Auglýsing

Nefnd skipuð Kristrúnu Heim­is­dótt­ur, Birni Bjarna­syni og Berg­þóru Hall­dórs­dóttur hefur skilað yfir­grips­mik­illi skýrslu um Ísland og EES-­samn­ing­inn og sam­starfið sem hvílir á hon­um. Skýrslan er yfir 300 blað­síður og því of snemmt að fjalla um allt inni­hald henn­ar. 

Skýrslan og vinna nefnd­ar­innar er mik­il­væg að því leyti að hún fjallar um teng­ingu Íslands við umheim­inn - hvorki meira né minna. Samn­ing­ur­inn er það mik­il­vægur íslensku sam­fé­lagi að líkja má honum við lífæð í við­skiptum og burð­ar­virki hag­kerf­is­ins. 

Við fyrstu sýn virð­ist nefndin draga þetta vel fram og það sést glögg­lega að mik­il­vægi samn­ings­ins er aug­ljóst öllum þeim sem skoða hann og meta áhrif­in. Án EES-­samn­ings­ins væri Ísland fátækara og lífs­kjör verri.

Auglýsing

Leið­ar­stefið sem ætti að vera 

Ein­angrun Íslands - og hættan á henni til fram­tíðar litið - er eitt af því sem ætti að vera leið­ar­stef í póli­tískri umræðu. Þannig er það hins vegar ekki. Frekar er rök­rætt um málin á hinn veg­inn - hvernig sé hægt að forð­ast það að lenda í hramm­inum á alþjóða­stofn­unum eða alþjóða­sam­fé­lag­inu. Í það minnsta þarf stundum ekki að leita lengi til sjá að umræða hjá stjórn­mála­mönnum er í þessum far­veg­i. 

Sé horft til tveggja alþjóð­legra við­fangs­efna um þessar mund­ir, þá blasa við miklar áskor­an­ir. Þær eiga það sam­eig­in­legt að Ísland getur ekki leyst úr vanda­málum sem fylgja, nema sem virkur aðili í alþjóð­legu sam­starf­i. 

Fyrra atriðið eru grund­vall­ar­breyt­ingar sem eru að verða á fjár­mála­þjón­ustu í heim­in­um. Greiðslu­miðlun er að opn­ast upp á gátt vegna tækni­breyt­inga og breyt­inga á lögum og reglum sem gilda yfir landa­mæri, meðal ann­ars á EES-­svæð­inu. Almennt eru sér­fræð­ingar og frum­kvöðlar sam­mála um að fjár­mála­kerfið standi á tíma­mót­um, og sé að fara í gegnum mestu breyt­ingar sem orðið hafa á fjár­mála­þjón­ustu í ára­tug­i. 

Fjár­mála­þjón­ustan og sér­ís­lenskar lausnir

Hið þekkta sið­ferð­is­lega vanda­mál sem teng­ist fjár­mála­þjón­ustu - þar sem bankar og fjár­mála­stofn­anir eru of stór til falla - er lík­lega ekki að fara breytast, en þó er það svo að tæknin getur kippt stoð­unum undan við­skiptum stórra fyr­ir­tækja ef þau aðlag­ast ekki. 

Nú þegar eru komnar fram lausnir sem hjálpa fólki að standa nær alveg utan hefð­bund­inna banka. Þó stærstu tækni­fyr­ir­tæki heims­ins séu þegar farin að bjóða fjár­mála­þjón­ustu og greiðslu­kort, í sam­starfi við stóra banka í Banda­ríkj­un­um, þá sést glögg­lega að stutt er í að tækni­fyr­ir­tækin og minni sprota­fyr­ir­tæki bjóði fram góða og áreið­an­lega þjón­ustu með miklu lægri til­kostn­aði en bankar gera. Með tím­anum munu bankar þurfa að breyt­ast í sveigj­an­legri fyr­ir­tæki, sem erfitt verður að greina hvort séu tækni­fyr­ir­tæki eða bankar í hefð­bundnum skiln­ing­i. 

Ísland virð­ist vera óra­fjarri því, að hafa stigið nægi­lega stór skref til að aðlag­ast þessum breyt­ing­um, og þar bein­ast spjótin að stjórn­völdum og rík­is­sjóði. Íslenska ríkið á 80 pró­sent af fjár­mála­kerf­inu og fram­tíð­ar­sýn til að takast á við þessa stöðu er því aðkallandi mál fyrir almenn­ing.

Ísland er það lítið - með ein­ungis rúm­lega 200 þús­und manna vinnu­markað - að stór alþjóð­leg fyr­ir­tæki geta farið létt með að snúa mark­aðnum alveg á hvolf með ákvörðun um að stíga inn á mark­að­inn. Það sem helst mun valda því, að Ísland getur ein­angr­ast er að við not­umst við íslensku krón­una og okkar eigið pen­inga­kerfi. Það passar illa inn í þá landamæra­lausu heims­mynd sem tæknin er að ýta und­ir. Stjórn­málin þurfa að takast á við þessa áskor­un. Flest bendir til þess að heims­myntum muni fækka og raf­myntir síðan bæt­ast við. Spurn­ingin er hvort það verði enn meira hamlandi fyrir Ísland að búa við okkar örmynt og heima­til­búna fjár­mála­kerf­i. 

Umhverf­is­málin hafa margar hliðar

Hitt atriðið snýr að umhverf­is­málum og marg­hátt­uðum ákvörð­unum sem tengj­ast bar­átt­unni gegn meng­un, sem síðan ýtir undir vist­kerf­is­breyt­ing­ar. Ísland á mikið undir að tek­ist verði á við þessi mál af ábyrgð og lík­lega meira en flest önnur ríki, sé horft á málin hlut­falls­lega. Við byggjum okkar afkomu að miklu leyti á nátt­úr­unni, hvort sem það er með sjáv­ar­út­vegi, ferða­þjón­ustu, orku­frekum iðn­aði og öðrum rekstri sem teng­ist þessum stoð­u­m. 

Nefna má sem dæmi að það er ekki aug­ljóst, að það verði hægt að veð­setja afla­heim­ildir í fram­tíð­inni, af umhverf­is­á­stæð­um. Breyt­ingar á vist­kerfi hafs­ins eru þegar komnar fram og mikil veð­setn­ing á heim­ildum til að veiða ákveðnar teg­und­ir, mun ekki endi­lega sam­rým­ast ábyrgum aðgerðum til að takast á við þær. 

Í ljósi umfangs­ins á Íslandi - þar sem virði afla­heim­ilda er um 1.200 millj­arð­ar, eða sem nemur um tvö­földu eigin fé banka­kerf­is­ins, miðað við nýj­ustu við­skipti með afla­heim­ildir - þá er ekki ólík­legt að það verði skoðað vel, hvernig megi draga úr áhættu með reglu­verki í fjár­mála­kerf­inu hvað þetta varð­ar. Þetta er ein hliðin á áskor­unum í umhverf­is­mál­um.

Þessi atriði eiga það sam­eig­in­legt, að óhjá­kvæmi­legt er að taka þátt í alþjóð­legri sam­vinnu til að takast á við þau.

Það skiptir sköpum fyrir Ísland - ekki síst til að skapa umhverf­is­væn störf og virð­is­auk­andi - að ýta frekar undir alþjóða­geir­ann svo­nefnda. Þetta var dregið vel fram í vinnu sem ráð­gjafa­fyr­ir­tækið McK­insey ýtti úr vör, í sam­starfi við for­ystu­fólk í atvinnu­lífi og stjórn­mál­um.

Hvernig sem á það er litið þá skiptir það miklu máli fyrir Ísland að við byggjum upp alþjóða­geirann, þ.e. störf sem byggja á hug­viti og tækni, þar sem útgangs­punktur starf­sem­innar er alþjóð­leg við­skipti og alþjóð­leg sam­vinna. Í þeirri vinnu má ekki gera lítið úr hætt­unni á ein­angrun vegna sér­ís­lenskra lausna, t.d. í fjár­mála­kerf­inu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari