Að sitja við hið litríka borð sköpunar

Matthildur Björnsdóttir fjallar um „hina stórfenglegu sköpun jarðar“ í aðsendri grein.

Auglýsing

Ég hef nú búið í Adelaide í Ástr­alíu í 32 ár, og setið við þetta gullna hlað­borð sköp­un­ar, innan um alla liti sem skap­ar­inn setti í húð fólks og nátt­úr­una.

Við höfum mörg hund­ruð plöntur í garð­inum við horn­húsið okkar og þar búa smá­eðlur sem ég sé samt sjald­an, þær halda sér mikið út af fyrir sig. Það er mikið af fuglum eins og fal­legum páfa­gaukum sem heim­sækja trén og njóta safa blóma ástr­al­skra plantna.

Einu sinni fengum við vatns­hænu í heim­sókn í garð­inn, hún var langt frá sínu venju­lega umhverfi, en virt­ist hafa komið í þennan garð til að heila sáran fót, hún var hér í nokkrar vik­ur, einn dag­inn var hún svo horf­in. Fót­ur­inn trú­lega orð­inn góður af nær­ing­unni við að narta í góð­gætið í garð­in­um.

Auglýsing

Garð­vinna er í gangi allt árið um kring, og hægt að rækta allt mögu­legt eftir æski­leg­ustu árs­tíðum fyrir hverja teg­und allt árið um kring. Hun­angs­fl­ugur fljúga um með sín verk­efni, og vespur hafa skapað sér heim­ili á ver­önd­inni en aldrei gert okkur mein, og ekki heldur hun­angs­fl­ug­urn­ar.

Ein­stak­lingar af öllum húð­litum eiga heima hér í Ástr­al­íu, og við hér í Adelaide, höfum góðan þver­skurð af öllum flokkum jarðar sem hafa valið að hafa Ástr­alíu sem heim­ili sitt. Borg, sem er fjórum sinnum mann­fjöldi hinnar íslensku þjóð­ar.

Ég skil að lit­róf húð­ar­lita mann­kyns geti hafa verið frá því hversu mikið magn var af sól þar sem sá hópur byrj­aði af sköp­unar hálfu, en það eru víst nokkrar aðrar kenn­ingar í gangi um ástæður mis­mun­andi lita í húð.

Það að vera fædd for­eldrum sem höfðu búið í löndum þar sem þetta lit­róf er í einu landi, þýddi að okkur var aldrei sagt að okkar húð­litur væri hærri eða betri en ann­ar.

Eitt af því merki­lega sem ég upp­lifði eftir að koma hingað var að horfa á þætti Oprah Win­frey. Hún opn­aði það stærsta Pand­óru­box sem ég hafði upp­lif­að. Það var um alla mis­með­ferð­ina sem fólk kom í þætti hennar með til að tjá sig um, og til að deila með heim­in­um. Þau fengu rödd í fyrsta skipti á ævinni um lífs­reynslu sína. Mál­efni sem voru bönnuð í því umhverfi sem ég kom úr á Íslandi og höfðu verið þögguð niður víð­ast um heim­inn um ald­ir.

Þar sást að ruglið í prestum um að öll börn sem fædd­ust væru heilög og að þau væru elskuð af Guði. Málið er nú samt því miður þannig að ef börn upp­lifa ekki að vera elskuð af sínum jarð­nesku for­eldrum, að þá er sú ást ansi fjar­læg og upp­lif­ist ekki sem sú nær­ing sem þau þurfa. Og margt dökkt um mann­legt eðli kom fram í þessum þátt­um.

Mann­leg gæði koma í öllum litum mann­vera

Oprah Win­frey er með brúna húð eins og Nel­son Mand­ela, Mat­hma Ghandi, Desmond Tutu og aðrir sem hafa sýnt heim­inum kær­leika sem hefur ekki endi­lega alltaf verið eins áber­andi frá fólki með hvítu húð­ina á hinu stóra sviði fjöl­miðla. Það eru frá­bærir leik­arar á kvik­mynda­skjánum með alla­vega lita húð. Sem sýnir líka að þetta með liti er hluti sköp­unar og það er tími til að end­ur­skoða þessa gömlu lita-­fó­bíu um húð­liti.

Þegar ég kom til Íslands í tvö síð­ustu skiptin var því ljúft að sjá fleiri húð­liti á göngu á Lauga­veg­in­um.

Mann­leg gæði fara eftir innri manni, sál­ar­þroska, góðu eðli og vilja til að gera vel við sam­bræður sína. Ekki litnum á húð þeirra.

Þau fara ekki eftir lit á húð við­kom­andi mann­veru. Hvítt fólk drep­ur, ræn­ir, stelur og gerir aðra slæma hluti ekki síður en þeir sem hafa annan lit á húð­inni. Þannig er sköpun alltaf að sýna að lit­róf þess er mun meira og víð­feðm­ara og marg­vís­legra, en ýmsir þeirra sem hafa stýrt heim­inum í trú­ar­brögðum og stjórn­málum hafa viljað koma auga á.

Ann­ars hefði ekki verið þræla­hald á fólki með lit­aða húð, það væri ekki enn verið að bíða með að leyfa frum­byggjum Ástr­alíu að fá það sem þeir eiga rétt á að fá en eiga samt eftir að fá til að vera séðir sem sami hluti af sam­fé­lag­inu og við öll hin.

Þjóðin vill að það verði gert, en sumir í stjórn­málum eru með and­lega melt­ing­ar­tregðu um það.

Og þannig mætti lengi telja um hvernig er verið að mis­muna fólki sem er frá upp­haf­legum frum­byggja­hópum jarð­ar, af þeim sem eru með hvíta húð og telja sig hærri í öllu í visku og þroska, en mann­ver­urnar með öðru­vísi lit­aða húð.

Hrok­inn þar er sorg­leg­ur, og sýnir van­þroska og mistúlkun á hvernig allt heila nátt­úru­kerfið virk­ar. Hvort sem við skoðum það í mann­líf­inu, eða öllu hinu líf­ríki jarðar sem og him­in­geims.

Við höfum lært um Ind­verja hann Mahatma Ghandi sem var merki­leg sál, og við vitn­uðum mann­gæsku Nel­sons Mand­ela eftir að hann fékk lausn úr fang­elsi eftir 27 ár eftir að hafa verið settur í fang­elsi fyrir að berj­ast gegn aðskiln­að­ar­stefnu í Suð­ur­-Afr­íku.

Það að læra um hann láta fanga og þolendur glæpa þeirra sitja og horfast í augu við hvert annað og vitna ástæður fyrir gerðum og til­finn­ingar þeirra sem lifðu við afleið­ingar hræði­legra glæpa. Atriði sem ætti að vera gert í öllum slíkum til­fellum þegar mögu­legt er. Og lit­róf húðar hans var ekki hvítt.

Hann var ekki efni í stjórn­mála­mann, en hann var mann­vin­ur. Ungir menn með lit­aða húð sem voru svo miklir kjánar að láta blekkja sig til að smygla dópi fyrir örfáa doll­ara sem laun sem þeir töldu að myndi redda þeim í fátækt sinni en vissu ekki að þeir væru þá að selja sál sína. Í fang­els­inu voru þeir búnir að fara í algera yfir­haln­ingu um sig og sinn innri mann, og að hjálpa öðrum í fang­els­inu á Bali.

Þeir voru samt teknir af lífi þrátt fyrir hinar stór­kost­legu fram­farir í þroska og iðrun sem þeir höfðu sýnt, og fengið frá­bæra and­lega aðstoð frá áströlskum lista­manni sem heitir Ben Quil­ty. Við vorum öll í sjokki yfir þessu órétt­læti vegna þess hve mikið þeir höfðu unnið í sér og þroskast.

Allar þær fréttir sem hafa komið frá hinum ýmsu löndum heims um þessa húð­lita-­fó­bíu sýna að trú­ar­brögðin hafa ekki skilið að mann­gæði eru í öllum lit­um, og slæmar mann­verur koma líka í öllum lit­um, og þau með hvítu húð­ina ekk­ert meiri englar, en þeir sem hafa öðru­vísi lit­aða húð. Við höfum séð margar konur frá Afr­íku sem búa hér, og eru með þá dekkstu húð sem til er, sýna í þátt­töku sinni í ýmsu sjón­varps­efni, að þær væru stór­kost­legir leið­togar þjóða.

Það er hrein­lega unaðs­legt að vitna alla þessa dásam­legu ein­stak­linga sem veita ekki bara Ástr­alíu heldur öllu mann­kyni þjón­ustu sína með þekk­ingu og mann­kær­leika. Það er fal­legur þver­skurður frá upp­runa­legu plani sköp­un­ar.

Það er ungur maður með víetnamskan upp­runa hér sem vinnur nú við að nota tækni þekk­ingu sína til að létta stór­lega fötl­uðu fólki lífið með tækjum sem hjálpa þeim að tengja við bæði þeirra eigin hæfi­leika í tón­list eða öðru og svo til að tengja út í hinn ytri heim. Hlutir sem þeir sem lifðu í slíku ástandi um aldir höfðu ekki tæki­færi til að gera.

Hann er hrein­lega himnesk sál, og egó ekki grein­an­legt frá hon­um. Og það er líka annar ungur maður frá Víetnam sem er lærður lög­fræð­ingur en vann svo Master Chef fyrir ein­hverjum árum síð­an, og gefur okkur inn­sýn í heim sinn um mat frá öllum mögu­legum menn­ing­um.

Svo er enn annar ungur maður með lit­aða húð sem er söngv­ari en lyftir sálum ungra barna með því hvernig hann með öðrum kennir börnum að læra gildi tón­listar fyrir líf sitt. Hann var líka einn af þeim á The Voice hér og var ásamt Boy George með mun betri leið til að fá kúnn­ana sína, en önnur konan sem var með þeim.

Hann notar sumt af því fjár­magni sem hann aflar til að reka athvarf fyrir konur sem hafa orðið fyrir heim­il­is­of­beldi. Og þannig gæti ég talið enda­laust upp um meiri­háttar sálir með alls­konar húð­liti sem eru hér til að bæta ástand mann­kyns. Það er gaman að sjá Boy George aftur hér og sjá hvernig hann hefur þró­ast í gegn um árin frá því að muna eftir honum þegar hann kom fyrst fram áður en ég flutti hing­að.

Hinn mikli ótti við veru­leika lit­rófs­ins

Áður en ég kom hing­að, upp­lifði ég að vitna mikla mis­munun og van­þekk­ingu og for­dóma í alla­vega sumum ein­stak­lingum í íslensku þjóð­inni um þetta með húð­lit­ina. Og það kom mjög sterk­lega fram í senu sem gerð­ist á vinnu­stað mín­um.

Kona sem vann á sama vinnu­stað og ég, var að segja okkur að systir sín væri að ætt­leiða börn frá landi þar sem börn hafa annan húð­lit en Íslend­ingar höfðu haft. Þá hrein­lega varð önnur kona æf, og hún öskr­aði: Hvernig dirf­ist hún að taka börn með annan húð­lit inn í hið íslenska sam­fé­lag?

Það var hámark slæmrar spill­ingar í við­horfi til húð­ar­lits í heila­búi þeirrar konu. Blinda sem til­heyrir engan veg­inn því sem skap­ar­inn hefur haft í sínu kerfi. En hvítt mann­kyn bjó til handa sér og hefur haldið í um ald­ir.

Við sjáum það til dæmis í því að það sé í lagi fyrir hvítan lög­reglu­mann í Amer­íku að skjóta ungan mann með dökka húð burt­séð frá hvort sá með dökku húð­ina hafa gert eitt­hvað rangt eða ekki. Þeir skjóta bara af því að þeim líkar ekki við brúnan húð­lit, og sleppa við fang­elsi. En ef það ger­ist á hinn veg­inn endar sá sem hefur brúnu húð­ina í langri fang­els­is­vist burt­séð frá magni sekt­ar.

Þessi hræði­lega aðskiln­að­ar­stefna er í gangi, þessi oftrú á hvítu holdi. Oftrú á að þeir sem hefðu og hafa hvítt hold væru og séu betri og hærri á mann­lega skal­an­um, en þeir sem skap­ar­inn hafði gefið aðra húð­tóna af þeim ástæðum sem það var. Við munum kannski aldrei vita af hverju það var, þó að ég telji að það hljóti að vera tengt magni sólar á þeim hluta jarðar sem sá hópur skap­að­ist. Svo er hægt að hugsa sér að skap­ar­inn hafi haft kímni­gáfu og viljað láta mann­kyn reyna á umburð­ar­lyndi sitt? Og hefur trú­lega alltaf ein­hverja teg­und af kímni­gáfu. Kímni­gáfu sem við náum ekki alltaf að skilja.

Þeir með hvítu húð­ina hafa oft verið hræði­lega grimmir við upp­runa­legu hópana í heim­inum þegar þeir töldu sig meira útvalda af almætt­inu, af því að þeir höfðu hvíta húð. Það er í raun með ólík­indum að þeir höfðu ekki einu sinni næga for­vitni um þessa ein­stak­linga. Eins og til dæmis amer­íska Indíána, sem eins og ástr­alskir frum­byggjar skildu sköpun mun betur en hvít­skinn­ungar gerðu.

Þeir sem höfðu meiri liti í húð­inni og höfðu lifað í beinum og hollum teng­ingum við sköpun í nátt­úr­unni og oft án húsa. Og sá hroki hvítra ein­stak­linga er enn í gangi. Eski­móar fengu sams­konar með­ferð.

Hinir sam­býl­is­fé­lag­arnir okkar á jörðu

Svo eru það dýr­in, trén, skor­dýrin og allt umhverfið sem fólkið með hvítu húð­ina hafa verið hvað sek­astir um að skaða í gegn um ald­irn­ar. David Atten­borough, Jane Goddall, Brian Cox og ótal aðrir eru að minna okkur á það að sjá fækkun allra dýra sem voru sköpuð í til­gangi fyrir jörð­ina og líf­rík­ið. Og Gréta Thun­berg að sjá um að heim­ur­inn vakni úr dvala um hvernig við höfum komið fram við móður jörð. Gréta Thun­berg, er líka að kalla á mann­kyn að vakna til að sjá að jörðin var ekki búin til bara fyrir fólk nokk­urra kyn­slóða til að eyða, drepa, og höggva nið­ur.

Ég var svo sann­ar­lega ekki vöknuð til þess sem hún skil­ur, þegar ég var á hennar aldri. Og ég myndi svo sann­ar­lega hafa hrokkið í milljón bita ef ég hefði átt að ávarpa þjóð­ar­leið­toga heims.

Hún Gréta Thun­berg er greini­lega hér á jörðu í þessum til­gangi að vekja okkur enn betur upp úr eigin dek­ur-dái eftir að lið stjórn­mála­að­ila hafa skipt um skoð­un, og vilja frekar lifa í eigin blekk­ing­ar­kúlu, en hafa augun opin fyrir raun­veru­legu ástandi jarð­ar. Það er svo leitt að vitna suma leið­toga gera lítið úr skila­boðum henn­ar.

Það er stað­reynd að jörðin mun halda áfram að blómstra enn betur án okkar mann­kyns en með, þegar við komum svona fram við hana. Og auð­vitað eigum ég og mín kyn­slóð okkar skammt af sekt­inni í því með öllum öðrum sem komu á undan okk­ur, og settu iðn­væð­ing­una af stað. Þó að við höfum ekki öll drepið dýr, höggið niður tré, eða tekið málma úr jörð­inni sjálf. En við höfum notað og keypt allt frá þeim í gegnum árin.

Það er slá­andi að heyra suma stjórn­mála­menn heims afneita að það sem er að ger­ast nú á jörð­inni sé frá hlýnun af manna­völd­um. Það er af því að þeir lifa í sinni eigin þæg­inda­ver­öld, og geta ekki hugsað sér að það sé mann­kyni að kenna að svona sé komið fyrir jörð­inni.

Sú stað­reynd að þeir sýndu meiri við­leitni til að við­ur­kenna slíkt fyrir nokkrum árum, en hafa svo skipt um skoð­un. Sem er trú­lega af því að það er of mikið í and­litið á þeim að verða að hugsa um það, og frá því að neyð­ast til að ger­breyta svo miklu í stefnu sinni um fram­komu við umhverfið í stað þess að ein­blína bara á að bæta efna­hags­á­stand. 

Hvernig getum við vakið þessa menn?

Skóg­ar­eld­arnir sem hafa verið hér að und­an­förnu eru frá hlýnun jarðar og allir virð­ast sjá það og skilja, en for­sæt­is­ráð­herr­ann er í afneit­un. Og það hugs­an­lega með stuðn­ingi flestra í liði sínu, en samt ekki allra.

Það er með ólík­indum hræði­legt að hugsa um eitt hús brenna, hvað þá hund­ruð húsa og þá líka oft úti­hús, dýr­in, trén, skor­dýrin og allt heila klabb­ið. Og þó að við höfum ekki haft eld hér í mið­borg Adelaide, þá finnum við lykt­ina af reyknum frá „Keng­uru Island“. Það eru engin orð til um sorg­ina sem það er að tapa öllu í slíkum bruna.

Tapið á fæðu­fram­leiðslu allra þeirra bænda sem hafa búið við þurrk og svo margir líka skóg­ar­elda, minnir á þá stað­reynd að án bænda er eng­inn mat­ur. Án alls sem hægt hefur verið að rækta í þessu stór­kost­lega landi er mikið í hættu.

Af því að Ástr­alía var vön að sjá mörgum öðrum löndum fyrir fæðu af öllum teg­und­um, kjöti, græn­meti, ávöxtum og hnetum og fleiru kemur í ljós hvort að fleiri muni svelta vegna þess að þetta sól­ríka land geti ekki fætt allt þetta fólk leng­ur. Það væri hræði­leg sorg og mikið tjón fyrir alla.

Ef eng­inn matur er til vegna þurrka og skóg­ar­elda, þá er ekk­ert líf held­ur. En sumir af yngri kyn­slóðum eins og í Banda­ríkj­unum hafa haldið að mat­ur­inn væri búinn til í súper­mörk­uð­um, eins og Jamie Olí­ver lærði um árið þegar hann fór til Amer­íku að opna hug nem­enda sem ann­arra með kær­leika sínum og góð­mennsku. Hann er svo sann­ar­lega einn af englum jarð­ar.

Eins og að það eru dýr á jörðu sem eru rán­dýr, og vilja borða hin dýrin sem þau voru trú­lega sköpuð fyr­ir, að þá eru til mann­verur af öllum lit­brigðum sem eru líka rán­dýr á sinn hátt, en sem þurfa þess þó ekki.

Þær mann­verur eru oft að lifa frá þeirri hugsun sem er hin þekkta græðgi, og er að smá­ræna sam­fé­lög heims af lýð­ræð­is­legu rétt­læti með svo mikið af pen­ingum sam­fé­laga enda í færri höndum en var um tíma, og sem er ekki rétt­látt. Vvið tökum pen­ing­ana ekki með okkur yfir um.

Ef vel efn­aðir menn á Íslandi sem vilja ekki að skatt­pen­inga þeirra sé notið í sam­fé­lag­inu fyrir heilsu­gæslu og öðrum grunn­þörf­um, eru þeir að plata sjálfa sig. Þeir gera sér ekki grein fyrir því að einn dag­inn geti þeir dáið fyrir aldur fram, af því að það er ekki hægt að sinna vanda­máli þeirra á staðn­um, á Íslandi og eiga að fljúga til ann­ars lands sem heilsa þeirra hefur ekki tíma fyr­ir. Er það kannski hluti af kímni­gáfu skap­ar­ans að sýna slíka satíru í verki?

Lífs­við­horf og verð­mæta­mat mik­il­væg­ara en litur á húð

Þetta með lit­rófið í húð­litum mann­kyns er eitt. Hverjir og hvernig hver einn og ein­staka ein­stak­lingur séu er svo annað og hvaða verð­gildi við­kom­andi hefur skiptir mun meira máli en hvernig við­kom­andi er á lit­inn.

Spurn­ingin er þá um það hvort að þau verð­gildi passi sem við­kom­andi hafi um lífið virki vel inn í það nýja sam­fé­lag sem við­kom­andi ein­stak­lingur vill kom­ast inn í. Það er atriðið sem þarf frekar að skoða, en að meta eða dæma fólk eftir húð­lit einum sam­an.

Við jarð­ar­börn getum aldrei nokkurn tíma skilið allt um hina stór­kost­legu sköpun jarðar og umheims. Né af hverju sumir ein­stak­lingar vilji kúga og drepa ótal mann­ver­ur, eins og hefur gerst víða um heim um ald­ir. Og engin mikil hönd hefur birst til að stöðva hvaða ósóma sem er í gangi.

Ekk­ert af því passar við lof­orðin sem prestar gáfu um árið í útvarp­inu. Og engin stór himnesk hönd sá um að stoppa kyn­ferð­is­legu mis­notk­un­ina heldur sem hefur verið í gangi, og það trú­lega jafn lengi og mann­kyn hefur verið til. En það mátti ekki orða slíkt fyrr en á síð­ustu árum.

Svo að eins og margir aðrir hafa vaknað til, sagði Stephen Hawk­ing að almættið væri ekki eins vel skipu­lagt og trú­ar­brögð lof­uðu. Það virð­ist ansi sönn skoð­un, kom­andi frá manni sem skoð­aði him­in­geim­inn meira og betur en flest okk­ar. Og sá aldrei mik­inn mann með grátt hár og svaka marga fingur til að vera inni í öllu mann­kyni!

Hin ótal önnur til­brigði sköp­unar sýni­leg sem og ósýni­leg

Skap­ari og sköpun er ekki nein ein fjar­stýr­andi hönd eins og kennt var, heldur mjög flókið kerfi sem okkur sem erum á jörðu er ætlað að læra um í gegnum ævina sem og þess að gæta jarðar og nýta allt í hófi í því kerfi sem til er.

Það á líka við um að við nýtum sjötta skiln­ing­ar­vitið og sér­staka teg­und af skynjun í hinum ýmsu ein­stak­lingum sem hafa eins og Stephen Hawk­ing heit­inn fengið sína skammt af þeirri miklu og fjöl­breyttu sköpun sem er bæði sýni­leg sem og ósýni­leg venju­legum augum í höfðum fólks. En hann fékk ekki skammt­inn um þetta með sálir og ferða­lög þeirra. Það hefði trú­lega verið allt of stór skammt­ur. En millj­ónir ein­stak­linga hafa sjötta skiln­ing­ar­vitið án þess að vita að það sem þau skynja og vita sí svona, sé frá slíkum eig­in­leik­um. Sumir hafa röntgen sýn inn í lík­amann þegar hærri öfl orku­sviða sjá þess þurfa.

Sjötta skiln­ing­ar­vitið birt­ist á mun fleiri vegu en nokkurn tíma hefur verið við­ur­kennt. Það er ekki nærri alltaf um að sjá dáið fólk, það getur verið um svo margt ann­að, eins og það að sjá dýpra inn í hluti í líf­inu á heim­ilum og víð­ar. Og að sjá eða skynja og lesa sögu við­kom­andi mann­veru úr orku­hjúpnum sem geta verið fyrri lífa reynsla þeirra, eða frá þessu lífi. Það getur líka sýnt sig í að vera frá­bær í ein­hverju fagi, og fá sýn um hluti sem koma eins og þeir séu frá fram­tíð­inni.

Það getur birst beint inn á rök­hyggju­svið frekar en til­finn­inga­svið­ið, eða bæði hvolfin á sama tíma, og eru þá eitt. Það er mjög lík­legt að ýmsar stór­kost­legar bygg­ingar eins og hið fræga og þekkta Óperu- og leik­hús hér í Sydney virð­ist vera frá og það í gegnum danskan arki­tekt. Svo er það tækni, list­ir, og annað sem hefur komið inn í heilabú við­kom­andi ein­stak­linga á þann hátt.

Þá birt­ist það sem hugs­ana­flutn­ingur frá þeim sem hafa eitt­hvað nýtt að færa þeirri mann­veru um það sem þeim er lík­legt hlut­verk og til­gangur þeirra til þjón­ustu við mann­kyn.

Hinar ótal orku­teg­undir sem mis­mun­andi ein­stak­lingar skynja og ótal tíðni­svið sem eru í hinum svo­kall­aða ósýni­lega heimi eru eins og þau eru, af því að það þarf að skynja þau í gegnum aðrar skynj­un­ar­leiðir en hin venju­legu augu ná.

Þau eru skynjuð með orku­hjúpum og öðrum atriðum í mann­verum sem er erfitt að finna rétt orð yfir. Það getur birst í að mann­eskja bara viti og svo kemur í ljós að það sem við­kom­andi vissi var sann­an­leg stað­reynd. Ég hef fengið slíka upp­lif­un. Það eru millj­ónir ein­stak­linga í heim­inum sem skynja slíka hluti og nýta á sinn hátt í þjón­ustu og vinnu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar