Huldumaður bjagar samkeppni en fær að fela sig að eilífu

Auglýsing

Á fimmtu­dags­kvöldið 13. des­em­ber greindi Kjarn­inn frá því að Torg, útgáfu­fé­lag Frétta­blaðs­ins, væri að kaupa DV og tengda miðla af Frjálsri fjöl­miðl­un. Útgáfu­fé­lögin stað­festu svo kaupin dag­inn eft­ir.

Síð­ar­nefnda félagið var stofnað haustið 2017 til að kaupa fjöl­miðla út úr Pressu­sam­stæðu Björns Inga Hrafns­son­ar, sem þá var komið að nið­ur­lotum eftir að hafa vaxið hratt með því að kaupa nán­ast alla miðla sem voru í aug­sýn með skuld­settum yfir­tök­um, án þess að nokkrar við­skipta­legar for­sendur væru fyrir upp­kaup­un­um. 

Pressu­sam­stæðan skuld­aði fyrir vikið mörg hund­ruð millj­ónir króna og hafði auk þess, árum sam­an, tekið há ólög­leg lán hjá hinu opin­bera og starfs­fólki sínu í óleyfi með því að skila ekki inn stað­greiðslu skatta, inn­heimtum virð­is­auka­skatti, líf­eyr­is­sjóðs­greiðsl­um, stétt­ar­fé­lags­greiðslum og jafn­vel með­lagi sem dregið hafði verið af starfs­mönn­um. 

Þegar Frjáls fjöl­miðlun birt­ist eins og ridd­ari á hvítum hesti greiddi félagið háa upp­hæð fyrir að kaupa út valda fjöl­miðla úr því sem síðar varð þrotabú Pressunn­ar. Fjár­mun­irnir voru not­aðir til greiða hluta þeirra opin­beru gjalda sem voru í van­skilum og þar með forða þáver­andi for­svars­mönnum Pressunnar frá því að lenda jafn­vel í fang­elsi. Sá sem reiddi fram fjár­mun­ina fyrir hönd Frjálsrar fjöl­miðl­unar var lög­mað­ur­inn Sig­urður G. Guð­jóns­son.

Auglýsing
Í febr­úar 2019 greindi Kjarn­inn frá því að emb­ætti Toll­stjóra hefði fall­ist á að rift 143 milljón króna greiðslu úr Press­unni í rík­is­sjóð. Auk þess er deilt um riftun á 135 millj­ónum króna til við­bótar sem fór til rík­is­sjóðs fyrir dóm­stól­u­m. 

Á manna­máli þýðir þetta að þarna sé um fjár­muni að ræða sem ríkið átti með réttu, Pressan not­aði ólög­lega og nú er vafi um að muni skila sér aftur í rík­is­sjóð.

Botn­laust tap

Frjáls fjöl­miðlun hóf síðan starf­semi haustið 2017 og hélt áfram útgáfu á þeim miðlum sem félagið hafði keypt. Ekk­ert lá fyrir um hvaðan fjár­munir til þess höfðu kom­ið.

Skráður eig­andi að öllu hlutafé í Frjálsri fjöl­miðlun var félagið Dals­dalur ehf., í eigu Sig­urðar G. Guð­jóns­son­ar.

Á fyrstu 16 mán­uð­unum sem hin nýja fjöl­miðla­sam­steypa DV starfaði, frá sept­em­ber 2017 og út árið 2018, tap­aði hún 283,6 millj­ónum króna. Ekki liggur enn fyrir hversu mikið tapið verður á þessu ári en miðað við að sam­dráttur hefur orðið í aug­lýs­inga­sölu hjá flest­um, ef ekki öll­um, fjöl­miðlum í ár þá má búast við að það hafi verið umtals­vert. Raunar sagði skráður eig­andi Frjálsrar fjöl­miðl­un­ar, Sig­urður G., við RÚV fyrir rúmri viku að „rekst­ur­inn er mjög erf­ið­ur­[...]þetta er búið að vera rekið með tapi frá árinu 2017.“

Kjarn­inn hefur opin­berað að Frjáls fjöl­miðlun skuld­aði 610,2 millj­ónir króna í lok síð­asta árs. Skuld­irnar eru nær allar við eig­and­ann, Dals­dal og engin sér­stakur gjald­dagi er á þeirri skuld, sem ber heldur enga vext­i.  Eina eign þess félags er Frjáls fjöl­miðl­un. 

Í sam­tali við Stund­ina fyrir rúmu ári vildi Sig­urður ekki upp­lýsa um hver það væri sem hefði lánað Dals­dal mörg hund­ruð millj­ónir króna vaxta­laust. Sá huldu­maður fékk að leyn­ast. Engin opin­ber eft­ir­lits­stofnun hefur gert athuga­semd við það eða talið nauð­syn­legt að beita sér fyrir því að lán­veit­and­inn yrði opin­ber­að­ur. Ekki fjöl­miðla­nefnd, ekki rík­is­skatt­stjóri. Ekki sam­keppn­is­eft­ir­lit­ið. 

Eftir að fjöl­miðlar félags­ins voru seldir til Torgs þá getur við­kom­andi huldu­maður tryggt að það muni aldrei glitta í hann. Miðl­arnir voru eina eign Frjálsrar fjöl­miðl­un­ar. Nú verður hægt að setja félagið í þrot og afskrifa kröf­urn­ar. Málið dautt.

Felu­leikur bless­aður

Eina álykt­unin sem rök­rétt er að draga er að það megi fela raun­veru­leg yfir­ráð yfir fjöl­miðlum á Íslandi. Og fyrst það hefur ekki verið neinn áhugi innan stjórn­mála­stétt­ar­innar að laga þessa stöðu með laga­setn­ingu, þrátt fyrir að margoft hafi verið greint frá henni opin­ber­lega, þá verður að gefa sér það að slík leynd sé allt í lag­i. 

Sam­keppn­is­eft­ir­litið mun sam­þykkja sam­run­ann án athuga­semda þar sem að þeim rökum verður beitt að Frjáls fjöl­miðlun sé fyr­ir­tæki á fallandi fæti. Það þýðir að ef eng­inn kaupir félagið muni það fara í þrot. Og í ljósi þess að engar við­skipta­legar for­sendur hafa verið fyrir rekstr­inum verður fall­ist á það. 

Auglýsing
Með þessu hefur íslenska ríkið lagt blessun sína yfir felu­leik og mark­aðs­bjög­un, sem hefur valdið öðrum fjöl­miðla­fyr­ir­tækjum sem reyna að reka sig heið­ar­lega, með gagn­sæjum hætti og með sjálf­bærni að leið­ar­ljósi miklum skaða. 

Sá skaði bæt­ist við allskyns við­bótar með­gjöf sem ríkið hef­ur, beint og óbeint, veitt völdum fjöl­miðla­fyr­ir­tækjum á síð­ast­liðnum rúma ára­tug, á kostnað hinna sem við þau keppa. Birt­ing­ar­mynd hennar er meðal ann­ars sú að valdir fjöl­miðlar hafa notið umfram stuðn­ings frá hinu opin­bera með því að rík­ið, stofn­an­ir, rík­is­fyr­ir­tæki og sveit­ar­fé­lög kaupa mikið magn af aug­lýs­ingum í þeim. Þar er sann­ar­lega ekki unnið eftir neinu heild­rænu skipu­lagi og við blasir að ákveðnir fjöl­miðlar hafa fengið mun meira í sinn hlut af því aug­lýs­ingafé en aðr­ir. Þar er um að ræða hund­ruð millj­óna króna á ári. 

Þá er rétt að nefna að Sorpa, fyr­ir­tæki í eigu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, hefur verið að bera tug­millj­óna króna kostnað árlega af því að urða dag­blöð og frí­póst. Sá kostn­aður fellur óbeint á skatt­greið­end­ur, eig­endur Sorpu, og má vel túlka sem nið­ur­greiðslu á starf­semi þeirra fjöl­miðla sem miðla sínu efni á pappír sem endar í rusla­tunnum lands­manna, í stað þess að miðla því staf­rænt og án þeirra kostn­að­ar­sömu, og óum­hverf­is­vænu, afleið­inga. 

En hæst ber auð­vitað 4,5 millj­arða króna afskriftir rík­is­bank­ans Íslands­banka á skuldum Árvak­urs, útgáfu­fé­lags Morg­un­blaðs­ins, og 3,7 millj­arða króna afskriftir líf­eyr­is­sjóða og rík­is­bank­ans Lands­bank­ans á skuldum gamla 365 þegar fjöl­miðlar þess, nú í eigu Sýnar og Torgs, voru seldir inn í nýtt félag en það gamla skilið eftir í þrot­i. 

Þá er ótalið að RÚV stund­aði sam­keppn­is­rekstur sinn, sem felur í sér sölu á aug­lýs­ingum og kost­un­um, ekki í sam­ræmi við lög vegna þess að hann var ekki hafður í dótt­ur­fé­lagi. Um kom­andi ára­mót á að bæta úr því þegar félagið RÚV sala tekur til starfa. Það verður til rík­is­fyr­ir­tæki sem selur aug­lýs­ingar sem birt­ast bara í öðru rík­is­fyr­ir­tæki. 

Vökvið sprota

Hluti þess­ara vær­inga hafa átt sér stað á sama tíma og frum­varp um stuðn­ing við einka­rekna fjöl­miðla hefur verið í mót­un, en um þrjú ár er síðan að veg­ferð þess hófst. Til­gangur frum­varps­ins er meðal ann­ars að bregð­ast við því að rek­star­for­sendur einka­rek­inna fjöl­miðla eru alltaf að verða erf­ið­ari og erf­ið­ari vegna breyttrar neyt­enda­hegð­un­ar, breyt­inga á miðlun efn­is, minni vilja til að greiða fyrir efni og veru­legs sam­dráttar í birtum aug­lýs­ing­um. 

Allt eru þetta alþjóð­legar áskor­an­ir. Á Íslandi bæt­ist líka við ofan­greind mark­aðs­bjög­un, sem ríkið ber ábyrgð á annað hvort með afskipta­leysi gagn­vart fyr­ir­tækjum sem reka sig ólög­lega, eða með því að greiða fjár­hags­lega götu val­inna fjöl­miðla fram yfir aðra án sýni­legra skýr­inga. Ofan á það kemur að sér­hags­muna­að­ilar hafa eytt síð­ast­liðnum ára­tug í að sanka undir sig stærstu einka­reknu fjöl­miðla lands­ins og skeyta litlu um að reka þá á við­skipta­legum for­send­um. Ríkt fólk er til­búið til að henda háum fjár­hæðum í að halda starf­semi á floti sem virð­ist ekki eiga sér neinn til­veru­grund­völl í núver­andi mynd. Á­stæður eign­ar­halds­ins eru aðr­ar.

Frum­varpið um stuðn­ing til einka­rek­inna fjöl­miðla, sem nú hefur verið útvatnað að kröfu hluta þing­manna Sjálf­stæð­is­flokks, miðar meðal ann­ars að því að litlir en mik­il­vægir fjár­munir fari til fjöl­miðla­fyr­ir­tækja sem eru í vexti. Þeirra sem eru ekki skuld­sett upp í rjáfur og eru að auka veltu sína ár frá ári. Að finna sér fót­festu í breyttum veru­leika. 

Þum­al­putta­reglan segir að það eigi að vökva slíka sprota. Það er gert með sam­bæri­legu end­ur­greiðslu­kerfi fyrir rann­sóknir og þró­un, kvik­mynda­gerð og vegna bóka­út­gáfu. Það skilar fjöl­breytt­ari fjöl­miðlaflóru, sterk­ari lýð­ræð­is­stoð­um, fleiri krónum aftur í rík­is­kass­ann í formi auk­inna skatt­greiðslna sam­hliða vexti og auð­vitað fleiri störfum fyrir metn­að­ar­fulla blaða­menn. 

En meg­in­þorri þeirra fjár­muna sem ríkið ætlar að útdeila í þessum til­gangi fer ekki til vaxta­fyr­ir­tækja, heldur í að nið­ur­greiða þegar orðið tap stærstu miðl­anna.

Vit­rænt væri að snúa þessu við.

Kjarn­inn er einn þeirra miðla sem myndi fá úthlutað stuðn­ings­greiðslum verði frum­varp mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra að lög­um. Að óbreyttu myndi um 2,5 pró­sent af heild­ar­greiðslu úr rík­is­sjóði vegna stuðn­ings­ins fara til Kjarn­ans. Meg­in­þorri hans færi til Árvak­urs, Torgs og Sýn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari