Fyrirtíðaspenna í fullveldinu

Auður Jónsdóttir rithöfundur veltir fyrir sér tíðarandanum á Íslandi, óttanum og samskiptaörðugleikunum. Til þess að fá skýrari mynd af ástandinu þá spjallar hún við Rósu Björk Brynjólfsdóttur, þingmann Vinstri grænna.

Auglýsing

Í síbylju síð­ustu miss­era hafa pæl­ingar um full­veldi Íslands í ýmsu sam­hengi verið áber­andi. Í kjöl­far hátíð­ar­fund­ar­ins á Þing­völlum vegna afmælis full­veld­is­ins blossuðu upp umræður um hvað þætti við­eig­andi á slíkum við­burði, ekki síst vegna komu Piu Kjærs­gaard, for­seta danska þings­ins sem hefur leitt áber­andi þjóð­ern­is­sinn­aðan flokk, Danska þjóð­ar­flokk­inn, til valda og áhrifa í Dan­mörku, flokk sem hefur með ýmsu móti þanið út mörk hat­urs­orð­ræðu í garð inn­flytj­enda og hæl­is­leit­enda þar í landi.

Upp á síðkastið hefur maður líka heyrt suma velta fyrir sér hvort inn­leið­ing þriðja orku­pakk­ans vegi að full­veldi Íslands og á sama tíma hafa ein­hverjir velt fyrir sér hvort dómur Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu, vegna skipan dóm­ara við Lands­rétt af hendi þáver­andi dóms­mála­ráð­herra Sig­ríðar And­er­sen, hafi hrist stoðir full­veldis Íslands, en téð Sig­ríður hefur orð á sér fyrir að vera svo harð­vítug í mál­efnum hæl­is­leit­enda að það hvarflar að manni að þær Pia gætu haldið gott tepartí sam­an.

Og svo eru þeir auð­vitað alltaf til, ein­hver stað­ar, sem ótt­ast að koma hæl­is­leit­enda til Íslands vegi að eins konar ímynd um full­veldi Íslands. 

Auglýsing

Ein­hvern veg­inn fannst manni frægt atvik á fundi Sjálf­stæð­is­fé­lag­anna í Kópa­vogi og Garðabæ um þriðja orku­pakk­ann, þann 27. apríl síð­ast­lið­inn, afhjúpa und­ir­liggj­andi tog­streitu og spennu í sam­fé­lag­inu, atvikið var skáld­leg tákn­mynd fyrir tíð­ar­anda í sam­fé­lagi sem tví­stígur leit­andi í sam­tali við alþjóða­sam­fé­lag­ið.  

Útlend­ing­ur­inn með bak­poka

Á fund­inum biðl­uðu hæl­is­leit­endur af til­finn­inga­þrungnum ákafa til núver­andi ferða­mála-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra Íslands, Þór­dísar Kol­brúnar Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ur, flokks­systur Sig­ríðar sem starfar nú sem dóms­mála­ráð­herra í hennar stað, að fá að tjá sig um og ræða stöðu hæl­is­leit­enda. Óþarfi kannski að tíunda atburð­ina á fund­inum sem röt­uðu í flesta fjöl­miðla í kjöl­far­ið, upp­á­kom­una þegar óein­kenn­is­klæddir menn gengu í hlut­verk the police og reyndu að koma mönn­unum út.

Skömmu eftir upp­á­kom­una mátti lesa við­tal Jóhanns Páls Jóhanns­son­ar, blaða­manns á Stund­inni, við Sig­urð Sig­ur­björns­son, for­mann Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Kópa­vogi. Þar kom fram að fólk á staðnum hefði haft áhyggjur af því að hæl­is­leit­endur væru með bak­poka með­ferð­is. En for­vitni­legt er að lesa þennan hluta við­tals­ins:

Aðspurður hvers vegna fólk hafi haft áhyggjur af því að mann­eskja væri með bak­poka segir Sig­urð­ur: 

„Menn hugsa ýmsa hluti og það fór slatti af fólki út úr salnum þegar þetta gerð­ist. Fólk hafði áhyggjur af ástand­inu sem mynd­að­ist þarna. Það var reynt að fá þá [hæl­is­leit­end­urna] til að róa sig og þeim bent á að þetta væri hvorki staður né stund til að taka þessa umræðu. Þetta trufl­aði mann­skap­inn og fólk varð hrætt. Þessi ein­stak­lingur var eitt, en svo voru hróp og köll ann­ars staðar frá.“

Hann heldur áfram: „Við erum nýbúin að hlusta á fréttir frá Sri Lanka um að ein af sprengj­unum hafi komið frá bak­poka. Það gerð­ist í Boston-mara­þon­inu fyrir örfáum árum. Ég hugs­aði þetta ekki sjálf­ur. En þetta heyrð­ist eitt­hvað aðeins, pískur um þennan bak­poka.“ 

En held­urðu að sams konar áhyggjur hefðu komið upp ef hvítur Íslend­ingur væri með bak­poka á fund­in­um? 

„Hef­urðu heyrt um ein­hvern Íslend­ing með bak­poka sem sprengir sig upp­?“ 

Nei, en maður hefur heldur ekki heyrt af hæl­is­leit­anda á Íslandi með bak­poka sem sprengir sig upp. 

„Nei, en við vitum heldur ekki alltaf hverjir þessir hæl­is­leit­endur eru. Á meðan þeir koma með fölsuð skil­ríki, þá vitum við ekki hverjir þeir eru og þá er ekki hægt að kanna það.“

And­ers Breivik þurfti engin fölsuð skil­ríki ... þú skilur hvað ég er að fara?

„Já, ég skil það alveg og þú sérð hvað gerð­ist á Nýja Sjá­landi. Við erum með ofsa­fengna brjál­æð­inga sem eru hvítir öfga­hægri­menn. Við höfum séð hvernig andúðin og öfgarnar blossa upp í okkar sam­fé­lagi miðað við hvernig menn skrifa og orð­ræðan er.“ 

Hvernig tíð­ar­andi?

Fyrsta sem manni dettur í hug við að lesa við­talið er ótti. Órök­réttur ótti fólks við allt fram­andi, í sam­fé­lagi sem þangað til ekki fyrir svo löngu síðan var jafn­vel hættu­lega eins­leitt í ein­angr­uðu fámenni. Fólki í eins­leitu umhverfi hættir til að ótt­ast frekar inn­flytj­endur og fólk frá öðru­vísi menn­ing­ar­heimum en þeir sem hafa þrif­ist í fjöl­menn­ing­ar­legum sam­fé­lög­um.

Ísland hrær­ist núna á ein­hvers konar fleka­skilum umbreyt­inga. Það teng­ist sífellt meira umheim­inum og umheim­ur­inn því. Und­ir­liggj­andi þessum jarð­hrær­ingum kraumar spenna í slíkum mæli að fólk finnur til ótta um að hug­myndin um íslenskan veru­leika hrynji eins og illa byggð blokk við að kom­ast í of nána snert­ingu við sam­fé­lag þjóð­anna, þannig að hags­munir land­ans, sér­kenni og for­rétt­indi týn­ist undir rúst­un­um.

„Íslenskt samfélag er ekki lengur hið erkiíslenska samfélag sem ól svo mörg okkar af sér.“ Mynd: Bára Huld Beck

Hvernig tíð­ar­andi er þetta? spyr kona sig af því að nokkrum tímum eftir að hún skrifar þetta á hún að taka þátt í mál­þingi Félags áhuga­manna – eða fólks! – um heim­speki um umdeilda notkun orðs­ins maður í íslensku. Eru konur menn? 

Já, ætlar hún að segja og reyna að rök­styðja það, samt opin fyrir rökum ann­arra, alla­vega nóg­sam­lega til að spyrja sig í kven­kyni. Því í þessum tíð­ar­anda leys­ist merk­ing svo margs upp, líka hug­tök í tungu­mál­inu inn­gróin í vit­und okk­ar, jafn­vel svo að þau snú­ast upp í and­stæðu sína þegar við greinum inn­tak þeirra.

Valdið sem býr í tungu­mál­inu, rétt eins og valdið sem býr í rík­is­borg­ara­rétti, færir okkur óum­beðna getu til að útskúfa öðr­um.

Þetta er jú flæð­andi tíð­ar­andi. Svo flæð­andi að á hverjum degi dreitlar merk­ingin úr gömlum tákn­um. Hún flökt­ir. Íslenskt sam­fé­lag er ekki lengur hið erki­ís­lenska sam­fé­lag sem ól svo mörg okkar af sér. Það er full­veldi í alþjóða­sam­fé­lagi, full­veldi í stöð­ugu sam­tali við umheim­inn. Kannski að helsta ógnin sem steðji að því, í stöð­ugum örum umbreyt­ing­um, sé að taka ekki nóg­sam­lega djúpan og marg­þættan þátt í því sam­tali. En kannski að ótti fólks leiti í ákveð­inn far­veg, birt­ing­ar­myndin ótti við umheim­inn, meðan hann stafar kannski frekar af óör­yggi vegna örra breyt­inga á tímum fjórðu iðn­bylt­ing­ar­innar svo fólk ótt­ast um stöðu sína og efna­hags­lega afkomu. Snýst þetta kannski allt um ótta um afkomu og öryggi?

Tölum saman

Kona velti því fyrir sér en hugur hennar er álíka tak­mark­aður í ein­rúmi og sam­fé­lag utan alþjóða­sam­skipta svo hún bað stjórn­mála­konu, áber­andi sjálf­stætt þenkj­andi, að ræða þetta ábyrgð­ar­laust við sig.

Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, þing­maður rík­is­stjórn­ar­flokks­ins VG, hefur tjáð sig tölu­vert um dóm Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu, auk þess sem hún hefur látið sig varða mál­efni hæl­is­leit­enda. Svo það er ekki úr vegi að spyrja: Hvernig skynjar þú tíð­ar­and­ann?

„Tíð­ar­and­inn núna er svo­lítið marg­slung­inn og marglaga og ég skynja almennt ein­hverja und­ir­liggj­andi spennu í sam­fé­lagi okk­ar,“ segir Rósa og bætir við að þessa spennu megi skynja víð­ar.

Rósa Björk Brynjólfsdóttir Mynd: Birgir Þór

„Hér hjá okkur finnst mér ég hafa skynjað spennu tengda óáþreif­an­lega óvissu í efna­hags­líf­inu – sem allir eru ein­hvern veg­inn hræddir við. Á ein­hvern hátt snýst þessi spenna um átök um að deila með öðr­um. Deila hús­næði, gæð­um, kjörum og orku og auð­lindum með öðr­um. Lág­far­gjalda­flug­fé­lag rekið af sjálf­um­glöðum karli fór lóð­rétt á haus­inn og fólk varð hrætt við atvinnu­leysi, að fest­ast á Íslandi, meðan verk­föll vomuðu yfir okk­ur. Svo tók eig­in­lega stein­inn úr – eða kannski má segja að ein­hvers konar spennu­losun hafi átt sér stað þegar lög­reglan spreyjaði hæl­is­leit­endur á Aust­ur­velli. Í fyrsta sinn sem sprey er notað síðan í bús­á­halda­bylt­ing­unni fyrir ára­tug,“ veltir hún hugsi fyrir sér en beinir svo tal­inu að hræðslu og ótta við þriðja orku­pakk­ann sem valdi fólki líka óör­yggi og sé raunar spennu­vald­andi.

„En svo er eig­in­lega ekki almenni­leg inni­stæða fyrir neinu af þess­ari spennu; er um raun­veru­lega óvissu að ræða í efna­hags­líf­inu? Miðað við hvað?“ spyr hún í óræðum tón og rök­styður það með að ennþá séu til dæmis fimmtán til tutt­ugu og fimm flug­fé­lög að fljúga til og frá land­inu og þó svo að 1400 manns hafi misst vinn­una – og það sé slæmt – þá hafi samt raunin verið sú að atvinnu­leys­is­stigið hefur ekki rokið upp.

„Verk­föllin urðu ekki lang­líf og úr þeirri deilu leyst­ist. Hæl­is­leit­endur ógna ekki til­veru okkar hér á Íslandi á nokkurn hátt. Og orku­pakk­inn ... bless­aður orku­pakk­inn sem er not­aður í ein­hverri óttapóli­tík. En við erum að upp­lifa og í allar áttir – helst í pólaríser­andi  áttir – sem er slæmt. Gamlir and­spænis ung­um, lands­byggð and­spænis höf­uð­borg­ar­svæð­inu, konur and­spænis körlum – eins og í þing­um­ræðum um þung­un­ar­rof sem ég var að koma út. En aðal­lega upp­lifi ég þetta eins og mót­stöðu gagn­vart ein­angr­un. Alþjóða­sam­starf og alþjóða­sam­vinna gagn­vart ein­angr­un­ar­hyggju. Í sjálfu sér er það ógnun við full­veldið okkar því full­veldið okkar er ekki virkt eða aktíft nema í alþjóða­sam­starfi við aðrar þjóðir og alþjóða­stofn­an­ir.“

Kona drekkur jurta­mjólk­ur­kaffi sitt hugsi á góð­borg­ara­kaffi­hús­inu Vest meðan þing­konan pælir út og suð­ur. Úti flöktir tíð­ar­and­inn, fyr­ir­tíða­spenna í full­veld­inu. Og þær velta fyrir sér af hverju stjórn­endur á téðum flokks­fundi um Orku­pakk­ann fögn­uðu ekki tæki­fær­inu til alþjóð­legs sam­tals. Svo maður vitni í öku­þór­inn Ásmund Frið­riks­son: Þurfum við ekki að taka umræð­una?

Snýst ekki allt um sam­tal? Það frá­bæra tæki tungu­máls­ins sem flöktir sjálft til að leiða okkur áfram til skiln­ings. Tungu­málið ljáði okkur næga sér­stöðu til að öðl­ast full­veldi sem okkur hefði þó tæp­ast tekist, ef ekki væri fyrir áhrif frá öðrum þjóð­um. Kona er á því að við hlúum best að full­veld­inu með því að pæla í tungu­mál­inu okkar í stöð­ugu, opnu sam­tali við umheim­inn. Kannski nið­ur­staða beggja yfir jurta­kaff­inu og avóka­dósal­at­inu. Þær eru sam­mála um það og líka að í þessu vernd­aða umhverfi ráða­fólks á fundi Sjálf­stæð­is­fé­lag­anna um orku­pakk­ann – þar sem sat æðsti yfir­maður dóms­mála og mál­efna hæl­is­leit­enda og æðsti yfir­maður utan­rík­is­mála og alþjóða­starfs – já, fundi þessa fólks sem telst vera full­gildir borg­arar full­veld­is­ins, með öllum þeim rétt­indum sem því fylgir, hefði verið svo fal­lega mennskt að gefa sér smá stund og tala við örvænt­ing­ar­fullar mann­eskjur í ólíkt verri stöðu. Segja: Tölum sam­an!



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit