Af hverju verður til sorp?

Stefán Tryggva- og Sigríðarson leggur til mjög róttækar breytingar á meðferð sorps sem hefðu í för með sér miklar breytingar á alþjóðaviðskiptum.

Auglýsing

Hvað gerir sorp að sorpi? Í sem skemmstu máli má senni­lega segja að þegar við sem ein­stak­lingar sjáum ekki lengur per­sónu­legt hag­nýtt gildi í ein­hverri vöru verður hún að sorpi í okkar aug­um. Hvort heldur um er að ræða umbúð­ir, úrsér­gengin hús­gögn, föt, tól eða tæki eða ein­fald­lega mat­væli sem við höfum ekki lyst á lengur þá fær varan stimp­il­inn; sorp. Og það sem meira er, það er eins og hún sé ekki lengur á ábyrgð okkar sjálfra. 

­Reyndar hafa flest sam­fé­lög kosið þá leið að safna sorpi frá heim­ilum og fyr­ir­tækjum með því að sækja það heim að bæj­ar­dyr­um. Fyrir þessa þjón­ustu greiðum við vissu­lega, bæði söfn­un­ina og úrvinnsl­una. Jafn­framt hefur flokkun og end­ur­vinnsla auk­ist veru­lega síð­ustu ára­tugi en sem rót­tækur umhverf­is­sinni finnst mér hvergi nóg að gert. Og til að vera ekki bara sá sem nöldrar langar mig að benda á atriði sem breytt gætu ástand­inu.

Leggjum niður opin­bera sorp­hirðu

Við berum flest sjálf heim inn­kaupa­pok­ana úr Bónus og ökum sjálf heim vör­unum úr IKEA og greiðum fús og frjáls undir póst­send­ingar frá Kína, en við­horfið breyt­ist þegar við þurfum að losna við umbúð­irnar og hluti sem við teljum okkur ekki lengur hafa þörf fyr­ir. Þá þarf sveit­ar­fé­lagið að leggja okkur til tunnur og halda úti tækjum og mann­skap til að sækja heim til okkar rest­ina af því sem við skömmu áður bárum heim glöð og ánægð og óum­beð­in. Og ég er ekki bara að tala um okkur hrausta fólkið og okkur sem eigum bíla. Það leysa nefni­lega allir inn­kaupa­mál sín sjálfir eða með aðstoð ætt­ingja og vina. 

Auglýsing
Okkur miðar hins vegar allt of hægt við að ná loka­tak­mark­inu sem hlýtur að vera að gera flokkun og end­ur­vinnslu svo altæka að sorp í nútíma­skiln­ingi þess orðs heyri sög­unni til. Fyrr getum við ekki og eigum ekki að tala um sjálf­bærn­i. 

Til­laga mín er því sú að sveit­ar­fé­lög leggi í fram­tíð­inni af sam­eig­in­lega sorp­hirðu og okkur íbú­unum verði gert að koma sjálf með „af­gang­ana“ á mót­töku­stöðv­ar. Aðal­at­riðið við þessa kerf­is­breyt­ingu er að nú breyt­ist sorpið í seðla. Við munum ekki sætta okkur við að bera út heilu rusla­pok­ana af dósum og flöskum, frauð­plast og bylgju­pappa, mjólk­ur­fernur og korn­fla­ke­s­pakka, nið­ur­suðu­dósir og gler­krukkur og allt annað sorp þar sem 80% er loft!! Og þá er ég kom­inn að öðrum þætti þess­ara kerf­is­breyt­inga.

Úrvinnslu­vélar inn á heim­ilin

Í vel­flestum nútíma­eld­húsum finnum við elda­vél, ísskáp, upp­þvotta­vél, bak­arofn og loft­ræstiviftu sem hluta af svo­kall­aðri eld­húsinn­rétt­ingu. Auk allra minni eld­hús­tækj­anna; hræri­vél­ar, kaffi­vél­ar, brauðristar, hita­könnu, bland­ara, popp­korns­vél­ar, sam­loku­grilla og nefndu það bara. Tækja­fram­leið­endur heims­ins hafa verið óþrjót­andi við að upp­fylla kröfur okkar um þessi sjálf­sögðu þæg­indi sem við skil­greinum svo. En afhverju hefur þró­unin sem lýtur að með­ferð á sorpi ein­skorð­ast til skamms tíma við rusla­fötu í vaska­skápnum og umdeilda sorp­kvörn í eld­hús­vöskum? Fram­sækn­asta hug­myndin er kannski inn­byggða sorp­rennan í fjöl­býl­is­húsum niður í rusla­tunnu­geymsl­una! 

Er ekki kom­inn tími á að við sjáum úrvinnslu­vél­ar, kannski í ísskáps­stærð, í hýbýlum nútíma­fólks? Tæki sem tætir niður pappa og/eða pressar hann í staðl­aða stærð af böggum (40x40cm til að nefna eitt­hvað), pressar allt plast úr við­eig­andi flokki með sama hætti, pressar áldósir og nið­ur­suðu­dós­ir, brýtur gler­um­búðir og hakkar líf­rænan úrgang sem við getum svo bætt til­búnum stoð­efnum við og skilar moltu að fáeinum vikum liðnum eða gert nær­ing­ar­vökva í þar til gerðum bland­ara. Með þessu yrðu til staðl­aðar ein­ingar inn á heim­il­unum sem væru þar með orðnar verð­mæti fyrir frek­ari úrvinnslu. 

Auglýsing
Ég er ekki tækni­maður og nefni hér aðeins mögu­legar lausnir en ég tel að hér sé ögrandi áskorun fyrir tækni- og raun­greina­nem­endur háskól­anna okkar og ekki síður fyrir fyr­ir­tæki eins og Marel og Stjörnu­odda, og klár­lega fleiri, að ríða á vaðið og þróa slíka tækni. En nota bene það ger­ist ekk­ert í þessum málum nema þrýst­ingur neyt­enda komi til. - Og nú er komið að þriðja þrepi bylt­ing­ar­inn­ar.

Umhverf­is­vænni umbúðir

Þegar neyt­endur eru komnir með úrvinnslu­vélar inn á heim­ilin og farnir að fá greitt fyrir „af­urð­irn­ar“, og hafa fyrir því að fara með þær sjálfir á úrvinnslu­stöðv­ar, verður krafa þeirra um að umbúð­irnar falli að vél­unum og úrvinnslu­með­ferð­inni sjálf­sögð. Þetta leiðir til þess að fram­leið­endur verða í stór­auknum mæli að end­ur­hanna umbúðir og gera þær umhverf­is- og not­enda­vænni. Umbúðir úr sam­settum end­ur­vinnslu­flokkum munu eiga undir högg að sækja, magn þeirra sömu­leiðis og ekki síst verður krafan um end­ur­nýt­ingu sjálf­sögð. Mat­væla­meng­aðar umbúðir sem erfitt reyn­ist að þrífa detta út og trú­lega munu filmur og bakkar úr nið­ur­brjót­an­leg efni taka yfir. Eftir að þessi grund­vall­ar­breyt­ing hefur fest sig í sessi meðal ein­stak­linga í heim­il­is­rekstri munu fyr­ir­tækin og fram­leiðslu­geir­inn fylgja í kjöl­far­ið. 

Afleið­ing­arnar alls þessa verða stór­aukin umhverf­is­með­vit­und, stór­kost­leg minnkun á sorpi og sam­hliða stór­aukin end­ur­nýt­ing. Ef Íslend­ingar ríða á vaðið næðu þeir ákveðnu for­skoti, landi og þjóð til heilla. En grunn­ur­inn að öllu þessu er að við verðum sjálf að bera ábyrgð á sorp­inu okkar innan heim­il­is­ins. Og við verðum að geta treyst því að sú flokkun og úrvinnsla sem þar fer fram skili sér fer­il­inn á enda þ.e. að örlög flokk­aða sorps­ins séu tryggð til enda en því ekki ávísað til fátæk­ari landa eða til urð­un­ar.

Setjum stór­auknar kröfur á vöru­fram­leið­endur

Og þá er komið að síð­asta skref­inu í þessum pæl­ing­um. Í dag höfum við ítar­leg lög og alþjóða­samn­inga um heil­brigðis­kröf­ur, örygg­is­kröfur og inni­halds­lýs­ingar vöru, þannig að for­dæmi fyrir laga­setn­ingu á hendur fram­leið­endum eru sann­ar­lega fyrir hendi en eins og víða sannast, höfum við ekki hugsað fyrir örlögum vöru og efna að notkun lok­inni. Þó end­ur­vinnsla og flokkun úrgangs hafi vissu­lega kom­ist á dag­skrá fyrir nokkrum ára­tugum á sú fram­kvæmd langt í land og nægir að benda á frétta­myndir af íslenskum urð­un­ar­svæðum og plasti í höf­unum í því sam­bandi. Með kröfum um merk­ingar í hvaða förg­un­ar­flokk og/eða förg­un­ar­ferli hver ein­stakur hlutur á að fara væri lögð skylda á fram­leið­endur að sýna sam­fé­lags­á­byrgð og vinna með stjórn­völdum í hverju landi og stíga þannig gríð­ar­stórt skref til að draga úr magni sorps sem fer til brennslu og urð­un­ar. Sem dæmi um þessa breyttu hugsun mætti ann­ars vegar nefna að MS yrði að merkja sér­stak­lega öskj­una, filmuna og plast­lokið utan um smjörvann og hins vegar að Coke mætti ekki selja gos­drykki í Kenýa nema úrvinnslu­stöðvar fyrir drykkj­ar­vöru­um­búðir væru til staðar í land­inu. Loka­mark­miðið væri að flóknum sam­settum hlut­um, eins og raf­tækjum og bíl­um, yrðu að fylgja ítar­legar upp­lýs­ingar um úrvinnslu­ferðið og að auki væri ekki heim­ilt að selja inná mark­aði sem ekki hefðu yfir við­eig­andi lausnum að ráða.

Aug­ljós­lega eru hér lagðar til mjög rót­tækar breyt­ingar sem hefðu í för með sér miklar breyt­ingar á alþjóða­við­skipt­um. Við gerum okkur hins vegar flest grein fyrir að stór­kost­legra breyt­inga er þörf á flestum sviðum lifn­að­ar­hátta okkar nútíma­fólks. Segja má að lofts­lags­váin hafi tekið yfir sviðið síð­ustu miss­eri, að nokkru á kostnað umræðu um sjálf­bærni og endi­mörk vaxt­ar­ins. Allt ber þetta þó að sama brunni; stjórn­laus neysla okk­ar, sem hefur auk­ist gríð­ar­lega síð­ustu ára­tugi, fær ekki stað­ist hvorki í líf­fræði­legum né hag­rænum skiln­ingi hvað þá sið­ferði­leg­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar