Öll börn eiga sama rétt – tryggjum hann

Sara Dögg Svanhildardóttir telur að Garðabær og íþróttafélögin eigi að ganga í takt þegar kemur að því að tryggja réttindi allra barna. Sveitarfélaginu beri að veita aðhald og hafa áhrif á þróun mála til hins betra.

Auglýsing

Fötluð ung­menni fá ekki þann stuðn­ing sem þau þurfa til að geta stundað íþrótt­ir. Og þeim er ekki gert kleift að leggja stund á þá íþrótt sem hugur þeirra stendur til, því í sumum íþótta­greinum er alls ekki gert ráð fyrir þátt­töku fatl­aðra barna eða ung­menna. Garða­bæj­ar­list­inn telur brýnt að bæta þar úr.

Nýlega kom út skýrsla sér­fræði­hóps um mál­efni fatl­aðra barna. Þar koma m.a. fram ummæli nokk­urra ung­menna um mögu­leika þeirra til að taka þátt í sam­fé­lag­inu og hversu mik­ill skortur er á stuðn­ingi við tóm­stunda­iðkan þeirra, sem vitnað er til hér að ofan. Þessi staða gengur þvert á skyldu okkar til að tryggja öllum börnum aðgengi að íþrótta- og tóm­stunda­starfi. Það er bein­línis bundið í lög að ekki megi mis­muna ein­stak­lingum þegar kemur að almennri þjón­ustu eða þátt­töku í sam­fé­lag­inu.

Sveit­ar­fé­lög, sem starfa eftir lögum um þjón­ustu við fatlað fólk, eiga að fara fram með skýru for­dæmi og hvetja alla aðila sem starfa með börnum innan sveit­ar­fé­lag­anna að fara að lög­um, hvort sem er í íþróttum eða öðrum tóm­stund­um. Þrátt fyrir að sveit­ar­fé­lögin stýri ekki starf­semi þess­ara aðila þá er ljóst að þau verja miklum fjár­munum til íþrótta­fé­laga og ann­ars tóm­stunda­starfs í gegnum sam­starfs­samn­inga. Þeim er í lófa lagið að setja ákvæði í samn­inga um að öll börn skuli njóta sama aðgengis og að sér­stak­lega beri að huga að þeim sem standa höllum fæti eða þurfa auk­inn stuðn­ing til að stunda þá íþrótt eða tóm­stunda­starf sem áhugi þeirra bein­ist að.

Auglýsing

Fyrir hönd Garða­bæj­ar­list­ans legg ég fram til­lögu í bæj­ar­ráði þess efnis að Garða­bær geri þá ský­lausu kröfu að í samn­ingum við íþrótta­fé­lög verði skýrt tekið fram að vinna beri í takt við rétt­indi barna, jafnt fatl­aðra sem ófatl­aðra. Garða­bær og íþrótta­fé­lögin eiga að ganga í takt þegar kemur að því að tryggja rétt­indi allra barna. Sveit­ar­fé­lag­inu ber að veita aðhald og hafa áhrif á þróun mála til hins betra.

Höf­undur er odd­viti Garða­bæj­ar­list­ans.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þríeykið: Þórólfur, Alma og Víðir.
Takk fyrir ykkur
„Í dag er stór dagur,“ sagði sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar átti hann við enn eitt skrefið í afléttingu takmarkana. Í hugum landsmanna var dagurinn þó ekki síst stór því fundurinn var sá síðasti – í bili að minnsta kosti.
Kjarninn 25. maí 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Um Alaskaarðinn og íslenska arfinn
Kjarninn 25. maí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Mjög áhugavert að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt“
Forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að áhugavert væri að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt en hún var meðal annars spurð út í fram­sal hluta­bréfa­eigna aðaleigenda Samherja til afkomendanna.
Kjarninn 25. maí 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís þakkar þríeykinu fyrir sitt framlag
Heilbrigðisráðherra þakkaði Ölmu, Þórólfi og Víði á síðasta upplýsingafundi almannavarna í dag. Hún minnti einnig á að baráttunni væri enn ekki lokið.
Kjarninn 25. maí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Veiran mögulega að missa þróttinn
Sóttvarnalæknir segir að hugsanlega sé kórónuveiran að missa þróttinn. Þeir sem smitast hafa af COVID-19 undanfarið eru ekki mikið veikir. Aðeins sex smit hafa greinst hér á landi í maí.
Kjarninn 25. maí 2020
Píratar mælast næst stærstir í nýrri skoðanakönnun frá MMR
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 23,5 prósent fylgi í nýrri könnun MMR, en þar í kjölfarið koma Píratar með 14,6 prósent fylgi. Framsóknarflokkurinn væri minnsti flokkurinn sem næði inn þingmanni miðað við þessa könnun og mælist með 6,4 prósent fylgi.
Kjarninn 25. maí 2020
Frá Bræðslunni í fyrra. Næsta Bræðsla verður árið 2021.
„Samfélagsleg skylda“ að aflýsa Bræðslunni
Tónlistarhátíðin Bræðslan fer ekki fram í sumar. Skipuleggjendur hátíðarinnar segja það samfélagslega skyldu sína að aflýsa hátíðinni og vilja koma í veg fyrir alla mögulega smithættu.
Kjarninn 25. maí 2020
Ólafur Arnalds
Gagnsæi og rangsnúnir landbúnaðarstyrkir
Kjarninn 25. maí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar