Reið hjól

Birgir Birgisson skrifar um umferðaröryggi og hjólreiðar.

Auglýsing

Fátt skiptir fólki jafn kirfi­lega í aðgreind mengi og notkun reið­hjóla. Að frá­töldum þeim hjólum sem aug­ljós­lega eru barna­leik­föng, er engu lík­ara en önnur reið­hjól séu annað hvort heill­andi gripir fyrir búða­ferðir í góðu veðri (góð hjól) eða hin verstu dráp­stól, illa séð á flestum stíg­um, aðskota­hlutir á götum og í alla staði ómögu­leg (reið hjól).

Í vetr­ar­myrkr­inu sem nú er að skella á má búast við meiri umfjöllun fjöl­miðla um þessi umdeildu fyr­ir­bæri. Árvissar predik­anir um að hjól­reiða­fólk eigi helst að vera klætt í ákveðin föt og líta út eins og blikk­andi jóla­tré eru þegar farnar að sjást. Und­an­farin ár hefur umræðan orðið mjög til­finn­inga­þrung­in, þar sem ýmsir blaða­menn hafa gaman af að kynda vel undir for­dómum og mis­vel ígrund­uðum skoð­unum fólks, í trú sinni á að til­gangs­lausar deilur selji áskriftir deyj­andi dag­blaða. Færri eru upp­teknir af því að kynna sér hvað er rétt eða rangt. Það er því bæði ein­föld en um leið alröng ályktun að sam­fé­lags­miðlar og sú tón­teg­und sem þar er iðkuð hafi á ein­hvern hátt skapað eða ýtt undir þessa eld­fimu heift. Dæmin sanna að svo er ekki. En þó reið­hjól eigi sér rúm­lega 200 ára sögu kvikn­aði þörfin fyrir almennar umferð­ar­reglur og lög þó ekki fyrr en bif­reiðar koma til sög­unnar um það bil 100 árum síð­ar. Hvers vegna ætli það sé?

Ný umferð­ar­lög

End­ur­skoðuð umferð­ar­lög sem taka gildi næstu ára­mót voru í smíðum í tæp­lega 20 ár. Við hverja yfir­ferð voru dregnar fram ýmsar til­lögur til úrbóta gjarna byggðar á reynslu ann­arra þjóða, umsagna leitað hjá hags­muna­að­il­um, nefnd­ar­fundir haldnir til að ræða nauð­syn og mik­il­vægi allra þátta og alls kyns úrlausna leit­að. Vinnu­stundir við hverja slíka umferð telj­ast í þús­und­um. Allri þess­ari vinnu var svo iðu­lega fórnað í hefð­bundnum hrossa­kaupum um næsta ál- eða orku­ver. Þing­menn vilja nefni­lega gjarna leggja nafn sitt við meng­andi stór­iðju svo þeir telj­ist atvinnu­bjarg­vættir í sinni heima­byggð en kjarkinn brestur þegar á að bæta það lagaum­hverfi sem tryggir að kjós­endur þeirra kom­ist lif­andi til og frá vinnu í málm­ver­inu. Það má því telj­ast ein­hvers konar krafta­verk að heild­ar­end­ur­skoðun lag­anna lauk á þessu ári. Því miður var við það til­efni horft fram­hjá fjöl­mörgum hlutum sem hefði þurft að laga. Það veit til dæmis eng­inn ennþá hvernig á að fram­fylgja þeirri nýju reglu að þegar öku­tæki er ekið framúr hjól­reiða­fólki á að halda að lág­marki 1,5 metra milli­bili. Brot á þess­ari reglu er heldur ekki tengt neins konar við­ur­lögum og hlýtur því í besta falli að telj­ast alger mark­leysa af verstu gerð. Þessu verður að breyta.

Auglýsing
Eðli máls­ins sam­kvæmt er hjól­reiða­fólk oft­ast ein­samalt á ferð. Það kemur því vænt­an­lega engum á óvart að þegar atvik eða óhöpp verða í umferð­inni er veru­lega erfitt fyrir þann hjólandi að fá sann­gjarna með­höndl­un. Jafn­vel þó umferð­ar­lög kveði skýrt á um hvernig haga skuli fram­úr­akstri vél­knú­inna öku­tækja fram­hjá reið­hjólum er það dag­legt brauð að mis­vel mennt­aðir öku­menn skapa óþarfa hættu og ógna jafn­vel hjól­reiða­fólki með sorg­legri van­þekk­ingu sinni. Það eru enn til öku­menn sem halda að reið­hjól megi ekki vera á götum og veg­um. Þessu verður að breyta.

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Rík­is­lög­reglu­stjóra eru nú 247.344 öku­skír­teini í gildi sem stað­festa rétt­indi fólks til að aka bif­reið af algeng­ustu gerð. Töl­fræði frá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sýnir að á árinu 2018 áttu um það bil 1.500 umferð­ar­laga­brot sér stað í hverri viku. Fólk þarf því ekki að líta lengi í kringum sig í dag­legri umferð til að koma auga á öku­menn sem sár­lega þurfa á end­ur­menntun að halda. Þetta ger­ist þrátt fyrir það að öku­kennsla sé almennt nokkuð góð og umferð­ar­ör­yggi mikið í umræð­unni. Hversu slæmt getur ástandið þá orðið á þeim sviðum þar sem öku­menn fá litla sem enga leið­sögn? Af hverju er í lagi að senda ár eftir ár nýja kyn­slóð af öku­mönnum út á veg­ina án þess að þeir fái hald­bæra kennslu í því að umgang­ast þann ört vax­andi hóp veg­far­enda sem hjól­reiða­fólk er? Þessu þarf að breyta.

Kanntu að keyra?

Að upp­lýsa fólk vel í upp­hafi um hvað er rétt hegðun hefur mun meiri og betri áhrif en að lemja fólk til hlýðni síðar meir með boð­um, bönnum og sekt­um. Þess vegna vekur það furðu hversu illa íslensk öku­kennsla stendur að vígi þegar talið berst að hjól­reið­um. Sam­kvæmt núgild­andi náms­skrá til öku­rétt­inda og sam­tali við sér­fræð­ing Sam­göngu­stofu virð­ist engin krafa gerð um að nýir öku­menn þekki þær merkja­send­ingar sem hjól­reiða­fólk not­ar. Ein­föld­ustu stöðv­un­ar- og stefnu­merki eru ekki nefnd í því kennslu­efni sem í dag er í fullu gildi. Það alversta við þessa stað­reynd er að það er ekki einu sinni hægt að kenna því um að efnið sé orðið gam­alt og úrelt. Sú útgáfa kennslu­bókar sem er notuð er við kennslu til almennra öku­rétt­inda er ein­ungis 3ja ára gömul og útgefin af Öku­kenn­ara­fé­lagi Íslands, með sam­þykkt Sam­göngu­stofu. Þar er reyndar meira púðri eytt í að vara öku­menn við að aka á brautarteinum spor­vagna en að fara var­lega nærri hjól­reiða­fólki, enda er kennslu­bókin þýdd beint úr finnsku og miðuð við aðstæður þar. Það er því aug­ljóst að þeir aðilar sem eiga að tryggja að nýir öku­menn kunni það sem kunna þarf eru ekki að rækja sínar skyld­ur. Þessu verður að breyta.

Auglýsing
En það er ekki nóg að bæta umferð­ar­lögin og kennsl­una ef þeim er svo ekki fram­fylgt. Þegar hjól­reiða­fólk þarf að til­kynna ein­hver atvik til lög­reglu, t.d. vís­vit­andi víta­verðan fram­úr­akstur klórar lög­gæslan sér í koll­inum og veit ekk­ert hvað á til bragðs að taka. Í þau fáu skipti sem hægt er að sann­færa lög­reglu um að taka við form­legum kærum er lítið sem ekk­ert gert til að rann­saka atvik­in, jafn­vel þó kæra inni­haldi skil­merki­lega nafn­greind vitni. Er lög­reglan virki­lega orðin svo fjársvelt að það er ekki hægt að taka upp sím­ann og tala við fólk? Þessu verður að breyta.

Hvað gerð­ist?

Víða erlendis hefur hjól­reiða­fólk þann sið að nota upp­töku­tæki til að skjal­festa þau atvik sem verða í umferð­inni. Mynda­vélar festar á stýri reið­hjóls­ins taka þá upp allt það sem ger­ist fyrir framan hjól­ið. Sams konar mynda­vélar eru enn algeng­ari í bílum og upp­tökur frá þeim hafa þegar nýst vel við að leysa úr umferð­ar­ó­höpp­um. Slíkar upp­tökur auð­velda aðilum máls að fá sanna og skýra mynd af atburða­rás í aðdrag­anda óhapps. En á ein­hvern óút­skýrðan hátt hefur íslensk lög­gæsla kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að þetta sé ekki hægt að gera í tengslum við hjól­reið­ar. Það er engu lík­ara en hjól­reiða­fólk sé af lög­reglu almennt talið svo óáreið­an­legt að meira að segja mynda­vélum þess verði ekki treyst. Þessu verður að breyta.

Hvenær sem hópar myndast, hvort sem sam­nefn­ar­inn er bakst­ur, akst­ur, hjól­reiðar eða eitt­hvað ann­að, munu alltaf verða til ein­stak­lingar innan hvers hóps sem skera sig úr. Það er alltaf ein­hver mesti kján­inn í hópn­um. Það þýðir samt ekki að það sé sann­gjarnt eða rétt­látt að gagn­rýna alla með­limi hóps­ins fyrir það sem kján­inn ger­ir. Við vitum öll að það eru fjöl­margir bíl­stjórar sem fara ekki að umferð­ar­lög­um. Það þýðir samt ekki að við for­dæmum alla bíl­stjóra hvar sem við mætum þeim. Að ein­hver aki bif­reið á móti rauðu ljósi þýðir ekki að hægt sé að gagn­rýna hvaða bíl­stjóra sem er fyrir það. Að ein­hver leggi bíl sínum á röngum stað þýðir ekki að við getum leyft okkur að garga framan í hvern sem er: “ÞIÐ BÍL­STJÓRAR KUNNIÐ EKKI AÐ KEYRA!”. Þessu virð­ist öfugt farið þar sem hjól­reiða­fólk á í hlut. Þá finnst mörgum það í góðu lagi að beina slíkri gagn­rýni á hvern sem er og líta á þessa teg­und veg­far­enda sem eina órofa heild. Hvaða hjól­reiða­maður sem er þarf að vera við­bú­inn því að hlusta reglu­lega á bíl­stjóra kvarta yfir öðru hjól­reiða­fólki. Hvaða hjól­reiða­maður sem er á það á hættu að lenda í nauð­vörn við hættu­legan fram­úr­akst­ur, oft af því bíl­stjór­inn telur sig eiga harma að hefna. Hvaða hjól­reiða­maður sem er þarf að vera við­búin því að öku­maður aki allt of nálægt eða sýni ekki til­hlýði­lega til­lits­semi, ein­fald­lega af því öku­mað­ur­inn varð ein­hvern tíma fyrir barð­inu á kjána á reið­hjóli. Þessu verður að breyta.

Ef við ætlum að treysta á virka sam­göngu­máta, gang­andi, hjólandi osfrv, auk þess að fjölga hljóð­lausum raf­bílum á götum og veg­um, verðum við að taka ábyrgð­ina alvar­lega. Ann­ars tekst okkur ekki að fækka dauða­slysum í íslenskri umferð. Nær 20 líf á hverju ári er þegar of mik­ið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar