Vanþekking okkar á eigin tilfinningum er ein af ástæðum þess að flýja í fíkn

Matthildur Björnsdóttir fjallar um fíkn og tilfinningar í aðsendri grein.

Auglýsing

Upp­lifun mín á að vera bannað að sýna tár, var ein af slæmu upp­lif­un­unum við að vera á Íslandi. Ég fékk þau bönn bæði heima og úti í sam­fé­lag­inu á einn og annan hátt sem var fyrir nokkrum ára­tug­um.

Nú þegar ég las grein­ina á Kjarn­anum um fíkni­efna­vanda­mál­in, og það sem sé verið að gera fyrir þá sem lenda í fíkn, sá ég að það var ekk­ert minnst á til­finn­ingar í þeirri umfjöll­un. Né þá stað­reynd að svo margir eru lík­legir til að hafa flúið í þau eða snúið til þeirra vegna þess að þau gátu ekki unnið í gegnum erf­iðar til­finn­ing­ar, vinnsla sem ég veit ekki til að neinum væri kennt og veit ekki hvort það ger­ist nú á tímum á Íslandi, eða í öðrum lönd­um.

Vímu­efna­notkun er heims­vanda­mál og þá líka skortur á þekk­ingu á smá­at­riðum til­finn­inga okkar og hvernig eigi að vinna með þær. Umferð í hugum þeirra sem gæti þá hugs­an­lega eðli­lega líka verið það sem við­kom­andi upp­lifði sem óvin­veitta gesti í hug­ar­ferli sínu.

Auglýsing

Þeim sem hafa slíkt kerfi í heil­anum var og er óger­legt að lifa með þær hið innra í sér þar sem þær virk­uðu sem verstu óvinir þar, og þau vilja bara hafa frið fyrir þeim fjand­ans óvin­um. Þeim þarf þess vegna að vera kennt ungum að skilja hvað þær eru, ef þau eiga ekki að skemma heil­ann í sér með dópi. En í mér virk­uðu þær hins­vegar sem þær væru frystar og dóp myndi ekki hafa hjálp­að.

Okkur Íslend­ingum af minni kyn­slóð var aldrei svo að ég vissi kennt að vinna þær. Og ég vissi ekki til að það væri heldur neitt sem þjóðin hafði séð né talið að þyrfti að læra á meðan ég var á Íslandi til árs­ins 1987, engum var svo ég vissi kennt að skilja þær eða vinna úr þeim til réttrar tján­ingar við sjálf sig eða aðra.

Til­finn­inga­semi var séð sem slæmur ósiður og ekk­ert nema aum­ingjar létu sjá sig gráta á almanna­færi. Og þá var það auð­vitað séð sem eitt­hvað mikið og rangt væri að þeim. Og fólki jafn­vel hrósað fyrir að vera „dug­legt“ ef það herti sig og sleppti tár­unum ekki út í jarð­ar­förum ást­vina. Ég man eftir konu tala þannig við mig. Og mamma spurði mig um fólk í jarð­ar­förum sem ég fór til en ekki hún „hvort þau hefðu staðið sig vel“, verið „dug­leg“ sem þýddi hvort þau hefðu hert sig. Ég sagði alltaf já um það, hvernig sem það var af því að ég mat og dæmdi fólk ekki út frá því hvort þau grétu eða ekki. Ég kunni ekki að meta slík við­horf að dæma fólk eftir slíkum mæli­kvarða.

Það var trú­lega ekki talið að slíkt þyrfti að kenna og hver myndi hafa kunnað að kenna það

Svo að þá að sjálf­sögðu var það auð­vitað ekki heldur séð sem mik­il­vægt að kenna börnum og full­orðnum þá stað­reynd að í fyrsta lagi séu til­finn­ingar mik­il­vægar og svo að bera kennsl á hvaða til­finn­ing sé í þeim núna, og þá að fá þau til að finna þau orð sem passa við þá til­finn­ingu. Það er gott skref og svo þarf að gera með allar til­finn­ingar sem ger­ast og þær eru auð­vitað ótelj­andi og til­gangur þeirra er að læra að skil­greina hinar mis­mun­andi teg­undir til­finn­inga og finna réttu orðin eða fyrir börn sem hafa lít­inn orða­forða að fá þau til að sýna það á þann hátt sem þau þyrftu. Það er þá auð­vitað mik­il­vægt að hafa ein­hvern sem skilur ferlið af því að hann eða hún hefur unnið það í sér og sem þá kann að hlusta að leiða við­kom­andi í það smá­at­riði sem hver og ein til­finn­ing er, hvaða saga, hvaða sorg, hvað er það sem þessi til­finn­ing seg­ir.

Ég veit ekki um neinn á mínum aldri sem hafði for­eldra sína leiða þau í gegn um þann frum­skóg. Og ég vissi ekki til að neinn sem ég þekkti hefði fengið slíka leið­bein­ingu. Þá getur and­lega ástandið orðið erfitt þegar ein­stak­lingar lifa án slíkrar leið­bein­ing­ar. Svo þau reyna að melta það sem þar inni hrær­ist, og svo þá að skipu­leggja hið innra á nýjan átt en það tekst því miður ekki alltaf, og þá er að girða þær af á ein­hvern hátt og valið er sorg­lega oft vímu efna notk­un.

For­eldrar sem vinna bæði úti, eða það er bara ein­stæð móðir með börnin og hún eða þau hafa ekki lært slíkt held­ur, hafa auð­vitað ekki mikil tæki­færi til að vera í slíkri nánd með börnum sínum á þeim árum sem grunnur ætti að vera lagður að þessum hluta í þeim.

Ég fékk aldrei neina leið­bein­ingu í slíku á Íslandi og upp­lifði leið­bein­ingu af því tagi ekki fyrr en ég var á „rebirt­hing“-lífönd­un­ar­nám­skeiði með meiru. Ég veit ekki til að öðrum heim­il­is­með­limum hafi verið kennt slíkt held­ur. Það kemur ekki sí svona af sjálfu sér fyrir nærri öllum að kunna að gera það vel og rétt.

En af ein­hverjum ástæðum mér ókunnum var ég samt aldrei með neina löngun til að svæfa þær ótal erf­iðu til­finn­ingar sem skut­ust um í mér með víni eða öðru dópi. Eitt­hvað í mér virð­ist hafa sökkt miklu af þeim, eins og til dæmis þegar stolnum pen­inga­kassa er sökkt í hafið með stórum stein­um.

Og þó að ég hafi haft nokkrar mjög alvar­legar skurð­að­gerðir á síð­ari árum þar sem ég var dópuð upp í nokkrar vikur gat lík­am­inn ekki beðið eftir að hreinsa afleið­ingar dóps­ins úr lík­am­an­um, og ekki síst höfð­inu.

Mér fannst mjög óþægi­legt að hafa heila­búið stíflað af þessum fyll­ing­ar-efnum dóps­ins sem veittu mér enga gleði, vellíðan eða neitt annað gott. En hafði auð­vitað verið nauð­syn­legt í ferli upp­skurð­ar. En eftir það tíma­bil var ekki nokkur löngun í mér í neitt af þeim efn­um.

Ég þráði ferskan heila og varð að losa mig við þau efni úr kerfum mínum eins fljótt og ég gat, og það náð­ist með að fara í sog­æða­nudd og annað nudd til að hjálpa kerf­unum að losa þau út.

Ég geri mér grein fyrir að ég var mjög heppin með að ég fædd­ist með þetta eðli að vita inn­sæ­is­lega að hvorki vín né annað myndi leysa þau til­finn­inga­legu við­fangs­efni sem líf mitt hafði skammtað mér.

Þau fóru niður í iður, í geymslu þar til ég var komin til Ástr­alíu að þau fóru að koma upp í skömmt­um, ekki nærri allt í einu, heldur sá skammtur sem eitt­hvað ákvað að ég gæti unnið úr þá svo komu hlé og svo önnur törn og svo fram­veg­is.

Þegar ég svo fékk tæki­færi til að tala við fyrr­ver­andi alka kom það í ljós að ástæðan fyrir flótt­anum í fíkn­ina, eða þörfin fyrir að losna við hvað sem var í gangi í huga þeirra og heila, var að það hefði verið af því að við­kom­andi hafði ekki fengið að skilja hver hún­/hann var, og höfðu ekki fundið sig hafa neitt virði í augum for­eldra sinna.

Þaðan af síður höfðu þau fengið leið­bein­ingu um að til­finn­ingar væru gjöf sem væru hluti af því sem við erum, og það sem gefur lífi okkar til­gang og leið í líf­inu um það hvernig við tjáum okk­ur, er hluti af sál­inni og til­gangi okkar í líf­inu, því hvernig eigum við að finna út hver til­gangur okkar sé ef við fáum ekki að virða og skilja og vinna með það sem við „fíl­u­m“, „feel“ sem er betra orð en enskt. Því þegar það vant­ar, vantar mjög mik­il­væga hluti í lífs­ferð­ina og stíflar eig­in­leika við­kom­andi ein­stak­linga, svo þeir geta ekki notið sín né hæfi­leika sinna eins og þeir ættu að geta gert.

Stað­reyndin er að ef við vitum ekki hver við erum og getum látið okkur þykja nógu vænt um okkur sem mann­verur með að skilja kosti okkar sem van­kanta, hvernig eigum við þá að geta veitt öðrum slíkt í við­móti, eða ala börn okkar rétt upp. Rök­hyggjan ein er ekki nóg og ekki ætluð fyrir allt um líf okk­ar.

Til­finn­ingar eru óum­flýj­an­legur hluti af til­veru okkar

Hvert áttu til­finn­ingar og reynslan að baki þeim að fara ef ein­stak­lingur mátti ekki tjá þær og fá leið­bein­ingu um að það þyrfti ekki að lemja aðra í klessu af reiði þegar reiði væri í kerf­inu, heldur að tala um allar hinar mis­mun­andi teg­undir til­finn­inga sem orðið reiði er yfir og orðin eru mörg sem eru undir þeirri fyr­ir­sögn sem það orð er sam­nefn­ari fyr­ir. Það er oft í raun sorg og þá þarf að leyfa tár­unum að flæða án upp­lif­unar um smán.

Það eru þó nokkur önnur orð sem eru pökkuð inn í það orð eins og von­brigði, upp­lifa sig vera svik­inn, hafn­að, vera skil­inn eftir án umönn­un­ar, mis­skil­inn, mistúlk­aðan og að vera ekki met­inn fyrir það sem við­kom­andi ein­stak­lingur er, hvað sem það sé í raun.

Mikið af hugsun og við­horfum um lífið var mótað af því sem prestar sögðu á þeim árum og það vant­aði mikið í skiln­ing þeirra á þessum hlutum í mann­verum sem hinn esot­eriski fræð­ingur Alice B. Bailey vissi og sagði í bókum sínum um að tárin og til­finn­ingar séu mál sál­ar­innar og mjög mik­il­væg í lífi okk­ar.

Eitt­hvað í inn­sæi mínu vissi þegar ég var ung að þessi svaka harka gegn til­finn­ingum væri mjög óholl þjóð­inni sem og hvar svo sem slík við­horf ríkja í heim­in­um, en auð­vitað gat ég ekki sagt það. Ég varð bara að bíða eftir tæki­fær­inu til að kom­ast þangað sem við­horfin væru önnur og á ein­hvern hátt sáu örlögin svo um að það gerð­ist.

Ég sé að þó að kerfin í mér séu ekki mót­töku­stöðvar fyrir fíkn, að þá séu sumir heilar þannig og bregð­ist þannig við því að geta ekki leyft til­finn­ing­unum að koma upp. Þar sem þau séu kannski hrædd við þær, ef þau hafa verið skömmuð fyrir að vera veim­il-­tít­ur, veifi­skatar, aum­ingjar og fleiri slæmum orðum verið hellt yfir þau, eins og ég upp­lifði, af því að það var ekki séð sem vera rétt að hafa til­finn­ing­ar. Þær voru bara leyfðar varð­andi það að verða ást­fang­inn og eign­ast börn, en ekki um milljón aðrar upp­lif­anir sem mann­verur hafa. Þeim átti að kyngja. Þær gufa ekki upp þegar þær eru bæld­ar. Þær fara í geymslu og svo sér eitt­hvað um hvernig lík­am­inn og heil­inn hve lengi þær eru bældar eða hvernig orka þeirra breyt­ist í lík­am­an­um.

Það er afar lík­legt að mjög erfið lífs­skil­yrði um aldir hafi gert þetta að verk­um, þræl­dómur til að hafa í sig og á og svo er veð­ur­far á Íslandi ekki beint gælu­efni stóran hluta árs­ins. Reynsla áranna er svo að sýna sann­leik­ann um að þær slæmu gufi ekki upp eða að heil­inn eyði þeim eins og „del­ete“ takk­inn á tölv­unni ger­ir.

Þegar und­ir­vit­undin segir svo að það sé tími til að losa þá byrði

Ég hafði verið hér í Ástr­alíu í um tutt­ugu og fimm ár þegar ég fékk inn­blástur frá hærri stað um að skrifa bók. Heila­búið í mér, per­sónu­leik­inn hafði ekki hugsað sér að skrifa þessa bók. En þegar þau skila­boð komu til mín þar sem ég sat í bið­stofu sjúkra­húss vissi ég að ég yrði að með­taka þau skila­boð, fara á tölv­una, og láta fing­urna tala. Það var akkúrat það sem gerð­ist. Og frá fingrum mínum flæddu ótal hlutir úr for­tíð­inni sem rök­hyggju­hluti heila­bús­ins var ekki með í sér, og stað­festi þetta langa bælda tíma­bil. Það tók um eitt og hálft ár að ljúka þeim skrifum og tára­flóðið var oft ansi mikið sem lífs­reynslan fann sín orð fyrir á skjánum frá fingr­unum á ensku, af því að sá heimur var ekki til á gamla móð­ur­mál­inu, alla­vega ekki þá.

Það í sjálfu sér sýnir og sannar að lík­am­inn geymir flest eða allt sem hefur gerst í lífi við­kom­andi, alla­vega allt sem hefur til­finn­inga­lega hleðslu í sér. Og það þó að sumir og þá eins og for­eldrar og ráða­menn þjóða hafa talið sér og öðrum trú um að allar mann­verur geti hrein­lega eytt „del­et­ed“ hvaða slæmu reynslu sem við upp­lifum strax úr kerf­inu, úr heil­anum og hvar ann­ars staðar sem þær séu. Áfallastreita er orð sem ég heyrði aldrei fyrr en eftir að ég kom hingað og heyrði orðin „Post traumatic stress dis­order“ og svo orðið áfallastreita á íslensku blöð­un­um. Í þeim atvikum er heill hell­ingur af óunnum til­finn­ing­um.

Það hefur átt við um stóran hluta mann­kyns, og sér­stak­lega mikið átt við um hvernig þeir sem hafa heri hafa komið fram við her­menn eftir stríðin sem eru svo hlaðnir af áfallastreitu að stór hluti þeirra hefur endað líf sitt sjálf­ir. Og myndi einnig hafa átt við um sjó­menn og fjöl­skyldur þeirra við að upp­lifa fjar­veru, ótta, skip að sökkva og sumir að drukkna þegar kannski aðrir lifðu af. En það hefur aldrei verið svo ein­falt eða auð­velt eða einu sinni mögu­legt í raun fyrir neina eftir hörm­ungar eða erf­iða reynslu að eyða slíku og rúlla áfram eins og ekk­ert hafi gerst. Hvaða teg­undir slysa og missis skapa ein­hverja gráðu af þess­ari streitu.

Áfallastreita erf­ið­leika fyrrum her­manna, fórn­ar­lamba kyn­ferð­is­mis­notk­unar og þannig mætti telja enda­laust um til­felli erf­iðrar lífs­reynslu sem skapa áfallastreitu og verða alltaf hluti af þeim, hvort sem þeir tali um það eða ekki. Eða nái að haga sér þannig að ætt­ingjar telji að þeir hafi eytt dat­anu út.

Orðið áfallastreita er, eins og ég hef minnst á áður, hug­tak sem var ekki til í mínu ung­dæmi. En auð­vitað var þjóðin meira eða minna í slíku ástandi yfir ótal hlutum í líf­inu eins og sjó­slysum þar sem menn drukkn­uðu, makar, feður og syn­ir, en það átti ekki að nefna það þá. Og allt sem er að koma upp núna er að sanna að það er eng­inn sjálf­virkur eyð­ing­ar­takki í heil­an­um.

Með réttri og góðri vinnslu er þó hægt að bæta ástandið mikið og við það fer reynslan í önnur hólf í mann­ver­unni en hverfur ekki. Verður í þeim til­fellum meira sagan í stað svo erf­iðra sára.

Sem dæmi um það hvernig lík­am­inn og eitt­hvað frystir til­finn­ingar slæmrar reynslu deili ég einu afdrifa­rík­asta til­fell­inu úr mínu eigin lífi með les­end­um.

Fryst­ing und­ir­vit­und­ar­innar á erf­iðum atvikum

Ég upp­götv­aði mér til mik­ils sjokks fyrir rúmu ári síðan sem var seint á árinu 2017 hvað mjög slæm orð í minn garð fyrir hálfri öld höfðu gert til­finn­ingum mín­um. Þau orð höfðu svæft, lamað, deyft slatta af mik­il­vægum hluta til­finn­inga minna, en ég var ófær um að einu sinni vita það, fyrr en ég fékk athuga­semd um við­brögð mín sem hefðu átt að vera önn­ur. Það var sæt súr reynsla að upp­lifa, en mjög dýr­mætt tæki­færi til að læra. Og von­andi gætur það verið hvatn­ing fyrir aðra að læra að með­taka þann sann­leika að slæm orð af þeim sem er ætlað að elska okkur mest geti gert það mikið tjón langt fram í tím­ann, eins og að segja börnum eða ungu fólki að þau hafi ekk­ert virði nema ef þau gefi sig upp til að finna maka og undan­eld­is.

Það voru eins­konar lyk­il­orð inn í dýpt til­finn­inga minna og virk­uðu sem ýtt væri á hnapp-lyk­il­orð að gömlu frystu og geymdu málin komu og opn­aði það á atvik og til­finn­ingar sem ég hefði átt að hafa fyrir um hálfri öld áður. Lyk­il­orðin vöktu þær til­finn­ingar úr dái. Og sú fryst­ing hafði reynst mjög dýr til­finn­inga­lega fyrir fjöl­skyld­una á hátt sem engin vit­neskja eða skiln­ingur var til um þá. En engin vímu-efna notkun eða lyfja­notkun um það gerð­ist. Hver ástæðan sé fyrir að sumir ein­stak­lingar svæfi upp­lifun með vímu­efni er trú­lega athygl­is­vert rann­sókn­ar­efni. Er til­hneig­ingin til að nota þau eða ekki í genum fólks eða er hún af van­rækslu á ein­stak­lingnum á mik­il­vægum tímum í lífi þeirra.

Til­finn­ingar sem ég hefði átt að hafa þá um tví­tugt, en hafði ekki haft af því að ég hafði ekki haft neitt minni um mörg fyrstu ár æskunn­ar, og heila­búið ekki með það í sér að vera fært um að láta mig verja sjálfa mig á þeim tíma. Þannig hafði kerfið í mér haldið í það atvik á þennan sér­kenni­lega hátt sem í dag er séð sem áfallastreita.

Ein­stak­lingar um allan heim eru nú að fá svip­aðar end­ur­komur slæmrar reynslu eftir mis­marga ára­tugi, og margir eftir hálfa öld. Það er af því að kerfin í þeim frystu til­finn­ingar reynsl­unnar eða alla­vega góðan hluta þeirra þar til kerfið hefur álitið að mann­veran gæti og ætti að vinna úr því dæmi. En hver ein­stak­lingur er ein­stakur og sög­urnar eru ekki þær sömu. Þó að heild­ar­út­koma af þeirri streitu birt­ist oft á líkan hátt.

Vinna með allar okkar innri til­finn­ingar getur stundum verið eins og vinna með flísa­töng í okkar innri manni, og við það fáum við smám saman meiri til­finn­inga­þroska og virkum þá von­andi á annan hátt með öðrum í lífi okk­ar.

#MeToo eða #églík­a-hreyf­ingin er að mínu mati mjög góð og vekur okkur til þess að vinna þá vinnu. En þeim mun fyrr sem for­eldrar og skólar kenna og hvetja ung börn til að finna og skilja og orða hvernig þeim líður og hvað sé í gangi í þeim, er lík­legra að þau séu síður með þörf til að flýja sjálf sig í fíkni­efni.

Það að neyð­ast til að sitja á svo miklu af til­finn­ingum sínum og hugs­unum er nokkuð sem einnig er hægt að orða eins og að maður hafi orðið að setja hverja erf­iðu til­finn­ingu undir rass­inn og halda þeim þar, svo verður stafl­inn svo mik­ill að það er ekki annað hægt en að byrja að taka þær undan sér. En maður getur ekki tekið þær allar í einu, heldur í smá­skömmt­um. Það er lík­legt til að tefja mann­ver­una í að ná að finna sjálfa sig. Þá geta mörg dýr­mæt ár hans eða hennar farið fyrir lít­ið, áður en þau ná áttum sem þeir ein­stak­lingar sem þau fædd­ust til að vera og þjóna mann­kyni geta birst.

Loks­ins er að birta um þetta á Íslandi

Ég er mjög glöð að sjá á íslenskum fjöl­miðlum að það er leyfi­legt í dag að tala um slæma reynslu og mis­með­ferð sem við­kom­andi hefur feng­ið. Og það var ljúft að lesa orð séra Hildar Eir um mik­il­vægi þess að þekkja og vinna til­finn­ingar sín­ar. Hún er um leið að sýna að það er mik­il­vægt að kenna börnum það frá blautu barns­beini, og að það sé of mik­ill mann­legur kostn­aður sem ger­ist oft í fólki sem hefur ekki mátt gera slíkt ára­tugum sam­an.

Það að sumir ein­stak­lingar virð­ast hafa heilabú sem eiga auð­velt með að upp­lifa þau efni eins og vín eða upp­á­skrifuð lyf til að láta sér líða betur við að læsa erf­iðar til­finn­ingar úti er sorg­legt. En ekki holl eða mann­lega væn lausn, því að það kemur í veg fyrir að við­kom­andi blóm­stri í lífi sínu með þá eig­in­leika sem þau hafa komið með til að sinna í líf­inu. Og það er mjög sorg­legt.

Sú stað­reynd að það séu ein­stak­ling­ar, hópar og félög sem hafi það að mark­miði að græða á að fá fólk til að eyði­leggja í sér heil­ann og taka dóp, er á við að fremja morð. Pen­inga­græðgi af verstu teg­und.

Það að sjá myndir af hverjum sem er og í þessu til­felli mér í gjör­gæslu­deild með allar þessar slöngur úr mér hér og þar, var og er ljót sjón og ég illi­lega í La la landi. Það er af ein­hverjum ástæðum ekk­ert til í mér sem langar að vera sjálf­boða­liði til að lifa í slíku La la landi. En samt nauð­syn­legt í slíkum kring­um­stæð­um.

Nú erum við að vitna í þá ljúfu stað­reynd að sjá hina ungu menn syni Díönu prinsessu kveðja þessi gömlu við­horf þar um að allir ættu af hafa efri vör­ina stífa, og ekki sýna til­finn­ing­ar. Þeir eru að sanna meinið í þeim úreltu við­horfum sem eru byggð á þeirra eigin reynslu og breiða út skila­boðin um það með tjá­skiptum um þau mál víða um Bret­land og það hlýjar mér um hjarta­ræt­urnar að vitna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar