Auglýsing

Nefnd skipuð Kristrúnu Heim­is­dótt­ur, Birni Bjarna­syni og Berg­þóru Hall­dórs­dóttur hefur skilað yfir­grips­mik­illi skýrslu um Ísland og EES-­samn­ing­inn og sam­starfið sem hvílir á hon­um. Skýrslan er yfir 300 blað­síður og því of snemmt að fjalla um allt inni­hald henn­ar. 

Skýrslan og vinna nefnd­ar­innar er mik­il­væg að því leyti að hún fjallar um teng­ingu Íslands við umheim­inn - hvorki meira né minna. Samn­ing­ur­inn er það mik­il­vægur íslensku sam­fé­lagi að líkja má honum við lífæð í við­skiptum og burð­ar­virki hag­kerf­is­ins. 

Við fyrstu sýn virð­ist nefndin draga þetta vel fram og það sést glögg­lega að mik­il­vægi samn­ings­ins er aug­ljóst öllum þeim sem skoða hann og meta áhrif­in. Án EES-­samn­ings­ins væri Ísland fátækara og lífs­kjör verri.

Auglýsing

Leið­ar­stefið sem ætti að vera 

Ein­angrun Íslands - og hættan á henni til fram­tíðar litið - er eitt af því sem ætti að vera leið­ar­stef í póli­tískri umræðu. Þannig er það hins vegar ekki. Frekar er rök­rætt um málin á hinn veg­inn - hvernig sé hægt að forð­ast það að lenda í hramm­inum á alþjóða­stofn­unum eða alþjóða­sam­fé­lag­inu. Í það minnsta þarf stundum ekki að leita lengi til sjá að umræða hjá stjórn­mála­mönnum er í þessum far­veg­i. 

Sé horft til tveggja alþjóð­legra við­fangs­efna um þessar mund­ir, þá blasa við miklar áskor­an­ir. Þær eiga það sam­eig­in­legt að Ísland getur ekki leyst úr vanda­málum sem fylgja, nema sem virkur aðili í alþjóð­legu sam­starf­i. 

Fyrra atriðið eru grund­vall­ar­breyt­ingar sem eru að verða á fjár­mála­þjón­ustu í heim­in­um. Greiðslu­miðlun er að opn­ast upp á gátt vegna tækni­breyt­inga og breyt­inga á lögum og reglum sem gilda yfir landa­mæri, meðal ann­ars á EES-­svæð­inu. Almennt eru sér­fræð­ingar og frum­kvöðlar sam­mála um að fjár­mála­kerfið standi á tíma­mót­um, og sé að fara í gegnum mestu breyt­ingar sem orðið hafa á fjár­mála­þjón­ustu í ára­tug­i. 

Fjár­mála­þjón­ustan og sér­ís­lenskar lausnir

Hið þekkta sið­ferð­is­lega vanda­mál sem teng­ist fjár­mála­þjón­ustu - þar sem bankar og fjár­mála­stofn­anir eru of stór til falla - er lík­lega ekki að fara breytast, en þó er það svo að tæknin getur kippt stoð­unum undan við­skiptum stórra fyr­ir­tækja ef þau aðlag­ast ekki. 

Nú þegar eru komnar fram lausnir sem hjálpa fólki að standa nær alveg utan hefð­bund­inna banka. Þó stærstu tækni­fyr­ir­tæki heims­ins séu þegar farin að bjóða fjár­mála­þjón­ustu og greiðslu­kort, í sam­starfi við stóra banka í Banda­ríkj­un­um, þá sést glögg­lega að stutt er í að tækni­fyr­ir­tækin og minni sprota­fyr­ir­tæki bjóði fram góða og áreið­an­lega þjón­ustu með miklu lægri til­kostn­aði en bankar gera. Með tím­anum munu bankar þurfa að breyt­ast í sveigj­an­legri fyr­ir­tæki, sem erfitt verður að greina hvort séu tækni­fyr­ir­tæki eða bankar í hefð­bundnum skiln­ing­i. 

Ísland virð­ist vera óra­fjarri því, að hafa stigið nægi­lega stór skref til að aðlag­ast þessum breyt­ing­um, og þar bein­ast spjótin að stjórn­völdum og rík­is­sjóði. Íslenska ríkið á 80 pró­sent af fjár­mála­kerf­inu og fram­tíð­ar­sýn til að takast á við þessa stöðu er því aðkallandi mál fyrir almenn­ing.

Ísland er það lítið - með ein­ungis rúm­lega 200 þús­und manna vinnu­markað - að stór alþjóð­leg fyr­ir­tæki geta farið létt með að snúa mark­aðnum alveg á hvolf með ákvörðun um að stíga inn á mark­að­inn. Það sem helst mun valda því, að Ísland getur ein­angr­ast er að við not­umst við íslensku krón­una og okkar eigið pen­inga­kerfi. Það passar illa inn í þá landamæra­lausu heims­mynd sem tæknin er að ýta und­ir. Stjórn­málin þurfa að takast á við þessa áskor­un. Flest bendir til þess að heims­myntum muni fækka og raf­myntir síðan bæt­ast við. Spurn­ingin er hvort það verði enn meira hamlandi fyrir Ísland að búa við okkar örmynt og heima­til­búna fjár­mála­kerf­i. 

Umhverf­is­málin hafa margar hliðar

Hitt atriðið snýr að umhverf­is­málum og marg­hátt­uðum ákvörð­unum sem tengj­ast bar­átt­unni gegn meng­un, sem síðan ýtir undir vist­kerf­is­breyt­ing­ar. Ísland á mikið undir að tek­ist verði á við þessi mál af ábyrgð og lík­lega meira en flest önnur ríki, sé horft á málin hlut­falls­lega. Við byggjum okkar afkomu að miklu leyti á nátt­úr­unni, hvort sem það er með sjáv­ar­út­vegi, ferða­þjón­ustu, orku­frekum iðn­aði og öðrum rekstri sem teng­ist þessum stoð­u­m. 

Nefna má sem dæmi að það er ekki aug­ljóst, að það verði hægt að veð­setja afla­heim­ildir í fram­tíð­inni, af umhverf­is­á­stæð­um. Breyt­ingar á vist­kerfi hafs­ins eru þegar komnar fram og mikil veð­setn­ing á heim­ildum til að veiða ákveðnar teg­und­ir, mun ekki endi­lega sam­rým­ast ábyrgum aðgerðum til að takast á við þær. 

Í ljósi umfangs­ins á Íslandi - þar sem virði afla­heim­ilda er um 1.200 millj­arð­ar, eða sem nemur um tvö­földu eigin fé banka­kerf­is­ins, miðað við nýj­ustu við­skipti með afla­heim­ildir - þá er ekki ólík­legt að það verði skoðað vel, hvernig megi draga úr áhættu með reglu­verki í fjár­mála­kerf­inu hvað þetta varð­ar. Þetta er ein hliðin á áskor­unum í umhverf­is­mál­um.

Þessi atriði eiga það sam­eig­in­legt, að óhjá­kvæmi­legt er að taka þátt í alþjóð­legri sam­vinnu til að takast á við þau.

Það skiptir sköpum fyrir Ísland - ekki síst til að skapa umhverf­is­væn störf og virð­is­auk­andi - að ýta frekar undir alþjóða­geir­ann svo­nefnda. Þetta var dregið vel fram í vinnu sem ráð­gjafa­fyr­ir­tækið McK­insey ýtti úr vör, í sam­starfi við for­ystu­fólk í atvinnu­lífi og stjórn­mál­um.

Hvernig sem á það er litið þá skiptir það miklu máli fyrir Ísland að við byggjum upp alþjóða­geirann, þ.e. störf sem byggja á hug­viti og tækni, þar sem útgangs­punktur starf­sem­innar er alþjóð­leg við­skipti og alþjóð­leg sam­vinna. Í þeirri vinnu má ekki gera lítið úr hætt­unni á ein­angrun vegna sér­ís­lenskra lausna, t.d. í fjár­mála­kerf­inu.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fólk verði komið heim til sín klukkan 15:00 á morgun
Reykjavíkurborg hvetur foreldra til að sækja börn sín snemma á morgun, þar sem gert er ráð fyrir ofsaveðri.
Kjarninn 9. desember 2019
Segir brottvísun óléttrar konu í samræmi við áherslur um mannúðlega meðferð
Dómsmálaráðherra segir að hún meti sem svo að brottvísun albanskrar konu, sem var gengin 36 vikur, hafi verið í samræmi við markmið og áherslur.
Kjarninn 9. desember 2019
Fjármála- og efnahagsráðuneytið fól félaginu að vinna úr stöðugleikaeignum.
Fara fram á úttekt á starfsemi Lindahvols
Félag sem stofnað var utan um sölu á stöðugleikaeignum sem ríkið fékk í sinn hlut eftir að hafa gert samkomulag við kröfuhafa gömlu bankanna hefur lengi verið umdeilt. Nú vilja þingmenn úr þremur flokkum láta gera úttekt á félaginu.
Kjarninn 9. desember 2019
Tryggvi Felixson
Stöðvum jarðvegseyðingu, björgum framtíðinni
Kjarninn 9. desember 2019
Milla Ósk hættir á RÚV og gerist aðstoðarmaður Lilju
Milla Ósk Magnúsdóttir tekur við af Hafþóri Eide Hafþórssyni sem annar aðstoðarmaður mennta- og menningarmálaráðherra.
Kjarninn 9. desember 2019
Sanna Marin verður næsti forsætisráðherra Finnlands.
Bætist í hóp þeirra kvenna sem leiðir Norðurlöndin
Sanna Marin hefur verið valin næsta forsætisráðherra Finnlands og eru því fjórir af fimm forsætisráðherrum Norðurlandanna nú konur. Marin verður jafnframt yngsti forsætisráðherra landsins og yngsti sitjandi forsætisráðherra heims.
Kjarninn 9. desember 2019
Heinaste
Togarinn Heinaste enn kyrrsettur
Unnið er að því að aflétta kyrrsetningu togarans í Namibíu.
Kjarninn 9. desember 2019
Húbert Nói Jóhannesson
Jarð-Kúlu-Kapítalisminn
Kjarninn 9. desember 2019
Meira úr sama flokkiLeiðari