Föst í feni orkupakkans eða aðgerðir fyrir framtíðina

Þröstur Ólafsson hagfræðingur veltir fyrir sér hvort að umræða um þriðja orkupakkann sé auðveldari en umræða um auðinn.

Auglýsing

Á þeim tímum þegar birta marx­ism­ans grúfði enn yfir vötnum og við unga fólkið í Vest­ur­berlin skemmtum okkur við þrætu­bók, list­grein þar sem deilt er af djúpu hug­viti um mik­il­væg fánýti, þá var leitin að algildum lög­málum mik­il­væg­ust. Ill­kvittnin hafði það á orði, að þessi leit væri eins og að vera staddur í myrkv­uðu her­bergi með bundið fyrir augun í leit að svörtum ketti, sem væri þar ekki. Ekki veit ég af hverju mér hefur iðu­lega dottið þessi sam­lík­ing í hug þegar ég hef lesið and­greinar við Mikla Þriðja Orku­pakk­ann (O3). Hann virð­ist vera orð­inn örlaga­valdur íslensks sjálf­stæð­is. And­stæð­ingar O3 hafa , eins og við forð­um, fundið sann­leik sem eng­inn er.Það er kost­bær upp­götv­un.

Áhyggjur um fram­tíð þjóð­ar­innar er sígilt við­fangs­efni og verð­ugt. Hætt­urnar eru víða og hnatt­rænar teng­ingar þjóða, sem aukast munu, hafa ekki dregið úr þeim. En hætt­urnar eru bæði inn­an- sem utan­lands. Sumir segja að aðild okkar að EES sé ógn við full­veld­ið. Því verði að finna ráð til að losa okkur það­an. Og vissu­lega má deila um það, hvað sjálf­virk áskrift okkar að vönd­uðu laga­safni ESB þýði fyrir þjóð sem vill kalla sig full­valda. Það er alla­vega skyn­sam­legra að leita þar að veik­leikum og hættum full­veld­is­ins og fram­tíð okkar grænu orku en í O3. Orkan og full­veldið ráð­ast af þróun alþjóða­mála, ekki af O3. Á póli­tískum sjón­deild­ar­hring þjóð­ar­innar blasa við stór­mál sem hvorki eru reifuð né rædd, meðan efn­is­rýr orku­pakki fær yfir sig for­dæm­ing­ar­flóð. Já, við gerum okkur daga­mun með spakvitrum titt­linga­skít og and­ríkum útúr­snún­ing­um.

Sam­fé­lag­s­auður á fáar hendur

Við sem nú lifum erum vitni af afdrifa­ríkum breyt­ingum í umhverfi okkar sem verð­ugra er fyrir hug­vits­menn að glíma við en O3. Þar er fyrst að nefna þá hröðu og umfangs­miklu auð­söfnun og sam­þjöppun auðs sem hér á sér stað. Það líður vart sú vika, að ekki komi fréttir af kaupum þekktra “ís­lenskra auð­hringa” sem bæta nýjum fyr­ir­tækjum í eigna­safn sitt. Um tíu til fimmtán fjár­sterka við­skipta­hópa er að ræða, sem stýra stórum hluta við­skipta­lífs­ins. Þeim mun fækka og stækka, ef ekk­ert verður að gert. Sam­þjöppun auðs skekkir og afbakar sam­keppn­ina. Syfju­legt Sam­keppn­is­eft­ir­lit fær ekki við neitt ráð­ið.

Auglýsing

Spyrja má hvað sé svona var­huga­vert við þessa sam­þjöpp­un? Jú, sam­keppn­in, sem er helsta vörn almenn­ings á vöru­mark­aði, visnar og/eða hverf­ur. Íslend­ingar hafa að vísu löngum haft illar bifur á sam­keppni, notað hana sem skammar­yrði. Kaup­fé­lögin byggðu á sam­vinnu ekki sam­keppni. Almenn­ingur hefur yfir­leitt meiri áhyggjur af vel­ferð fram­leið­enda en neyt­enda. Það skýrir margt öng­stræt­ið.

Mikil og skjót auð­söfnun

Það er eins og Hrunið hafi hreinsað hag­kerfið af hvim­leiðum hindr­unum og afskiptum almanna­valds­ins, en umfram allt af skuldum Tortól­unga. Við ýtum áfram undir þessa auð­söfnun með skatt­leysi auð­linda­nýt­ingar í sjáv­ar­út­vegi og lágum fjár­magnstekju­skatti. Auð­söfnun er þó mest í sjáv­ar­út­vegi, þar er hagn­að­ur­inn mest­ur. Það var fyr­ir­séð afleið­ing þess að afhenda þeim gjöf­ul­ustu auð­lind lands­ins nán­ast án end­ur­gjalds. Hroki og dreissug­heit eru fylgi­fiskar mik­ils auðs. Hroka­full afstaða rík­is­stjórn­ar­innar til Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins ber vott um for­herð­ingu, sem eftir er tek­ið.

Auður felur einnig í sér sam­fé­lags­leg völd. Mik­ill auður felur í sér mikil völd, einkum póli­tísk. Það holar innan lýð­ræð­is­kerf­ið. Í stað sjálf­stæðra full­trúa kom tal­hlýðnir gæslu­menn sér­hags­muna. Nú ríða engir um héröð og spyrja hverjir hafi keypt Ísland? Af hverju er þetta ekki frekar á dag­skrá en orku­pakka grey­ið?

Lofts­lags­váin

Stærsta váin sem mann­kynið hefur nokkru sinni tek­ist á við er nú að ganga yfir­ hnött­inn. Vel­gerðir og gagn­legir sjón­varps­þættir hafa vakið margan af svefni syfj­aðra. Við vitum að bæði vist­kerfi jarðar og sið­menn­ing manns­ins eru í húfi eða rétt­ara sagt komin á góðan veg til glöt­un­ar. Við höfum gripið til flokk­unar heima­sorps og farið í stríð við plast­pok­ana og hafið orku­skipti á bif­reið­um. Allt eru þetta réttar ákvarð­anir en gagnslitlar í stóra sam­heng­inu geng vánni. Við snið­göngum stóru aðgerða­sviðin s.s. flug- og farm­sam­göng­ur, stór­iðj­una, mann­fjölg­un, eyði­fláka og fram­ræst vot­lendi. Enn eru grafnir skurðir til að þurrka vota jörð; enn er beitt fé á örfoka land; enn er flug­ferðum fjölgað og upp­bygg­ing nýrra atvinnu­greina og tæki­færa fagnað eins við upp­haf síð­ustu ald­ar. Ný stór­iðju- og virkj­ana­á­form fá lof­sam­legar umsagnir og opin­bera fyr­ir­greiðslu, eins og eng­inn hafi skilið hvaða afleið­ingar það muni hafa.

Á virki­lega að leyfa og hvetja ein­hverja útlend­inga til að reisa stóra úthafs­skipa­höfn norður í Finna­firði? Verk­efnið hefur fengið opin­beran rík­is­styrk! Já, við höldum ótrauð áfram að skara eld að útrým­ingu vist­kerfa og dýra­lífs á jörð­inni. Við erum m.v. íbúa­fjölda sú þjóð, sem gengur lengst í því að ganga af göfl­unum í mengun og losun koltví­sýr­ings. Og enn er hvatt til aukn­ingar á öllum svið­um. Hvar eru nú máls­met­andi stjórn­mála­menn sem þora? Hvar eru stjórn­mála­leið­tog­arn­ir? Eru þeir allir á kafi í þriðja orku­pakk­an­um? Kemur hann í stað­inn fyrir umræð­una um auð­inn; í stað­inn fyrir átökin um fram­tíð­ina? Skyldi hann vera auð­veld­ari með­ferðar en stóru mál­in, sem munu skilja milli feigs og ófeigs.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar