Íslenskir hestar og vetrarveður

Hallgerður Hauksdóttir fjallar um íslenska hestinn og veður í aðsendri grein.

Auglýsing

For­feður íslenska hests­ins eru til þús­unda ára aðlag­aðir að og upp­runnir úr aðstæðum sem gera hann sér­stak­lega hæfan til að lifa úti á Íslandi. Hestar eru því það búfé hér á landi, sem kemst hvað næst því að fá að lifa í sam­ræmi við það mark­mið íslenskra laga um vel­ferð dýra að þau fái tjáð sitt eðli­lega atferli eins og frekast er unn­t. 

Þetta getum við veitt hest­unum m.a. vegna þess að við getum haldið þá úti við árið um kring og leyft þeim að njóta frjáls­ræðis í hjörðum innan sinnar teg­undar þar sem þeir taka þroska í sam­neyti við hvorn annan og þroska sér­stakt sjálf­stæði sitt og hæfn­i. 

Íslenski hest­ur­inn hefur það mjög gott úti að upp­fylltum nokkrum grunn­kröfum um atlæti og aðstæður en það verður líka alveg sér­stak­lega að gera grein­ar­mun á hrossum sem eru í brúkun og þeim sem eru ekki í brúk­un. 

Auglýsing

Upp­runi og sér­staða íslenska hests­ins

For­faðir hests­ins þró­að­ist í átt að núver­andi mynd þegar grassteppur komu fram og hann varð far­sæll gras­bít­ur. Hann er flótta­dýr og félags­dýr sem skýrir rým­is- og hreyfi­þörf hans og félags­greind. Núver­andi teg­und (equus) kom fram fyrir 4-4,5 m. ára. Hest­ur­inn var lík­lega tam­inn fyrir 5-6 þús­und árum síðan og talið er að allir tamdir hestar séu komnir af minnst fjórum ólíkum villtum stofnum sem lögðu hver til sína eig­in­leika. Íslenski hest­ur­inn sem er nor­rænn, er tal­inn hafa næstan upp­runa­skyld­leika við hjaltlands­hest­inn og norska norð­lands­hest­inn, sem eiga for­föður í mongólska hest­in­um. Mongólski hest­ur­inn hefur verið í Mongólíu í a.m.k. 3 þús­und ár. Annar náskyldur er yakut­ian hest­ur­inn sem hefur þró­ast af sama mongólska stofni og kom þaðan til Síberíu á 14. öld. 



Þetta eru sann­kall­aðir vetr­ar­hestar, en kuld­inn í Síberíu getur farið niður í allt að -70° þar sem hest­arnir lifa úti við, líkt og sá mongólski og sá íslenski gera. Í Mongólíu getur frost farið niður fyrir mínus 40° á vetrum og upp fyrir 40° að sumri svo hrossin hafa þurft að aðlag­ast miklum veð­ur­fars­legum öfg­um. Það hafa þau gert mjög vel. 



Íslenski hest­ur­inn er kom­inn af þessum hestum og tal­inn skyldastur mongólska stofn­inum af þeim kynjum sem eru til í dag. Það skýrir hvað hann ræður vel við aðstæður og veð­ur­far hér á landi. Íslenska kynið er eitt hrein­rækt­að­asta hrossa­kyn í heimi, en það hefur ekki bland­ast öðrum kynjum í yfir þús­und ár og einnig haft þann tíma til að aðlag­ast hér. Stofn­inn er stór og hraust­ur. 

Vel fóðr­aður og heil­brigður úti­gangur

Ef hestar á úti­gangi eru heil­brigðir og í góðum holdum að hausti þá eru þeir vel undir vet­ur­inn bún­ir. Hest­arnir þurfa nægi­legt fóður og rými og að geta valið sér (nátt­úr­legt eða mann­gert) skjól ef þeir það vilja. Þeir nota skjólin síður í stór­hríðum á vetrum enda vilja þeir ekki láta fenna að sér, og standa þá jafn­vel fremur hátt og láta snjó­inn fjúka fram hjá sér. Þeir nýta skjólin fremur í umhleyp­ingum þegar þeir eru í feld­skiptum á hausti eða vori. Með úti­gangi er átt við stóð­hross, þ.e. tryppi í upp­vexti, hryssur með fyli, fol­alds­hryssur og annan úti­gang sem ekki er í brúk­un, til dæmis eldri hesta sem njóta hvíldar áður en þeir eru felldir eða hross sem eru í hvíld frá brúkun af öðrum ástæð­u­m. 



Hestar mynda mik­inn innri hita við melt­ingu á fóðri. Fitu­lag og feldur ein­angra hit­ann mjög vel. Hárafar íslenska hests­ins ein­kenn­ist líkt og þess mongólska af þykkum hlýjum feld á vetrum, en snöggum á sumr­in. Hárafar hest­anna okkar er almennt þétt og fitu­smurt og ystu hár í vetr­ar­ham eru síð vind­hár sem leiða vætu frá ein­angr­andi innra lag­inu. Fóður og lík­am­legt ástand ráða miklu um hárafar og hor­aður hestur verður þurr á húð og hár og þá er meiri hætta á lús og hold­hnjúskum sem rjúfa ein­angrun felds­ins. Áríð­andi er því að hestar fari ekki grannir inn í vet­ur­inn á úti­gangi.

Reið­hestar hafa aðrar þarfir vegna brúk­unar

Reið­hestar verða aftur á móti að vera inni því þeir þurfa bæði að vera mun létt­ari á holdum en úti­gang­ur­inn og einnig vegna þess að þeir eru svit­aðir í reið, sem rýrir ein­angr­un­ar­gildi felds þeirra. Þeir kólna jafn­framt eftir brúkun sem er þeim skeinu­hætt úti við. Um reið­hesta í reið­hests­holdum gilda því allt önnur lög­mál en um úti­gang­inn og verður að gera grein­ar­mun á þörfum þeirra fyrir hús­vist. 



Þetta virð­ist ekki liggja nógu skýrt fyr­ir, þessi grund­vall­ar­munur á úti­gangi og reið­hestum og lýsir það miklu van­mati á getu hest­anna og aðlög­un­ar­hæfni. Bæði gildir að reið­hestum líður vel inni við eðli­legar aðstæður og að úti­gangi líður vel úti við eðli­legar aðstæð­ur. 



Hest­ur­inn okkar er almennt sterk­byggð­ur, mjög þol­inn og þol­góð­ur, rat­vís og sjálf­bjarga. Ef við myndum þurrka út alla manna­byggð (og allar girð­ing­ar) á Íslandi en hest­ur­inn yrði hér eftir og fengi að ganga hér villtur er lít­ill vafi á því að hann myndi bjarga sér vel hér í stórum hjörð­um. Að sama skapi er alveg víst að stór skörð yrðu höggvin í hjarð­irnar inn á milli vegna nátt­úru­ham­fara á borð við eld­gos, ofsa­veð­ur, snjó­flóð eða vegna mjög langvar­andi jarð­banna, svo eitt­hvað sé nefn­t.  

Ham­fara­veður og aðrar nátt­úru­ham­farir

Ham­fara­veður eru allt annað en venju­leg veð­ur. Þegar það koma furðu­veður eins og gerð­ist hér fyrir norðan í des­em­ber þá getur orðið hrossa­fell­ir, það er hinn harði veru­leiki. Þetta er sem betur fer sjald­gæft, en er hið óhjá­kvæmi­lega gjald sem við greiðum fyrir að leyfa hest­unum að njóta eðlis síns og frjáls­ræð­is. Auð­vitað reynir fólk allt sem það getur til að koma í veg fyrir felli, en stundum verða aðstæður yfir­þyrm­andi og óvið­ráð­an­legr­ar. Auð­vitað þarf líka alltaf að hafa vak­andi auga með vel­ferð hrossa eins og ann­arra dýra. Það er allt í lagi að tala um þetta. 



En það er hins­vegar að mínu mati engin vel­ferð fólgin í því að þvinga stóð­hross inn í hús í tíma og ótíma í var­úð­ar­skyni yfir vet­ur­inn og í sumu til­liti er það jafn­vel þvert gegn vel­ferð hest­anna. 



Það er jafn­framt mjög erfitt að meta aðstæður á Íslandi svo vel að aldrei bregði út af bestu lausn­um. Þetta er veru­leiki okkar hér. Sama á við um dýr­in, bæði þau villtu og tömdu, þau geta orðið undir vegna aðstæðna á Íslandi alveg eins og við. Því miður er það land­lægur og nán­ast kerf­is­bund­inn mis­skiln­ingur hér að hest­unum okkar sé svo kalt úti. Já, okkur sjálfum væri sann­ar­lega kalt en hest­unum er það hins­vegar ekki. 



Ég vona að með tíð og tíma átti almenn­ingur sig betur á því hvað þessi hánor­rænu dýr hafa það almennt gott hér og hversu nærri þau eru eðli sínu í frjáls­ræði hjarð­ar­inn­ar, við atlæti úti við. Ég vil votta öllum þeim sem misstu hesta í ham­fara­veðr­inu hlut­tekn­ingu mína. Jafn­framt hvet ég alla þá sem telja að til­tek­unum hrossum hafi ekki verið sinnt nægi­lega vel við þessar aðstæður til að til­kynna það án tafar til Mat­væla­stofn­unar og óska eftir úttekt á aðstæðum þeirra og við­eig­andi aðhald­i. 



Einnig til að láta sig áfram almennt varða þá hesta sem ekki er gefið nægi­lega vel eða veittar nægi­lega góðar aðstæð­ur. Þess verður alltaf þörf að veita aðhald. Að því sögðu, þá bið ég fólk að draga línu. Við  verðum að skilja mun­inn á afleið­ingum nátt­úru­ham­fara og á afleið­ingum skeyt­ing­ar­leysis eða van­rækslu. Það sem þetta snýst í grunn­inn er hvort við viljum leyfa hest­unum að njóta vafans, njóta síns eðlis við úti­vist, eða ekki. 

Leyfum hestum að njóta eðlis síns við góðan kost

Und­ir­rituð hefur umgeng­ist  íslenska hesta hér í 45 ár og haldið þá óslitið í 40 ár og þessi pist­ill er rit­aður sem hug­leið­ing hesta­konu til ykkar hinna, von­andi til að upp­lýsa ein­hverja og til að vinda ofan umræðu sem hefur ein­kennst af mis­skil­in­ingi að miklum hluta. Ég hvet þá sem hafa áhuga á vel­ferð hrossa til að kynna sér líf­fræði þeirra og hæfni og bið fólk að byggja mat sitt á upp­lýstri þekk­ingu en ekki skoð­unum eða sögu­sögn­um. 



Mér þykir sjálfri mjög vænt um þessa hesta og myndi ekki undir neinum kring­um­stæðum tala gegn vel­ferð þeirra. Ég ein­fald­lega veit að hrossum líður best úti við ef þau eru ekki í brúkun og að þau ráða mjög vel við úti­vist­ina ef kost­ur­inn er góð­ur. Í umræðum hefur verið vísað í aðstæður eins og þær voru hér áður fyrr. Það er alveg af sem áður var þegar horaðir og þreyttir vinnu­hestar voru í neyð settir út ,,á guð og gadd­inn“ á haustin eins og gert var hér í gamla daga, þar sem þeir sultu og kólu til bana við ömur­legar aðstæð­ur. Svo­kall­aðir hor­kóng­ar, menn sem gjarnan söfn­uðu stórum stóðum og áttu hvorki hey né land fyrir stóðin eru horfnir í dag. Aðhald sam­fé­lags­ins gagn­vart eft­ir­liti með hestum er mikið meira en það var og reyndar meira en gagn­vart nokkrum öðrum dýrum hér á land­i. 



Þessir vondu tímar eru því liðnir sem við­mið enda eru afföll í hesta­stofn­inum mjög lítil í nútím­anum við venju­legar íslenskar aðstæður og sóma­sam­legt atlæti. Reyndar eru afföll minnst hjá hrossum, ef miðað er við allar aðrar búfjár­teg­undir sem haldnar eru hér á landi.



Von­andi er þetta síð­ast­nefnda eitt og sér umhugs­un­ar­efni.



Höf­undur er hesta­kona í Hafn­ar­firði.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar