Nú er nýtt ár að ganga í garð og það gamla að kveðja okkur. Margir eru að velta fyrir sér hver þeirra markmið verða á árinu og sennilega margir búnir að ákveða hverju skal fylgja. Ég veit að margir hverjir velja að setja sér markmið varðandi meiri hreyfingu, betri mataræði, huga betur að umhverfinu, standa sig betur í vinnu, eyða meiri tíma með fjölskyldunni, ná betri einkunnum í námi o.s.frv. Ég ætla sjálfur að setja mér nein markmið enda horfi ég frekar til þeirra gilda í lífinu sem ég vill viðhalda og halda áfram að styrkja, sem verður útskýrt nánar í greininni. En markmið eru að sjálfsögðu mikilvæg til að halda áfram með okkar lífs þroska eða hefja vegferð að slíkum. Þau eru bundin við þennan árs samning sem við gerum við okkur sem er oft einum of skammur tími til að gera framtíðarráðstafanir í okkar lífi. Í staðinn fyrir að horfa til eins árs er viðeigandi horfa til fimm ára eða lengra. Ég ætla ekki að draga úr markmiðasetningunni en hún hefur aldrei reynst mér sem gott veganesti heldur hafa gildi í lífinu haft sterkari þýðingu. Mín gildi í lífinu hafa meira og minna tengst minni umbreytingu á „námsörðugleikum“ yfir í „námsstyrkleika“ og mun greinin einkennast mikið af þeim efnum líka.
Gildin
Gildin í lífinu er undirstaðan, bæði í okkar innri og ytri umhverfi. Þau eru umsvifamikil í samfélaginu og aðallega talað út frá þeim frá fyrirtækjum, stofnunum eða með pólitísku ívafi. En gildin eru mun meira en það vegna þess að gildin eru okkar merking í lífinu; það sem við stöndum fyrir og viljum vinna stöðugt að. Gildin snúa að okkar fjölskyldu, vinum, vinnu, námi og öðru í okkar nær umhverfi. Þar af leiðandi geta gildin skipt sköpum þegar við vinnum úr sálrænni togstreitu og hafa verið við lýði langt aftur um tímann.
Geta okkar er oft hulin í gildunum
Að við séum viljugu til að taka tiltekið verkefni að okkur snýr að því hvaða gildi við höfum fyrir framan okkur vegna þess að þau eru drifkrafturinn á bakvið okkar áætlun. Þegar við förum að vinna eftir gildum sem við erum staðráðinn í að þau hafi einhverja sterka þýðingu fyrir okkur, þá förum við að sjá hluti gerast sem okkur óraði ekki fyrir um. Við eflumst og verðum meðvituð um okkar verkefni og finnum tilgang í þessu lífi. Austurríski geðlæknirinn og sálgreinandinn, Viktor Frankl var hugmyndasmiður þeirri hugsunar „að finna tilgang“ með þeim erfiðleikum sem eiga sér stað í okkar umhverfi. Hann vildi meina að hamingja kæmi út frá þeirri tilhneigingu að einstaklingur myndi finna sína stefnu í lífinu, að einstaklingur myndi helga sig að einhverju sem hann taldi að væri æðri og meiri. Að líf einstaklingsins myndi hafa tilgang og framlag hans myndi hafa eitthvað gildi fyrir samfélagið. Þetta þýðir að við verðum ekki stefnulaus og sjáum að lífið býr yfir djúpstæðri merkingu sem við getum séð þróast hægt og rólega. Merkingin sjálf verður ekki að veruleika strax heldur tekur hún sinn tíma til að birtast. Það getur verið erfitt að bíða eftir að við náum upp okkar mögulega bestu stefnu í lífinu þegar vissir þættir eiga sér stað eins og að komast yfir þunglyndi, kvíða, áfallstreituröskun, námsörðugleika, starfskulnun, félagskvíða, alkóhólisma, kúgun í samfélaginu ásamt öðru sem tengist þessum og öðrum örðugleikum. En til að geta komist yfir þetta þá þurfum við að gefa okkur tíma og huga að okkar gildum og þeim sigrum sem felast í þeim. Taka eitt skref í einu, vera meðvituð um okkar litlu sigra.
Ég sjálfur, lendi í andlegu gjaldþroti fyrir tólf árum og upplifði árekstur á vegg. Öll atvik í mínu lífi voru aldrei búin að fá eitthvað niðurlag. Þetta var búið að safnast upp á hér um bil tveimur áratugum. Þegar ég skynjaði þetta rof á milli skynheims og reynsluheims var mér óviðbjargandi um tíma. En það stoppaði eingöngu stutt við enda þegar ég fór að skoða mína sigra og ósigra kom fljótt í ljós að mínir ósigrar tengdust „föðurleysi, móðurmissir, og námsörðugleikum.“ En mínir sigrar voru að ég var ættleiddur af bestu vinkonu móður minnar sem kynnti mér sömuleiðis fyrir stjúp föður mínum sem er faðir minn í dag, átti sterkan vinahóp, æfði körfubolta og mikilvægasta af þessu öllu var að ég var en á lífi. Þetta hafði gríðarlega áhrif á mig þegar ég fór að vinna í mínu andlega gjaldþroti, að horfa á mína sigra og ósigra til að geta staðsett mig í tengslum við mitt andlega gjaldþrot. Þegar ég byrjaði að horfa á mína sigra og ósigra, fór ég að greina þá eftir sannleikanum og var algjörlega hreinskilinn við sjálfan mig. Margt sem mér fannst erfitt að horfast í augu við en sú var staðreyndin sem blasti við. Þegar ég var búin að týna til mína sigra og ósigra, fór ég að skoða þá ósigra og hvernig gæti ég breytt þeim í sigra?
Að snúa upprunalega gildinu við
Það fyrsta sem blasti við mér voru „námsörðugleikar.“ Ég féll í öllum samræmdu prófunum og átti slitrótta framhaldsskólagöngu. Ég einblíndi þar af leiðandi á að snúa þessum námsörðugleikum við. Ég byrjaði í kvöldskóla og réðst á stærðfræðina sem var búin að vera mér ógnvekjandi fyrirbæri. Þegar ég stóð mig að því að geta klárað áfanga í stærðfræðinni þá voru mér allir vegir færir. Danski heimspekingurinn, Søren Kierkegaard er talinn vera einn af fyrstu tilvistarspekingum og taldi að einstaklingurinn ætti að veita því svigrúm að beita fyrir sér mannlegri hugsun og skuldbinda sig við veruleikann sem er fram undan. Að tilfinningar okkar myndi aldrei verða sterkari ef við fylgjum ekki okkar ákvörðun sem við höfum sannfæringu fyrir, alla leið, heim að dyrum. Að breyta sjálfum okkar til að geta auðgast betri líf og finna fyrir hagsæld er verðugt verkefni.
Akademísk seigla
Þarna var nokkurn veginn mitt upphaf að minni „akademísku seiglu“ sem hefur einmitt verið mikið rannsóknarefni hjá mér alveg síðan. Þarna jukust mínir persónulegu eiginleikar eða mitt sjálfsmat, sjálfstjórn, og trú á eigin getu sem eru einmitt eiginleikar sem fræði menn innan seiglufræðinnar fjalla mikið um og leggja áherslu á að séu virtir að vettugi. Rannsóknir hafa einmitt sýnt að einstaklingar sem hafa upplifað áföll á lífsgöngunni, geta einblínt á sitt sjálfsmat, trú á eigin getu, sjálfsstjórn í tengslum við ytri umhverfisþætti eins og fjölskyldu, vini, skóla, vinnu, tómstundir eða aðra tengda áhrifa þætti sem tengjast með einhverju móti. Enda eru ytri umhverfisþættir grunnurinn að okkar persónulegu eiginleikum. Rannsóknir hafa einnig sýnt að einstaklingar sem hafa upplifað eða lent í áföllum á lífsleiðinni en sækja sér menntun hafa meiri tilhneigingu fyrir því að sýna sterkari sjálfsmat, sjálfstjórn, trú á eigin getu, seiglu og akademíska seiglu. Ég gerði einmitt rannsókn í mínu meistaranámi þar sem þessir þættir voru skoðaðir og fékk sömu niðurstöðu en sú rannsókn bíður eftir birtingu. En ástæðan af hverju þetta er mikið þrætuepli innan vísindanna er að margt bendir til þess að því meiri áföll sem viðkomandi upplifir og lendir í hafi hann meiri burði til þess að styrkja sig og hefur þar af leiðandi hærri þröskuld gagnvart áreitum og horfir á menntun sem síðri erfiðleika til samanburðar við það sem hann hefur tekist á við í lífinu. En það býr til þverstæða, vissulega. En þetta tengist vel því sem breski heimspekingurinn, Bertrand Russel sagði á sínum tíma: „Með óvissunni um hlutina eykst þekking okkar á því hvað þeir eru í raun.“ Við komust aldrei að því hvað þessi erfiðleikar hafa í för mér sér ef við tökumst ekki á við þá. Mín akademíska seigla hefði aldrei komið í ljós ef ég hefði ekki tekið ákvörðun að snúa námsörðugleikunum mínum við.
Gildin dveljast oft í fortíðinni
Þar af leiðandi var menntun mín leið til að geta tekist á við allan þann tilvistarágreining sem sneri að mínu lífi sem gerði það að verkum að ég gat farið að vinna í minni æsku og þeirri fortíðarhegðun. Geðlæknirinn og sálgreinandinn, Sigmund Freud telur að einstaklingurinn þarf að horfa á sína fortíð og takast á við hana til að geta verið vel meðvitaður einstaklingur. Hann vildi meina ef við vinnum ekki í okkar fortíðar málum munu þau ávallt eiga sér stað í okkar dulvitund. Að við hugsum og hegðum okkar samkvæmt þessum málum í okkar lífi án þess að við verðum meðvituð um að slíkt sé að eiga sér stað. Í mínu tilfelli voru námsörðugleikar búnir að hrjá mig vel framan af aldri og ég var búin að heita mér því að mennta mig ekkert enda væri þetta nám tilgangslaust! Ég reyndi eftir fremstu megni að forðast störf sem fólu í sér einhverja tengingu við stærðfræði sem lágmarkaði heldur betur mína möguleika til þróun í starfi. Þannig námsörðugleikarnir voru búnir að stýra mér án þess að ég var með vitund um það og lágmarkaði í leiðinni mitt tækifæri að heilstæðum einstaklingi.
Austurríski geðlæknirinn og sálgreinandinn, Carl Jung talar um að upplifa „heildstæðan einstakling“ felst í að vinna eftir sínum gildum og samræma viljann þeim gildum. Ef einstaklingur vill losna undan einhverju sem herjar á sál viðkomandi þarf að skoða gildin og hvort að vilji einstaklingsins sé að uppskera samkvæmt þeim gildum. Mitt gildi í lífinu var „námsörðugleikar“ sem ég breytti í „námsstyrkleika“ sem gerði það að verkum að ég fann sterkari vilja til að geta tekist á við mína námsörðugleika og aðra örðugleika sem stóðu andspænis mér í lífinu. Ég breytti neikvæðum minningum um nám í jákvæðar minningar. Þar af leiðandi var ég búin að sæmræma viljann með því gildi sem var uppspretta af mínum námsþroska og þroska almennt. Í en víðari samhengi, þá náðu foreldrar mínir aldrei að útskrifast úr framhaldsskóla þannig ég var líka búin að koma með viðbót inn í fjölskylduþróunina hjá mér og sömuleiðis betrumbæti það viðhorf sem börnin mín munu hafa gagnvart menntun. Með því einu að endurraða gildunum í mínu lífi og snúa þeim við.
Öfug nálgun
Viktor Frankl vildi meina að gildi og viljinn væri grundvallaratriði eins og Jung og Nietzsche lögðu áherslu á og taldi sömuleiðis að til að öðlast þetta frelsi og geta ákveðið með sterkri sannfæringu þá stefnu sem við viljum að verði í okkar lífi. Verðum við að huga að gildum okkar vegna þess að þau eru það sem býr til okkar sjálfsmynd sem verður til þess að við getum speglað sjálf okkar með sterkum hætti. Mín gildi eru námsörðugleikar að námsstyrkleikum, sem hefur stöðugt verið að þróast með þeirri stefnu. Þetta staðfestir líka að nám er ekki fasti heldur breytilegt form, sem er mikilvægt að hafa í huga og í raun og veru í tengslum við allt. Vegna þess að allt sem við lendum í og upplifum, er eingöngu tímabundið og verður hreyfanlegt fyrr eða síðar. En í þessu ferli las ég um hugmynd hans Frankls sem ber heitið „öfug nálgun“ sem ég hef tileinka mér á hverjum degi í nánast öllu sem ég tek mér fyrir í lífinu. Frankl vill meina að þegar við lendum í áföllum, erfiðleikum og mótlæti þá skiptir veiga miklu máli að breytta um viðhorf gagnvart því sjónarhorni sem er búið að vera að vinna með. Mitt sjónarhorn var að námsörðugleikar skilgreinir mig meira og minna þar sem ég upplifa afneitun, bælingu og frávarp þegar kom að því að vinna í mínum námsörðugleikum. Ég fann ávallt ástæðu til að skilgreina mig samkvæmt þessu, reyna að koma þessari hugsun og tilfinningum eins langt og hægt var að til þess að fela þær og átti líka mikinn þátt í því að koma þessum örðugleikum yfir á einhvern annan og horfa á þetta frá mistökum annarra eða að lífið væri ósanngjarnt sem það er en það er hægt að finna leið til að sjá sanngirnina í því líka.
En þegar ég fór að breytta mínu sjónarhorni og beita „öfugri nálgun“ og horfa á námsörðugleikana með þeim hætti að ég leit á þessa örðugleika frá sjónarhóli móður minnar. Hvernig hefði verið ef móðir mín hefði tekist á við námsörðugleika í minni stöðu sem 26 ára einstaklingur? Nú hún hefði þurft að vinna í þessum örðugleikum til að geta eflt sig og útvegað sér það starf sem henni langar að vinna við í framtíðinni. Akkurat! Ekki lengi að gagnrýna hvernig móðir mín hefði átt að taka á þessum örðugleikum enda eigum við það til að vera sjálfhverf þegar kemur að okkar erfiðleikum í lífinu. Svarið kom og ég þarf að takast á við þessa námsörðugleika sem hafa verið að ógna mér í lífi og starfi. Ekki láta þessa námsörðugleika skilgreina mína getu vegna þess að ég veit hvað það þýðir ef ég læt þá skilgreina mig en ég veit einhvern veginn hvað gerist ef ég læt þá ekki skilgreina mig.
Þarna er ég búin að snúa örðugleikunum við og horfa á það frá öðru sjónarhorni sem gat leyft mér að gagnrýna móður mína og að hún ætti svo sannarlega að standast þessa áskorun því þetta fæli sér tækifæri til að komast á ákjósanlegan stað. Við erum nefnilega mjög hörð þegar kemur að því að gagnrýna annan en okkur og eigum til að beita ef svo mætti kalla „bómullarmeðferðinni“ þegar kemur að okkur sjálfum. Með þessu er hægt að yfirstíga erfiðleika í okkar lífi eins og ég afskrifaði námsörðugleikana mína sem í kjölfarið verður til þess að það opnast rými til að takast á við föðurleysið og móðurmissirinn ásamt öðrum fylgifiskum. Bandaríski sálfræðingurinn, William James sagði: “Merkasta uppgötvun mín í lífinu var þegar ég uppgötvaði að einstaklingurinn getur breytt ytri aðstæðum sínum með því að breyta andlegum viðhorfum sínum.” Ef ég breytti mínum viðhorfum gagnvart námi með að framkvæma, þá verður nám ekki sem fasti heldur breytilegt form sem tengist þá öllu í mínu lífi sömuleiðis.
Lokaorð
Með þessari yfirferð sem útgangspunktur fyrir nýja árið þá vill ég benda á að erfiðleikar eiga ekki að vera fráhrindandi heldur áskorun til en meiri þroska. Vegna þess að við getum öll komist á ákjósanlegan stað ef við byrjum að vinna að því en sú vinna mun taka sinn tíma og við verðum að vera meðvituð um okkar ósigra og leitast við að umbreyta þeim í sigra. Eitthvað neikvætt í okkar lífsvegi þýðir ekki að það verður alltaf skilgreint sem neikvætt vegna þess að við getum umbreyt því í jákvætt. Einblínum frekar á að finna okkur gildi heldur en að setja okkur markmið vegna þess að gildin er grunnþáttur í okkar þroska og hefur gríðarlega mikið um að segja hvernig við viljum byggja upp okkar líf. Það getur enginn einstaklingur horft fram á við ef fortíðin er óleyst en við getum leyst fortíðina með því að forna nútíðinni fyrir framtíðina. Eins og kanadíski sálfræðingurinn, Jordan Peterson hefur lagt miklar áherslur á. Nietzsche kom sér vel að orði líka þegar hann sagði: „Þeir sem hafa ástæðu fyrir því að lifa geta umborið nánast hvað sem er.“
Í minni seigluráðgjöf og fræðslu legg ég mikla áherslu á að einstaklingurinn finni tilgang með erfiðleikunum, einblíni á sín gildi þegar horft er á uppruna erfiðleikana sem leið að styrkleikum. En þessi leiðangur á sér ekki stað með skjótfengnum hætti heldur sé þetta ferli sem við setjum okkur sjálf í og vinnum stanslaust í svo að staðreyndir í lífinu mætti þeirri réttmætu kenningu. Horfum sömuleiðis á erfiðleikana frá öðrum sjónarhornum til að gefa okkur svigrúm til að skoða þessa erfiðleika með víðtækum og djúpstæðum hætti. Ég er búin að tileinka mér þessa aðferð í átt að mínu gildi „námsstyrkleikar“ sem hefur sömuleiðis nýst mér gagnvart föðurleysinu sem breyttist í góðan stjúpföður og móðir missirinn sem staðgengils móður og þakklæti fyrir blóðmóður minni.
Með lífshlaupið mitt í huga er áhugavert að velta fyrir sér forspáargildinu sem hefur verið samkvæmt rannsóknum að mér myndi ganga erfiðlega í námi, flosna upp úr námi, eiga erfitt með að finna mér atvinnu, erfitt með að stofna fjölskyldu, takast á við þunglyndi, kvíða, áfallastreituröskun og leiðast mjög fljótlega út í vímuefni og verða kerfisbundinn einstaklingur. Margt af þessu átti sér sér stað en ætlun mín var aldrei að staðfesta mína erfiðleika þarna þegar ég fór að horfa á þá sem styrkleika ekki öfugt, grein sem tengist þessu viðfangsefni, hér.
Lífið er erfitt og ósanngjarnt en það fyrri er staðfesta sem við getum nýtt okkur til að finna leið til að lifa lífinu og það seinni er hægt að lágmarka með sterkum hætti. Eins og Frankl sagði: „Erfiðleikar eru óskilyrðislausir og sársaukinn óhjákvæmilegur sem getur verið erfitt að meðtaka en styrkleikar og nám felast í því sömuleiðis.“ Erfiðleikar er eitthvað sem ekki er hægt að horfa fram hjá alveg óháð því hvort þeir eigi sér stað í fortíðinni í æsku, á unglingsárunum eða á fullorðinsárunum. Það byrjar enginn í raun og veru að lifa lífinu að sinni mögulega bestu getu fyrr en hann greiðir úr þessum flækjum eða eins og Kanadíski geðlæknirinn, Gabor Maté sagði: „Að tilvistaróvissa eigi sér lengri aðdraganda en skekkja rauntímans vegna þess að orsök og afleiðing á sinn uppruna.“ Til að geta hafið vinnslu á þeim viðfangsefnum sem steðja að okkur í okkar veruleika þá þurfum við að átta okkur á því að uppruni erfiðleikana getur verið djúpt falinn undir öll þeim orsökum og afleiðingum sem eiga sér stað í nútímanum.
Við náum aldrei að samræma okkar vilja í lífinu fyrr en við höfum sett okkur stefnu í lífinu og hvernig við viljum að þeirri stefnu sé hugað að út frá okkar gildum. Á vel við rannsóknir Franska heimspekingsins, Michael Focault sem sagði: ,Að ná vald á sannleikanum væri eftirsóknarverður málstaður.“ Við erum að reyna að finna sannleikann í okkar lífi þannig með hverri þrautseigju komumst við nær sannleikanum um hver við erum og hversu megnug manneskja við getum orðið.
Hvatningarorð í góðu samhengi væri orð Frankl´s “ef þú getur ekki breytt aðstæðunum, breyttu þá sjálfum þér.” En ég vill snúa þessu við „ef þú breyttir sjálfum þér, þá getur breytt aðstæðunum.“
Gleðilegt og farsælt komandi nýtt ár.
Höfundur er seigluráðgjafi.