Það sem heldur okkur á lífi í æsku

Sálfræðingur fjallar um uppvöxt og þroska, og samskipti.

Auglýsing

Tengsl við foreldra gegna lykilhlutverki í uppvexti og þroska barna. Barn þurf á fullorðnum að halda til að veita því næringu og skjól. Sálfræðingurinn John Bowlby lagði fram kenningar sínar um tengslamyndun (theory of attachment) eftir miðja síðustu öld eftir víðtækar rannsóknir á heimilum fyrir munaðarlaus börn. 

Þær leiddu í ljós að náin tengsl barns og umsjónaraðila séu einnig alger frumþörf eins og næring og skjól. Djúp tengsl séu nauðsynleg til að lífverur geti lifað af. Rannsóknir Harry Harlow frá sama tíma renndu frekari stoðum undir þessa kenningu. Þar voru ungir Rhesus apar teknir frá móður við fæðingu og eðlileg tengslamyndun var rofin. Í kjölfarið héldu þeir frekar dauðahaldi í mjúku ,,mömmuna” sem var vírbrúða klædd mjúku efni, heldur en vírbrúðu með mjólkurpela þótt að hún veitti næringuna. Þrátt fyrir að rannsóknir Harlow þyki nú siðferðislega hæpnar höfðu þær gríðarleg áhrif á sínum tíma. 

Með auknum rannsóknum hefur fengist staðfest að tengsl eru lífsnauðsynleg og mun barnið gera allt sem í valdi þess stendur að byggja þau upp. Í byrjun hefur barnið ómeðvitað áhrif á umhverfi sitt með því að til dæmis gráta eða hjala sem kallar fram fyrirframákveðin viðbrögð og tengslin styrkjast með víxlverkun milli barns og umsjónaraðila. 

Auglýsing

Heilbrigð grunntengsl gera síðan barninu kleift að fara að rannsaka umhverfi sitt frekar í þeirri vissu að það geti alltaf leitað aftur til öryggisins í faðmi foreldrisins ef að nýjungarnar valda því ótta eða óvissu. Sagan geymir mörg átakanleg dæmi sem staðfesta þessa kenningu enn frekar. Til dæmis má nefna að eftir fall Ceausescu - stjórnarinnar í Rúmeníu árið 1989 kom í ljós gríðarlegur geð- og þroskavandi þeirra barna sem alin voru upp á rúmenskum munaðarleysingjahælum við algerann skort á tengslum. 

Tengslaröskun

Þótt að við sem foreldrar gerum okkar besta í uppeldi verður okkur endalaust á í messunni og tengslamyndun raskast tímabundið. Það sem skiptir megin máli er að vera síðan aftur til staðar til að lagfæra það sem hefur rofnað eða skekkst. Í tilfinningalífi barnsins mun þá skapast örugg mynd af heiminum sem gerir því kleift að rannsaka umhverfi sitt sífellt lengra og þannig mynda sterka sjálfsmynd þegar það eldist. Barnið veit við hverju má búast frá umhverfinu og hvernig það getur haft áhrif á það. 

En sumir foreldrar eru ekki í stakk búnir til veita börnum sínum tilfinninalega næringu. Ófyrirsjánleg hegðun foreldra gagnvart barni, skortur á tengingu (sýnir skert svipbrigði og viðbrögð) eða ofbeldi getur haft afdrifaríkar afleiðingar. Kerfisbundnar skekkjur myndist þá í tengslakerfi barnsins og það fer að þróa með sér hegðunar og tilfinningamynstur sem taka mið af þessum skekkjum. Vegna þess hversu takmarkaða stjórn barnið hefur á umhverfi sínu og hversu óþroskaðar hugmyndir þess eru sjáft sig og umheiminn valda þessi viðbrögð oft miklum skaða til frambúðar. Sálfræðingurinn og heimspekingurinn Alice Miller lýsti þessu vel þegar hún sagði að það sem heldur í okkur lífi í bernsku kemur í veg fyrir að við lifum sem fullorðin. 

Dæmi um mál

Tökum sem dæmi ungan mann. Í barnæsku voru miklar kröfur um árangur og takmarkað tilfinningasamband. Hann var nánast aldrei faðmaður og ef hann reyndi það var því oft svarað með því að hann væri væminn og óþægilega ástleitinn. Næg fjárráð voru á heimilnu en foreldrar sýndu hvort öðru nánast aldrei hlýju og faðirinn var mjög stjórnsamur. 

Hann upplifði það að foreldri sviptu hann ást og umhyggju ef að hann stóð sig ekki og til viðbótar var umræðu innan fjölskyldunnar ávallt mjög neikvæð í garð annara sem ekki þóttu standa sig í lífinu. Eftir skilnað foreldra ólst hann upp hjá móður sem notaði hvert tækifæri til að tala illa um föður hans sem hann þó leit upp til og sá í hyllingum. Faðir hans var í mjög takmörkuðum samskiptum sem leiddi til óbærilegrar höfnunartilfinningar.  

Hann upplifði að hann ætti ekki heimtingu á ástúð í sjálfum sér, heldur að athygli og ánægja foreldra og síðara annara tengdist því hversu vel hann stæði sig. Angist og óvissa gagnvart því að verða yfirgefinn eða hundsaður myndaðist snemma og eina leiðin til að draga úr þeim kvíða var að skila inn fullkomnu einkunnablaði og fá þá hrós í samræmi við það. Sú tilfinning veitti þó ávallt skammgóðann vermi. Honum leið eins og hann yrði skilinn eftir ef að hann væri ekki alltaf þægur, góður og duglegur og passaði sig að hafa ekki skoðanir. 

Mynd: Snorri Heimisson.Í dag forðast hann átök eins og heitan eldinn og finnur aðrar leiðir til að stjórna umhverfi sínu til að komast hjá óþægilegum aðstæðum. Hann stendur sig ávalt vel í vinnu þótt að honum líði oft ekki vel með það sem hann er beðinn um að gera. Frekar en að tala hreinskilnislega um tilfinningar reynir hann að beita passífum aðferðum eins og frestun eða gleymsku til að koma skoðunum sínum á framfæri. Hann bregst við átökum eins og maður við með ofnæmi ef að hann telur þau yfirvofandi. 

Fólk skilur ekki þessi samskipti og verður þreytt á honum og fjarlægt. Við þetta myndast líkamleg spenna sem hann kannast við úr æsku og minnir á þann ótta sem fylgdi því ef að foreldri gaf til kynna að hann mundi rjúfa tengslin (sem virkar eins og dauðadómur á ungt barn). Eina leiðin til að losna við þessa spennu var því að drekka sig fullann þar sem hann gefur þessum bældu tilfinningum lausann tauminn með tilheyrandi skaða fyrir hann og aðra og óheyrilega skömm og vanmáttarkennd í kjölfarið. 

Þegar hann talar um doðann sem einkennir tilfinningalíf hans verður andlitið á honum flatt og svipurinn fjarlægur. Jafnvel það að leita sér hjálpar hjá fagmanni lætur honum líða eins og hann sé að taka pláss og tíma frá öðrum. Honum finnst vandamál sín lítilfjörleg miðað við þá sem hafa átt alvöru erfitt. 

Honum finnst hann því enn meiri lydda að sækja sér hjálp út af þessu smáræði. Hann snýr því þeim viðhorfum gagnvart veikleika sem hann var alinn upp við gagnvart sjálfum sér. Til að gera aðstæðurnar þægilegri forðast hann augnsamband og talar í málaflækjum til að skauta sem hraðast yfir tilfinninguna sem verið er að snerta á. Hann hrekkur í gamla viðbragðsmunstið sem hann notaði til að vernda sig sem barn. Sem aftur aftengir hann við umhverfi sitt og eykur einangrun og einmannaleika og þannig heldur vítahringurinn áfram. Þetta verður innra fangelsi sem mjög erfitt er að brjótast út úr.

Höfundur er sálfræðingur á Kvíðameðferðarstöðinni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ljóð til styrktar Konukoti og Frú Ragnheiði
Safnar er fyrir ljóðabókinni „Skugga mæra – skjáskot af jaðrinum“ á Karolina Fund.
Kjarninn 13. júní 2021
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Alvotech tapaði ellefu milljörðum króna í fyrra
Lyfjafyrirtækið Alvotech dró verulega úr tapi sínu í fyrra með að nýta yfirfæranlegt skattalegt tap. Eiginfjárstaða félagsins batnaði mikið, aðallega vegna breytinga á skuldum við tengda aðila.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Ormur Halldórsson
Stóra skákin – Átökin í kringum Kína
Kjarninn 13. júní 2021
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, tekur í höndina á Joe Biden, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna, í Moskvu fyrir tíu árum síðan.
Af hverju vilja Rússar alltaf vera í vörn?
Bandaríkjamenn og Rússar reyna nú að koma samskiptum ríkjanna í samt lag. Rússnesk stjórnvöld hafa þó lítinn áhuga á því að Rússland verði lýðræðissamfélag eftir höfði Vesturlanda – styrkur þess liggi í að vera óútreiknanlegt herveldi.
Kjarninn 13. júní 2021
Pigekoret, stúlknakór danska ríkisútvarpsins, með núverandi kórstjóra.
Skuggar fortíðar í stúlknakórnum
Michael Bojesen, einn þekktasti hljómsveitarstjóri Danmerkur og núverandi forstjóri Malmö óperunnar er kominn í ótímabundið leyfi. Ástæðan er frásagnir stúlkna sem voru í Stúlknakór danska útvarpsins undir hans stjórn frá 2001 – 2010.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir.
Jón og Bryndís í öðru og þriðja sæti
Jón Gunnarsson endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Bryndís Haraldsdóttir í því þriðja. 80 prósent kjósenda settu Bjarna Benediktsson í fyrsta sætið.
Kjarninn 13. júní 2021
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar