Rangfærslur um samkeppnismál frá Eikonomics

Samskiptastjóri Mjólkursamsölunnar gagnrýnir gagnrýni Eikonomics á starfsháttum fyrirtækisins og segir hana innihalda rangfærslur. Hún telur Samtök atvinnulífsins hafa fært fram sterk rök fyrir breytingu á samkeppnislögum.

Auglýsing

Eiríkur Ragn­ars­son(Eikonomics) skrif­aði grein á vef Kjarn­ans nýlega þar sem hann ræðir nýtt frum­varp Þór­dísar Kol­brúnar og blandar Mjólk­ur­sam­söl­unni inn í það mál sem dæmi. Margt er hægt að segja um grein­ina sem er hlaðin rang­færsl­um, en stiklum á stóru.

­Uppúr 1990 var farið var í sam­ein­ingar í mjólkur­iðn­aði á vegum rík­is­ins eftir að kostn­aður jókst við fram­leiðslu meðan verð til bænda lækk­aði. Þá voru starf­andi tæp­lega 20 afurða­stöðvar sem sam­ein­uð­ust næstu 20 árin. Sú veg­ferð hefur skilað hag­ræð­ingu og ábata fyrir neyt­endur og bænd­ur. Í dag eru um sex aðilar í mjólkur­iðn­aði að Mjólk­ur­sam­söl­unni með­tal­inni, með starfs­leyfi frá Mat­væla­stofnun (MAST). Sum þess­ara fyr­ir­tækja hafa sér­hæft sig í líf­rænum eða laktósa­lausum vörum eða eiga í sam­starfi við Mjólk­ur­sam­söl­una um mark­aðs­mál en einnig kúa­bændur sjálfir sem bjóða uppá mjólk­ur­vörur beint frá býl­i.  Auð­humla, sam­vinnu­fé­lag bænda sér um sölu á hrá­mjólk ólíkt því sem Eiríkur hélt fram og selur öllum fram­leið­end­um, Mjólk­ur­sam­söl­unni og öðrum á sama verði.

Þau fyr­ir­tæki hafa heim­ild sam­kvæmt búvöru­lögum til þess að hafa með sér sam­starf til þess að halda niðri kostn­aði við fram­leiðslu, geymslu og dreif­ingu mjólk­ur­af­urða en eru ann­ars ekki und­an­þegin sam­keppn­is­lögum öfugt við það sem Eiríkur hélt fram.

Auglýsing
Áfrýjunarnefnd sam­keppn­is­mála komst að þeirri nið­ur­stöðu í lok árs 2016 um mál Mjólk­ur­sam­söl­unnar og Mjólku að  „ekki [hafi] verið sýnt fram á það í mál­inu að fram­kvæmd samn­ing­anna og nán­ari útfærsla hafi verið ómál­efna­leg eða að öðru leyti ófor­svar­an­leg“ Þetta var nið­ur­staða æðra setts stjórn­valds á sviði sam­keppn­is­mála, sem felldi niður sekt á Mjólk­ur­sam­söl­una.

Sam­keppn­is­eft­ir­litið stefndi þá mál­inu fyrir dóms­stóla. Á þeim tíma hafði fyr­ir­komu­lagi á sölu á hrá­mjólk til allra aðila í mjólkur­iðn­aði verið komið í það horf sem nú er, svo það er rangt hjá Eiríki að þessi máls­höfðun hafi verið nauð­syn­legt til að hafa áhrif á fyr­ir­komu­lag á mjólk­ur­mark­aði. Þessa heim­ild til að fara í mál vegna nið­ur­stöðu æðra stjórn­valds hefur Sam­keppn­is­eft­ir­litið haft frá 2011 og lög­fræð­ingar hafa talið hana óeðli­lega og meðal ann­ars sagt að „...Látið er undan emb­ætt­is­mönnum sem vilja fá í hendur heim­ildir til að beita borg­ara ofríki, þó að æðra stjórn­vald hafi kom­ist að nið­ur­stöðu um að of langt hafi verið seilst." og að „Þetta er ekki ósvipað því að emb­ætt­is­maður í ráðu­neyti fengi heim­ild til að bera undir dóm þær ákvarð­anir ráð­herra sem honum líkar ekki.“ 

Sam­tök atvinnu­lífs­ins hafa fært sterk rök fyrir skoðun sinni um að afnema beri þessa heim­ild meðal ann­ars að ákvæðið sé skað­legt atvinnu­líf­inu þar sem það lengir mála­rekst­ur, eykur óvissu í rekstri fyr­ir­tækja og kostn­að. Sam­tök atvinnu­lífs­ins lögðu til strax árið 2012 að ákvæðið yrði fellt úr gildi, þannig að mál­efna­leg umræða um þessi mál er greini­lega ótengd mál­inu gegn Mjólk­ur­sam­söl­unni eða öðrum ein­stökum mál­um. Það er almenn meg­in­regla stjórn­sýsl­unnar að lægra sett stjórn­vald (Sam­keppn­is­eft­ir­lit­ið) sé bundið af úrlausn æðra setts stjórn­valds (áfrýj­un­ar­nefnd­ar).

Það er full­kom­lega rangt hjá Eiríki að Mjólk­ur­sam­salan megi gera eitt­hvað sem aðrir mega ekki. Búvöru­lög eiga við um afurða­stöðvar í mjólkur­iðn­aði og því allir við sama borð til þess að hafa með sér sam­starf til þess að halda niðri kostn­aði við fram­leiðslu, geymslu og dreif­ingu mjólk­ur­af­urða. Öll heyra fyr­ir­tækin einnig undir sam­keppn­is­lög. Til eru um 30 til­vik í íslensku laga­safni þar sem finna má und­an­þágur frá almennri reglu sam­keppn­islaga fyrir utan þá heim­ild sem mjólkur­iðn­að­inum hefur verið veitt. Þessi til­vik eru marg­vís­leg en miða öll að hlutum sem við viljum samnýta í okkar fámenna og dreif­býla land­i. 

Ef frum­varps­drögin um breyt­ingar á sam­keppn­is­lögum eru lesin á sam­ráðs­gátt­inni má sjá að Sam­keppn­is­eft­ir­litið mun áfram hafa völd til þess að taka á mál­um. Það á auð­vitað að vera skil­virkt sam­keppn­is­eft­ir­lit á Íslandi. Í frum­varps­drög­unum má einnig lesa að ætlun ráð­herra er að setja neyt­endur framar í röð­ina hjá Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu og stuðla að því að sam­keppn­is­eft­ir­lit sé skil­virkara en nú er.

Höf­undur er sam­skipta­stjóri Mjólk­ur­sam­söl­unn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar