Hin flóknu atriði varðandi það að vinna úr misnotkun

Matthildur Björnsdóttir fjallar um úrvinnslu kynferðislegs áreitis og ofbeldis í aðsendri grein.

Auglýsing

Það er athygl­is­vert að lesa um mál­efnin varð­andi það að vera þol­andi kyn­ferð­is­legrar mis­notk­un­ar, og svo virð­ist sem þau atriði séu of oft séð sem ann­að­hvort svört eða hvít.

En kyn­ferð­is­leg – sem og önnur – mis­með­ferð á fólki hefur mun fleiri hliðar en þær sem ég hef séð í fjöl­miðl­um.

Ég hitti Þór­dísi Elvu hér í Adelaide þegar hún og vinur hennar komu hingað til að vera með í rit­höf­unda­viku til að segja sögu sína um að vinna sig frá til­finn­ing­unum í kringum nauðg­un.

Auglýsing

Það er í raun ekki hægt að nota hug­takið að „mark­aðs­setja“ um reynslu eins og Þór­dísar Elvu. Hver og ein reynsla er ein­stök. En dæmi og saga Þór­dísar er kennslu­bók­ar­dæmi um leið til að vinna úr slíkri reynslu. Það er ef og þegar kring­um­stæður eru til staðar til að vinna málið og atvikið á þann hátt.

Ég hlust­aði á þau bæði tala hér í Adelaide og keypti svo og las bók­ina hennar um það atvik. Sú saga lýsir mjög djúpu inn­sæi þeirra beggja gagn­vart sjálfum sér, og þau sýndu bæði mikla ein­lægni og heið­ar­leika gagn­vart sér og hinum aðil­anum í því ferli.

Það tók sinn tíma fyrir þau og var það sem á ensku er kallað „organ­ic“ ferli og tog­aði og teygði á ýmsu í þeim sem þau unnu það stig af stigi, til­finn­ingu fyrir til­finn­ingu sem þol­andi og ger­andi. En það var ekki ein af þeim skyndi­af­greiðslum sem væru þá ekki raun­veru­leg vinnsla á öllum til­finn­ingum og hugs­unum sem hefðu verið í gangi við mis­notk­un­ina og eftir hana. Fyrir þá sem þekkja ein­göngu stuttar rökaf­greiðslur í hug­anum er trú­lega erfitt að melta ferlið sem þau létu sig ganga í gegn­um. Það var lang­tíma afvindun sem þá leysir orku og sár reynsl­unnar í smá skömmtum og áföng­um. Það gerð­ist ekki á einum degi heldur tók ansi marga daga. Þau sýndu mik­inn þroska í þeirri vinnslu sinni sem er þeirra eðli, en ekki endi­lega allra ann­arra sem lenda í svip­aðri reynslu.

Fólkið sem hlust­aði á þau hér í Adelaide upp­lif­uðu nýja aðferð til að vinna með slíka reynslu. Sem var alls ekki um að mark­aðs­setja slíkt. Sú vinnsla er bara einn af mögu­leikum í vissum kring­um­stæðum þegar ósam­þykktar sam­farir hafa orðið og ein­stak­lingar geta átt í tjá­skipt­um.

Það atvik og sú saga er ekki sú sama og það sem stelpur upp­lifa sem ráð­ist er hratt og skyndi­lega á af ókunn­ugum mönnum í almenn­ings­görð­um, eða hvar sem er nauðg­að, bundið fyrir munn­inn á þeim og svo fram­vegis og svo eru sumar myrtar og fá þá ekk­ert tæki­færi til að vinna í mál­inu og kæra glæpa­mann­inn.

Dæmi Þór­dísar er meira í lík­ingu við það þegar Nel­son Mand­ela og Desmond Tutu létu fang­ana hitta og horfast í augu við fórn­ar­lömb sín sem voru ann­að­hvort þeir ein­stak­lingar sem þeir höfðu sært eða ætt­ingjar þeirra sem við­kom­andi hafði drepið og það var löng seta því að fang­arnir urðu að vera alger­lega í núinu með þeim sem meinið var gert og hlusta og vitna höggið og sárið og sjokkið og reið­ina og allar þær til­finn­ingar sem fylgja slíkum atburð­um, og þeir að sýna sam­hygð sína til þeirra sem þeir höfðu gert þann glæp. Eftir það áttu þeir að tjá sig um það af hverju þeir gerðu það sem þeir gerðu.

Það var hægt að láta fang­ana hitta þá sem þeir höfðu gert mein sem var auð­vitað af því að Nel­son Mand­ela og Desmond Tutu höfðu þá visku og þroska sem þurfti til að halda dæm­inu í jafn­vægi og róleg­heit­um. Og Þór­dís og sá sem nauðg­aði henni voru fær um að eiga þau tjá­skipti sem gerði þessa vinnu mögu­lega.

Svo er það dæmið með Atla og það er aðeins annað og hefði leik­hús­stjór­inn gert betur með að fá sál­fræð­ing eða fag­mann með sér til þess að allir aðilar sem hann var ásak­aður um að áreita gætu fengið bestu úrlausn.

Með konur að vera augliti til auglits við menn eins og til dæmis Har­vey Wein­stein, Bill Cosby eða menn í herum sem hafa stundað fjölda­nauðg­an­ir, er ekki hægt að lá þeim að velja að sleppa að vera í sama her­bergi og slíka ein­stak­linga, af því að það væri fyrir þeir eins og að vera mis­not­aðar aft­ur. Dæmi um þetta er þegar kona tal­aði um erf­ið­leika við að sjá Har­vey á ein­hverri sam­komu í fjöl­miðlum fyrir ein­hverjum vikum síð­an.

Og ef kona hefur orðið fyrir kyn­ferð­is­legri mis­notkun sem barn, og man ekki eftir því þá er það að hitta nauð­gara, ekki bara upp­rifjun á síð­ustu reynslu, heldur getur sjokkerað þær af því að svo mikið af bældum til­finn­ingum sitja í lík­am­anum sem koma upp og geta borið þær ofur­liði.

Í þáttum Oprah Win­frey um árið var ráð­legg­ing til fórn­ar­lamba að forð­ast að vera í sam­skiptum við þá sem höfðu mis­notað þau. Það er samt því miður oft erfitt þegar og ef um for­eldra er að ræða sem hafa mis­notað börn sín, og eru kannski í algerri afneitun á að hafa gert neitt rangt.

Aðal­at­riðið er auð­vitað að þol­andi fái áheyrn og við­ur­kenn­ingu á reynslu sinni. Hvort að það sé best að öll nöfn komi fyrir alþjóð er auð­vitað mats­at­riði, en ef allir í dæm­inu geta komið saman og tjáð sig með milli­göngu­að­ila gæti það verið nóg og betra í sumum til­fell­um.

Þetta með að karlar geti varið sig, hefur svo stundum nokkrar hlið­ar. Eins og til dæmis ef hann hefur túlkað útlit og svip konu sem já, án þess að fá það stað­fest í orð­u­m. 

Allar mann­verur eru flóknar en karl­hugir varð­andi kyn­mök eru alla­vega stundum allt ann­ars­konar en kvenna þegar kemur að þeim og, við sjáum dæmi um með menn eins og Don­ald Trump sem telur sig eiga sjálf­virkan aðgang að hvaða konu­legi sem honum hent­ar, og er hann ekki einn um þá upp­lifun af að sjá sig eiga rétt á mót­þróa­lausum aðgangi.

Fyrir þá sem hafa ekki unnið slíka lang­tíma­til­finn­inga­vinnu eiga auð­vitað erfitt með að melta hvað Þór­dís og vinur hennar unnu, eða hvernig það er upp­lif­að.

Gamla fyr­ir­gefn­ing­ar­for­múlan er ógild fyrir slíka reynslu og mest af upp­lifun af mis­notkun vegna þess að hún var öll um að sópa atvik­inu undir teppin eða gleypa eða kyngja og láta svo sem ekk­ert væri. Sem þá var engin krafa um bætta hegðun af hinum aðil­an­um. Slíkt virkar ekki í veru­leik­an­um. Bók Hol­lensks manns „The Body Keeps the Score“ eftir Bessel Van Der Kolk talar um slíka hluti.

Við getum hins­vegar auð­veld­lega fyr­ir­gefið ótal smá atvik eins og ef ein­hver snertir okkur óvart í versl­un­ar­mið­stöð og biður fyr­ir­gefn­ing­ar, segir „sorry“ sem er auð­velt fyrir slík smá­at­riði.

En þeim mun dýpra sem atvikið er og snertir ein­stak­ling­inn djúpt hið innra og ef hann upp­lifðir sig svik­inn af þeim sem var ætlað að elska þá, þá er oft heil­mikil ferð að vinna það til árang­urs og raun­veru­legrar betri líð­un­ar.

Til að afgreiða slík mál þarf djúpan skiln­ing á til­finn­ingum fólks í hvaða kring­um­stæðum sem er sem eru í vinnslu. Og þá þarf að hafa sál­fræð­inga með til að leiða og styðja þolendur í gegnum ferlið sem þarf til að að vinna laga­legu hlið­ina á þeim mál­um.

Það er svo sorg­legt hvað margar konur hafa látið hjá líða að leita réttar síns af því að þær hafa upp­lifað rudda­skap og til­finn­inga­leysi lög­reglu og lög­fræð­inga en það hefur gerst víð­ast í heim­in­um. Þá kom­ast menn­irnir upp með glæp­inn eins og ekk­ert hafi gerst og geta kannski margend­ur­tekið slíka glæpi í trausti þess að laga­veldið sé enn meira í liði með karl­kyni en kon­um. Þannig hefur það verið um ald­ir, en von­andi á það eftir að enda.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar