Í síðustu grein talaði ég um hina þrálátu goðsagnar trú um konur þar sem ég taldi upp ótal ástæður fyrir að það sé meira í konur búið, og að við/þær koma inn í hvert líf fyrir eitthvað og það er ekki alltaf til að poppa út sem flestum þegnum.
Þeir sem settu allar þessar goðsagnir upp, ekki bara um konur heldur ótal margt annað eins og lífið almennt, sem og jafn brenglaðar goðsagnir um karlkynið og hvernig það ætti að virka.
Ef þessar goðsagnir virkuðu til forna, þá er sá tími liðinn og sköpun og þróun mannkyns sem og offjölgun og ofnotkun á gjöf jarðar eru farin langt fram úr jafnvægi.
Þessar goðsagnir bönnuðu karlmönnum að fella tár, vera nærgætnir, sinna húsverkum, aka barnavögnum eða kerrum, fæða börnin sín og þar fram eftir götunum.
Með því komu auðvitað allskonar aðrar lífstakmarkanir og þá skortur á að þroska sínar fíngerðari tilfinningar.
Það að þeir sem voru aðal leiðbeinendur þjóða um lífið voru á því að skapa slíka takmörkunar-ramma bæði af þörf og líka vanþekkingu og skorti á innsæi í það sem mannverur voru skapaðar með og fyrir.
Sem dæmi um trú á goðsögn er að fyrir nokkrum áratugum síðan sagði ég fyrrum sams-starfskonu frá því að ég hafði farið að heimsækja systur mína í Bandaríkjunum. Þá sagði hún:
Að taka hluti of bókstaflega án gagnrýnnar hugsunar
Nei, það er ekki mögulegt. Konur geta ekki farið einar í ferðalag. Ég hafði samt gert það og kom lifandi til baka eftir nokkrar flugferðir þar sem ég þurfti að skipta um vél í Bandaríkjunum til að komast á áfangastað og svo til baka.
Þetta dæmi, athugasemd þessarar konu var greinilega frá dæmi um hvernig goðsagnar-atriðið um að konur væru of linar og veiklyndar og ósjálfstæðar til að geta farið einar í ferðalag, hvað þá margra flugferð hafði læst sig inn í heilabú hennar um „trú“ og hún ekki haft þá heilavirkni að geta skoðað það frá sjónarmiði spurningar? Spurningin er af hverju? Var það af því að þá þyrfti hún ekki að hugsa um að reyna nýja hluti, eða hrædd?
Á þeim tíma átti ég eftir að fara ein í nokkrar aðrar ferðir og eina alla leið yfir hnöttinn tvisvar sinnum, og er enn á lífi.
Það kallast að læsa atriðið inni sem staðreynd, sem samt er ekki og var ekki staðreynd heldur þá, því að þá höfðu ótal konur ferðast einar hingað og þangað um heiminn og nokkrar flogið flugvélum sjálfar þar sem þær höfðu fært sig út úr slíku viðhorfi og trú eða sloppið algerlega við heilaþvottinn.
Blessuð konan sá ekki að kona gæti einu sinni ákveðið að fara ein í ferð, pantað sér far, ákveðið hvenær þyrfti að leggja af stað á flugvöllinn, svo að bóka sig inn, setjast í flugvélina og hafa hugann í tilhlökkun og vonandi ekki með neinar áhyggjur af að flugvélin myndi hrapa. Svo að skipuleggja og bóka hótel ef næsta flug yrði næsta dag og sjá um sig á ýmsan hátt.
Slíkt viðhorf er sorglegt dæmi um uppeldi um að eiga að vera algerlega áhrifa og ákvarðanalaus um líf sitt.
Ég var ansi ákvarðanalaus um líf mitt fyrstu tíu til tólf árin og með takmarkaðan ákvarðana möguleika í mörg ár eftir það, og þá alla vega að hluta til vegna dulinnar trúar annarra í kring um mig á þessa kvengoðsögn. En ekki allt um meðferðina á mér var að öllu leyti vegna goðsagnarinnar, heldur var slatti af því af ýmsum öðrum ástæðum.
Það hentaði mörgum bæði körlum og konum að halda slíkri trú að stúlkum til að halda þeim heima við og sjá um að þær væru heima til að elda, skúra, baka og sjá um heimilið. Og ýmsir vildu vera vissir um að ættin ætti að víkka út frá þeim án þess að einu sinni ræða það við þær eða synina.
Og er það viðhorf enn séð af mörgum sem hluti af náttúrulögmálinu án hugsunar.
Af þessum ástæðum var sem það væri séð sem mjög óæskilegt að örva heilabú kvenna til aukins hugmyndaflugs um sig og aðra möguleika í lífinu. Það eru enn að koma út sögur um að feður hafi viljað stoppa menntun dætra af því að þeir sjá hana sem sóun af því að menntun geti ekki nýst í foreldrahlutverkinu.
Náttúran sýnir annað dæmi en það sem trúarbrögð hafa haldið að mannkyni
Þó svo að stór hluti kvenna á seinni tímum sé að færa sig út úr þessari goðsögn sem hefur verið klínt á okkur kvenkyn um aldir, er samt greinilegt að hún er enn við lýði en trúlega meira í þriðja heims löndum, en birtist stundum í nýju formi.
Það sem goðsagnir fyrir bæði kyn gera, leyfir þeim sem það hentar að trúa á þær til að fela frumhvöt og tækifæri til sköpunar á bak við þá goðsögn. Oft af sterkri trú í þeim sem hafa það ekki sér að skjóta eiginleikum úr öðrum hluta heilabúsins fram til ríkjandi viðhorfs til að efast og spyrja. Kannski er það líka af leti, kannski frá uppeldi, kannski frá þeim kringumstæðum sem eru í kring um þau í smáu samfélagi, og svo framvegis.
Og kannski frá „fixed“ stjörnumerki sem er um að vera óhagganlegur.
Ef við skoðum náttúruna og sköpun og allt sem mannkyn hefur gert í næstum 2019 ár þá er það ansi mikið, en meiri framfarir hafa orðið á veraldar-gæða-sviðinu en hvað varðar mannlega hegðun. Andlegur og tilfinningalegur þroski er ansi langt á eftir ef við eigum að skoða hegðun, miðað við alla rökhyggjuna og hugmyndaflug sem hefur farið í að steinsteypa og tæknivæða plánetuna.
Nú hefur viss hluti mannkyns látið af Goðsögninni og trúnni að samkynhneigð sé skekkja í sköpun og er loksins að viðurkenna hana sem slíka, og sama á við um þá sem hafa upplifað sig fæðast í röngum líkama. Svo eru allskonar fljótandi kynhneigðir líka komnar upp í ljósið sem hluti af sköpun og hafa alltaf verið sem er að kveðja gömlu goðsögnina og trúna um það, þó að ekki séu allir komnir um borð fyrir þá opnun. Allir þessir hlutir hafa verið til frá upphafi, en verið faldir um aldir.
Blekkingin í trúnni á að falleg andlit sýni samskonar innræti
Áhersla á mikilvægi útlits er enn önnur algeng goðsögn og er oft mjög takmarkandi um það hver mannveran er hið innra. Það að telja að mannvera sem er með góð hlutföll í andliti og líkama hafi meiri innri gæði í sér, er engan veginn tryggt. Það er eitt af þessum goðsögnum frá höggmyndum frá fortíðinni sem og því sem er oft haldið að fólki í dag.
Andstæð trú og goðsögn er að þeir sem drepi fólk hljóti að vera mjög ljótir, þegar langflestir þeirra sem ég hef séð hafa verið mjög laglegir og sumir hreint og beint þræl myndarlegir.
Það er bara einn sem ég man eftir að sjá sem lítur út eins og við myndum ímynda okkur að það hvernig kristni málaði djöfulinn.
Það var kona myrt í Melbourne fyrir rúmu ári síðan sem hafði verið lokkuð af mjög myndarlegum manni sem margar konur myndu jafnvel kalla kynæsandi og fór hann svo með hana út í skóg og nauðgaði henni og drap.
Okkur er gefin náttúrulegt viðvörunarkerfi sem ekki allir skilja notkun á
Líkamlega viðvörunarkerfið sem á ensku er kölluð „gut feeling“ er í kring um naflann og fer í hærri spennu ástand þegar hætta er á ferðum, en er því miður ekki kennt nægilega né fólk hvatt til að hlusta á líkamann og viðvörunarkerfi hans með að nota öll sex og sjö skilningarvitin áður en þau fari með ókunnugum eitthvað, til að vera mjög viss um að ekki sé verið að setja sjálfan sig í lífshættu. Blind trú á að allir þarna úti séu englar er því miður ekki alltaf satt.
Of margir hafa haft slíkt slegið úr sér af því að foreldrarnir skildu ekki þessa gjöf og vildu og vilja ekki að barn geti séð um sig sjálft að því marki að setja sig ekki í hættu og það trúlega stundum kostað einstaklinginn lífið.
Atriði í kvikmyndinni Lion um dreng í Indlandi sem býr við mjög einföld lífsskilyrði með móður sinni í litlum skúr með engri tækni eða rafmagni og auðvitað engum síma og veit ekki einu sinni nafnið á móður sinni sem hann þekkir bara sem móður og hefur ekki heyrt neinn nota það.
Kvikmyndin Ljónið sýnir þennan litla dreng hafa þá gjöf þegar hann tapar af bróður sínum í lestinni og verður eftir. Hittir svo konu sem vill vera góð við hann en með slæmri ætlun. Þegar maðurinn kemur svo sem hún er í liði með og skoðar hann skynjar drengurinn strax dökka orku og slæma ætlun og flýr hið skjótasta um leið og maðurinn er farinn.
Svo hvaða goðsögn er að baki því að kenna börnum ekki að nota öll skilningarvitin og skynjun sína? Ef drengurinn í Lion myndinni hefði ekki verið svo stilltur inn á sjálfan sig sem í hans tilfelli var af því að hann lifði við mjög frumstæð lífsskilyrði hefði hann orðið kynlífsþræll.
Sú saga er sönn og ég sá og heyrði viðtal við þann mann sem svo kom ættleiddur til Ástralíu og lýsti þessu atviki þar sem Anh Do var að gera málverk af honum.
Goðsögnin um mikilvægi hlýðni er of oft tekin of langt. Vilji eins er ekki endilega alltaf gott eða rétt fyrir þann sem viðkomandi vill að gefi inn. Þá er ég ekki að meina að það eigi ekki að fara eftir almennum lögum, sýna mannúð og tillitssemi, en það að verða að hlýðnis-vélmenni vanþroskaðra foreldra og hugmynda innan sumra kerfa í samfélaginu er annað og er stundum hreinlega skaðlegt fyrir einstaklinginn.
Af hverju átti að fremja þær tilfinningalegu skemmdir í taugakerfum og heilabúum drengja frá hugmyndum einræðis í heilum annarra karlkyns mannvera.
Það að sjá hersýningar þar sem ótal karlmenn hreyfa sig sem vélmennis tindátar fær mig alltaf til að fá verk í hjartað, af því að það er ekki samkvæmt mannlegu eðli að vera það heilaþvegið. Mannverur gerðu það að gildi.
Að gera foreldra að guðum er önnur goðsögn sem er mjög vanhugsuð
Lengi vel var viðhorfið það að í augum foreldra áttu börn að vera séð en ekki heyrð. Hvaða goðsögn var það? Og ég heyrði presta tala um foreldra sem Guði þegar ég var ung.
Á hvaða kenningum um heila og sál og þroska barna var það byggt?
Það er ekki séð frá samsköpunar vinnu á milli foreldra og barna, og á það til að lama vissa hluti í heilum barna. Ég tel að þetta með að börn eigi að vera séð en ekki heyrð hafi verið af vanþekkingu lengi vel, svo áhugaleysi foreldra. Og því að þau sáu ekki dýrmæti og verðmæti í að örva heila barna sinna á góðan hátt fyrir framtíðina. Faðir minn svaraði spurningum sínum til mín til dæmis til mín yfirleitt sjálfur, af því að hann var greinilega að vilja sleppa því að hlusta á mig.
Hér kemur einn af gömlu málsháttunum upp í hug minn: Það sem höfðingjarnir hafast að, hinir ætla að sér leyfist það. Og virðist það vera ansi afstæð hugsun.
Svo kemur hinn: Eftir höfðinu dansa limirnir. Svo að ef Goðsögnin sé að leiðtogar ekki bara þjóða heldur líka fjölskyldu-feður og foreldrar séu til fyrirmyndar í hegðun og viðhorfum, eins og þessir tveir málshættir halda fram, og þá að gefa í skyn að við ættum öll að líta til þeirra sem fyrir myndir, er margkomið í ljós að sú staðhæfing er ekki nærri alltaf sönn. En einhverjir vilja setja poka yfir höfuð og heila fjölskyldumeðlima sinna og eða þjóða sinna til að fá ekki neina gagnrýni.
Mikilvægi þess að börn upplifi að foreldrar hafi áhuga á þeim
Áhugi fyrir að kafa inn í huga barnsins með góðum spurningum til að kynnast því vel sem myndu kalla huga barnsins inn í sig til finna meira um sjálf sig hið innra, og svo til að tjá það sem þar er, er það sem ég sé og heyri nokkuð af í verslunarmiðstöðvum hér þegar ég sit og drekk kaffið mitt, og foreldrar með börn sín eru í kring um mig. Það eru samræður sem ég upplifði ekki á mínum tímum sem barn né vitnaði foreldra gera neitt af neinu gagni.
Svo að sú heilaþróun fór oft í ýmsar áttir og það ekki endilega alltaf æskilegar, og fer enn, eins og sést í að svo mörg ungmenni geta ekki lifað með sínu innra eðli, tilfinningum og hugsunum. Og verða að slá allt slíkt út með dópi. Heilabú þurfa að fá góða örvun og hvatningu svo að það verði ekki of mikið tækifæri og opnun fyrir endalausar neikvæðar hugmyndir um sjálft sig í heilum ungmenna. Svo mikið af sjálfsmorðum unglinga segir sína sögu um það.
Alkohólismi var flóttinn um aldir, en svo kom dópið til sögunnar sem annað val um að þurfa ekki að vera með sjálfum sér.
Goðsögnin um að allir væru og ættu helst að vera bara rökhyggjan ein, og að tilfinningar væru óþarfi en ágætar spari fyrir ást og fjölgun á mannkyni á meðan á kynmökum stendur, og það enn meira varðandi karlkynið.
Svo virðist sem það sé enn í gangi ef við sjáum dópneysluna sem beint framhald af því að kunna ekki að lifa með eigin heilabúi og tilfinningum.
Og það líklega af því að það sé ekki nægur tími, nægur skilningur, nægt innsæi í hinar miklu þarfir barna sem minnka ekki neitt þegar þau verða unglingar, heldur aukast og þarfir breytast og fara á nýtt stig til að undirbúa þau fyrir það sem kallast að verða fullorðinn.
Ég vel frekar að nota orðin „ langtíma þroskaskeið til lífsloka“ af því að í raun hef ég ekki séð eða heyrt marga ná því sem orðið full-orðinn segir í mínum huga. Jafnvel ekki lang háskólagengna einstaklinga, og ekki tel ég mig hafa þann stimpil á sjálfri mér.
Veruleikinn um hvað uppeldi væri í raun birtist mér ekki fyrr en eftir að koma hingað og sé ég að allir sem ég veit um á Íslandi hafi frekar fengið barnagæslu en svo kallað upp-eldi.
Barnagæsla er meira um grunnþarfir yngri barna, en uppeldi eins og hvernig það opnaðist fyrir mér hér í Ástralíu er um að sjá efniviðinn í barninu og hæfileika sem og slæmu hegðunina og kunna að leiðbeina einstaklingnum eftir því sem hann eldist til að ná því marki og þeim tilgangi sem líf hans eða hennar er til að vera um, svo að einstaklingar blómstri með það sem í þá er spunnið.
Goðsögnin þar hefur verið að allir sem geta búið til börn séu með öll próf upp á allt um uppeldi, sálfræði, skipulagningu, að vera sérfræðingur í hverju sem er. Goðsögn sem einnig er lygi. Mikið gagn gæti verið í að hafa einhver stig af fræðslu og kennslu um hvernig á að vera foreldri í gagnfræðaskólum og menntaskólum og námskeið boðin þeim sem hafa ekki aðgang að þeim eða hafa lokið skólagöngu.
Svo hvað með nýjar goðsagnir um nýju tæknina?
Möguleikinn á tjáningu í heiminum hefur hreinlega verið sprengja á við kjarnorkusprengjuna. Hvaða Goðsagnir munu þeir fjölmiðlar skapa? Hvað það geri nútíma kynslóðum að meiri tíma sé varið í að horfa á þessa nýju síma en að tala saman er nokkuð sem mun sýna sig á næstu tuttugu árum.
Hvaða hlutar heilahvolfa nýtast þar eða tilfinningar er nokkuð sem ég veit ekki, því að ég er með gamaldags flökkusíma með tökkum, en ekki snerti-skjá. Og ég var orðin meira en fertug áður en ég hélt á mínum fyrsta flökkusíma árið 1999. Þegar ungbörn í dag eru snillingar á slík tæki.
Annar afi minn myndi hreinlega elska að hafa þessi nýju tæki í höndunum ef hann væri á lífi í dag, af því að hann kom frá framtíðinni og elskaði allar nýjungar, þegar hinn afinn var frá fortíðinni, og vildi ekki einu sinni hafa sjónvarp þegar það kom.
Mun þessi tækni takmarka sumt um leið og það víkkar út annað um hvað fólk viti?
Ég heyri allskonar viðvaranir í sjónvarpi og útvarpi um ofnotkun á þessum tækjum og leiðbeiningum um tíma sem sé í lagi að þau séu notuð, en ég er ekki dómbær á það né sérfræðingur í því. Mér blöskrar þó að að sjá að hvar sem ég er, sé ég fólk á öllum aldri frá smábörnum til gamalmenna glápandi á þessi litlu tæki.
Ef þetta með næma snertingu á skjánum sem ég kann ekki að gera, því að ég týni þeim alltaf þegar mér er sýnd mynd á þeim. Og ég velti því fyrir mér hvort og hvað það geri hugsanlega í taugakerfum og heilum fólks?
Fræðingar telja að þessi tæki séu takmarkandi fyrir félagslegan þroska barna ef þau eru notuð í of marga tíma á dag.
Goðsagnir eru takmarkandi af því að þær eiga það til að læsa fólk inni í því sem var og er þegar í þeim í stað þess að bjóða nýjum og betri hugmyndum inn. Þegar það eru auðvitað alltaf viss góð eilíf gildi sem við þurfum að halda í eins og mannúðina.
Málefni þeirra með fjölbreytni í kynhneigð er nýtt viðfangsefni í heiminum eftir að því hafði verið haldið að mannkyni að það væru bara tvær tegundir af tilfinningum og kynhneigð af því að fólk trúði því sem fákunnandi menn höfðu skrifað í bók fyrir mörgum öldum síðan sem leiðsögubók um lífið og kölluðu Biblíu áður en vísindi og meiri meðvitund varð í mannkyni sem er þekkingin í dag. Og of margir hafa tekið innihald þeirra síðna sem heilagan ógagnrýnanlegan sannleika um það sem hefur samt aldrei verið sannleikur. Því að náttúran og sköpun er mun margvíslegri en það sem þeir sem skrifuðu bókina sáu eða skildu um plánetuna og mannverur, og sumir meðtaka sem sannleik enn þann dag í dag.
Það hefur kostað það að þeir sem hafa haft aðra upplifun um sig orðið að vera í felum og líða illa á allan hátt sem þau væru í einskonar helvíti vegna höfnunar.
Það var gott að sjá skrif Drífu Snædal um það. Það var enn eitt dæmi um slæma og ógagnlega goðsögn.