Spilling gerist á ótal vegu, og hún er ekki alltaf um peninga og fleiri orð eru um eðli þess sem er spilling eins og til dæmis það að misleiða fólk. Það er sérkennilegt að sjá athugasemdina um að það eigi ekki að ganga svo hart að Samherjaliðinu, af því að þeir eigi afkomendur.
Við eigum ekki börnin, en þau koma í gegnum konur og frá okkur og almenn ætlun er að við sjáum vel um þau og eigum að vera góð fyrirmynd í allri hegðun í lífi okkar sem foreldra, sem ekki öllum tekst. Ferlið í fortíð í lífi foreldra viðkomandi getur hafa haft sín áhrif á börn sem reynist ekki samkvæmt bestu viðurkenndum umferðarreglum samfélagsins, né holl fyrir afkomendur.
Svo hafa verið til einstaklingar sem eru klókir með peninga án þess að brjóta lög, og svo eru það hinir sem hreinlega stela með millifærsluleiðum nútímans.
Spurningin er, af hverju á að leyna börnum því að foreldrar þeirra séu til dæmis sjálfmiðaðir eigingjarnir gerspilltir einstaklingar, sem sjái ekkert að því að raka peningum að sér sem eru ekki þeirra, og sem brjóta ótal lög viljandi með klækjum en án samvisku til samfélagsins?
Spillingu sem var ekki bara siðferðileg spilling, heldur líka ólögleg eins og í gjaldþrotinu á Íslandi og víðar um heim um árið sem er greinilega alltaf að gerast svo víða, eins og í Samherjamálinu í dag.
Er ekki betra að börnin viti að ef fólk geri ranga hluti, að þá þurfi þau að svara fyrir það? Og þau þá vonandi viss um að verða ekki sek um neitt svipað. Ef þau vita um misgerðir foreldra sem þeir komast upp með, sjá þau það sem í lagi. Og þá er ég að tala um hluti sem allir vita að séu þjófnaðir og svik.
En ekki er öll spilling mannkyns af því tagi.
Sú saga í gegnum tíðina er það sem kalla má siðferðilega spillingu og allskonar misleiðingu, og það er hvernig sumir foreldrar hafa komið fram við börnin sín. Þau hafa logið að þeim og þóst vera heilög siðferðilega, en svo komið í ljós, að það var bara lygi. Það að hræða dætur með synd kynlífs og annað foreldrið vera svo sjálft á fullu í framhjáhaldi, er trúlega tegund spillingar eða alla vega svik við loforð og meðteknar umferðarreglur í hjónabandi og sem erfið fyrirmynd fyrir börnin.
Hin óræða spilling – Hvað voru þjóðin og prestar svona hrædd við?
Svo er það hinn flokkurinn sem eru sífellt neikvæð skilaboð til barna vegna eigin sálarerfiðleika í foreldrum sem viðkomandi er ekki endilega meðvitaður um að sé í flokki þess að vera neikvæð áhrif á börn.
Í æsku minni var góður slatti af því frá áhrifum orða presta sem höfðu brengluð viðhorf og ótrúlegan einfeldningshátt um allt um lífið.
Þau orð presta voru allavega þá það sem skapaði það hvernig fólk hugsaði, og leyfði orðum þeirra að stýra lífi sínu og annarra í ótta frá trú og hræðslu við það sem prestar prédikuðu. Það fór og fer í undirvitundina, setti og setur upp vegg gegn eigin skynsemi fólks. Slíkt varð og verður kannski enn þann dag í dag sem tegund huglægrar mengunar. Heilaþvottur af því tagi setti og setur kannski enn í gang ferli af meðvitundarleysi í einstaklingum sem hafa ekki mikinn eiginn andlegan grunn frá sjálfum sér, og það leiðir þá til þess að fylgja í blindni ýmissi hegðun og viðhorfsmynstrum frá blindri trú og því sem gekk á í fjölskyldu þeirra í gegn um kynslóðirnar.
Það var auðvitað meira á tímum þegar ekki mátti opna munninn um neitt af tilfinningalegu eðli. Eða hafa eigið innsæi um lífsstefnu sína, eins og það sem ég upplifði í einstaklingum í kring um mig, og varð þolandi slíkrar takmörkunar fyrir líf mitt þar til ég fór úr landi.
Og það frá ótta og oftrú þeirra eldri á orð presta til dæmis um þá trú að konur væru ekki til neins annars hér á jörðu en þess að fjölga mannkyninu. Og undarlegt að kona sem hafði þráð starfsframa sá annað fyrir dóttur sína en sjálfa sig.
Mál sem eru löngu tímabær til að taka út í ljósið, eins og margir eru sem betur fer að gera í dag.
Dæmi um veruleikabrenglun presta varðandi mannverur í þá daga
Íhaldssemin sem var í gangi á þessum tímum var svo oft eins og einskonar kyrkingarslanga á þá sem þorðu ekki annað en að hlýða, þó að það myndi kosta þau mest af eiginlegri lífsgleði, sem þau annars hefðu haft um sig og líf sitt. Slíkt hvetur ekki til þroska einstaklinga, af því að fræðslan var ekki opin um hinn víða veruleika lífsins.
Það var til dæmis takmarkað svigrúm í fámennu samfélagi fyrir þá einstaklinga eins og til dæmis konu að njóta sín í því sem hún þráði að gera við líf sitt, sem var allt um hið ytra, ekki hið innra. Sem er þá ekki lífsleið eða þrá fyrir að leiðbeina börnum.
Þau viðhorf trúarbragða sem ég fékk yfir mig frá útvarpsmessum um og eftir miðja síðustu öld snérust um það að prestar sáu öll sóknarbörnin sem dökk af synd og héldu því að mannkyni að það fæddist stórsyndugt.
Sú staðhæfing passar engan veginn við það að kristni meðtekur ekki endurkomu sálna, svo að hvernig á að þeirra mati, splunkuný sál frá himni að ná að vera svona syndug. Frá því komu svo líka þau skilaboð að það væri í raun ekkert gott í fólki, og ættu allir að lifa í eilífum ótta við eigin syndir sem það vissi ekki einu sinni hverjar ættu að vera, og líka að óttast þá ímynduðu persónu, sem þeir kölluðu Guð.
Þeir tóku ekkert tillit til þess að skaparinn væri mun flóknara kerfi en það sem þeir héldu að mannkyni. Og virtust blindir á að hver sál kemur inn í líf sitt með sína eigin eiginleika, og þær þrá ekki alltaf það sama.
Með sínar kenningar þá töldu þeir sig hafa rétt til að kúga einstaklinga inn í sínar þröngu formúlur og trú, og náðu að heilaþvo marga til að samþykkja málstaðinn. Og það hugsanlega oft jafn mikið af ótta frekar en að vera endilega sammála.
Það að sjá að hálf þjóðin hafi yfirgefið stofnunina sýnir að það hafi orðið vöknun í það mörgum um barnalegan skilning stofnunarinnar á lífinu. Mannverur hafa upplifað að kirkjan hafi ekki einka-aðgang að þessu mikla kerfi sem almættið er. Það eru allir hluti af því kerfi og stofnanir um það eru algerlega aðskilin mál frá upplifun fólksins sjálfs á sköpun í því sem mannkyn hefur aðgang að í dag.
Eins og til dæmis að vitna þætti David Attenboroughs og ótal annarra náttúruvísindaaðila sem hafa frætt okkur um allskonar hluta af þessu mikla kerfi, sem samt er ekki nærri allt um það, og sumt væri trúlega seint – ef aldrei – hægt að taka slíkar kvikmyndir af og um því að svo mikið er í víddum sem engin tækni er til yfir í dag. Sú innsýn í dýrin hefur svo hugsanlega hjálpað til að margir hafa líka vaknað til að hafa annarskonar viðhorf um meðferð presta á almættinu og á Jesú fyrir meira en tvö þúsund árum. Það er að gerast víðar en á Íslandi.
Að sjá konur eingöngu sem búfé
Kvikmyndin „Women in Black“ eða „Svartklæddar konur“, sem gerð var hér í Ástralíu um sanna sögu, sýndi þetta viðhorf föður sem sagði að dóttirin ætti ekkert erindi í háskóla og það var ekki fyrir svo löngu síðan, af því að faðir hennar sá bara eitt hlutverk fyrir hana og það væri að hennar biði „bara barneignir“ og að hans mati væri menntun sóun. En móðir ungu stúlkunnar sem var ekki sammála honum og notaði rétt augnablik til að fá hann til að skrifa undir plaggið fyrir hana að fara í háskólann.
Það var og er siðferðileg spilling og misleiðing á fólki að kúga einstaklinga þannig. Og að neita að kenna fólki almennilega um getnaðarfærakerfið. Varð slíkt líf að leikriti ef óvelkominn getnaður varð og parinu sem hafði skapað þann getnað, ýtt í hjónaband. Leikritum, þar sem viðkomandi einstaklingar voru misgóð í að leika í.
Kostaði það þá einstaklingana oft þær þjáningar að upprunalegu tilfinningarnar um þá stefnu sem viðkomandi sáu fyrir sig og framtíð sína, verða að engu. Það bjuggu margir af minni kynslóð við slík hjónabönd foreldra sem voru erfið að lifa við, og ekki neinar fyrirmyndir um hvernig sambönd eða hjónabönd væru byggð. Og fólk af minni kynslóð lenti líka í að vera ýtt í slík hjónabönd.
Þá urðu einstaklingarnir að skapa aðra rás í sér fyrir það sem þeim var þröngvað í. Sem oft varð sú að konan tapaði af starfsframa sem hún hafði stefnt að, af því að kynmök höfðu átt sér stað með óæskilegum afleiðingum fyrir daga getnaðarvarna.
Þetta var hugsanlega oft meira millistéttarsnobb og tilætlunarsemi í þeim hópi. En athyglin var ekki í þá átt sem foreldrum er almennt ætlað að veita börnum sínum á uppbyggilegan hátt.
Það var engin kennsla í hvernig ætti að ala upp börn á mínum tímum, ég skildi ekki mismuninn á barnagæslu og alvöru uppbyggilegu leiðbeinandi uppeldi fyrr en eftir að koma til Ástralíu. Trúlega hefur stærri hluti mannkyns fengið barnagæslu í gegnum tímana frekar en virkilegt upp-eldi. Svo er það spurningin af hverju lög eru svo sleip í túlkun að svona lagaspillingar séu mögulegar.
Hinn hugsanlegi tilfinningalegi kostnaður af slíkri kúgun
Svo að kannski sé það spurning, hvort að þeir sem koma úr þesskonar umhverfi bældra foreldra, eða ofurupptekinna foreldra í vinnu, sem hafi hent efnisgæðum að börnum sínum í stað góðra samræðna, finni sér þá misheiðarlegar leiðir til að fá þá athygli sem þeir þrá á þann hátt sem nærir egóið í þeim?
Ég tel að það séu margir sem séu enn að lifa við afganga af slíkum viðhorfum í tilfinningakerfum sínum. Ástand sem ekki allir eru færir um að fá rétta innsýn í til að laga. Þá er líklegt að þær tilfinningar fari í eitthvað misgott, þó að hið misgóða sé ekki séð sem glæpur.
Sú staðreynd að ein móðir sem var ung kona um miðja síðustu öld fékk ekki að lifa út sinn draum um þann starfsframa sem hún og persónuleiki hennar voru sett upp fyrir. Sú staðreynd varð þá til að tilfinningalegar tjáningar meðferðir væru þá færðar inn á við úr undirvitund hennar í ýmsu mishollu formi innan fjögurra veggja heimilisins. Sumt af hegðun af tagi sem tók mig mikinn lestur hér að skilja og skilgreina hvað væri, og myndi hafa verið mjög erfitt að lifa við.
Ef einstaklingar neyðast til að deyfa tilfinningar sínar í áratugi og fá ekki að nýta það sem þau upplifa að vera hér til að sinna, gera, og veita mannkyni, að þá fara þær til spillis á einhvern hátt og skjótast þá út á einn og annan sérkennilegan hátt í iðu hversdagsins. Og hafa spillt sjálfvirði einstaklinganna sem urðu að taka við pirringnum.
Svo hvað voru prestarnir svona hræddir við þegar þeir skipuðu fólki að vera í hjónaböndum án vinnslu og gagnrýni? Var það að þjóðin yrði meira meðvituð sem einstaklingar en þeir?
Þegar kúgunin setur einstaklingnum skorður – sem sá líf sitt verða um að hafa starfsframa gerir drauminn eða lífstilgang þeirra að engu vegna getnaðar – er líklegt að orkan í manneskjunni fari í röng hólf, og á aðrar rásir hið innra. Rásir sem eru ekki af sömu góðu tíðni og sú rás sem lífstakmarkið var á.
Það að fá ekki að njóta þeirra eiginleika sem voru fyrir þann starfsframa, og það á tímum þegar tilfinningar voru ekki vel séðar hefur ýmsar afleiðingar sem getur tekið sinn tíma að skilja og vinna úr.
Dæmi um það hvernig slíkt getur birst
Það var sérkennilegt fyrir einstaklinga eins og mann sem var háskólalærður og að þrá að vinna sem slíkur hingað og þangað um heiminn óbundinn við fjölskyldu. Eða kona sem þráði að njóta sín við innanhúsinnréttingar, veisluhöld, tísku og förðun. Kona sem kom ekki inn í það líf til að sinna sálum og hugum og tilfinningum barna. Heldur að skemmta sér við yfirborðshjal fólks í samkvæmum. Kona sem vegna skorts á getnaðarvörnum fæddi fleiri börn í heiminn, en hún hefði valið ef hún hefði fengið að taka eigin ákvarðanir.
Börn sem aldrei voru nefnd á meðan á meðgöngu stóð, og enginn fékk að fá snefil um að nýr fjölskyldumeðlimur væri í vændum, fyrr en þau birtust „si-svona“.
Eins og ef storkurinn hefði komið með það, og skilið eftir í hreiðri einhvers staðar, og móðirin orðið að vera í burtu til að fara og ná í það úr hreiðrinu!
Það var enginn innilegur fögnuður eða gleði yfir að nýr fjölskyldumeðlimur væri að bætast í hópinn, engin vagga sjáanleg, hvað þá barnaföt fyrr en barnið var komið heim. Og hún sá líka um að engin umræða gæti gerst um breytingar á hennar granna líkama. Börn sem voru, eins og Al Gore sagði um ástandið um jörðina, að væri „Inconvenient truth“ að þessi blessuðu börn voru „Inconvenient consequence“. Óumbeðnar og óþægilegar eftirafleiðingar af kynlífi einstaklinga, sem hefðu þó átt að geta stoppað komu á. Þau áttu að vita hvað skapaði börn, af því að þau höfðu hist á stað þar sem kennsla um líkamann var undirstaðan. En þegar börnin voru komin, þá voru þau þó góð réttlæting til að halda bestu barnaafmæli fyrir börn í bænum.
Löngu tímabær opnun að gerast
Nú að lokum eru spillingar og mismeðferð að ná að verða að lögbrotum sem einstaklingar gátu ekki einu sinni opnað munninn um, um aldir. Kynferðislegar misnotkanir eru hluti af því sem nú er hægt, að ekki bara opna munninn um, heldur líka kæra viðkomandi aðila fyrir.
En það er ekki enn komið að því að foreldrar verði kærðir fyrir að valda „tilfinninga-eitri“ eða „emotional toxins“ í börnum sínum. Sem er auðvitað önnur tegund spillingar. Staðreynd sem er frekar nýkomin upp sem sönn frá langtíma munnlegri mismeðferð. Það eru milljónir tilfelli af slíku að gerast um allan heim.
Hefðbundin trúarbrögð gerðu foreldra og þá sjálfa prestana að einskonar Guðum. Ef við skoðum það, var það og er tegund af spillingu, ef það er enn í gangi. Þá er ég ekki að vega að góðum foreldrum. En samt er það að setja mannverur á guðastall ekki hollt viðhorf.
Það var á þeim forsendum trúarbragða að foreldrar ættu að vera yfir alla gagnrýni hafnir, sem virðist hafa átt að vera einskonar þakklæti fyrir að þau fæddu þessi börn í heiminn.
Það var að minni upplifun sagt til að slá ryki í augun á almenningi, og sjá um að enginn myndi taka mark á barni eða unglingi sem kvartaði undan meðferð foreldra á sér, hvað þá því sem prestur gerði.
Kynslóðin sem fæddist í kring um 1910 og til 1925 og þar um kring, eru og voru foreldrar minnar sjötugu kynslóðar og áfram, var í áratugi heilaþvegin til að meðtaka hvaða hegðun sem foreldri sýndu.
Móðir mín sagði mér einhvern tímann, að það mætti ekki gagnrýna foreldra. Svo að hún var ófær um að beita heilabúinu sínu til að sortera út fyrir sig afleiðingar af ákvörðun foreldra hennar til að senda hana í burtu, sem hafði ævilöng áhrif í henni. Áhrif sem hún náði aldrei að átta sig á hvað hafði gert henni, né sjá að reynsla fimm ára barns þá hafði litað svo margt í lífi hennar alla ævi.
Ákvörðun sem lifði hið innra í henni á sorglegan hátt og hún var ófær um að skilgreina það með sjálfsskoðun. Hvað þá að vera fær um sjá að sárið átti ekki erindi inn í börn hennar. Útkoman varð því miður á þá leið að sú þaggaða bælda tilfinning varð að koma út seinna, og þá gátu þær ekki farið neitt annað en lenda á alla vega sumum af börnum hennar.
Það hefði enginn tekið hana fyrir lög og rétt. En hegðun hennar í leyni var samt mjög sérkennileg og sundrandi sem fáir komu auga á né skildu. En á þeim tímum sem hún var ung var hreinlega ógerningur fyrir konur af þeirri kynslóð og í hjónabandi stöðu að fá rétta hjálp fyrir tilfinningar sínar. Hið þunga lok íhaldsseminnar var mjög íþyngjandi og gegn frjálsri hugsun. Tilfinningaleg vandamál voru ekki hluti af þjóðardæminu. Eða séðar sem geðbilun sem þá kom með miklu stigma. Og engin kona í hennar stöðu hefði leitað til neins fagaðila fyrir slíkt.
Þegar ég var ung sagði ég stundum við gesti sem voru með guðastalla-takta um okkur, að það væri ekki allt eins fullkomið og það fallega heimili liti út.
Þá var ég skömmuð og sagt að ég væri svikari og vanþakklát og slæm mannvera. Það sem var í gangi og ekki samkvæmt fullkominni Gyðju móður eðli, var frá ástandi sem enginn hefði trúað að gæti verið í gangi. Af því að það var demba sem vansæl sál henti munnlega og í einrúmi að þeim börnum sínum sem minntu hana hvað mest á stóru vonbrigðin í lífi hennar. Kúgun frá trú á kerfi. Það voru aldrei nein vitni að þeim dembum.
Þau viðhorf voru frá svaka þröngsýni samfélagsins og mest kirkjunnar sem virtist hafa strekkingarjakka-völd yfir heilabúum þeirra sem til dæmis höfðu upplifað kynlíf og getið barn án þess að hafa sagt já við eitthvert altari. Og áhrifin verða eins og mengað vatn sem helst í kerfum líkamans.
Ég fór til dæmis ekki í mæðraskoðun fyrr en ég var komin sex mánuði á leið um árið vegna smánar-mengunar-syndar sem hafði verið „downloaded“ inn í mig eins og eitri í smá skömmtum í gegn um mánuðina frá þessum viðhorfum í konunni sem gekk með mig. Hið ósýnilega eitur sem enginn sá, en samfélagið lifði samt við.
Hinn allt að því ósýnilegi kostnaðar af því að ræna fólk eigin lífsstefnu og tilgangi
Sá heimur tilfinninga er mikill og mannkyn fyrst núna á síðari árum að byrja að opna það „Pandóra´s Box“. Hin stórkostlega #MeToo-ÉgLíka hreyfingin opnar samt bara smá skammt af því öllu. Og það er vegna þess að um aldir var það sem gerðist inni á heimilum séð sem algert einkamál þeirra sem þar áttu heima. Áhrif frá því hvernig foreldrar kynslóðar minnar sem vorum fædd um miðja síðustu öld eru enn að leka niður kynslóðirnar, þó að ég voni að þau áhrif eigi eftir að hverfa.
Það var ekki hægt að kæra fyrir neitt sem foreldrar eða makar gerðu sínum fjölskyldumeðlimum. Og er sagan í kring um Ólaf Skúlason fyrrverandi biskup og einu sinni kennara minn, bara eitt af dæmunum um það. Og þá afneitun þeirra sem vitnuðu ekki mismeðferðina trúa þolandanum ekki, og einangra þá mannveru út úr fjölskyldunni.
Sú skoðun í fólki að telja sig vita allt um foreldri eða einstakling í fjölskyldu, og hvað það sé fært um í einrúmi án vitna, er mjög einfeldningsleg og skaðleg. Mjög margir sem beita mismeðferð sjá um að engin vitni séu að hegðuninni.
Þess vegna hefur alla sumt það sem tíðkaðist á heimilum þroskað sem vanþroskað verið í gangi innan fjögurra veggja fjölskyldna, og það fram á okkar tíma.
Það er í raun mikill heimur og oft dæmi um mikla tilfinningalega fötlun og vitsmunabrenglun í gangi, þó að ástandið sé ekki endilega séð sem geðbilun. Svo hefur innsýn og skilningur á undirvitundinni ekki verið neinn. En þangað fer slatti af því bælda og gamla óunna frá lífinu, og lekur svo út á ýmsan hátt eins og lek pípa eins og Carl Jung útskýrði.
Þá verða þær tilfinningar einstaklinga sem verða undir í slíku, að finna útleið, eða verða sendar inn og bældar og þá heilsuskaðandi. Eða útleiðin verður til að gera annaðhvort gott, eða illt og spillt, allt eftir innræti hvers og eins.
Svo spurningin er kannski, hvort að sum fjárhagsspilling geti birst frá undirliggjandi viðhorfum og trú frá því hvað einstaklingar láta sig telja að sé í lagi frá skilaboðum í fjölskyldum þeirra og samfélagi um hvað þyki flott.
Mannfæðin í sjálfu sér skapar líka oft sérkennileg höft af ýmsu tagi, sem og ósannleika í þeim kenningum að allir þekki alla. Það þá af ótta við að aðrir læri að myndin sem einstaklingar vilja að allir trúi um mannorð sitt er send út, sé ekki sönn.
Það að þekkja fólk í raun krefst langtíma góðra samræðna við alla í þesskonar samfélögum, og það gerðist ekki á mínum tímum á Íslandi hvorki í ættinni né nágrenni.
Svo er sú ályktun að telja sig þekkja aðra bara frá útliti einu saman og því að meta vegna ættar er allt ansi grunnt og yfirborðslegt. Það er mjög sjálf misleiðandi. Og er ekki nein staðreynd um viðkomandi einstakling. Jafnvel systkini þekkjast í raun ekki, ef þau hafa ekki haft þær samræður og samvinnu sem birta frekar hver mannveran mögulega sé.
Systkini fjöldamorðingja hér í Ástralíu voru líka dæmi um það hversu afstætt þetta með að „þekkja“ systkini er. Svo að það bauð upp á spillingu í að þau systkini sem sáu ekki að bróðirinn væri fær um glæpina, gæti ekki verið sekur, ef réttarkerfið hefði tekið þau trúanleg.
Þegar ég hef til dæmis sagt fólki frá því að móðir Bjarkar söngkonu hafi alist upp í sömu götu og ég þegar fólk hefur minnst á nafn Bjarkar við mig, þegar þau heyra hvaðan ég kem, þá legg ég líka áherslu á að ég þekkti hana ekki neitt, talaði varla nokkurn tímann við hana, af því að ég sé það sem hroka að telja sig þekkja einstaklinga bara frá útliti og nöfnum fjölskyldumeðlima.
Svo getur fámennt samfélag líka virkað sem ljúft og umfaðmandi.
Við sáum dæmi um þær andstæður í sjónvarpinu hér, þar sem kona hafði upplifað að það urðu allir að drekka áfengi til að vera meðteknir í því litla þorpi sem hún bjó í. En samt náði hún að fá þann kjark að brjóta það viðhorf niður og hjálpa mörgum frá fjötrum alkóhólisma eftir að læra að sjá hvað hennar eigin fíkn í alkóhól hafði gert henni, og það átak breytti samfélagi þessa litla þorps.