Spilling hefur ótal fleti og mörg andlit

Matthildur Björnsdóttir fjallar um hin mörgu andlit spillingar í aðsendri grein.

Auglýsing

Spill­ing ger­ist á ótal vegu, og hún er ekki alltaf um pen­inga og fleiri orð eru um eðli þess sem er spill­ing eins og til dæmis það að mis­leiða fólk. Það er sér­kenni­legt að sjá athuga­semd­ina um að það eigi ekki að ganga svo hart að Sam­herj­alið­inu, af því að þeir eigi afkom­end­ur.

Við eigum ekki börn­in, en þau koma í gegnum konur og frá okkur og almenn ætlun er að við sjáum vel um þau og eigum að vera góð fyr­ir­mynd í allri hegðun í lífi okkar sem for­eldra, sem ekki öllum tekst. Ferlið í for­tíð í lífi for­eldra við­kom­andi getur hafa haft sín áhrif á börn sem reyn­ist ekki sam­kvæmt bestu við­ur­kenndum umferð­ar­reglum sam­fé­lags­ins, né holl fyrir afkom­end­ur.

Svo hafa verið til ein­stak­lingar sem eru klókir með pen­inga án þess að brjóta lög, og svo eru það hinir sem hrein­lega stela með milli­færslu­leiðum nútím­ans.

Auglýsing

Spurn­ingin er, af hverju á að leyna börnum því að for­eldrar þeirra séu til dæmis sjálf­mið­aðir eig­in­gj­arnir ger­spilltir ein­stak­ling­ar, sem sjái ekk­ert að því að raka pen­ingum að sér sem eru ekki þeirra, og sem brjóta ótal lög vilj­andi með klækjum en án sam­visku til sam­fé­lags­ins?

Spill­ingu sem var ekki bara sið­ferði­leg spill­ing, heldur líka ólög­leg eins og í gjald­þrot­inu á Íslandi og víðar um heim um árið sem er greini­lega alltaf að ger­ast svo víða, eins og í Sam­herj­a­mál­inu í dag.

Er ekki betra að börnin viti að ef fólk geri ranga hluti, að þá þurfi þau að svara fyrir það? Og þau þá von­andi viss um að verða ekki sek um neitt svip­að. Ef þau vita um mis­gerðir for­eldra sem þeir kom­ast upp með, sjá þau það sem í lagi. Og þá er ég að tala um hluti sem allir vita að séu þjófn­aðir og svik.

En ekki er öll spill­ing mann­kyns af því tagi.

Sú saga í gegnum tíð­ina er það sem kalla má sið­ferði­lega spill­ingu og alls­konar mis­leið­ingu, og það er hvernig sumir for­eldrar hafa komið fram við börnin sín. Þau hafa logið að þeim og þóst vera heilög sið­ferði­lega, en svo komið í ljós, að það var bara lygi. Það að hræða dætur með synd kyn­lífs og annað for­eldrið vera svo sjálft á fullu í fram­hjá­haldi, er trú­lega teg­und spill­ingar eða alla vega svik við lof­orð og með­teknar umferð­ar­reglur í hjóna­bandi og sem erfið fyr­ir­mynd fyrir börn­in.

Hin óræða spill­ing – Hvað voru þjóðin og prestar svona hrædd við?

Svo er það hinn flokk­ur­inn sem eru sífellt nei­kvæð skila­boð til barna vegna eigin sál­ar­erf­ið­leika í for­eldrum sem við­kom­andi er ekki endi­lega með­vit­aður um að sé í flokki þess að vera nei­kvæð áhrif á börn.

Í æsku minni var góður slatti af því frá áhrifum orða presta sem höfðu brengluð við­horf og ótrú­legan ein­feldn­ings­hátt um allt um líf­ið.

Þau orð presta voru alla­vega þá það sem skap­aði það hvernig fólk hugs­aði, og leyfði orðum þeirra að stýra lífi sínu og ann­arra í ótta frá trú og hræðslu við það sem prestar pré­dik­uðu. Það fór og fer í und­ir­vit­und­ina, setti og setur upp vegg gegn eigin skyn­semi fólks. Slíkt varð og verður kannski enn þann dag í dag sem teg­und hug­lægrar meng­un­ar. Heila­þvottur af því tagi setti og setur kannski enn í gang ferli af með­vit­und­ar­leysi í ein­stak­lingum sem hafa ekki mik­inn eig­inn and­legan grunn frá sjálfum sér, og það leiðir þá til þess að fylgja í blindni ýmissi hegðun og við­horfs­mynstrum frá blindri trú og því sem gekk á í fjöl­skyldu þeirra í gegn um kyn­slóð­irn­ar.

Það var auð­vitað meira á tímum þegar ekki mátti opna munn­inn um neitt af til­finn­inga­legu eðli. Eða hafa eigið inn­sæi um lífs­stefnu sína, eins og það sem ég upp­lifði í ein­stak­lingum í kring um mig, og varð þol­andi slíkrar tak­mörk­unar fyrir líf mitt þar til ég fór úr landi.

Og það frá ótta og oftrú þeirra eldri á orð presta til dæmis um þá trú að konur væru ekki til neins ann­ars hér á jörðu en þess að fjölga mann­kyn­inu. Og und­ar­legt að kona sem hafði þráð starfs­frama sá annað fyrir dóttur sína en sjálfa sig.

Mál sem eru löngu tíma­bær til að taka út í ljósið, eins og margir eru sem betur fer að gera í dag.

Dæmi um veru­leika­brenglun presta varð­andi mann­verur í þá daga

Íhalds­semin sem var í gangi á þessum tímum var svo oft eins og eins­konar kyrk­ing­arslanga á þá sem þorðu ekki annað en að hlýða, þó að það myndi kosta þau mest af eig­in­legri lífs­gleði, sem þau ann­ars hefðu haft um sig og líf sitt. Slíkt hvetur ekki til þroska ein­stak­linga, af því að fræðslan var ekki opin um hinn víða veru­leika lífs­ins.

Það var til dæmis tak­markað svig­rúm í fámennu sam­fé­lagi fyrir þá ein­stak­linga eins og til dæmis konu að njóta sín í því sem hún þráði að gera við líf sitt, sem var allt um hið ytra, ekki hið innra. Sem er þá ekki lífs­leið eða þrá fyrir að leið­beina börn­um.

Þau við­horf trú­ar­bragða sem ég fékk yfir mig frá útvarps­messum um og eftir miðja síð­ustu öld snér­ust um það að prestar sáu öll sókn­ar­börnin sem dökk af synd og héldu því að mann­kyni að það fædd­ist stór­synd­ugt.

Sú stað­hæf­ing passar engan veg­inn við það að kristni með­tekur ekki end­ur­komu sálna, svo að hvernig á að þeirra mati, splunkuný sál frá himni að ná að vera svona synd­ug. Frá því komu svo líka þau skila­boð að það væri í raun ekk­ert gott í fólki, og ættu allir að lifa í eilífum ótta við eigin syndir sem það vissi ekki einu sinni hverjar ættu að vera, og líka að ótt­ast þá ímynd­uðu per­sónu, sem þeir köll­uðu Guð.

Þeir tóku ekk­ert til­lit til þess að skap­ar­inn væri mun flókn­ara kerfi en það sem þeir héldu að mann­kyni. Og virt­ust blindir á að hver sál kemur inn í líf sitt með sína eigin eig­in­leika, og þær þrá ekki alltaf það sama.

Með sínar kenn­ingar þá töldu þeir sig hafa rétt til að kúga ein­stak­linga inn í sínar þröngu for­múlur og trú, og náðu að heila­þvo marga til að sam­þykkja mál­stað­inn. Og það hugs­an­lega oft jafn mikið af ótta frekar en að vera endi­lega sam­mála.

Það að sjá að hálf þjóðin hafi yfir­gefið stofn­un­ina sýnir að það hafi orðið vöknun í það mörgum um barna­legan skiln­ing stofn­un­ar­innar á líf­inu. Mann­verur hafa upp­lifað að kirkjan hafi ekki einka-að­gang að þessu mikla kerfi sem almættið er. Það eru allir hluti af því kerfi og stofn­anir um það eru alger­lega aðskilin mál frá upp­lifun fólks­ins sjálfs á sköpun í því sem mann­kyn hefur aðgang að í dag.

Eins og til dæmis að vitna þætti David Atten­boroughs og ótal ann­arra nátt­úru­vís­inda­að­ila sem hafa frætt okkur um alls­konar hluta af þessu mikla kerfi, sem samt er ekki nærri allt um það, og sumt væri trú­lega seint – ef aldrei – hægt að taka slíkar kvik­myndir af og um því að svo mikið er í víddum sem engin tækni er til yfir í dag. Sú inn­sýn í dýrin hefur svo hugs­an­lega hjálpað til að margir hafa líka vaknað til að hafa ann­ars­konar við­horf um með­ferð presta á almætt­inu og á Jesú fyrir meira en tvö þús­und árum. Það er að ger­ast víðar en á Íslandi.

Að sjá konur ein­göngu sem búfé

Kvik­myndin „Women in Black“ eða „Svart­klæddar kon­ur“, sem gerð var hér í Ástr­alíu um sanna sögu, sýndi þetta við­horf föður sem sagði að dóttirin ætti ekk­ert erindi í háskóla og það var ekki fyrir svo löngu síð­an, af því að faðir hennar sá bara eitt hlut­verk fyrir hana og það væri að hennar biði „bara barn­eign­ir“ og að hans mati væri menntun sóun. En móðir ungu stúlkunnar sem var ekki sam­mála honum og not­aði rétt augna­blik til að fá hann til að skrifa undir plaggið fyrir hana að fara í háskól­ann.

Það var og er sið­ferði­leg spill­ing og mis­leið­ing á fólki að kúga ein­stak­linga þannig. Og að neita að kenna fólki almenni­lega um getn­að­ar­færa­kerf­ið. Varð slíkt líf að leik­riti ef óvel­kom­inn getn­aður varð og par­inu sem hafði skapað þann getn­að, ýtt í hjóna­band. Leik­rit­um, þar sem við­kom­andi ein­stak­lingar voru mis­góð í að leika í.

Kost­aði það þá ein­stak­ling­ana oft þær þján­ingar að upp­runa­legu til­finn­ing­arnar um þá stefnu sem við­kom­andi sáu fyrir sig og fram­tíð sína, verða að engu. Það bjuggu margir af minni kyn­slóð við slík hjóna­bönd for­eldra sem voru erfið að lifa við, og ekki neinar fyr­ir­myndir um hvernig sam­bönd eða hjóna­bönd væru byggð. Og fólk af minni kyn­slóð lenti líka í að vera ýtt í slík hjóna­bönd.

Þá urðu ein­stak­ling­arnir að skapa aðra rás í sér fyrir það sem þeim var þröngvað í. Sem oft varð sú að konan tap­aði af starfs­frama sem hún hafði stefnt að, af því að kyn­mök höfðu átt sér stað með óæski­legum afleið­ingum fyrir daga getn­að­ar­varna.

Þetta var hugs­an­lega oft meira milli­stétt­ar­snobb og til­ætl­un­ar­semi í þeim hópi. En athyglin var ekki í þá átt sem for­eldrum er almennt ætlað að veita börnum sínum á upp­byggi­legan hátt.

Það var engin kennsla í hvernig ætti að ala upp börn á mínum tím­um, ég skildi ekki mis­mun­inn á barna­gæslu og alvöru upp­byggi­legu leið­bein­andi upp­eldi fyrr en eftir að koma til Ástr­al­íu. Trú­lega hefur stærri hluti mann­kyns fengið barna­gæslu í gegnum tím­ana frekar en virki­legt upp­-eldi. Svo er það spurn­ingin af hverju lög eru svo sleip í túlkun að svona laga­spill­ingar séu mögu­leg­ar.

Hinn hugs­an­legi til­finn­inga­legi kostn­aður af slíkri kúgun

Svo að kannski sé það spurn­ing, hvort að þeir sem koma úr þess­konar umhverfi bældra for­eldra, eða ofur­upp­tek­inna for­eldra í vinnu, sem hafi hent efn­is­gæðum að börnum sínum í stað góðra sam­ræðna, finni sér þá mis­heið­ar­legar leiðir til að fá þá athygli sem þeir þrá á þann hátt sem nærir egóið í þeim?

Ég tel að það séu margir sem séu enn að lifa við afganga af slíkum við­horfum í til­finn­inga­kerfum sín­um. Ástand sem ekki allir eru færir um að fá rétta inn­sýn í til að laga. Þá er lík­legt að þær til­finn­ingar fari í eitt­hvað mis­gott, þó að hið mis­góða sé ekki séð sem glæp­ur.

Sú stað­reynd að ein móðir sem var ung kona um miðja síð­ustu öld fékk ekki að lifa út sinn draum um þann starfs­frama sem hún og per­sónu­leiki hennar voru sett upp fyr­ir. Sú stað­reynd varð þá til að til­finn­inga­legar tján­ingar með­ferðir væru þá færðar inn á við úr und­ir­vit­und hennar í ýmsu mis­hollu formi innan fjög­urra veggja heim­il­is­ins. Sumt af hegðun af tagi sem tók mig mik­inn lestur hér að skilja og skil­greina hvað væri, og myndi hafa verið mjög erfitt að lifa við.

Ef ein­stak­lingar neyð­ast til að deyfa til­finn­ingar sínar í ára­tugi og fá ekki að nýta það sem þau upp­lifa að vera hér til að sinna, gera, og veita mann­kyni, að þá fara þær til spillis á ein­hvern hátt og skjót­ast þá út á einn og annan sér­kenni­legan hátt í iðu hvers­dags­ins. Og hafa spillt sjálf­virði ein­stak­ling­anna sem urðu að taka við pirr­ingn­um.

Svo hvað voru prest­arnir svona hræddir við þegar þeir skip­uðu fólki að vera í hjóna­böndum án vinnslu og gagn­rýni? Var það að þjóðin yrði meira með­vituð sem ein­stak­lingar en þeir?

Þegar kúg­unin setur ein­stak­lingnum skorður – sem sá líf sitt verða um að hafa starfs­frama gerir draum­inn eða lífstil­gang þeirra að engu vegna getn­aðar – er lík­legt að orkan í mann­eskj­unni fari í röng hólf, og á aðrar rásir hið innra. Rásir sem eru ekki af sömu góðu tíðni og sú rás sem lífs­tak­markið var á.

Það að fá ekki að njóta þeirra eig­in­leika sem voru fyrir þann starfs­frama, og það á tímum þegar til­finn­ingar voru ekki vel séðar hefur ýmsar afleið­ingar sem getur tekið sinn tíma að skilja og vinna úr.

Dæmi um það hvernig slíkt getur birst

Það var sér­kenni­legt fyrir ein­stak­linga eins og mann sem var háskóla­lærður og að þrá að vinna sem slíkur hingað og þangað um heim­inn óbund­inn við fjöl­skyldu. Eða kona sem þráði að njóta sín við inn­an­húsinn­rétt­ing­ar, veislu­höld, tísku og förð­un. Kona sem kom ekki inn í það líf til að sinna sálum og hugum og til­finn­ingum barna. Heldur að skemmta sér við yfir­borðs­hjal fólks í sam­kvæm­um. Kona sem vegna skorts á getn­að­ar­vörnum fæddi fleiri börn í heim­inn, en hún hefði valið ef hún hefði fengið að taka eigin ákvarð­an­ir.

Börn sem aldrei voru nefnd á meðan á með­göngu stóð, og eng­inn fékk að fá snefil um að nýr fjöl­skyldu­með­limur væri í vænd­um, fyrr en þau birt­ust „si-svona“.

Eins og ef stork­ur­inn hefði komið með það, og skilið eftir í hreiðri ein­hvers stað­ar, og móð­irin orðið að vera í burtu til að fara og ná í það úr hreiðr­inu!

Það var eng­inn inni­legur fögn­uður eða gleði yfir að nýr fjöl­skyldu­með­limur væri að bæt­ast í hóp­inn, engin vagga sjá­an­leg, hvað þá barna­föt fyrr en barnið var komið heim. Og hún sá líka um að engin umræða gæti gerst um breyt­ingar á hennar granna lík­ama. Börn sem voru, eins og Al Gore sagði um ástandið um jörð­ina, að væri „Incon­veni­ent truth“ að þessi blessuðu börn voru „Incon­veni­ent con­sequence“. Óum­beðnar og óþægi­legar eft­iraf­leið­ingar af kyn­lífi ein­stak­linga, sem hefðu þó átt að geta stoppað komu á. Þau áttu að vita hvað skap­aði börn, af því að þau höfðu hist á stað þar sem kennsla um lík­amann var und­ir­stað­an. En þegar börnin voru kom­in, þá voru þau þó góð rétt­læt­ing til að halda bestu barna­af­mæli fyrir börn í bæn­um.

Löngu tíma­bær opnun að ger­ast

Nú að lokum eru spill­ingar og mis­með­ferð að ná að verða að lög­brotum sem ein­stak­lingar gátu ekki einu sinni opnað munn­inn um, um ald­ir. Kyn­ferð­is­legar mis­not­k­anir eru hluti af því sem nú er hægt, að ekki bara opna munn­inn um, heldur líka kæra við­kom­andi aðila fyr­ir.

En það er ekki enn komið að því að for­eldrar verði kærðir fyrir að valda „til­finn­inga-eitri“ eða „emotional tox­ins“ í börnum sín­um. Sem er auð­vitað önnur teg­und spill­ing­ar. Stað­reynd sem er frekar nýkomin upp sem sönn frá lang­tíma munn­legri mis­með­ferð. Það eru millj­ónir til­felli af slíku að ger­ast um allan heim.

Hefð­bundin trú­ar­brögð gerðu for­eldra og þá sjálfa prest­ana að eins­konar Guð­um. Ef við skoðum það, var það og er teg­und af spill­ingu, ef það er enn í gangi. Þá er ég ekki að vega að góðum for­eldr­um. En samt er það að setja mann­verur á guðast­all ekki hollt við­horf.

Það var á þeim for­sendum trú­ar­bragða að for­eldrar ættu að vera yfir alla gagn­rýni hafn­ir, sem virð­ist hafa átt að vera eins­konar þakk­læti fyrir að þau fæddu þessi börn í heim­inn.

Það var að minni upp­lifun sagt til að slá ryki í augun á almenn­ingi, og sjá um að eng­inn myndi taka mark á barni eða ung­lingi sem kvart­aði undan með­ferð for­eldra á sér, hvað þá því sem prestur gerði.

Kyn­slóðin sem fædd­ist í kring um 1910 og til 1925 og þar um kring, eru og voru for­eldrar minnar sjö­tugu kyn­slóðar og áfram, var í ára­tugi heila­þvegin til að með­taka hvaða hegðun sem for­eldri sýndu.

Móðir mín sagði mér ein­hvern tím­ann, að það mætti ekki gagn­rýna for­eldra. Svo að hún var ófær um að beita heila­bú­inu sínu til að sortera út fyrir sig afleið­ingar af ákvörðun for­eldra hennar til að senda hana í burtu, sem hafði ævi­löng áhrif í henni. Áhrif sem hún náði aldrei að átta sig á hvað hafði gert henni, né sjá að reynsla fimm ára barns þá hafði litað svo margt í lífi hennar alla ævi.

Ákvörðun sem lifði hið innra í henni á sorg­legan hátt og hún var ófær um að skil­greina það með sjálfs­skoð­un. Hvað þá að vera fær um sjá að sárið átti ekki erindi inn í börn henn­ar. Útkoman varð því miður á þá leið að sú þagg­aða bælda til­finn­ing varð að koma út seinna, og þá gátu þær ekki farið neitt annað en lenda á alla vega sumum af börnum henn­ar.

Það hefði eng­inn tekið hana fyrir lög og rétt. En hegðun hennar í leyni var samt mjög sér­kenni­leg og sundr­andi sem fáir komu auga á né skildu. En á þeim tímum sem hún var ung var hrein­lega ógern­ingur fyrir konur af þeirri kyn­slóð og í hjóna­bandi stöðu að fá rétta hjálp fyrir til­finn­ingar sín­ar. Hið þunga lok íhalds­sem­innar var mjög íþyngj­andi og gegn frjálsri hugs­un. Til­finn­inga­leg vanda­mál voru ekki hluti af þjóð­ar­dæm­inu. Eða séðar sem geð­bilun sem þá kom með miklu stigma. Og engin kona í hennar stöðu hefði leitað til neins fag­að­ila fyrir slíkt.

Þegar ég var ung sagði ég stundum við gesti sem voru með guðastalla-takta um okk­ur, að það væri ekki allt eins full­komið og það fal­lega heim­ili liti út.

Þá var ég skömmuð og sagt að ég væri svik­ari og van­þakk­lát og slæm mann­vera. Það sem var í gangi og ekki sam­kvæmt full­kominni Gyðju móður eðli, var frá ástandi sem eng­inn hefði trúað að gæti verið í gangi. Af því að það var demba sem van­sæl sál henti munn­lega og í ein­rúmi að þeim börnum sínum sem minntu hana hvað mest á stóru von­brigðin í lífi henn­ar. Kúgun frá trú á kerfi. Það voru aldrei nein vitni að þeim demb­um.

Þau við­horf voru frá svaka þröng­sýni sam­fé­lags­ins og mest kirkj­unnar sem virt­ist hafa strekk­ing­ar­jakka-völd yfir heila­búum þeirra sem til dæmis höfðu upp­lifað kyn­líf og getið barn án þess að hafa sagt já við eitt­hvert alt­ari. Og áhrifin verða eins og mengað vatn sem helst í kerfum lík­am­ans.

Ég fór til dæmis ekki í mæðra­skoðun fyrr en ég var komin sex mán­uði á leið um árið vegna smán­ar-­meng­un­ar-­syndar sem hafði verið „down­loa­ded“ inn í mig eins og eitri í smá skömmtum í gegn um mán­uð­ina frá þessum við­horfum í kon­unni sem gekk með mig. Hið ósýni­lega eitur sem eng­inn sá, en sam­fé­lagið lifði samt við.

Hinn allt að því ósýni­legi kostn­aðar af því að ræna fólk eigin lífs­stefnu og til­gangi

Sá heimur til­finn­inga er mik­ill og mann­kyn fyrst núna á síð­ari árum að byrja að opna það „Pand­óra´s Box“. Hin stór­kost­lega #MeToo-É­gLíka hreyf­ingin opnar samt bara smá skammt af því öllu. Og það er vegna þess að um aldir var það sem gerð­ist inni á heim­ilum séð sem algert einka­mál þeirra sem þar áttu heima. Áhrif frá því hvernig for­eldrar kyn­slóðar minnar sem vorum fædd um miðja síð­ustu öld eru enn að leka niður kyn­slóð­irn­ar, þó að ég voni að þau áhrif eigi eftir að hverfa.

Það var ekki hægt að kæra fyrir neitt sem for­eldrar eða makar gerðu sínum fjöl­skyldu­með­lim­um. Og er sagan í kring um Ólaf Skúla­son fyrr­ver­andi biskup og einu sinni kenn­ara minn, bara eitt af dæm­unum um það. Og þá afneitun þeirra sem vitn­uðu ekki mis­með­ferð­ina trúa þol­and­anum ekki, og ein­angra þá mann­veru út úr fjöl­skyld­unni.

Sú skoðun í fólki að telja sig vita allt um for­eldri eða ein­stak­ling í fjöl­skyldu, og hvað það sé fært um í ein­rúmi án vitna, er mjög ein­feldn­ings­leg og skað­leg. Mjög margir sem beita mis­með­ferð sjá um að engin vitni séu að hegð­un­inni.

Þess vegna hefur alla sumt það sem tíðk­að­ist á heim­ilum þroskað sem van­þroskað verið í gangi innan fjög­urra veggja fjöl­skyldna, og það fram á okkar tíma.

Það er í raun mik­ill heimur og oft dæmi um mikla til­finn­inga­lega fötlun og vits­muna­brenglun í gangi, þó að ástandið sé ekki endi­lega séð sem geð­bil­un. Svo hefur inn­sýn og skiln­ingur á und­ir­vit­und­inni ekki verið neinn. En þangað fer slatti af því bælda og gamla óunna frá líf­inu, og lekur svo út á ýmsan hátt eins og lek pípa eins og Carl Jung útskýrði.

Þá verða þær til­finn­ingar ein­stak­linga sem verða undir í slíku, að finna útleið, eða verða sendar inn og bældar og þá heilsu­skað­andi. Eða útleiðin verður til að gera ann­að­hvort gott, eða illt og spillt, allt eftir inn­ræti hvers og eins.

Svo spurn­ingin er kannski, hvort að sum fjár­hags­spill­ing geti birst frá und­ir­liggj­andi við­horfum og trú frá því hvað ein­stak­lingar láta sig telja að sé í lagi frá skila­boðum í fjöl­skyldum þeirra og sam­fé­lagi um hvað þyki flott.

Mann­fæðin í sjálfu sér skapar líka oft sér­kenni­leg höft af ýmsu tagi, sem og ósann­leika í þeim kenn­ingum að allir þekki alla. Það þá af ótta við að aðrir læri að myndin sem ein­stak­lingar vilja að allir trúi um mann­orð sitt er send út, sé ekki sönn.

Það að þekkja fólk í raun krefst lang­tíma góðra sam­ræðna við alla í þess­konar sam­fé­lög­um, og það gerð­ist ekki á mínum tímum á Íslandi hvorki í ætt­inni né nágrenni.

Svo er sú ályktun að telja sig þekkja aðra bara frá útliti einu saman og því að meta vegna ættar er allt ansi grunnt og yfir­borðs­legt. Það er mjög sjálf mis­leið­andi. Og er ekki nein stað­reynd um við­kom­andi ein­stak­ling. Jafn­vel systk­ini þekkj­ast í raun ekki, ef þau hafa ekki haft þær sam­ræður og sam­vinnu sem birta frekar hver mann­veran mögu­lega sé.

Systk­ini fjöldamorð­ingja hér í Ástr­alíu voru líka dæmi um það hversu afstætt þetta með að „þekkja“ systk­ini er. Svo að það bauð upp á spill­ingu í að þau systk­ini sem sáu ekki að bróð­ir­inn væri fær um glæpina, gæti ekki verið sek­ur, ef rétt­ar­kerfið hefði tekið þau trú­an­leg.

Þegar ég hef til dæmis sagt fólki frá því að móðir Bjarkar söng­konu hafi alist upp í sömu götu og ég þegar fólk hefur minnst á nafn Bjarkar við mig, þegar þau heyra hvaðan ég kem, þá legg ég líka áherslu á að ég þekkti hana ekki neitt, tal­aði varla nokkurn tím­ann við hana, af því að ég sé það sem hroka að telja sig þekkja ein­stak­linga bara frá útliti og nöfnum fjöl­skyldu­með­lima.

Svo getur fámennt sam­fé­lag líka virkað sem ljúft og umfaðm­andi.

Við sáum dæmi um þær and­stæður í sjón­varp­inu hér, þar sem kona hafði upp­lifað að það urðu allir að drekka áfengi til að vera með­teknir í því litla þorpi sem hún bjó í. En samt náði hún að fá þann kjark að brjóta það við­horf niður og hjálpa mörgum frá fjötrum alkó­hól­isma eftir að læra að sjá hvað hennar eigin fíkn í alkó­hól hafði gert henni, og það átak breytti sam­fé­lagi þessa litla þorps.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar