Aðkallandi að hagræða í bankakerfinu

Auglýsing

Það var ánægju­legt þegar pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Íslands ákvað að lækka meg­in­vexti bank­ans úr 4,5 pró­sent í 4 pró­sent. Þetta kemur á góðum tíma fyrir hag­kerf­ið, þar sem sam­dráttur er nú í kort­unum eftir for­dæma­laust hag­vaxt­ar­skeið frá árinu 2010. 

Bráða­birgða­tölur Hag­stofu Íslands segja að hag­vöxtur í fyrra hafi verið 4,6 pró­sent, en spá Seðla­bank­ans - sem birt­ist í pen­inga­málum á mið­viku­dag - gerir ráð fyrir 0,4 pró­sent sam­drætti í lands­fram­leiðslu á þessu ári. 

Þetta er mikil breyt­ing til hins verra á skömmum tíma. 

Auglýsing

En nú er lag að nýta sterka stöðu rík­is­sjóðs, stóran gjald­eyr­is­forða Seðla­bank­ans og póli­tískan vilja, til að spyrna við fót­um. Nú er rétti tím­inn fyrir stór­tækar inn­viða­fram­kvæmd­ir, svo dæmi sé tek­ið. 

Eins og Gylfi Zoega, hag­fræði­pró­fessor og nefnd­ar­maður í pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Íslands, bendir á í grein í Vís­bend­ingu í dag, þá eru kraftar pen­inga­stefnu Seðla­bank­ans og fjár­mála­stefnu rík­is­ins að vinna saman þessi miss­er­in. Það er meðal ann­ars að þakka góðri lend­ingu í kjara­við­ræð­um, miðað við það sem margir ótt­uð­ustu um tíma, en líka und­ir­liggj­andi sterkri stöðu, vegna mik­illar lækk­unar skulda heim­ila og fyr­ir­tækja á liðnum árum.

„Það er ekki á hverju ári sem hægt er að segja að pen­inga­stefna og fjár­mála­stefna rík­is­ins vinni sam­an. En nú vill svo til að bæði pen­inga­stefna að bregð­ast við sam­drætti með vaxta­lækkun og fjár­mála­stefna rík­is­ins með því að auka eft­ir­spurn á réttum tíma­punkti í hag­sveifl­unni. Að baki býr hag­stjórn und­an­far­inna ára sem hefur gefið af sér mynd­ar­legan gjald­eyr­is­forða sem styður við gengi krón­unn­ar, lægri vænt­ingar um verð­bólgu, vaxta­stig sem hefur temprað upp­sveifl­una og stuðlað að upp­greiðslu skulda og auknum inn­lendum sparn­aði og lækk­andi skuldir ríks­sjóðs. Þessu til við­bótar hafa aðilar vinnu­mark­að­ar­ins með nýgerðum kjara­samn­ingum lagt sitt af mörkum til þess að gera þessi við­brögð mögu­leg,“ segir Gylfi í upp­hafi greinar sinn­ar.

Það sem veldur hug­ar­angri er hins vegar óhag­kvæmt banka­kerfi og aug­ljós merki um að það sé of stórt og óhag­kvæmt miðað við örmark­að­inn íslenska, aðeins 207 þús­und manna vinnu­mark­að, sem það er að þjóna. 

Það bitnar beint á almenn­ingi í land­inu, heim­ilum og fyr­ir­tækj­u­m. 

Í ljósi þess að ríkið á um 75 til 80 pró­sent af fjár­mála­kerf­inu þá þarf for­ysta í hag­ræð­ing­ar­að­gerðum að koma það­an. 

Ýmis­legt má nefna sem dæmi um aug­ljós merki um óhag­ræði, en nær­tæk­ast er að nefna núna vaxta­mun­inn á mark­að­i. 

Verð­bólga er nú 3,3 pró­sent og meg­in­vextir 4 pró­sent, eins og áður seg­ir. Álag á rík­is­skulda­bréf er komið niður fyrir 4 pró­sent.

Á sama tíma eru breyti­legir óverð­tryggðir vextir á hús­næð­is­lánum og lánum til fyr­ir­tækja 2 til 3 pró­sentu­stigum hærri en sem nemur grunn­stöð­unni á mark­að­i. 

Þetta er óþarfi og ætti að geta verið mun lægra. 

Það sem er að trufla, er óhag­ræði í grunn­rekstri bank­anna.

Það er helst að Lands­bank­inn hafi náð að vinna vel í rekstr­ar­grunn­inum og ná kostn­að­ar­hlut­falli, það er rekstr­ar­kostn­aði sem hlut­falli af rekstr­ar­tekj­um, niður að lang­tíma­mark­miði, en það er núna um 45 pró­sent. 

Íslands­banki og Arion banki hafa verið með mun hærri kostn­að­ar­hlut­föll og hafa þau verið á bil­inu 60 til 70 pró­sent und­an­farin miss­er­i. 

Þetta er hátt í alþjóð­legum sam­an­burði.

Þá hefur arð­semi á eigið fé verið lítil að und­an­förnu, sem er annar algengur mæli­kvarði á heil­brigði rekstrar banka.

Bankar eru núna að ganga í gegnum miklar tækni­breyt­ingar og í slíkum aðstæð­um, er mikið kæru­leysi af hálfu rík­is­ins að vera með mikið óhag­ræði í banka­kerf­inu.

Það getur varla verið mark­miðið að banka­kerfið verði eins og ríki í rík­inu, sem er til fyrir þá sem starfa í bönk­un­um. Sér­stak­lega er aug­ljóst að það gengur ekki þegar skatt­borg­arar eiga banka­kerfið að mestu leyti.

Þegar tækni­breyt­ingar munu koma hraðar inn, þá verður það rík­inu dýr­keypt, ef ekki verður búið að hag­ræða og gera bank­anna til­búna fyrir það sem koma skal. 

Sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja hafa lengi bent á að skatta­legt umhverfi sé ekki nógu gott fyrir íslenska banka­kerf­ið, og að það sé ein ástæðan fyrir því að kjör eru verri hér en víð­ast hvar ann­ars stað­ar. 

Það fer hins vegar minna fyrir því að þrír stærstu bank­arnir séu mögu­lega ofmann­aðir um mörg hund­ruð starfs­menn, sem bitnar beint á við­skipta­kjör­unum til fyr­ir­tækja og heim­ila. 

Nú þegar herðir að í hag­kerf­inu þá er þetta sér­stak­lega dýr­keypt og mik­il­vægt að bank­arnir finni fyrir aðhaldi frá heim­ilum og fyr­ir­tækj­u­m. 

Eigið fé þriggja stærstu banka lands­ins er nú í kringum 630 millj­arðar króna og í fullri sann­girni sagt, þá hefur upp­bygg­ing þeirra eftir hrunið verið veru­legt afrek í sjálfu sér. 

Rekstr­ar­grunn­ur­inn er sterkur og ólíkt því sem var fyrir hrun­ið, þá eru þeir með sterkt eigið fé og raun­veru­legar eignir - ekki froðu­eignir sem byggðu á kolólög­legri fjár­mögnun á eigin hluta­fé, sem samt voru færðar til bókar á fullu verði.

En nú er komið að tíma­mótum hjá bönk­un­um. Þeir eiga að geta stutt við við­spyrn­una sem þarf að eiga sér stað. Til þess að þeir geti gert það, þurfa þeir að hugsa meira um að hag­ræða í rekstri og tryggja að þeir séu að bjóða betri kjör til heim­ila og fyr­ir­tækja. Þeir eru í ein­ok­un­ar­stöðu á ISK-­mark­aði og mega ekki verða kæru­laus­ir. Það bitnar beint á almenn­ingi og nú á versta tíma.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari