Hinir ósýnilegu erfiðleikar

Matthildur Björnsdóttir fjallar um nokkur dæmi þess þegar erfiðleikar eru ósýnilegir.

Auglýsing

Grein Ást­þórs Ólafs­sonar um „Að kom­ast yfir erf­ið­leika er óút­reikn­an­legt“ gaf mér ástæðu og inn­blástur til að koma með dæmi um þá erf­ið­leika sem eru að ýmsu leyti trú­lega mest ósýni­leg­ir.

Hug­takið að kom­ast „yf­ir“ erf­ið­leika virkar fyrir mér meira sem það eigi við um erf­ið­leika sem gerð­ust þegar ein­stak­ling­ur­inn hafði algera rökteng­ingu við atvikið sem skap­aði erf­ið­leik­ana og þarf svo að vinna sig í gegn um þá frá rökvit­und.

Þess vegna virkar það þannig á mig að þá sé hægt að henda þeim eins og heilum pakka í rusla­föt­una og halda svo áfram með líf­ið, en reikna ekki endi­lega með að neitt batni eða þró­ist í betri átt. Þeir erf­ið­leikar sem hann virt­ist tjá sig um virk­uðu meira í mínu heila­búi sem að þeir hefðu verið upp­lif­aðir í gegn um rök­hyggju frekar en hina ósýni­legu til­finn­inga­legu ver­öld sem á það til að vera mjög óræð og óræð ára­tugum sam­an.

Auglýsing

Og það af því að eðli til­finn­inga­legra erf­ið­leika frá slæmum orðum er að atvik hefur gerst í mann­ver­unni sem hrein­lega stal góðri sneið af til­finn­inga­legri til­vist hennar eða hans á unga aldri með orð­um. Og við­kom­andi skildi það ekki fyrr en ára­tugum síð­ar. Og greinin um mál­far og ábyrgð í blað­inu 26.júní 2019 er afar tíma­bær um áhrif og ábyrgð í notkun orða.

Stundum er það svo meira í hvaða tóni orð séu sögð frekar en orðin sjálf, ef þau eru tjáð með umhyggju og sam­hygð og skiln­ingi í stað fyr­ir­litn­ingar og hat­urs og ill­vilja.

Það eru ótal fleiri atriði sem tengj­ast orð­um, og þeir sem mis­nota börn með orðum í leyni hafa gert mik­inn skaða í þeim og sjálf­virði þeirra í gegn um ald­irn­ar. En börnin eða ung­ling­arnir gátu ekki svarað fyrir sig né staðið upp gegn orð­unum sem komu að þeim, heldur hvarf hin nei­kvæða orka sem kom með þeim og mein­ing þeirra eitt­hvert, sem við­kom­andi var og er ófær um að ná utan um frá rök­hyggju­legu hug­ar­fari. Af því að áfallið er það sjokker­andi að eitt­hvað lam­að­ist í þeim, og kannski fengu þau aldrei skiln­ing á tjón­inu.

Slík lang­tíma geymsla var trú­lega algeng af nokkrum ástæðum við­horfa þeirra tíma. Það til dæmis að börn voru oft færð áfram án gagn­legrar tján­ingar fyrir heilabú þeirra, og þeir sem sinntu þeim töl­uðu ekki við þau til að fá svör og við­brögð frá þeim um það sem væri í gangi, en færðu þau áfram eins og dauða hluti, næstum eins og ef þau væru peð á tafl­borði.

Algeng dæmi um heila­deyf­ingu var að for­eldrar töldu það slæma mannasiði að börn töl­uðu, og það að spyrja spurn­inga var oft séð sem hinn mesti dóna­skapur af þeim. Það er í raun magnað valda­tafl til að deyfa sjálfs­með­vit­undar upp­lifun barns.

Slík atvik og við­horf skapa og hafa skapað ótrú­legt magn erf­ið­leika í gáfum og við­bragðs-hæfni barna, ung­linga og þeirra líka sem hafa talist „full-orðn­ir“. Orð sem að minni upp­lifun er ansi oft of stórt um slíkt í ansi stórum hluta til­fella um hæfni ein­stak­linga á ýmsum sviðum lífs síns. Og ég hef sjálf vitnað og sé mig ekki sem eitt­hvað ein­tak sem er þróað á öllum hugs­an­legum stigum mann­legra mögu­leika, en hef mínar góðu hliðar og eig­in­leika sem og van­kanta.

Hlut­ur­inn í heila­bú­inu fyrir það óvirk­ur.

Hvernig van­þroskuð við­horf for­eldra og ann­arra geta lamað fram­tak barna fyrir lífi sínu

Heila­mótun þegar ein­stak­ling­ur­inn sem barn fær engin tæki­færi til að hugsa um, hvað þá taka ákvarð­an­ir, eða draga álykt­anir af því sem er í kring um þau og í lífi þeirra. Og það af því að þeim er haldið á heim­il­inu eins og stelpu sem ég þekkti var gert. Henni var sagt að hún ætti að verja öllum æsku­ár­unum í að sauma í kistu­hand­rað­ann, af því að einn dag­inn myndi maður koma ríð­andi á hvítum hesti og hrífa hana í burtu. Það gerð­ist þó ekki.

Það getur til dæmis einnig verið frá því að sá ein­stak­lingur hafi verið færður áfram sem barn eins og peð á tafli, án þess að talað væri við hann eða hana um sig, um líf­ið, um það sem það barn eða ung­lingur eða ung svokölluð full­orðin mann­vera þyrfti að fá tján­ingu um og það á hverju stigi í líf­inu sem við­kom­andi ein­stak­lingur ætti að geta tjáð sig um, og verið með í sam­ræðum um. Ef og þegar hins­vegar engar sam­ræður hafa átt sér stað sem hvetja heila­búið til að starfa, og hjálpa heil­anum til að koma upp með til­finn­ingar og upp­lifun, þá verður oft sorg­legt tóma­rými í hlutum heil­ans.

Afleið­ingar slíks geta gert hluta af til­finn­inga­legu kerfi mann­ver­unnar van­virka án þess að neinn veiti því athygli að neinu sé ábóta­vant. Það getur birst í hlýðni sem sé eina leið við­kom­andi í kring­um­stæð­unum sem ein­stak­ling­ur­inn er kannski sjóð­andi reiður yfir hið inn­ra, en er ófær um að mót­mæla upp­hátt. Og þeir í umhverfi þeirra sem vilja kúga og vilja hlýðni hvetja þá ein­stak­linga sem þau vilja ráða yfir auð­vitað ekki til sjálf­stæðrar hugs­unar eins og ger­ist í „Cults“ í stórum stíl en hefur gerst á heim­ilum um allan heim í langan tíma.

Slík innri fötlun getur setið í mann­ver­unni í ára­tugi áður en eitt­hvað ger­ist sem hjálpar við­kom­andi til að kveikja á per­unni, eða eins og í kvik­mynd­inni „The Da Vinci Code“ að rétt athuga­semd virkji allt í einu eitt­hvað í heil­anum og með­vit­und sem verða til þess að t doppur ára­tuga atvika nái að kom­ast upp í rök­hyggj­una.

Hin földu atriði kúg­unar sem ger­ast á heim­ilum

Ég var sam­tíða stúlku á sama aldri og ég, frá því að við vorum tíu ára gaml­ar. Hún var alin upp af ömmu sinni sem hafði væg­ast sagt sjúkar hug­myndir um hvernig ætti að móta stúlk­ur. Það leiddi til þess að hún varð svo fötluð hið innra frá heila­þvotti ömm­unnar að hún náði ekki að sjá hvað hafði í raun átt sér stað í henni öll þessi ár, fyrr en hún var komin á breyt­ing­ar­ald­ur.

Á öðru heim­ili neydd­ist ég til að vitna föður lúberja syni sína í hádeg­inu þegar hann kom heim í mat. Þá stóðu allir hinir heim­il­is­með­lim­irnir í kring og horfðu en eng­inn leyfði sér að mót­mæla þess­ari hræði­legu með­ferð. Mis­notkun og ofbeldi sem þeir höfðu ekki gert neitt til að eiga skil­ið, og það á ekk­ert barn skilið að vera barið þannig. Ég var gestur og líka með sömu þögg­un­ar-snúr­una (ný­yrði mitt) um háls­inn gegn því að geta eða mega æpa hættu þessu. Hvernig átti ég tíu til tólf ára barn að hafa það vald eða þau áhrif að skipa honum að hætta.

Það var svo ekki fyrr en ára­tugum síðar sem heila­búið í mér varð fært um að setja dopp­urnar saman um hin ýmsu atriði í lífi mínu frá upp­hafi og að ýmsu leyti til svo­kall­aðra „full­orð­ins­ára“. Það er orð og hug­tak sem ég tek með miklu fyr­ir­vara því að ég upp­lifi hvorki mig né for­eldra hafa náð því á öllum stigum mann­legs þroska. Og það að hafa verið færð áfram eins og peð á tafli án sam­ræðna og eigin hugs­ana í mörg ár sem sýndi ekki afleið­ingar fyrr en það var allt of seint.

Ég hef ekki glóru um hvernig þessi með­ferð á þeim drengjum sem voru barðir í hádeg­inu virk­aði til lengd­ar. Og það var af því að ég var hvorki með þá teg­und með­vit­undar í svo mörg ár einu sinni að reyna að hitta þá og tala við þá og systk­inin sem vitn­uðu það. Ég náði þeirri hugsun ekki fyrr en allt of seint til að læra hvernig þeim liði eftir það. Trú­lega og hugs­an­lega voru þeir jafn til­finn­inga­lega lam­aðir á ein­hverjum sviðum lífs síns í langan tíma og ég var.

Þetta var fyrir sex­tíu árum síðan þegar það var séð sem mikil dyggð að kyngja öllu slæmu og þegja. Það átti að þegja allt slíkt í hel. Það að þegja í hel var til að eng­inn þyrfti nokkurn tíma að vinna í neinu, breyta við­horfum eða hætta ofbeldi eða hugsa upp vænni upp­eld­is­leið­ir. Og það að segja frá þá hefði verið sagt að verið væri að „klaga“ sem var séð sem jafn slæmt eða verra en blóts­yrði á þeim tím­um.

Heim­ilis van­heilsa er önnur teg­und á því sem hjá öðrum er heim­ilis ofbeldi. Heim­ilis van­heilsa er til dæmis í gangi þegar eitt eða bæði for­eldri hundsa það hvað börnum þeirra líð­ur, þau tala ekki við börnin um hvað sé í gangi í þeim. Þeim finnst nóg að sjá um að skaffa fæði og húsa­skól og föt og kannski mennt­un, afmælispartý og góðan mat um hátíð­ir. En engin þörf séð um að kynn­ast börnum sínum í raun, engin tjá­skipti við þau um til­finn­ingar sín­ar, hvað þá hugs­an­lega fram­tíðar drauma sem þau gætu verið að hug­leiða. Það er trú­lega af því að þau fengu þannig upp­eldi sjálf, eða eru í sárum frá von­brigðum með það hvernig líf þeirra sé, að það er engin orka né áhugi fyrir börn­unum og hvað búi hið innra fyrir í þeim.

Mann­verum sem þau hafa fætt í heim­inn vegna kyn­hvatar frekar en þörf fyrir að hafa þau í lífi sínu. Svo eru þau hugs­an­lega líka smeyk við hvað börnin gætu komið upp með og telja að það væri mál­efni sem þau gætu ekki tjáð sig um, af því að þau kynnu það ekki.

Áhrif hinnar þöglu áfallastreitu

Árás á unga konu fyrir um hálfri öld síðan var eitt af mjög lang­tíma ósýni­legu og sorg­legu til­felli.

Orð tveggja kvenna á stuttu milli­bili sem helltu sér yfir þessa stúlku um tví­tugt. Henni var sagt í grimmum orðum að hún sem mann­vera hefði núll virði. Í fyrra til­fell­inu var það að af því að hún ætl­aði ekki að gift­ast fyrsta vin­inum af karl­kyni þá sautján ára göm­ul, varð mamma hennar brjál­uð, og sagði henni að það myndi aldrei neinn annar maður fá áhuga á henni eða elska hana. Hún væri von­laust rusl. Það var svaka­leg atlaga að öllu um hana og hún var ger­sam­lega ófær um að hafa orð til að segja mömmu sinni að hún hefði á röngu að standa.

Hún vissi að hún var svo langt frá því að vera til­búin til trú­lofast, gift­ast og enn síður að upp­lifa kyn­mök sem sautján ára, hvað þá að fæða af sér barn.

Svo einn dag­inn heim­sótti hún frænku sína sem hafði alltaf verið henni hlý og ljúf en þann dag­inn fékk hún ræðu af sams­konar eðli. Frænkan fór í svaka skap um að hún yrði að finna mann og skaffa þjóð­inni þegna. Ef hún gerði það ekki yrði henni úthýst í sam­fé­lag­inu sem slæmri pip­ar­kerl­ingu. En sjálf hafði hún orðið ekkja með fimm börn og ekki fundið sér annan mann.

Hvorug þeirra sagði að það væri nægur tími eða að það væru nægir fiskar í sjónum og að hún þyrfti að vanda valið á mann­inum sem hún ætti eftir að vilja vera með það sem eftir væri ævinn­ar. Nei engin orð af slíku tagi komu.

Þetta voru allt yfir­borðs­kenndar milli­stéttar for­múlur alger­lega úr tengslum við hinn innri mann mann­kyns almennt sem og auð­vitað yngri kyn­slóð­ar­inn­ar. Og erum við enn að sjá dæmi um þessa ýtni og frekju for­eldra um börn sín í Afr­íku og í mið­aust­ur­löndum og hvar í heim­inum sem fólk er, sem enn sér börn sín sem bústofn, og sjá sig eiga rétt á að láta eyði­leggja kyn­færi þeirra og færa þau áfram eins og dýr sem þurfi að fá afkvæmi frá sem fyrst, burt­séð frá öllu sem er í dæm­inu um að vera í sam­bandi og ala upp góð og vel virk börn.

Afleið­ingar þess­ara tveggja árása reynd­ust hafa tekið ansi mik­inn hluta af hennar til­finn­inga­lega sjálfi. Atvik sem höfðu greini­lega sjokkerað meira í henni en hún náði að setja rök­hyggj­una í. Og sem henni varð ekki ljóst um lang­tíma afleið­ingar á fyrr en eftir hálfa öld.

Hvert fara til­finn­ing­arnar í öll þessi ár?

Hún skildi þá að það hafði alla vega að hluta til verið frá því að í mörg ár hafði hún verið færð áfram án tjá­skipta eins og peð á tafli, og það hindrað að ýmis hólf í heila­bú­inu hefðu náð að fá þá virkni sem þarf til að standa upp fyrir sjálfum sér. Hvað þá að það væri svig­rúm í heil­anum til að finna rétt orð til að jafna stöð­una, þegar árásin hafði hvorki rétt­læti, sann­leika eða gagn fyrir þá sem fengu árás­ina, né þeirra barna eða ann­arra sem kæmu inn í líf þeirra seinna.

Þannig getur van­virknin og van­þroskuð heila­hvolf eins og ég átt­aði mig á að ég væri að díla við í ell­inni rúllað nið­ur, og ég er viss um að það séu margir ein­stak­lingar um allan heim að lifa afleið­ingar slíkra með­ferða af for­eldrum og öðrum í lífi þeirra. Og þeir ein­stak­lingar upp­götva ekki afleið­ing­arnar fyrr en ein­hver nær að hugsa um það að við­brögð þeirra sem ættu að lýsa sterkum til­finn­ingum gera það ekki, og koma með réttar athuga­semdir um það sem leiðir þá til vökn­unar á til­finn­ingum sem hafa verið í geymslu í ára­tugi.

Í sam­fé­lagi eins og það íslenska virk­aði þá daga voru alla vega flestir svo þægir í þögg­un­ar­snúr­unni (ný­yrði mitt). Svo að þar af leið­andi var ekki mikið um að það heyrð­ist dæmi um næmi um að það væri eitt­hvað ekki rétt í gangi með hina og þessa ein­stak­linga á hinum ýmsu heim­il­um, og allra síst var eitt­hvað sagt ef heim­il­is­fað­ir­inn hafði stöðu.

Heim­il­is­of­beldi var nokkuð sem lét fólk líta í hina átt­ina, og þykj­ast ekki vita neitt. Og eng­inn að spá í lang­tíma kostnað þess á þá sem lifðu við það.

Svo hvað ef um hávært heim­il­is­of­beldi var að ræða, þá var alltaf horft á aðra átt, og það var séð sem slæmt að segja frá, kallað að „Klaga“. Sem eins og áður er sagt var séð sem síð­asta sort í mann­veru að gera. „Klög­u-­skjóða“ verra en að sverja. Spurn­ingin er svo hvor hóp­ur­inn kom betur út seinna, þeir sem áttu áhuga­lausu for­eld­rana sem nið­ur­níddu virði þeirra í leyni svo að ekk­ert vitni var til stað­ar, eða þeir sem bjuggu við hávært heim­il­is­of­beldi? Hvort dæmið skemmir meira?

Vinnslan í gegn um og út úr heila­deyf­ing­unni

Slíkar teg­undir þög­ullar áfallastreitu og heila-­svæf­ingar for­eldra á börnum sínum er nokkuð sem maður vinnur sig í gegn um eins og að ferð­ast í gegn um eins­konar und­ir­göng, en ekki yfir.

Því fyrst er að átta sig á óholl­ustu upp­eldis síns, og vita að maður sé ekki það sem maður var mat­aður um að eiga að vera, og þá að byrja að læra hver maður sé í raun án neins álits fjöl­skyldu eða ætt­ar.

Svo þegar öll sorgin yfir að hafa ekki fengið góða með­ferð hefur dofnað og kallar ekki fram tár leng­ur, þá hefur sá hluti færst í annað hólf í heil­an­um.

Eftir það tekur við að skoða og skil­greina for­eld­rana sem ein­stak­linga og sjá hver þau voru fyrir utan það að hafa fætt börn í heim­inn.

Mann­verur eru fyrst og fremst ein­stak­lingar sem gerir engan sjálf­virkt að for­eldri þó að prestar hafi talað eins og svo væri, því það hafa ekki nærri allir sem hafa lent í óvel­kominni þungun haft neina löngun til að verða for­eldri, og voru ekki nærri því á því stigi þegar barn varð til. Þráin til að verða for­eldri er í raun mik­il­væg­asta inni­haldið í von um að sam­ferðin verði ljúf. Samt er upp­eldi alltaf vinna sem er full af ýmsum áskor­un­um, erf­ið­leikum og auð­vitað ánægju þegar for­eldrar sjá það fal­lega í barn­inu sín­um. Sú stað­reynd að móð­ur­eðlis­kubbur­inn eða hvötin er ekki með­fædd í nær öllu kven­kyni er stað­reynd sem ekki allir karl­menn með valda­þörf skilja.

Þá kemur oft út ansi athygl­is­verð mynd. Til dæmis eins og: Fað­ir­inn kannski meiri­háttar ein­stak­lingur í vinn­unni af því að það á hug hans og hjarta, og sá maður kemur aldrei heim, það er að hann hefur aldrei sömu hegðun heima og hann hafði í vinn­unni. Svo hafði hann aðra hlið með öðru fólki, og svo var hann sá heima sem sendi hug­ann út í heim, frekar en að vera í nánd með börn­unum sem hann hafði átt hlut í að koma í heim­inn. Það væru margir sem hefðu slíka sögu að segja um föður sinn, ekki síst þeir sem fædd­ust á síð­ustu öld og áður.

Van­hugs­uðu atriðin um lífið

Og það af því að hann þessi faðir hafði aldrei í raun dreymt um að verða for­eldri.

Svo væri það til dæmis móð­irin sem hefði mun meiri áhuga fyrir útliti hluta og að skipu­leggja boð og veislur frekar, en að skoða inn í hugi barna sinna.

Það að vera afkvæmi slíkra ein­stak­linga lætur mann svo með­taka það og melta hið innra með því að setja sig í spor þeirra þegar maður nær þeirri fjar­lægð frá sjálfum sér eftir vinnu við að með­taka og læra að þykja nógu vænt um sjálfan sig og fær svo rétta afstöðu og fjar­lægð frá sínum eigin til­finn­ingum og ótal ómættum þörf­um. Þá nær maður því að öðl­ast skiln­ing á að það var það sem dreif for­eldr­in, en ekki það að fæða börn í heim­inn. Sem er samt ekki um að rétt­læta það heldur að sjá að það er mun æski­legra að ein­stak­lingar bæði konur sem karlar fái að ná því hið innra að vita hvort þau þrái að verða for­eldrar eða ekki án ýtni frá öðr­um.

En samt ger­ast óvel­komnar þung­anir enn þann dag í dag af því að þetta með getn­að­ar­færin hefur enga teng­ingu við rök­hyggj­una í upp­hafi, og verður það að lær­ast af reynsl­unni af hvöt­inni og afleið­ingum henn­ar. Svo þegar fólki líkar ekki afleið­ing­arnar sem hafa orð­ið, að geta þá hindrað getnað en notið kyn­lífs­ins.

Mann­verur virka ekki á sama hátt og bústofn. Bústofn hefur ekki neina drauma um margs­konar mögu­leika um að nýta til­gang sinn. Bústofn, kýr, kindur og önnur dýr eiga sér ekki draum um að vera lækn­ir, lög­fræð­ing­ur, stjórn­mála maður eða kona, hjúkr­un­ar­kona eða ann­að. Bústofn á bara eitt verk­efni og það er að fjölga sér, og svo eru þau notuð fyrir mann­verur að nýta eins og þeim hent­ar. Það er því ekki væn­legt að sjá mann­verur sem bústofn, og eru æ fleiri stúlkur sem betur fer að rísa gegn slíku hlut­verki. Og þá að enda hin ósýni­legu vanda­mál í sinni fjöl­skyldu.

Allt sem fer inn í mann­verur sem börn sem þau geta ekki varið sig gegn, á það til að skapa erf­iðar afleið­ingar fyrir fram­tíð þeirra, og getur oft hindrað og komið í veg fyrir að þau njóti þeirra eig­in­leika sem þau komu inn í lífið með til að þjóna.

Samt eru alltaf ein­hverjir ein­stak­lingar sem ná að finna sína góðu leið í líf­inu á eigin for­sendum án for­eldr­un­ar, en það eru trú­lega frekar und­an­tekn­ing­ar, og hugs­an­lega gamlar sál­ir.

Þetta er skrifað af eigin reynslu og vitnun af öðrum, en ekki út frá vís­inda­legum rann­sókn­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar