Upplifun mín á að vera bannað að sýna tár, var ein af slæmu upplifununum við að vera á Íslandi. Ég fékk þau bönn bæði heima og úti í samfélaginu á einn og annan hátt sem var fyrir nokkrum áratugum.
Nú þegar ég las greinina á Kjarnanum um fíkniefnavandamálin, og það sem sé verið að gera fyrir þá sem lenda í fíkn, sá ég að það var ekkert minnst á tilfinningar í þeirri umfjöllun. Né þá staðreynd að svo margir eru líklegir til að hafa flúið í þau eða snúið til þeirra vegna þess að þau gátu ekki unnið í gegnum erfiðar tilfinningar, vinnsla sem ég veit ekki til að neinum væri kennt og veit ekki hvort það gerist nú á tímum á Íslandi, eða í öðrum löndum.
Vímuefnanotkun er heimsvandamál og þá líka skortur á þekkingu á smáatriðum tilfinninga okkar og hvernig eigi að vinna með þær. Umferð í hugum þeirra sem gæti þá hugsanlega eðlilega líka verið það sem viðkomandi upplifði sem óvinveitta gesti í hugarferli sínu.
Þeim sem hafa slíkt kerfi í heilanum var og er ógerlegt að lifa með þær hið innra í sér þar sem þær virkuðu sem verstu óvinir þar, og þau vilja bara hafa frið fyrir þeim fjandans óvinum. Þeim þarf þess vegna að vera kennt ungum að skilja hvað þær eru, ef þau eiga ekki að skemma heilann í sér með dópi. En í mér virkuðu þær hinsvegar sem þær væru frystar og dóp myndi ekki hafa hjálpað.
Okkur Íslendingum af minni kynslóð var aldrei svo að ég vissi kennt að vinna þær. Og ég vissi ekki til að það væri heldur neitt sem þjóðin hafði séð né talið að þyrfti að læra á meðan ég var á Íslandi til ársins 1987, engum var svo ég vissi kennt að skilja þær eða vinna úr þeim til réttrar tjáningar við sjálf sig eða aðra.
Tilfinningasemi var séð sem slæmur ósiður og ekkert nema aumingjar létu sjá sig gráta á almannafæri. Og þá var það auðvitað séð sem eitthvað mikið og rangt væri að þeim. Og fólki jafnvel hrósað fyrir að vera „duglegt“ ef það herti sig og sleppti tárunum ekki út í jarðarförum ástvina. Ég man eftir konu tala þannig við mig. Og mamma spurði mig um fólk í jarðarförum sem ég fór til en ekki hún „hvort þau hefðu staðið sig vel“, verið „dugleg“ sem þýddi hvort þau hefðu hert sig. Ég sagði alltaf já um það, hvernig sem það var af því að ég mat og dæmdi fólk ekki út frá því hvort þau grétu eða ekki. Ég kunni ekki að meta slík viðhorf að dæma fólk eftir slíkum mælikvarða.
Það var trúlega ekki talið að slíkt þyrfti að kenna og hver myndi hafa kunnað að kenna það
Svo að þá að sjálfsögðu var það auðvitað ekki heldur séð sem mikilvægt að kenna börnum og fullorðnum þá staðreynd að í fyrsta lagi séu tilfinningar mikilvægar og svo að bera kennsl á hvaða tilfinning sé í þeim núna, og þá að fá þau til að finna þau orð sem passa við þá tilfinningu. Það er gott skref og svo þarf að gera með allar tilfinningar sem gerast og þær eru auðvitað óteljandi og tilgangur þeirra er að læra að skilgreina hinar mismunandi tegundir tilfinninga og finna réttu orðin eða fyrir börn sem hafa lítinn orðaforða að fá þau til að sýna það á þann hátt sem þau þyrftu. Það er þá auðvitað mikilvægt að hafa einhvern sem skilur ferlið af því að hann eða hún hefur unnið það í sér og sem þá kann að hlusta að leiða viðkomandi í það smáatriði sem hver og ein tilfinning er, hvaða saga, hvaða sorg, hvað er það sem þessi tilfinning segir.
Ég veit ekki um neinn á mínum aldri sem hafði foreldra sína leiða þau í gegn um þann frumskóg. Og ég vissi ekki til að neinn sem ég þekkti hefði fengið slíka leiðbeiningu. Þá getur andlega ástandið orðið erfitt þegar einstaklingar lifa án slíkrar leiðbeiningar. Svo þau reyna að melta það sem þar inni hrærist, og svo þá að skipuleggja hið innra á nýjan átt en það tekst því miður ekki alltaf, og þá er að girða þær af á einhvern hátt og valið er sorglega oft vímu efna notkun.
Foreldrar sem vinna bæði úti, eða það er bara einstæð móðir með börnin og hún eða þau hafa ekki lært slíkt heldur, hafa auðvitað ekki mikil tækifæri til að vera í slíkri nánd með börnum sínum á þeim árum sem grunnur ætti að vera lagður að þessum hluta í þeim.
Ég fékk aldrei neina leiðbeiningu í slíku á Íslandi og upplifði leiðbeiningu af því tagi ekki fyrr en ég var á „rebirthing“-líföndunarnámskeiði með meiru. Ég veit ekki til að öðrum heimilismeðlimum hafi verið kennt slíkt heldur. Það kemur ekki sí svona af sjálfu sér fyrir nærri öllum að kunna að gera það vel og rétt.
En af einhverjum ástæðum mér ókunnum var ég samt aldrei með neina löngun til að svæfa þær ótal erfiðu tilfinningar sem skutust um í mér með víni eða öðru dópi. Eitthvað í mér virðist hafa sökkt miklu af þeim, eins og til dæmis þegar stolnum peningakassa er sökkt í hafið með stórum steinum.
Og þó að ég hafi haft nokkrar mjög alvarlegar skurðaðgerðir á síðari árum þar sem ég var dópuð upp í nokkrar vikur gat líkaminn ekki beðið eftir að hreinsa afleiðingar dópsins úr líkamanum, og ekki síst höfðinu.
Mér fannst mjög óþægilegt að hafa heilabúið stíflað af þessum fyllingar-efnum dópsins sem veittu mér enga gleði, vellíðan eða neitt annað gott. En hafði auðvitað verið nauðsynlegt í ferli uppskurðar. En eftir það tímabil var ekki nokkur löngun í mér í neitt af þeim efnum.
Ég þráði ferskan heila og varð að losa mig við þau efni úr kerfum mínum eins fljótt og ég gat, og það náðist með að fara í sogæðanudd og annað nudd til að hjálpa kerfunum að losa þau út.
Ég geri mér grein fyrir að ég var mjög heppin með að ég fæddist með þetta eðli að vita innsæislega að hvorki vín né annað myndi leysa þau tilfinningalegu viðfangsefni sem líf mitt hafði skammtað mér.
Þau fóru niður í iður, í geymslu þar til ég var komin til Ástralíu að þau fóru að koma upp í skömmtum, ekki nærri allt í einu, heldur sá skammtur sem eitthvað ákvað að ég gæti unnið úr þá svo komu hlé og svo önnur törn og svo framvegis.
Þegar ég svo fékk tækifæri til að tala við fyrrverandi alka kom það í ljós að ástæðan fyrir flóttanum í fíknina, eða þörfin fyrir að losna við hvað sem var í gangi í huga þeirra og heila, var að það hefði verið af því að viðkomandi hafði ekki fengið að skilja hver hún/hann var, og höfðu ekki fundið sig hafa neitt virði í augum foreldra sinna.
Þaðan af síður höfðu þau fengið leiðbeiningu um að tilfinningar væru gjöf sem væru hluti af því sem við erum, og það sem gefur lífi okkar tilgang og leið í lífinu um það hvernig við tjáum okkur, er hluti af sálinni og tilgangi okkar í lífinu, því hvernig eigum við að finna út hver tilgangur okkar sé ef við fáum ekki að virða og skilja og vinna með það sem við „fílum“, „feel“ sem er betra orð en enskt. Því þegar það vantar, vantar mjög mikilvæga hluti í lífsferðina og stíflar eiginleika viðkomandi einstaklinga, svo þeir geta ekki notið sín né hæfileika sinna eins og þeir ættu að geta gert.
Staðreyndin er að ef við vitum ekki hver við erum og getum látið okkur þykja nógu vænt um okkur sem mannverur með að skilja kosti okkar sem vankanta, hvernig eigum við þá að geta veitt öðrum slíkt í viðmóti, eða ala börn okkar rétt upp. Rökhyggjan ein er ekki nóg og ekki ætluð fyrir allt um líf okkar.
Tilfinningar eru óumflýjanlegur hluti af tilveru okkar
Hvert áttu tilfinningar og reynslan að baki þeim að fara ef einstaklingur mátti ekki tjá þær og fá leiðbeiningu um að það þyrfti ekki að lemja aðra í klessu af reiði þegar reiði væri í kerfinu, heldur að tala um allar hinar mismunandi tegundir tilfinninga sem orðið reiði er yfir og orðin eru mörg sem eru undir þeirri fyrirsögn sem það orð er samnefnari fyrir. Það er oft í raun sorg og þá þarf að leyfa tárunum að flæða án upplifunar um smán.
Það eru þó nokkur önnur orð sem eru pökkuð inn í það orð eins og vonbrigði, upplifa sig vera svikinn, hafnað, vera skilinn eftir án umönnunar, misskilinn, mistúlkaðan og að vera ekki metinn fyrir það sem viðkomandi einstaklingur er, hvað sem það sé í raun.
Mikið af hugsun og viðhorfum um lífið var mótað af því sem prestar sögðu á þeim árum og það vantaði mikið í skilning þeirra á þessum hlutum í mannverum sem hinn esoteriski fræðingur Alice B. Bailey vissi og sagði í bókum sínum um að tárin og tilfinningar séu mál sálarinnar og mjög mikilvæg í lífi okkar.
Eitthvað í innsæi mínu vissi þegar ég var ung að þessi svaka harka gegn tilfinningum væri mjög óholl þjóðinni sem og hvar svo sem slík viðhorf ríkja í heiminum, en auðvitað gat ég ekki sagt það. Ég varð bara að bíða eftir tækifærinu til að komast þangað sem viðhorfin væru önnur og á einhvern hátt sáu örlögin svo um að það gerðist.
Ég sé að þó að kerfin í mér séu ekki móttökustöðvar fyrir fíkn, að þá séu sumir heilar þannig og bregðist þannig við því að geta ekki leyft tilfinningunum að koma upp. Þar sem þau séu kannski hrædd við þær, ef þau hafa verið skömmuð fyrir að vera veimil-títur, veifiskatar, aumingjar og fleiri slæmum orðum verið hellt yfir þau, eins og ég upplifði, af því að það var ekki séð sem vera rétt að hafa tilfinningar. Þær voru bara leyfðar varðandi það að verða ástfanginn og eignast börn, en ekki um milljón aðrar upplifanir sem mannverur hafa. Þeim átti að kyngja. Þær gufa ekki upp þegar þær eru bældar. Þær fara í geymslu og svo sér eitthvað um hvernig líkaminn og heilinn hve lengi þær eru bældar eða hvernig orka þeirra breytist í líkamanum.
Það er afar líklegt að mjög erfið lífsskilyrði um aldir hafi gert þetta að verkum, þrældómur til að hafa í sig og á og svo er veðurfar á Íslandi ekki beint gæluefni stóran hluta ársins. Reynsla áranna er svo að sýna sannleikann um að þær slæmu gufi ekki upp eða að heilinn eyði þeim eins og „delete“ takkinn á tölvunni gerir.
Þegar undirvitundin segir svo að það sé tími til að losa þá byrði
Ég hafði verið hér í Ástralíu í um tuttugu og fimm ár þegar ég fékk innblástur frá hærri stað um að skrifa bók. Heilabúið í mér, persónuleikinn hafði ekki hugsað sér að skrifa þessa bók. En þegar þau skilaboð komu til mín þar sem ég sat í biðstofu sjúkrahúss vissi ég að ég yrði að meðtaka þau skilaboð, fara á tölvuna, og láta fingurna tala. Það var akkúrat það sem gerðist. Og frá fingrum mínum flæddu ótal hlutir úr fortíðinni sem rökhyggjuhluti heilabúsins var ekki með í sér, og staðfesti þetta langa bælda tímabil. Það tók um eitt og hálft ár að ljúka þeim skrifum og táraflóðið var oft ansi mikið sem lífsreynslan fann sín orð fyrir á skjánum frá fingrunum á ensku, af því að sá heimur var ekki til á gamla móðurmálinu, allavega ekki þá.
Það í sjálfu sér sýnir og sannar að líkaminn geymir flest eða allt sem hefur gerst í lífi viðkomandi, allavega allt sem hefur tilfinningalega hleðslu í sér. Og það þó að sumir og þá eins og foreldrar og ráðamenn þjóða hafa talið sér og öðrum trú um að allar mannverur geti hreinlega eytt „deleted“ hvaða slæmu reynslu sem við upplifum strax úr kerfinu, úr heilanum og hvar annars staðar sem þær séu. Áfallastreita er orð sem ég heyrði aldrei fyrr en eftir að ég kom hingað og heyrði orðin „Post traumatic stress disorder“ og svo orðið áfallastreita á íslensku blöðunum. Í þeim atvikum er heill hellingur af óunnum tilfinningum.
Það hefur átt við um stóran hluta mannkyns, og sérstaklega mikið átt við um hvernig þeir sem hafa heri hafa komið fram við hermenn eftir stríðin sem eru svo hlaðnir af áfallastreitu að stór hluti þeirra hefur endað líf sitt sjálfir. Og myndi einnig hafa átt við um sjómenn og fjölskyldur þeirra við að upplifa fjarveru, ótta, skip að sökkva og sumir að drukkna þegar kannski aðrir lifðu af. En það hefur aldrei verið svo einfalt eða auðvelt eða einu sinni mögulegt í raun fyrir neina eftir hörmungar eða erfiða reynslu að eyða slíku og rúlla áfram eins og ekkert hafi gerst. Hvaða tegundir slysa og missis skapa einhverja gráðu af þessari streitu.
Áfallastreita erfiðleika fyrrum hermanna, fórnarlamba kynferðismisnotkunar og þannig mætti telja endalaust um tilfelli erfiðrar lífsreynslu sem skapa áfallastreitu og verða alltaf hluti af þeim, hvort sem þeir tali um það eða ekki. Eða nái að haga sér þannig að ættingjar telji að þeir hafi eytt datanu út.
Orðið áfallastreita er, eins og ég hef minnst á áður, hugtak sem var ekki til í mínu ungdæmi. En auðvitað var þjóðin meira eða minna í slíku ástandi yfir ótal hlutum í lífinu eins og sjóslysum þar sem menn drukknuðu, makar, feður og synir, en það átti ekki að nefna það þá. Og allt sem er að koma upp núna er að sanna að það er enginn sjálfvirkur eyðingartakki í heilanum.
Með réttri og góðri vinnslu er þó hægt að bæta ástandið mikið og við það fer reynslan í önnur hólf í mannverunni en hverfur ekki. Verður í þeim tilfellum meira sagan í stað svo erfiðra sára.
Sem dæmi um það hvernig líkaminn og eitthvað frystir tilfinningar slæmrar reynslu deili ég einu afdrifaríkasta tilfellinu úr mínu eigin lífi með lesendum.
Frysting undirvitundarinnar á erfiðum atvikum
Ég uppgötvaði mér til mikils sjokks fyrir rúmu ári síðan sem var seint á árinu 2017 hvað mjög slæm orð í minn garð fyrir hálfri öld höfðu gert tilfinningum mínum. Þau orð höfðu svæft, lamað, deyft slatta af mikilvægum hluta tilfinninga minna, en ég var ófær um að einu sinni vita það, fyrr en ég fékk athugasemd um viðbrögð mín sem hefðu átt að vera önnur. Það var sæt súr reynsla að upplifa, en mjög dýrmætt tækifæri til að læra. Og vonandi gætur það verið hvatning fyrir aðra að læra að meðtaka þann sannleika að slæm orð af þeim sem er ætlað að elska okkur mest geti gert það mikið tjón langt fram í tímann, eins og að segja börnum eða ungu fólki að þau hafi ekkert virði nema ef þau gefi sig upp til að finna maka og undaneldis.
Það voru einskonar lykilorð inn í dýpt tilfinninga minna og virkuðu sem ýtt væri á hnapp-lykilorð að gömlu frystu og geymdu málin komu og opnaði það á atvik og tilfinningar sem ég hefði átt að hafa fyrir um hálfri öld áður. Lykilorðin vöktu þær tilfinningar úr dái. Og sú frysting hafði reynst mjög dýr tilfinningalega fyrir fjölskylduna á hátt sem engin vitneskja eða skilningur var til um þá. En engin vímu-efna notkun eða lyfjanotkun um það gerðist. Hver ástæðan sé fyrir að sumir einstaklingar svæfi upplifun með vímuefni er trúlega athyglisvert rannsóknarefni. Er tilhneigingin til að nota þau eða ekki í genum fólks eða er hún af vanrækslu á einstaklingnum á mikilvægum tímum í lífi þeirra.
Tilfinningar sem ég hefði átt að hafa þá um tvítugt, en hafði ekki haft af því að ég hafði ekki haft neitt minni um mörg fyrstu ár æskunnar, og heilabúið ekki með það í sér að vera fært um að láta mig verja sjálfa mig á þeim tíma. Þannig hafði kerfið í mér haldið í það atvik á þennan sérkennilega hátt sem í dag er séð sem áfallastreita.
Einstaklingar um allan heim eru nú að fá svipaðar endurkomur slæmrar reynslu eftir mismarga áratugi, og margir eftir hálfa öld. Það er af því að kerfin í þeim frystu tilfinningar reynslunnar eða allavega góðan hluta þeirra þar til kerfið hefur álitið að mannveran gæti og ætti að vinna úr því dæmi. En hver einstaklingur er einstakur og sögurnar eru ekki þær sömu. Þó að heildarútkoma af þeirri streitu birtist oft á líkan hátt.
Vinna með allar okkar innri tilfinningar getur stundum verið eins og vinna með flísatöng í okkar innri manni, og við það fáum við smám saman meiri tilfinningaþroska og virkum þá vonandi á annan hátt með öðrum í lífi okkar.
#MeToo eða #églíka-hreyfingin er að mínu mati mjög góð og vekur okkur til þess að vinna þá vinnu. En þeim mun fyrr sem foreldrar og skólar kenna og hvetja ung börn til að finna og skilja og orða hvernig þeim líður og hvað sé í gangi í þeim, er líklegra að þau séu síður með þörf til að flýja sjálf sig í fíkniefni.
Það að neyðast til að sitja á svo miklu af tilfinningum sínum og hugsunum er nokkuð sem einnig er hægt að orða eins og að maður hafi orðið að setja hverja erfiðu tilfinningu undir rassinn og halda þeim þar, svo verður staflinn svo mikill að það er ekki annað hægt en að byrja að taka þær undan sér. En maður getur ekki tekið þær allar í einu, heldur í smáskömmtum. Það er líklegt til að tefja mannveruna í að ná að finna sjálfa sig. Þá geta mörg dýrmæt ár hans eða hennar farið fyrir lítið, áður en þau ná áttum sem þeir einstaklingar sem þau fæddust til að vera og þjóna mannkyni geta birst.
Loksins er að birta um þetta á Íslandi
Ég er mjög glöð að sjá á íslenskum fjölmiðlum að það er leyfilegt í dag að tala um slæma reynslu og mismeðferð sem viðkomandi hefur fengið. Og það var ljúft að lesa orð séra Hildar Eir um mikilvægi þess að þekkja og vinna tilfinningar sínar. Hún er um leið að sýna að það er mikilvægt að kenna börnum það frá blautu barnsbeini, og að það sé of mikill mannlegur kostnaður sem gerist oft í fólki sem hefur ekki mátt gera slíkt áratugum saman.
Það að sumir einstaklingar virðast hafa heilabú sem eiga auðvelt með að upplifa þau efni eins og vín eða uppáskrifuð lyf til að láta sér líða betur við að læsa erfiðar tilfinningar úti er sorglegt. En ekki holl eða mannlega væn lausn, því að það kemur í veg fyrir að viðkomandi blómstri í lífi sínu með þá eiginleika sem þau hafa komið með til að sinna í lífinu. Og það er mjög sorglegt.
Sú staðreynd að það séu einstaklingar, hópar og félög sem hafi það að markmiði að græða á að fá fólk til að eyðileggja í sér heilann og taka dóp, er á við að fremja morð. Peningagræðgi af verstu tegund.
Það að sjá myndir af hverjum sem er og í þessu tilfelli mér í gjörgæsludeild með allar þessar slöngur úr mér hér og þar, var og er ljót sjón og ég illilega í La la landi. Það er af einhverjum ástæðum ekkert til í mér sem langar að vera sjálfboðaliði til að lifa í slíku La la landi. En samt nauðsynlegt í slíkum kringumstæðum.
Nú erum við að vitna í þá ljúfu staðreynd að sjá hina ungu menn syni Díönu prinsessu kveðja þessi gömlu viðhorf þar um að allir ættu af hafa efri vörina stífa, og ekki sýna tilfinningar. Þeir eru að sanna meinið í þeim úreltu viðhorfum sem eru byggð á þeirra eigin reynslu og breiða út skilaboðin um það með tjáskiptum um þau mál víða um Bretland og það hlýjar mér um hjartaræturnar að vitna.