­ar­bragða og stjórn­mála­menn tala um ótal lof­orð þegar þeir vilja stjórna konum á þennan hátt, eins og þessir þrír stjórn­mála­menn á Íslandi og ótelj­andi slíkir víða um heim sem vilja og ná því miður að gera. En þeir sjá aldrei um vel­ferð mæðra eða barna og lofa ein­hverju frá himnum sem er loft­bóla því pen­ingum fyrir mat og öðru rignir ekki það­an.

Lof­orðin til að plata þær og aðra til að sam­þykkja þær hug­myndir verða aldrei að veru­leika, og ef þau að ólík­indum verða það um tíma breyt­ist það með nýjum rík­is­stjórnum sem hafa aðrar hug­myndir um mann­lega lífs­bar­áttu. Og það sem ég les í blöð­unum á net­inu um hin ýmsu kerfi á Íslandi í dag, segir mér að lof­orð eða hugsun þessa manns sem kom með lof­orð um að hjálpa óvel­komnum börnum stenst í raun ekki. Og ekki yrði hann heldur barnapía þeirra né myndi borga allan auka­kostnað fyrir hvert barn sem kæmi og hvað þá að hann myndi þá lækn­is­hjálp fyrir mæður og börn sem þau gætu átt eftir að þurfa á að halda.

Ég hitti mann í Þórs­kaffi um árið sem var að leita að konu til að vera til­búin að láta hann barna sig. Og það var af því að hann var í sæð­is-­sam­keppni við systk­ini sín. Þegar ég spurði hann út í hvort hann sinnti syn­inum sem hann átti með kon­unni sem hann var giftur og spurði hvort hann hefði sinnt hon­um, kom ég að tómu and­liti. Hann sagði mér að hún vildi ekki fleiri börn með honum og skildi ekki hvað ég væri að tala um varð­andi þörf barna fyrir að for­eldrar hefðu áhuga fyrir þeim, elsk­uðu þau og sinntu. Hann sá greini­lega ekki neina þörf fyrir það, og hafði trú­lega ekki átt föður sem sinnti honum heldur og þannig áttu börn hans bara að eiga mæð­ur.

Hann sá greini­lega ekki neina þörf á því að fað­ir­inn elskaði né sinnti barni sínu, bara að hann gæti sýnt með lík­ömum þeirra að sæði hans virk­aði. Og ég sagði honum að ég skildi kon­una hans vel að vilja ekki fleiri börn með honum fyrst að hann hefði engan áhuga fyrir þeim, nema sem eins­konar bik­ara um ímynd­aða karl­mennsku, frekar en ást og teng­ing­ar. Hann vann mikið úti á landi og var sjaldan heima.

Fyrr­ver­andi eig­in­maður minn á Íslandi mátti vera við fæð­ingu seinna barns­ins sem ég fæddi í heim­inn, en flýði þegar búið var að klæða hann í gall­ann.

Barns­faðir vin­konu minnar lét sig hverfa í sjó­inn um árið af því að hann hafði skilið sæði sitt eftir án ábyrgðar of víða, og hafði ekki efni á að borga öll með­lög­in. Ég velti því fyrir mér hversu margir of lauslátir menn sem samt fengu aldrei stimpla á við konur hafi kannski gert það sama. Og þar með gert börn sín föð­ur­laus af því að þeir höfðu engan áhuga fyrir þeim sem mann­verum sem slík­um, en allan áhug­ann og þörf­ina til að sanna sæð­is­virkn­ina.

Það voru líka karllæknar og karlar sem neit­uðu konum um þung­un­ar­rof og helltu ókvæðis orðum að þeim um að „þær ættu ekki að leika sér með eld­inn“. Þeir héldu ræðu sem kom með algerri til­finn­inga­legri kulda­dembu og engri hugsun um hlut karls­ins í því dæmi. Ég upp­lifði slíka ræðu af einum lækni.

Karlar dæmdu kon­urnar sem þeir náðu að hafa kyn­mök með sem lauslát­ar, en karl­kyn hefur sloppið við það að fá slíka athuga­semd og dóm fyrir að vera út um allan bæ með sína kyn­þörf. Hvernig eiga þeir að gera það með konum eða körlum án þess að fá sams­konar stimpil og konum eru gefn­ir.

Blóðið í mér sýður við að lesa að þessi umræða geti komið upp núna hálfri öld síðar þegar við sem börð­umst fyrir þeim rétti að ráða hverju við fæddum í heim­inn því að það eru enn önnur mik­il­væg mann­leg mál­efni til að vinna að. Ekki fara aft­urá­bak með það sem þegar var talið sorterað og öruggt.

Ég er á hinn bóg­inn svo glöð að sjá unga feður hér í Adelaide með börnin sín sem hafa virki­lega teng­ingu við þau og tala við þau. Það hrein­lega kallar stundum fram í mér gleði­tár af því að ég sá það ekki með mína kyn­slóð feðra né feður minnar kyn­slóðar sem er fædd um miðja síð­ustu öld.

Feður sem komu í heim­sókn bæði á Fæð­ing­ar­deild­ina árið 1971 og Fæð­ing­ar­heim­ilið 1973 sýndu aldrei þær til­finn­ingar við að sjá sín fal­legu og nýkomnu börn, og ef eitt­hvað voru þeir vand­ræða­leg­ir. Ekk­ert líkt því sem maður sér í þátt­unum „One Born every minu­te“ frá Bret­landi. Og í sam­tali við leigu­bíl­stjóra um slík mál­efni við­ur­kenndi hann að hafa verið þannig, fjar­lægur og áhuga­laus um barn­ið, þegar ég sagði það. Hann ját­aði að það hefði verið af því að honum var svo um að fá kyn­mök­in, en hafði ekki haft neina hugsun um að barn gæti orðið úr þeim. Hann er áreið­an­lega alls ekki sá eini með slíkt dæmi um afteng­ingu á milli kyn­færa, hjarta og heila við að losa sig við sæð­ið.

Svo virð­ist sem þessir karlar á þingi sem vilja neita konum um sinn ákvörð­un­ar­rétt séu með gömlu úreltu sýn­ina á þessi mál. Það eru svo mikil von­brigði og svo sær­andi að sjá þessa dálka þar sem næstum ein­tómir karlar vilja ráða yfir konum á þennan hátt og telja að sæði sitt eigi allan rétt yfir öllu öðru án teng­inga við það hvort þeir séu í sam­bandi eða hjóna­bandi, eða með þá þrá að hafa gott og inni­halds­ríkt sam­band við þau börn sem þeir eigi hlut í að koma í þennan heim. Það eru millj­ónir barna í dag föð­ur­laus, og ekki af því að þeir séu allir dán­ir.

Ég hafði vonað að þessi umræða og árásir karla á ákvörð­una­rétt kvenna um hvort og hvenær og ef kona vill og getur séð sér fært um að fæða börn í heim­inn, væri lið­inn. Það eru meira en nóg af mann­verum á jörð­unni og of mörg börn sem upp­lifa sig óvel­kom­in, höfnuð og yfir­gef­in.

Sagan er önnur þegar það eru hjón sem vita hvað þau vilja og hafa efni á og sjá þá um það saman hvort að slys vegna brost­inna getn­að­ar­varna þurfi að verða þung­un­ar­rof.

Svo það er svo margt sem þarf að hugsa um til að skoða þetta með að bjóða blessuð börnin í heim­inn, og konur þurfa ekki á slíkum yfir­ráðs-skila­boðum að halda frá þeim sem svo eiga auð­velt með að van­rækja þau börn sem þeir eiga þátt í að skapa, þó að það sé lík­ami konu sem sjái um meiri­hlut­ann. Fæð­ingin – að koma heilum lík­ama út úr sér – er stórt og erfitt verk í sjálfu sér.

Það er annað mál í gangi með þau sem þrá að fá börn inn í líf sitt en eiga erfitt með getn­að. Það er allt annað dæmi og ég hef sam­kennd með þeim en hef ekki verið í þeim sporum og get ekki farið inn í þau mál.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar