Skynsamlegar tillögur en óvissuský í augsýn

Auglýsing

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, for­maður Við­reisn­ar, og Þor­steinn Víglunds­son, vara­for­mað­ur, kynntu efna­hags­til­lögur flokks­ins í dag, en eðli­legt er að tala um þær sem við­spyrnu­til­lögur í ljósi þess sam­drátt­ar­skeiðs sem nú er í kort­un­um, eftir mikið hag­vaxt­ar­tíma­bil. 

Til­lög­urnar eru skyn­sam­legar og ábyrgar og miða að því að vinna gegn sam­drætti með auk­inni opin­berri fjár­fest­ingu. Hún hefur verið undir sögu­legu með­al­tali lengi og eðli­legt að nýta nú sterka stöðu þjóð­ar­búss­ins til að vinna gegn sam­drætt­in­um.

Við­spyrna

Í til­lögum Við­reisnar er lagt til að fjár­fest­ingar rík­is­sjóðs verði auknar um 60 millj­arða á næstu þremur árum. Meðal þess sem horft er til er að rík­is­sjóður selji þriðj­ungs­hlut í Íslands­banka, og að fyr­ir­hug­uðum stór­felldum inn­viða­fram­kvæmdum - meðal ann­ars á sviði vega­fram­kvæmda - verði flýtt. 

Auglýsing

Í til­­lög­unum er enn fremur lagt til að meiri­hluti fjár­­­fest­ing­anna fari í að hraða vega­fram­­kvæmdum sem tengj­ast fram­­kvæmdum vegna Borg­ar­lín­unnar og ljúka tvö­­­földum bæði Reykja­­nes­brautar og Suð­ur­­lands­­veg­ar.

Þá var lagt til að aukið verði við ó­vissu­svig­­rúm fjár­­­mála­­stefn­unnar verði aukið úr 0,4 pró­sent í 1,5 pró­sent til að skapa nauð­­syn­­legt svig­­rúm og að henni verði skipt milli ríkis og sveit­ar­­fé­laga. 

Þau segja það ó­raun­hæft að ætla rík­inu svig­­rúm án þess að byggðum lands­ins sé veitt sam­­bæri­­legt and­­rými.

Þetta virð­ist skyn­sam­legt og í takt við það meg­in­mark­mið í opin­berri hag­stjórn, að auka sam­ræm­ingu milli ríkis og sveit­ar­fé­laga. 

Óvænt hjá rík­is­stjórn­inni

Það kemur nokkuð á óvart að rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur ætli sér nú, sem við­bragð við verri horfum í efna­hags­málum þjóð­ar­inn­ar, að draga saman segl­in. 

Fyrstu breyt­ing­ar­til­lög­urnar á fjár­mála­á­ætlun benda til þess að það eigi að gera en ekki liggur þó end­an­lega fyrir enn, hvernig lín­urnar verða lagð­ar. Í mínum huga verður þessi rík­is­stjórn fyrst og síð­ast dæmd af því hvernig hún bregst við sam­drætt­inum núna, eftir fall WOW air og önnur áföll, svo sem loðnu­brest og kyrr­setn­ingu 737 Max véla.

Núna eru uppi aðstæður þar sem hið opin­bera getur unnið gegn sam­drætt­inum með auk­inni fjár­fest­ingu og við­spyrnu, sam­hliða því að Seðla­banki Íslands getur beitt sínum stjórn­tækjum til að koma í veg fyrir harða lend­ing­u. 

Hlustum á sér­fræð­inga

Gylfi Zoega, hag­fræði­pró­fess­or, gerði þetta að umtals­efni í grein í Vís­bend­ingu á dög­un­um, og það er ástæða til að leggja við hlustir þegar hann setur fram sín sjón­ar­mið. 

En það þýðir ekki að hið opin­bera eigi ekki að vera með ábyrga fjár­mála­stjórn. Það sem alltaf er dýru verði keypt, í aðstæðum eins og nú eru komnar upp í hag­kerf­inu, er þegar mikið launa­skrið hefur verið í hag­kerf­inu, sam­hliða of lít­illi fram­leiðni­aukn­ing­u. 

Margt bendir til þess að hag­vaxt­ar­tíma­bilið frá árinu 2013 og fram á þetta ár, hafi verið dæmi­gert lág­launa­froð­u-hag­vaxt­ar­tíma­bil, þar sem ekki hafi verið byggt undir góð störf til fram­tíðar lit­ið, sem byggja á alþjóð­legum þekk­ing­ar­störf­um. 

Ástæða er til þess að minna stjórn­mála­menn á að tím­inn til þess að byggja undir alþjóð­lega sýn fyrir land­ið, er ekki í fram­tíð­inni heldur í dag og í gær. 

Það er helst að það vanti meira hug­rekki í til­lögur sem miða að því að auka slag­kraft í fjár­fest­ingum í rann­sóknir og þró­un, einmitt til að sporna við þeirri stöðu sem upp er kom­in. 

Með því tæk­ist að leggja nýjar línur í hag­stjórn­inni og gefa út þau skila­boð að þrátt fyrir dæg­ur­þras þá átt­uðu stjórn­mála­menn sig á þessu mik­il­væga máli, sem efl­ing alþjóð­legs þekk­ing­ar­iðn­aðar er fyrir land­ið. Gott væri ef það tæk­ist að skapa þverpóli­tískan sam­hljóm um þetta meg­in­mark­mið, sem yrði þá hluti af við­spyrn­unni núna.

Í við­tali Fiski­frétta við Arn­ljót Bjarka Bergs­son, sviðs­stjóra hjá Mat­ís, á dög­un­um, þá má glögg­lega heyra áhyggjur af því að ekki væri verið að hugsa nægi­lega mikið um þessi mál í íslenskum sjáv­ar­út­vegi. Sam­keppn­is­for­skotið gæti farið hratt og margt benti til þess að það væri að ger­ast þessi miss­er­in. Þetta er dæmi um mál, sem mætti taka fast­ari tökum og hlusta á það sem reynslu­miklir sér­fræð­ingar telja sig vera að sjá með því að rýna gögn. Það verður að bregð­ast við og fjár­festa meira í rann­sókn­um, þróun og nýsköp­un.

Óvissu­ský

Það má ekki gera lítið úr því að hag­stjórn á Íslandi er vanda­söm og óvissu­skýið er alltaf í aug­sýn. Geng­is­þró­unin er t.d. alltaf þáttur sem erfitt er að spá fyrir um. Þó má spyrja sig að því, hvort frek­ari geng­is­sig sé ekki í kort­un­um, þegar eft­ir­spurn dregst hratt saman í ferða­þjón­ustu og sölu­að­ilar erlendis gefa það upp sem skýr­ingu að verð­lag sé ein­fald­lega alltof hátt á Ísland­i. 

Það er eilífð­ar­verk­efni í rekstri að finna rétt verð á vörum og þjón­ustu, miðað við gæði. En ástæða er til þess að spyrja að því hvers vegna Ísland ætti að kom­ast upp með það í alþjóð­legri sam­keppni, til lengd­ar, að vera með hærra verð á vörum og þjón­ustu en sam­keppn­is­lönd­in, þ.e. alþjóð­legur mark­að­ur. 

Hag­spár gera ráð fyrir að sam­dráttur verði í lands­fram­leiðslu upp á 0,2 til 0,4 pró­sent, en bráða­birgð­ar­tölur Hag­stof­unnar segja að hag­vöxur hafi verið um 4,6 pró­sent í fyrra. Þetta er sveifla sem segja má að sé upp á um 7 þús­und töpuð störf. Óvissa er nokkur og má nefna að Seðla­bank­inn spáir um 10,5 pró­sent fækkun ferða­manna á þessu ári en Isa­via um 17 pró­sent. Það munar eins og tveimur loðnu­ver­tíðum á þessum fjölda.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari