Auglýsing

Í frá­bærri bók Andrew Ross Sork­in, blaða­manns New York Times og rit­stjóra Deal­book hluta vefs blaðs­ins, Too Big To Fail, fjallar Sorkin um það tíma­bil þegar stóru bank­arnir á Wall Street rið­uðu til falls, á árunum 2007 til 2009. 

Mikið hefur verið skrifað um þessa atburði, en bók Sorkin er lík­lega sú sem er áhrifa­mest, enda var hún afhjúp­andi á þeim tíma sem hún kom út og lýsti upp vanda­málin af mik­illi fag­mennsku og hæfi­leikum til að miðla sög­unni. Í henni komu fram upp­lýs­ingar úr innsta hring.

Auglýsing


Rík­is­á­byrgð á mis­tökum einka­fjár­festa

Sorkin á einnig heið­ur­inn af því að hafa sett vanda­málið - Of stór til að mis­takast - á dag­skrá í banda­rísku efna­hags­lífi og í heim­inum öll­um. Greina­skrif hans á árunum 2005 til 2008 voru sér­lega skörp og við­var­andi, en í fyrstu var lítt hlust­að. Það átti eftir að breyt­ast. Sjón­varps­myndin sem gerð var um bók­ina, og kom út 2011, er vönduð og gerir umfjöll­un­ar­efn­inu góð skil. 

Bókin er tíu ára um þessar mundir og áhuga­vert er að velta fyrir sér hvort það sé búið að takast á við þetta vanda­mál á Íslandi jafnt sem ann­ars stað­ar, sem er að fyr­ir­tæki með kerf­is­lægt mik­il­vægi megi ein­fald­lega ekki falla og því muni hið opin­bera alltaf tryggja stöðu þeirra. 

Staðan enn fyrir hendi

Stutta svarið er að bankar eru enn of stórir til að falla, og hafa stækkað mikið á und­an­förnum ára­tug. Vanda­málið hefur ekki horf­ið, þvert á móti. Seðla­bankar heims­ins hafa þanið út efna­hags­reikn­inga sína, til að berj­ast á móti vanda­mál­unum sem fjár­málakreppan - að miklu leyti til­búin af bönk­unum á Wall Street og víðar um heim - leiddi yfir alþjóða­væddan heim við­skipta. 

Ray Dalio, fjár­fest­inga­stjóri Bridgewa­ter Associ­ates, eins stærsta fjár­fest­inga­sjóðs heims sem er með 160 millj­arða Banda­ríkja­dala í stýr­ingu, skrif­aði grein á Lin­kedin síðu sína 5. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn, þar sem hann full­yrðir að „brjál­æði“ ríki í heim­inum og að kerfið sem við búum við á fjár­mála­mark­aði sé mein­gallað (The World Has Gone Mad And The System Is Bro­ken). 

Hann segir að sú stefna seðla­banka að dæla ókeypis fjár­munum út á fjár­mála­mark­aði ýti undir ójöfn­uð, þar sem aðgengi að fjár­munum sé algjör­lega ójafnt, og að þessi stefna sé ósjálf­bær til lengd­ar. Vanda­málin magn­ist upp, og að stefna seðla­banka geti ekki gengið upp. 

Hann segir mikla bjögun ein­kenna verð­bréfa­mark­aði þar sem alltof auð­velt aðgengi að fjár­magni ýti undir kæru­leysi, og fjár­festar þurfi ekki að gera kröfu um hagnað eða skyn­saman rekst­ur. Hann segir kap­ít­al­ismann - eins og hann hefur verið keyrður áfram af seðla­bönkum og fjár­mála­mörk­uðum - ein­fald­lega ekki vera að virka fyrir venju­legt fólk, heldur aðeins þá sem til­heyra þeim for­rétt­inda­hópi að fá ókeypis fjár­magn auð­veld­lega. Ósjálf­bærni er það sem ein­kennir stöðu mála og þannig getur það ekki ver­ið, segir Dalio.

Hann telur að þessi vanda­mál hafi öll magn­ast upp á und­an­förnum ára­tug, og að rík­is­stjórnir og seðla­bankar séu að forð­ast það að takast á við stöð­una. 

Flug­fé­lögin of stór til að falla?

Þetta hug­tak, sem Sorkin gerði lif­andi og ljóst í bók sinni, um að fyr­ir­tæki geti verið of stór til að þau geti fall­ið, er nú aftur komið upp í umræð­unni á Íslandi. Að þessu sinni í tengslum við flug­rekst­ur. Því hefur verið velt upp, hvort íslenska ríkið hafi mögu­lega átt að bjarga WOW air með fjár­fram­lagi til að koma í veg fyrir slæm efna­hags­leg áhrif af falli þess. 

Hvernig sem á það ein­staka til­vik er lit­ið, þá er aug­ljóst mál að loft­brúin milli Íslands og umheims­ins er með kerf­is­lægt mik­il­vægi fyrir Íslandi. Til dæmis myndi það hafa gríð­ar­leg áhrif á Íslandi ef Icelandair lenti í miklum vanda, og eðli­legt að sú spurn­ing vakni hvort að ríkið myndi tryggja stöðu fyr­ir­tæk­is­ins ef það lenti í krögg­um. Til ein­föld­un­ar: Íslenska loft­brúin byggir 99 pró­sent á því að ferða­menn komi í gegnum Kefla­vík­ur­flug­völl og byrji síðan að eyða pen­ingum á Ísland­i. 

Þeir skilja eftir um 600 millj­arða á ári og leggja þannig grunn­inn að ferða­þjón­ust­unni, sem mik­il­væg­ustu atvinnu­grein þjóð­ar­inn­ar. Það er ekki óeðli­legt að hugsa um stöðu mála þannig, að ríkið þurfti að tryggja skil­virkni þess­arar starf­semi, ef hún lendir í vand­ræð­um. Ríkið á Kefla­vík­ur­flug­völl en spurn­ingin er hvort það þurfi að vera rík­is­á­byrgð á ein­hverri lág­marks virkni flug­brú­ar­inn­ar, svipað og þarf að vera fyrir hendi þegar kemur að fjár­mála­kerf­inu. Lík­lega eru ekki mörg dæmi í heim­inum um svo mikið kerf­is­lægt mik­il­vægi loft­brúar fyrir þjóð­ríki eins og á Íslandi. Það er helst að ein­staka svæði komi upp hug­ann, eins og portú­galski eyja­klas­inn Madeira og Havaí í Kyrra­haf­inu, en bæði svæðin eru alveg háð ferða­þjón­ustu eins og Ísland.

Skúli Mogensen, fyrrverandi eigandi WOW air, fullyrti nýverið að ríkið hefði átt að bjarga WOW air, til að koma í veg fyrir of mikil vandamál fyrir heildina. Er þetta rétt mat hjá Skúla? Það er ekki gott að segja, en mikilvægi loftbrúarinnar fyrir Ísland er óumdeilt.

Eng­inn þarf að efast

Bank­arnir þrír sem eru skil­greindir með kerf­is­lægt mik­il­vægi, Arion banki, Íslands­banki og Lands­banka­inn, eru allir of stórir til að falla fyrir hag­kerf­ið, en segja má að rík­is­á­byrgðin að baki banka­kerf­inu sé óvenju­lega skýr á Íslandi í sam­an­burði við flestar aðrar þjóð­ir. 

Ríkið á 80 pró­sent af banka­kerf­inu, með eign­ar­haldi sínu á Íslands­banka, Lands­bank­anum og Íbúða­lána­sjóði, og ábyrgðin er því bæði bein og óbein. Arion banki er í eigu einka­fjár­festa, en ljóst má vera að ef hann lendir í miklum hremm­ing­um, þá mun íslenska ríkið alltaf þurfa að láta sig málið varða, með Seðla­bank­ann í hlut­verki þrauta­vara­lán­veit­anda í krón­um. 

Það er líka áhuga­vert fyrir fjár­festa að sjá mis­mun­andi stefnu bank­anna, þegar kemur að rekstri þeirra. Arion banki hefur verið mun verr rek­inn en Íslands­banki og Lands­bank­inn, á flesta mæli­kvarða, en hefur skýra sýn á það, að losa eins hratt um fjár­magn og mögu­legt er og greiða út til hlut­hafa. Spurn­ingin sem vaknar er, hvort þessi mikli munur á stefnu kerf­is­lægt mik­il­vægra banka á litla Íslandi sé æski­legur eða ekki. Er þetta til þess fallið að auka trú­verð­ug­leika íslenska banka­kerf­is­ins?

Íslenska bankakerfið og helstu stærðir.

Enn of stór til að falla

Fjár­mála­kerfi í heim­inum byggja á þessum sið­ferð­is­bresti og fölsku rík­is­á­byrgð, þar sem kerf­is­lægt mik­il­vægi ein­staka fyr­ir­tækja setur vanda­mál þeirra ávallt í fang skatt­greið­enda. Merki­legt er að hugsa til þess að á Íslandi er þessi staða ljós­lif­andi, og teygir sig inn í flug­fé­lög og eftir atvikum aðra starf­semi, vegna þess hvað Ísland er lítið og ber­skjaldað fyrir vanda­mál­um. Þetta er áhættu­samt fyrir Ísland til fram­tíðar litið í heimi þar sem landa­mæri eru sífellt að skipta minna máli og vægi minni gjald­miðla verður minna með hverjum deg­in­um, en um það verður fjallað í fram­halds­grein.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari