Auglýsing

Loft­brúin til og frá Íslandi er mik­il­væg­asta efna­hags­lega fyr­ir­bærið sem Ísland reiðir sig á. Gjald­eyr­is­tekjur lands­ins standa að miklu leyti og falla með loft­brúnni. Ekki aðeins ferða­þjón­ustan heldur líka vöru­flutn­ing­ar, að miklu leyti. Flug til og frá land­inu er orðið enn mik­il­væg­ara en það var, eftir ævin­týra­legan upp­gang ferða­þjón­ust­unnar á árunum 2011 til 2018. 

Það skiptir miklu máli fyrir Ísland að flug­fé­lögin sem sinna flug­þjón­ustu til og frá land­inu séu burðug og hafi nægi­legan styrk - fjár­hags­lega og skipu­lags­lega - til að sinna þjón­ustu sinni af áreið­an­leika. 

Mikil sókn erlendra flug­fé­laga í að sinna þessu hlut­verki hefur aukið sam­keppni og val­mögu­leika. Þetta hefur skipt miklu máli fyrir þjóð­ar­búið og von­andi tekst að við­halda og auka enn frekar vin­sældir Íslands sem áfanga­stað­ar. 

Auglýsing

Áhorf­endur að mik­il­vægi

Með falli WOW air voru lands­menn áhorf­endur að því hvað getur gerst þegar ógagn­sæi ríkir um stöðu mála, þegar lof­brúin er ann­ars veg­ar. 

Það skiptir máli að upp­lýs­ingar um stöðu mála í flug­rekstri séu uppi á borð­um. Þar er starf­semin sjálf ekki aðal­at­rið­ið, heldur miklu frekar hið kerf­is­læga mik­il­vægi fyrir þjóð­ar­bú­ið. Til dæmis hefur þjóð­ar­búið ekki efni á því að Icelandair fari á hausinn, líkt og WOW air gerði, vegna þess hve mik­il­vægt félagið er fyrir ferða­þjón­ust­una og þjóð­ar­bú­ið. 

Þegar lítið sam­fé­lag, ein­ungis 360 þús­und íbúa, rekur sjálf­stæða mynt og pen­inga­mála­stjórn - og reiðir sig jafn mikið og raunin er á ferða­þjón­ustu og loft­brúna - þá er und­ar­legt að leyni­makk um alþjóð­legan flug­rekstur geti fengið að við­gang­ast. 

ber­ast fréttir af því að sala á far­miðum muni hefj­ast í vik­unni, undir vöru­merki WOW air. USA­er­ospace Associ­ates LLC á að hafa keypt eignir úr þrota­búi WOW air, og stefnir að lággjalda­flug­fé­lags­rekstri frá og með haust­mán­uð­um. Búið er að halda einn opin­beran blaða­manna­fund þar sem frú Ball­arin tjáði sig um stór­huga áform og end­ur­reisn. 

Von­andi, fyrir íslenska neyt­end­ur, eykst sam­keppnin og að þeir sem vilja stunda flug­rekstur til og frá land­inu reyn­ist trausts­ins verð­ir. Það sem er áhyggju­efni í þessu, er að ekk­ert liggur fyrir um áreið­an­leika. Þetta er mik­ill ábyrgð­ar­hluti í ljósi mik­il­vægis íslensku lof­brú­ar­innar fyrir hag­kerf­ið. Ef flug­rekstr­ar­leyfi liggja ekki fyrir eða eitt­hvert inni­stæðu­leysi ein­kennir þessi opin­beru áform, þá er það ekki góð hug­mynd að byrja fljót­lega að selja neyt­endum þjón­ust­u. 

Stjórn­völd ættu að gefa þessu gaum og gera kröfur - með lögum og reglum - um gagn­sæi við upp­lýs­inga­gjöf og útgáfu flug­rekstr­ar­leyfa. Eft­ir­litið verður líka að lúta sömu lög­mál­um. Til dæmis væri hægt að skylda öll félög með flug­rekstr­ar­leyfi til að skila skýrslum um fjár­hags­stöðu, far­þega­fjölda og vöru­út­flutn­ing, mán­að­ar­lega. Allt verði þetta opin­bert og uppi á borð­um, öllum stund­um. 

Þá ætti líka að gera kröfur til þeirra sem aug­lýsa opin­ber­lega áform um að hefja sölu á flug­þjón­ustu á net­inu, um að allt sé uppi á borðum og óum­deilt sé að við­kom­andi geti staðið við sitt þegar farið er af stað, og sé að fara að lögum og regl­u­m. 

Heppnin með okkur hinum

Íslenska loft­brúin á undir högg að sækja þessi miss­er­in, meðal ann­ars vegna kyrr­setn­ingu 737 Max vél­anna, eins og þekkt er. Ekki liggur fyrir hvenær flug þeirra véla verður heim­il­að. Það er hollt fyrir okk­ur, sem erum svo heppin að vera ekki aðstandur þeirra 346 sem lét­ust í flug­slys­unum sem eru ástæða kyrr­setn­ing­ar­inn­ar, að sýna rann­sókn á göllum í vél­unum þol­in­mæð­i. 

Lík­lega mun umfang hag­kerf­is­ins íslenska minnka hér eft­ir, eftir því sem kyrr­setn­ingin er lengur í gildi, en það skiptir minna máli heldur en öryggi og rétt­læti í þessu máli. Rann­sóknir verða að hafa sinn gang og mik­il­væg­ast er allt verði dregið fram í dags­ljósið sem máli skipt­ir. 

Atburðir síð­ustu mán­aða og vikna þegar kemur að flug­brúnni - fall WOW air, kyrr­setn­ingin á Max vél­unum og nú end­ur­reisn á flug­þjón­ustu undir merkjum WOW air - ættu að vekja stjórn­völd til umhugs­unar um mik­il­vægi gagn­sæis þegar loft­brúin er ann­ars veg­ar. Það verður að læra af mis­tök­un­um. 

Það verður að segj­ast eins og er að það er lélegt hjá stjórn­völdum að vera ekki búin að grípa til mark­viss­ari aðgerða, til að draga allt fram í dags­ljósið sem máli skiptir og hafa það aðgengi­legt öllum stund­um. Það er hluti af því að tryggja áreið­an­leika fyrir flug­þjón­ust­una og vernda þjóðar­ör­yggi, hvorki meira né minna, vegna kerf­is­lægs mik­il­vægis loft­brú­ar­innar fyrir hag­kerf­ið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari