Það sem heldur okkur á lífi í æsku

Sálfræðingur fjallar um uppvöxt og þroska, og samskipti.

Auglýsing

Tengsl við for­eldra gegna lyk­il­hlut­verki í upp­vexti og þroska barna. Barn þurf á full­orðnum að halda til að veita því nær­ingu og skjól. Sál­fræð­ing­ur­inn John Bowlby lagði fram kenn­ingar sínar um tengsla­myndun (the­ory of attach­ment) eftir miðja síð­ustu öld eftir víð­tækar rann­sóknir á heim­ilum fyrir mun­að­ar­laus börn. 

Þær leiddu í ljós að náin tengsl barns og umsjón­ar­að­ila séu einnig alger frum­þörf eins og nær­ing og skjól. Djúp tengsl séu nauð­syn­leg til að líf­verur geti lifað af. Rann­sóknir Harry Harlow frá sama tíma renndu frek­ari stoðum undir þessa kenn­ingu. Þar voru ungir Rhesus apar teknir frá móður við fæð­ingu og eðli­leg tengsla­myndun var rof­in. Í kjöl­farið héldu þeir frekar dauða­haldi í mjúku ,,mömm­una” sem var vír­brúða klædd mjúku efni, heldur en vír­brúðu með mjólk­ur­pela þótt að hún veitti nær­ing­una. Þrátt fyrir að rann­sóknir Harlow þyki nú sið­ferð­is­lega hæpnar höfðu þær gríð­ar­leg áhrif á sínum tíma. 

Með auknum rann­sóknum hefur feng­ist stað­fest að tengsl eru lífs­nauð­syn­leg og mun barnið gera allt sem í valdi þess stendur að byggja þau upp. Í byrjun hefur barnið ómeð­vitað áhrif á umhverfi sitt með því að til dæmis gráta eða hjala sem kallar fram fyr­ir­framá­kveðin við­brögð og tengslin styrkj­ast með víxl­verkun milli barns og umsjón­ar­að­ila. 

Auglýsing

Heil­brigð grunn­tengsl gera síðan barn­inu kleift að fara að rann­saka umhverfi sitt frekar í þeirri vissu að það geti alltaf leitað aftur til örygg­is­ins í faðmi for­eldr­is­ins ef að nýj­ung­arnar valda því ótta eða óvissu. Sagan geymir mörg átak­an­leg dæmi sem stað­festa þessa kenn­ingu enn frek­ar. Til dæmis má nefna að eftir fall Ceausescu - stjórn­ar­innar í Rúm­eníu árið 1989 kom í ljós gríð­ar­legur geð- og þroska­vandi þeirra barna sem alin voru upp á rúm­enskum mun­að­ar­leys­ingja­hælum við alger­ann skort á tengsl­u­m. 

Tengsla­röskun

Þótt að við sem for­eldrar gerum okkar besta í upp­eldi verður okkur enda­laust á í mess­unni og tengsla­myndun raskast tíma­bund­ið. Það sem skiptir megin máli er að vera síðan aftur til staðar til að lag­færa það sem hefur rofnað eða skekkst. Í til­finn­inga­lífi barns­ins mun þá skap­ast örugg mynd af heim­inum sem gerir því kleift að rann­saka umhverfi sitt sífellt lengra og þannig mynda sterka sjálfs­mynd þegar það eld­ist. Barnið veit við hverju má búast frá umhverf­inu og hvernig það getur haft áhrif á það. 

En sumir for­eldrar eru ekki í stakk búnir til veita börnum sínum til­finn­ina­lega nær­ingu. Ófyr­ir­sján­leg hegðun for­eldra gagn­vart barni, skortur á teng­ingu (sýnir skert svip­brigði og við­brögð) eða ofbeldi getur haft afdrifa­ríkar afleið­ing­ar. Kerf­is­bundnar skekkjur mynd­ist þá í tengsla­kerfi barns­ins og það fer að þróa með sér hegð­unar og til­finn­inga­mynstur sem taka mið af þessum skekkj­um. Vegna þess hversu tak­mark­aða stjórn barnið hefur á umhverfi sínu og hversu óþroskaðar hug­myndir þess eru sjáft sig og umheim­inn valda þessi við­brögð oft miklum skaða til fram­búð­ar. Sál­fræð­ing­ur­inn og heim­spek­ing­ur­inn Alice Miller lýsti þessu vel þegar hún sagði að það sem heldur í okkur lífi í bernsku kemur í veg fyrir að við lifum sem full­orð­in. 

Dæmi um mál

Tökum sem dæmi ungan mann. Í barn­æsku voru miklar kröfur um árangur og tak­markað til­finn­inga­sam­band. Hann var nán­ast aldrei faðmaður og ef hann reyndi það var því oft svarað með því að hann væri væm­inn og óþægi­lega ást­leit­inn. Næg fjár­ráð voru á heim­ilnu en for­eldrar sýndu hvort öðru nán­ast aldrei hlýju og fað­ir­inn var mjög stjórn­sam­ur. 

Hann upp­lifði það að for­eldri sviptu hann ást og umhyggju ef að hann stóð sig ekki og til við­bótar var umræðu innan fjöl­skyld­unnar ávallt mjög nei­kvæð í garð ann­ara sem ekki þóttu standa sig í líf­inu. Eftir skilnað for­eldra ólst hann upp hjá móður sem not­aði hvert tæki­færi til að tala illa um föður hans sem hann þó leit upp til og sá í hyll­ing­um. Faðir hans var í mjög tak­mörk­uðum sam­skiptum sem leiddi til óbæri­legrar höfn­un­ar­til­finn­ing­ar.  

Hann upp­lifði að hann ætti ekki heimt­ingu á ástúð í sjálfum sér, heldur að athygli og ánægja for­eldra og síð­ara ann­ara tengd­ist því hversu vel hann stæði sig. Ang­ist og óvissa gagn­vart því að verða yfir­gef­inn eða hunds­aður mynd­að­ist snemma og eina leiðin til að draga úr þeim kvíða var að skila inn full­komnu ein­kunna­blaði og fá þá hrós í sam­ræmi við það. Sú til­finn­ing veitti þó ávallt skamm­góð­ann vermi. Honum leið eins og hann yrði skil­inn eftir ef að hann væri ekki alltaf þæg­ur, góður og dug­legur og pass­aði sig að hafa ekki skoð­an­ir. 

Mynd: Snorri Heimisson.Í dag forð­ast hann átök eins og heitan eld­inn og finnur aðrar leiðir til að stjórna umhverfi sínu til að kom­ast hjá óþægi­legum aðstæð­um. Hann stendur sig ávalt vel í vinnu þótt að honum líði oft ekki vel með það sem hann er beð­inn um að gera. Frekar en að tala hrein­skiln­is­lega um til­finn­ingar reynir hann að beita passífum aðferðum eins og frestun eða gleymsku til að koma skoð­unum sínum á fram­færi. Hann bregst við átökum eins og maður við með ofnæmi ef að hann telur þau yfir­vof­and­i. 

Fólk skilur ekki þessi sam­skipti og verður þreytt á honum og fjar­lægt. Við þetta mynd­ast lík­am­leg spenna sem hann kann­ast við úr æsku og minnir á þann ótta sem fylgdi því ef að for­eldri gaf til kynna að hann mundi rjúfa tengslin (sem virkar eins og dauða­dómur á ungt barn). Eina leiðin til að losna við þessa spennu var því að drekka sig full­ann þar sem hann gefur þessum bældu til­finn­ingum laus­ann taum­inn með til­heyr­andi skaða fyrir hann og aðra og óheyri­lega skömm og van­mátt­ar­kennd í kjöl­far­ið. 

Þegar hann talar um doð­ann sem ein­kennir til­finn­inga­líf hans verður and­litið á honum flatt og svip­ur­inn fjar­læg­ur. Jafn­vel það að leita sér hjálpar hjá fag­manni lætur honum líða eins og hann sé að taka pláss og tíma frá öðr­um. Honum finnst vanda­mál sín lít­il­fjör­leg miðað við þá sem hafa átt alvöru erfitt. 

Honum finnst hann því enn meiri lydda að sækja sér hjálp út af þessu smá­ræði. Hann snýr því þeim við­horfum gagn­vart veik­leika sem hann var alinn upp við gagn­vart sjálfum sér. Til að gera aðstæð­urnar þægi­legri forð­ast hann augn­sam­band og talar í mála­flækjum til að skauta sem hrað­ast yfir til­finn­ing­una sem verið er að snerta á. Hann hrekkur í gamla við­bragðs­munstið sem hann not­aði til að vernda sig sem barn. Sem aftur aftengir hann við umhverfi sitt og eykur ein­angrun og ein­manna­leika og þannig heldur víta­hring­ur­inn áfram. Þetta verður innra fang­elsi sem mjög erfitt er að brjót­ast út úr.

Höf­undur er sál­fræð­ingur á Kvíða­með­ferð­ar­stöð­inni.

Halldór Auðar Svansson
„Hinn svokallaði flati strúktúr verður að byggjast á einhvers konar strúktúr“
Fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata segir að tilgangur með strúktúr innan flokks eigi meðal annars að vera sá að gefa fólki lágmarksvinnufrið. Annars vinni þeir frekustu hverju sinni og frekju sé mætt með enn meiri frekju þar til allt sýður upp úr.
Kjarninn 22. júlí 2019
Andri Snær Magnason
Minnast fyrsta jökulsins sem hvarf vegna loftslagsbreytinga
Andri Snær Magnason, ásamt hópi vísindamanna, mun afhjúpa minningarskjöld um Okjökul í ágúst. Skjöldurinn er hugsaður sem áminning og ákall um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum en Okjökull var afskráður sem jökull árið 2014.
Kjarninn 22. júlí 2019
Hægrisinnaðir franskir þingmenn vilja sniðganga Gretu Thunberg
Heimsókn Gretu Thunberg í franska þingið hefur vakið deilur á meðal þingmanna þar í landi. Hægrisinnaðir þingmenn vilja að ávarp hennar verði sniðgengið.
Kjarninn 22. júlí 2019
Tæpar fjórar milljónir söfnuðust í Málfrelsissjóðinn
Forsvarskonur Málfrelsissjóðsins segjast vera í skýjunum með árangurinn en söfnuninni lauk í gær.
Kjarninn 22. júlí 2019
Aldrei fundist eins margar blautþurrkur við strendur landsins
Samkvæmt talningu Umhverfisstofnunar hefur fjöldi svokallaðra blautklúta aukist frá talningu síðustu ára.
Kjarninn 22. júlí 2019
Sjómannasamband Íslands mótmælir harðlega breytingum á lögum um áhafnir skipa
Sambandið hefur sent inn umsögn um breytingar á lögum um áhafnir íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa. Það telur að mönnun fiskiskipa og annarra skipa eigi alltaf að taka mið af öryggi skips og áhafnar.
Kjarninn 22. júlí 2019
Kínverskum fjárfestingum í Bandaríkjunum fækkar um 88 prósent á tveimur árum
Fækkun fjárfestinganna hefur áhrif á sprotafyrirtæki og fasteignamarkaðinn í Bandaríkjunum. Bretland, Kanada, Japan og Þýskaland fjárfesta meira í Bandaríkjunum en Kína.
Kjarninn 22. júlí 2019
TM gerir aftur tilboð í Lykil
TM hefur gert Klakka kauptilboð í fjármálafyrirtækið Lykil. Tilboðið miðast við að 9,25 milljarðar króna verði greiddir fyrir Lykil í reiðufé auk hagnaðar Lykils á þessu ári eftir skatta.
Kjarninn 22. júlí 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar