Grein Ástþórs Ólafssonar um „Að komast yfir erfiðleika er óútreiknanlegt“ gaf mér ástæðu og innblástur til að koma með dæmi um þá erfiðleika sem eru að ýmsu leyti trúlega mest ósýnilegir.
Hugtakið að komast „yfir“ erfiðleika virkar fyrir mér meira sem það eigi við um erfiðleika sem gerðust þegar einstaklingurinn hafði algera röktengingu við atvikið sem skapaði erfiðleikana og þarf svo að vinna sig í gegn um þá frá rökvitund.
Þess vegna virkar það þannig á mig að þá sé hægt að henda þeim eins og heilum pakka í ruslafötuna og halda svo áfram með lífið, en reikna ekki endilega með að neitt batni eða þróist í betri átt. Þeir erfiðleikar sem hann virtist tjá sig um virkuðu meira í mínu heilabúi sem að þeir hefðu verið upplifaðir í gegn um rökhyggju frekar en hina ósýnilegu tilfinningalegu veröld sem á það til að vera mjög óræð og óræð áratugum saman.
Og það af því að eðli tilfinningalegra erfiðleika frá slæmum orðum er að atvik hefur gerst í mannverunni sem hreinlega stal góðri sneið af tilfinningalegri tilvist hennar eða hans á unga aldri með orðum. Og viðkomandi skildi það ekki fyrr en áratugum síðar. Og greinin um málfar og ábyrgð í blaðinu 26.júní 2019 er afar tímabær um áhrif og ábyrgð í notkun orða.
Stundum er það svo meira í hvaða tóni orð séu sögð frekar en orðin sjálf, ef þau eru tjáð með umhyggju og samhygð og skilningi í stað fyrirlitningar og haturs og illvilja.
Það eru ótal fleiri atriði sem tengjast orðum, og þeir sem misnota börn með orðum í leyni hafa gert mikinn skaða í þeim og sjálfvirði þeirra í gegn um aldirnar. En börnin eða unglingarnir gátu ekki svarað fyrir sig né staðið upp gegn orðunum sem komu að þeim, heldur hvarf hin neikvæða orka sem kom með þeim og meining þeirra eitthvert, sem viðkomandi var og er ófær um að ná utan um frá rökhyggjulegu hugarfari. Af því að áfallið er það sjokkerandi að eitthvað lamaðist í þeim, og kannski fengu þau aldrei skilning á tjóninu.
Slík langtíma geymsla var trúlega algeng af nokkrum ástæðum viðhorfa þeirra tíma. Það til dæmis að börn voru oft færð áfram án gagnlegrar tjáningar fyrir heilabú þeirra, og þeir sem sinntu þeim töluðu ekki við þau til að fá svör og viðbrögð frá þeim um það sem væri í gangi, en færðu þau áfram eins og dauða hluti, næstum eins og ef þau væru peð á taflborði.
Algeng dæmi um heiladeyfingu var að foreldrar töldu það slæma mannasiði að börn töluðu, og það að spyrja spurninga var oft séð sem hinn mesti dónaskapur af þeim. Það er í raun magnað valdatafl til að deyfa sjálfsmeðvitundar upplifun barns.
Slík atvik og viðhorf skapa og hafa skapað ótrúlegt magn erfiðleika í gáfum og viðbragðs-hæfni barna, unglinga og þeirra líka sem hafa talist „full-orðnir“. Orð sem að minni upplifun er ansi oft of stórt um slíkt í ansi stórum hluta tilfella um hæfni einstaklinga á ýmsum sviðum lífs síns. Og ég hef sjálf vitnað og sé mig ekki sem eitthvað eintak sem er þróað á öllum hugsanlegum stigum mannlegra möguleika, en hef mínar góðu hliðar og eiginleika sem og vankanta.
Hluturinn í heilabúinu fyrir það óvirkur.
Hvernig vanþroskuð viðhorf foreldra og annarra geta lamað framtak barna fyrir lífi sínu
Heilamótun þegar einstaklingurinn sem barn fær engin tækifæri til að hugsa um, hvað þá taka ákvarðanir, eða draga ályktanir af því sem er í kring um þau og í lífi þeirra. Og það af því að þeim er haldið á heimilinu eins og stelpu sem ég þekkti var gert. Henni var sagt að hún ætti að verja öllum æskuárunum í að sauma í kistuhandraðann, af því að einn daginn myndi maður koma ríðandi á hvítum hesti og hrífa hana í burtu. Það gerðist þó ekki.
Það getur til dæmis einnig verið frá því að sá einstaklingur hafi verið færður áfram sem barn eins og peð á tafli, án þess að talað væri við hann eða hana um sig, um lífið, um það sem það barn eða unglingur eða ung svokölluð fullorðin mannvera þyrfti að fá tjáningu um og það á hverju stigi í lífinu sem viðkomandi einstaklingur ætti að geta tjáð sig um, og verið með í samræðum um. Ef og þegar hinsvegar engar samræður hafa átt sér stað sem hvetja heilabúið til að starfa, og hjálpa heilanum til að koma upp með tilfinningar og upplifun, þá verður oft sorglegt tómarými í hlutum heilans.
Afleiðingar slíks geta gert hluta af tilfinningalegu kerfi mannverunnar vanvirka án þess að neinn veiti því athygli að neinu sé ábótavant. Það getur birst í hlýðni sem sé eina leið viðkomandi í kringumstæðunum sem einstaklingurinn er kannski sjóðandi reiður yfir hið innra, en er ófær um að mótmæla upphátt. Og þeir í umhverfi þeirra sem vilja kúga og vilja hlýðni hvetja þá einstaklinga sem þau vilja ráða yfir auðvitað ekki til sjálfstæðrar hugsunar eins og gerist í „Cults“ í stórum stíl en hefur gerst á heimilum um allan heim í langan tíma.
Slík innri fötlun getur setið í mannverunni í áratugi áður en eitthvað gerist sem hjálpar viðkomandi til að kveikja á perunni, eða eins og í kvikmyndinni „The Da Vinci Code“ að rétt athugasemd virkji allt í einu eitthvað í heilanum og meðvitund sem verða til þess að t doppur áratuga atvika nái að komast upp í rökhyggjuna.
Hin földu atriði kúgunar sem gerast á heimilum
Ég var samtíða stúlku á sama aldri og ég, frá því að við vorum tíu ára gamlar. Hún var alin upp af ömmu sinni sem hafði vægast sagt sjúkar hugmyndir um hvernig ætti að móta stúlkur. Það leiddi til þess að hún varð svo fötluð hið innra frá heilaþvotti ömmunnar að hún náði ekki að sjá hvað hafði í raun átt sér stað í henni öll þessi ár, fyrr en hún var komin á breytingaraldur.
Á öðru heimili neyddist ég til að vitna föður lúberja syni sína í hádeginu þegar hann kom heim í mat. Þá stóðu allir hinir heimilismeðlimirnir í kring og horfðu en enginn leyfði sér að mótmæla þessari hræðilegu meðferð. Misnotkun og ofbeldi sem þeir höfðu ekki gert neitt til að eiga skilið, og það á ekkert barn skilið að vera barið þannig. Ég var gestur og líka með sömu þöggunar-snúruna (nýyrði mitt) um hálsinn gegn því að geta eða mega æpa hættu þessu. Hvernig átti ég tíu til tólf ára barn að hafa það vald eða þau áhrif að skipa honum að hætta.
Það var svo ekki fyrr en áratugum síðar sem heilabúið í mér varð fært um að setja doppurnar saman um hin ýmsu atriði í lífi mínu frá upphafi og að ýmsu leyti til svokallaðra „fullorðinsára“. Það er orð og hugtak sem ég tek með miklu fyrirvara því að ég upplifi hvorki mig né foreldra hafa náð því á öllum stigum mannlegs þroska. Og það að hafa verið færð áfram eins og peð á tafli án samræðna og eigin hugsana í mörg ár sem sýndi ekki afleiðingar fyrr en það var allt of seint.
Ég hef ekki glóru um hvernig þessi meðferð á þeim drengjum sem voru barðir í hádeginu virkaði til lengdar. Og það var af því að ég var hvorki með þá tegund meðvitundar í svo mörg ár einu sinni að reyna að hitta þá og tala við þá og systkinin sem vitnuðu það. Ég náði þeirri hugsun ekki fyrr en allt of seint til að læra hvernig þeim liði eftir það. Trúlega og hugsanlega voru þeir jafn tilfinningalega lamaðir á einhverjum sviðum lífs síns í langan tíma og ég var.
Þetta var fyrir sextíu árum síðan þegar það var séð sem mikil dyggð að kyngja öllu slæmu og þegja. Það átti að þegja allt slíkt í hel. Það að þegja í hel var til að enginn þyrfti nokkurn tíma að vinna í neinu, breyta viðhorfum eða hætta ofbeldi eða hugsa upp vænni uppeldisleiðir. Og það að segja frá þá hefði verið sagt að verið væri að „klaga“ sem var séð sem jafn slæmt eða verra en blótsyrði á þeim tímum.
Heimilis vanheilsa er önnur tegund á því sem hjá öðrum er heimilis ofbeldi. Heimilis vanheilsa er til dæmis í gangi þegar eitt eða bæði foreldri hundsa það hvað börnum þeirra líður, þau tala ekki við börnin um hvað sé í gangi í þeim. Þeim finnst nóg að sjá um að skaffa fæði og húsaskól og föt og kannski menntun, afmælispartý og góðan mat um hátíðir. En engin þörf séð um að kynnast börnum sínum í raun, engin tjáskipti við þau um tilfinningar sínar, hvað þá hugsanlega framtíðar drauma sem þau gætu verið að hugleiða. Það er trúlega af því að þau fengu þannig uppeldi sjálf, eða eru í sárum frá vonbrigðum með það hvernig líf þeirra sé, að það er engin orka né áhugi fyrir börnunum og hvað búi hið innra fyrir í þeim.
Mannverum sem þau hafa fætt í heiminn vegna kynhvatar frekar en þörf fyrir að hafa þau í lífi sínu. Svo eru þau hugsanlega líka smeyk við hvað börnin gætu komið upp með og telja að það væri málefni sem þau gætu ekki tjáð sig um, af því að þau kynnu það ekki.
Áhrif hinnar þöglu áfallastreitu
Árás á unga konu fyrir um hálfri öld síðan var eitt af mjög langtíma ósýnilegu og sorglegu tilfelli.
Orð tveggja kvenna á stuttu millibili sem helltu sér yfir þessa stúlku um tvítugt. Henni var sagt í grimmum orðum að hún sem mannvera hefði núll virði. Í fyrra tilfellinu var það að af því að hún ætlaði ekki að giftast fyrsta vininum af karlkyni þá sautján ára gömul, varð mamma hennar brjáluð, og sagði henni að það myndi aldrei neinn annar maður fá áhuga á henni eða elska hana. Hún væri vonlaust rusl. Það var svakaleg atlaga að öllu um hana og hún var gersamlega ófær um að hafa orð til að segja mömmu sinni að hún hefði á röngu að standa.
Hún vissi að hún var svo langt frá því að vera tilbúin til trúlofast, giftast og enn síður að upplifa kynmök sem sautján ára, hvað þá að fæða af sér barn.
Svo einn daginn heimsótti hún frænku sína sem hafði alltaf verið henni hlý og ljúf en þann daginn fékk hún ræðu af samskonar eðli. Frænkan fór í svaka skap um að hún yrði að finna mann og skaffa þjóðinni þegna. Ef hún gerði það ekki yrði henni úthýst í samfélaginu sem slæmri piparkerlingu. En sjálf hafði hún orðið ekkja með fimm börn og ekki fundið sér annan mann.
Hvorug þeirra sagði að það væri nægur tími eða að það væru nægir fiskar í sjónum og að hún þyrfti að vanda valið á manninum sem hún ætti eftir að vilja vera með það sem eftir væri ævinnar. Nei engin orð af slíku tagi komu.
Þetta voru allt yfirborðskenndar millistéttar formúlur algerlega úr tengslum við hinn innri mann mannkyns almennt sem og auðvitað yngri kynslóðarinnar. Og erum við enn að sjá dæmi um þessa ýtni og frekju foreldra um börn sín í Afríku og í miðausturlöndum og hvar í heiminum sem fólk er, sem enn sér börn sín sem bústofn, og sjá sig eiga rétt á að láta eyðileggja kynfæri þeirra og færa þau áfram eins og dýr sem þurfi að fá afkvæmi frá sem fyrst, burtséð frá öllu sem er í dæminu um að vera í sambandi og ala upp góð og vel virk börn.
Afleiðingar þessara tveggja árása reyndust hafa tekið ansi mikinn hluta af hennar tilfinningalega sjálfi. Atvik sem höfðu greinilega sjokkerað meira í henni en hún náði að setja rökhyggjuna í. Og sem henni varð ekki ljóst um langtíma afleiðingar á fyrr en eftir hálfa öld.
Hvert fara tilfinningarnar í öll þessi ár?
Hún skildi þá að það hafði alla vega að hluta til verið frá því að í mörg ár hafði hún verið færð áfram án tjáskipta eins og peð á tafli, og það hindrað að ýmis hólf í heilabúinu hefðu náð að fá þá virkni sem þarf til að standa upp fyrir sjálfum sér. Hvað þá að það væri svigrúm í heilanum til að finna rétt orð til að jafna stöðuna, þegar árásin hafði hvorki réttlæti, sannleika eða gagn fyrir þá sem fengu árásina, né þeirra barna eða annarra sem kæmu inn í líf þeirra seinna.
Þannig getur vanvirknin og vanþroskuð heilahvolf eins og ég áttaði mig á að ég væri að díla við í ellinni rúllað niður, og ég er viss um að það séu margir einstaklingar um allan heim að lifa afleiðingar slíkra meðferða af foreldrum og öðrum í lífi þeirra. Og þeir einstaklingar uppgötva ekki afleiðingarnar fyrr en einhver nær að hugsa um það að viðbrögð þeirra sem ættu að lýsa sterkum tilfinningum gera það ekki, og koma með réttar athugasemdir um það sem leiðir þá til vöknunar á tilfinningum sem hafa verið í geymslu í áratugi.
Í samfélagi eins og það íslenska virkaði þá daga voru alla vega flestir svo þægir í þöggunarsnúrunni (nýyrði mitt). Svo að þar af leiðandi var ekki mikið um að það heyrðist dæmi um næmi um að það væri eitthvað ekki rétt í gangi með hina og þessa einstaklinga á hinum ýmsu heimilum, og allra síst var eitthvað sagt ef heimilisfaðirinn hafði stöðu.
Heimilisofbeldi var nokkuð sem lét fólk líta í hina áttina, og þykjast ekki vita neitt. Og enginn að spá í langtíma kostnað þess á þá sem lifðu við það.
Svo hvað ef um hávært heimilisofbeldi var að ræða, þá var alltaf horft á aðra átt, og það var séð sem slæmt að segja frá, kallað að „Klaga“. Sem eins og áður er sagt var séð sem síðasta sort í mannveru að gera. „Klögu-skjóða“ verra en að sverja. Spurningin er svo hvor hópurinn kom betur út seinna, þeir sem áttu áhugalausu foreldrana sem niðurníddu virði þeirra í leyni svo að ekkert vitni var til staðar, eða þeir sem bjuggu við hávært heimilisofbeldi? Hvort dæmið skemmir meira?
Vinnslan í gegn um og út úr heiladeyfingunni
Slíkar tegundir þögullar áfallastreitu og heila-svæfingar foreldra á börnum sínum er nokkuð sem maður vinnur sig í gegn um eins og að ferðast í gegn um einskonar undirgöng, en ekki yfir.
Því fyrst er að átta sig á óhollustu uppeldis síns, og vita að maður sé ekki það sem maður var mataður um að eiga að vera, og þá að byrja að læra hver maður sé í raun án neins álits fjölskyldu eða ættar.
Svo þegar öll sorgin yfir að hafa ekki fengið góða meðferð hefur dofnað og kallar ekki fram tár lengur, þá hefur sá hluti færst í annað hólf í heilanum.
Eftir það tekur við að skoða og skilgreina foreldrana sem einstaklinga og sjá hver þau voru fyrir utan það að hafa fætt börn í heiminn.
Mannverur eru fyrst og fremst einstaklingar sem gerir engan sjálfvirkt að foreldri þó að prestar hafi talað eins og svo væri, því það hafa ekki nærri allir sem hafa lent í óvelkominni þungun haft neina löngun til að verða foreldri, og voru ekki nærri því á því stigi þegar barn varð til. Þráin til að verða foreldri er í raun mikilvægasta innihaldið í von um að samferðin verði ljúf. Samt er uppeldi alltaf vinna sem er full af ýmsum áskorunum, erfiðleikum og auðvitað ánægju þegar foreldrar sjá það fallega í barninu sínum. Sú staðreynd að móðureðliskubburinn eða hvötin er ekki meðfædd í nær öllu kvenkyni er staðreynd sem ekki allir karlmenn með valdaþörf skilja.
Þá kemur oft út ansi athyglisverð mynd. Til dæmis eins og: Faðirinn kannski meiriháttar einstaklingur í vinnunni af því að það á hug hans og hjarta, og sá maður kemur aldrei heim, það er að hann hefur aldrei sömu hegðun heima og hann hafði í vinnunni. Svo hafði hann aðra hlið með öðru fólki, og svo var hann sá heima sem sendi hugann út í heim, frekar en að vera í nánd með börnunum sem hann hafði átt hlut í að koma í heiminn. Það væru margir sem hefðu slíka sögu að segja um föður sinn, ekki síst þeir sem fæddust á síðustu öld og áður.
Vanhugsuðu atriðin um lífið
Og það af því að hann þessi faðir hafði aldrei í raun dreymt um að verða foreldri.
Svo væri það til dæmis móðirin sem hefði mun meiri áhuga fyrir útliti hluta og að skipuleggja boð og veislur frekar, en að skoða inn í hugi barna sinna.
Það að vera afkvæmi slíkra einstaklinga lætur mann svo meðtaka það og melta hið innra með því að setja sig í spor þeirra þegar maður nær þeirri fjarlægð frá sjálfum sér eftir vinnu við að meðtaka og læra að þykja nógu vænt um sjálfan sig og fær svo rétta afstöðu og fjarlægð frá sínum eigin tilfinningum og ótal ómættum þörfum. Þá nær maður því að öðlast skilning á að það var það sem dreif foreldrin, en ekki það að fæða börn í heiminn. Sem er samt ekki um að réttlæta það heldur að sjá að það er mun æskilegra að einstaklingar bæði konur sem karlar fái að ná því hið innra að vita hvort þau þrái að verða foreldrar eða ekki án ýtni frá öðrum.
En samt gerast óvelkomnar þunganir enn þann dag í dag af því að þetta með getnaðarfærin hefur enga tengingu við rökhyggjuna í upphafi, og verður það að lærast af reynslunni af hvötinni og afleiðingum hennar. Svo þegar fólki líkar ekki afleiðingarnar sem hafa orðið, að geta þá hindrað getnað en notið kynlífsins.
Mannverur virka ekki á sama hátt og bústofn. Bústofn hefur ekki neina drauma um margskonar möguleika um að nýta tilgang sinn. Bústofn, kýr, kindur og önnur dýr eiga sér ekki draum um að vera læknir, lögfræðingur, stjórnmála maður eða kona, hjúkrunarkona eða annað. Bústofn á bara eitt verkefni og það er að fjölga sér, og svo eru þau notuð fyrir mannverur að nýta eins og þeim hentar. Það er því ekki vænlegt að sjá mannverur sem bústofn, og eru æ fleiri stúlkur sem betur fer að rísa gegn slíku hlutverki. Og þá að enda hin ósýnilegu vandamál í sinni fjölskyldu.
Allt sem fer inn í mannverur sem börn sem þau geta ekki varið sig gegn, á það til að skapa erfiðar afleiðingar fyrir framtíð þeirra, og getur oft hindrað og komið í veg fyrir að þau njóti þeirra eiginleika sem þau komu inn í lífið með til að þjóna.
Samt eru alltaf einhverjir einstaklingar sem ná að finna sína góðu leið í lífinu á eigin forsendum án foreldrunar, en það eru trúlega frekar undantekningar, og hugsanlega gamlar sálir.
Þetta er skrifað af eigin reynslu og vitnun af öðrum, en ekki út frá vísindalegum rannsóknum.