Auglýsing

Framundan eru kosn­ingar í Banda­ríkj­unum í nóv­em­ber, þar sem Don­ald Trump mun freista þess að fá umboð frá þjóð­inni til að vera fjögur ár í við­bót for­seti. Demókratar eru nú mitt í þeirri veg­ferð að velja sér fram­bjóð­anda, sem á að verða for­seta­efni flokks­ins. 

Þetta kjör­tíma­bil hefur um margt verið sögu­legt, og ekki mein­ingin í þessum pistli að rekja allt það sem gengið hefur á. En staða mála núna er sú, að allt bendir til þess að kosn­ing­arnar verði spenn­and­i. 

Hart barist í fimm ríkjum

Eins og staða mál horfir við mér, þá verða hinir póli­tísku víg­vellir í kosn­ing­unum einkum í fimm ríkj­um. Það eru Wisconsin (10 kjör­menn), Michigan (16 kjör­menn), Ohio (18 kjör­menn), Penn­syl­vanía (20 kjör­menn) og Flor­ída (29 kjör­menn). Flestar kann­anir sýna, að veru­lega mjótt er á munum milli Repúblik­ana og Demókrata í þessum ríkj­um. Í flestum öðrum ríkjum er ólík­legt að það verði miklar breyt­ing­ar, eins og vindar blása núna og hafa gert allt kjör­tíma­bil­ið. 

Auglýsing

Mið­kjör­tíma­bils­kosn­ing­arnar 2018 sýndu að Trump gæti lent í erf­ið­leikum með að fá nægi­legan stuðn­ing í þessum fyrr­nefndum ríkj­um, þó meiri líkur séu taldar á sigri hans í Flór­ída heldur að hann tapi þar. Sögu­lega hefur þar oft verið mjótt á mun­um, og úrslit þar ráða oft úrslitum um það hver verður for­seti með því að tryggja sér 270 kjör­menn. 

Síð­ast vann Trump í Wisconsin með 47,2 pró­sent atkvæða en Hill­ary Clinton fékk 46,5 pró­sent. Í Michigan mun­aði aðeins 0,3 pró­sentu­stig­um. Trump fékk 47,3 pró­sent en Hill­ary 47 pró­sent. 

Lík­legt er að Demókratar muni horfa veru­lega í það - þegar á hólm­inn er komið - hver það er úr þeirra röð­um, sem er lík­leg­astur til að vinna Trump í þessum fyrr­nefndu ríkj­u­m. 

Í Wisconsin búa 5,8 millj­ón­ir, í Michigan 10 millj­ón­ir, í Ohio 11,6 millj­ón­ir, í Penn­syl­vaníu 12,8 millj­ónir og í Flór­ída 21,3 millj­ón­ir. Sam­an­lagt búa rúm­lega 60 millj­ónir manna í þessum ríkj­um, eða tæp­lega 19 pró­sent af 327 millj­ónum sem búa í Banda­ríkj­un­um. 

Eftir því sem nær dregur kosn­ing­um, er lík­legt að kosn­inga­bar­áttan muni fær­ast að miklu leyti til þess­ara ríkja og að fram­boð Repúblik­ana og Demókrata muni reyna allt til þess að vinna. Ekki er víst að það verði allt fal­legt, eins og stjórn­málin hafa þró­ast í Banda­ríkj­un­um. 

En hvað er að ger­ast í Banda­ríkj­un­um?

Þessa spurn­ingu hafa örugg­lega margir Íslend­ingar sem búsettir eru í Banda­ríkj­unum feng­ið, á und­an­förnum árum, og er þá ekki síst vitnað í ófáar fyr­ir­sagnir þar sem Twitter færslur for­set­ans gefa tón­inn, og hneyksl­un­ar­bylgjan tekur svo við. 

Sé litið alveg fram­hjá þessu brölti stjórn­mála­manna - og ekki síst hjá for­set­anum sjálfum - þá eru um margt spenn­andi tímar í Banda­ríkj­un­um. 

Til dæmis hafa við­brögð fyr­ir­tækja, ríkja og borga við kjöri Trumps verið þau, að herða enn frekar á mark­miðum sínum um vist­vænni lifn­að­ar­hætti með mark­mið Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins sem leið­ar­ljós. 

Þetta stelur ekki fyr­ir­sögn­un­um, en svo­leiðis er það nú samt. Meg­in­þung­inn í aðgerðum er oft hjá fyr­ir­tækjum og borg­um, og þar er mikil fram­þróun - bæði á sviði tækni og umhverf­is­mála - og stór­tækar breyt­ingar í mörgum til­vikum langt um rót­tæk­ari en þekk­ist í Evr­ópu. 

Svona fóru kosningarnar 2016, blátt fyrir Demókrataríki og rautt fyrir Repúblikana.

Má þar nefna fram­kvæmda­á­ætlun Was­hington ríkis um 100 pró­sent vist­væna orku, sem sam­þykkt hefur verið í rík­inu, og skyldu sem lögð hefur verið á hús­byggj­endur í Kali­forníu um að þök á öllum nýjum húsum þurfi að geta unnið raf­magn úr sól­ar­orku. 

Nefna má mun fleiri dæmi, þar sem rót­tækar breyt­ingar eru að verða til batn­að­ar, og þvert á alls konar yfir­lýs­ingar úr Hvíta hús­inu, þó þær steli fyr­ir­sögn­unum og athygl­inn­i. 

Fram­tíðin er komin

Annað sem er áhuga­vert við þróun mála í Banda­ríkj­un­um, er að hin svo­nefnda fjórða iðn­bylt­ing, sem oft er talað um að muni skella á í fram­tíð­inni, er víða þegar farin að hafa djúp­stæð áhrif á atvinnu­vegi og lifn­að­ar­hætti. Eins og oft er raunin með Banda­rík­in, þá ger­ast hlut­irnir þar hratt og áður en þeir koma af þunga inn hjá öðrum sam­fé­lög­um. 

Hinar rót­tæku breyt­ingar end­ur­spegl­ast ekki síst í því, að ríki aust­ur- og vest­ur­strand­ar­innar hafa upp­lifað mikið vaxt­ar­skeið - sem ekki sér fyrir end­ann á - á meðan mörg af mið­ríkj­unum glíma við erf­ið­leika, bæði efna­hags­lega og félags­lega, þar sem hæfi­leik­a­ríkt fólk hefur flutt burt í hópum og ekki komið heim aft­ur. 

Í ítar­legri grein­ingu sem Matt­hew Bloch, Larry Buchan­an, Josh Katz og Kevin Quely unnu fyrir Ups­hot, und­ir­vef New York Times á sviði efna­hags- og þjóð­mála, má greina hvernig þessi þróun mála birt­ist í stjórn­mál­unum í for­seta­kosn­ing­unum 2016. 

Fólk á helstu vel­meg­un­ar­svæðum Banda­ríkj­unum - sem búa ekki aðeins við betri aðstæður fyrir við­skipta­flutn­inga á sjó, flugi og landi, heldur einnig á svæði tækni, fjár­fest­inga og rann­sókna - virð­ist kjósa fremur með auk­inni alþjóða­væð­ingu og opnum stjórn­mál­um. Á meðan fólk á öðrum svæðum - ekki síst í dreif­býli - vill önnur stefn­um­mál, eins og að „verja” störf heima fyrir með tollum og upp­hafn­ingu á öllu því sem banda­rískt er (hvort sem það er svo raunin eða ekki). 

Hægt er að fjalla um þetta í löngu máli, en stóra myndin sem fyrr­nefnd grein­ing dregur skýrt fram, er að him­inn og haf eru á milli við­horfa fólks eftir því hvernig efna­hags- og félags­leg staða er. Það er ekk­ert nýtt í sjálfu sér, en hvert tíma­bil í sög­unni hefur sýn sér­kenni, og ætli það séu ekki helst dúnd­ur­skot for­set­ans á Twitter sem skilja hann frá öðrum í banda­rískri sög­u. 

Um þessar mundir hefur atvinnu­leysi í Banda­ríkj­unum ekki verið minna í tæp­lega hálfa öld, og mælist rúm­lega 3 pró­sent. Yfir­spenna er á mörgum svæð­um, meðal ann­ars á Vest­ur­strönd­inni, þar sem um 50 millj­ónir búa. Það sama má segja um svæði eins og Texas, sem er á við öll Norð­ur­löndin í íbúa­fjölda. Hag­vaxt­ar­horfur eru taldar nokkuð góð­ar, 2 til 3 pró­sent hag­vöxt­ur, og hið lygi­lega hækk­un­ar­skeið á verð­bréfa­mörk­uðum (22 pró­sent árið 2019, S&P 500) virð­ist enn vera í gangi, þó ekki sé á vísan að róa í hluta­bréfa­við­skipt­u­m. 

Sé horft fram­hjá stór­yrtum yfir­lýs­ingum stjórn­mála­manna - og vissu­lega mörgum umdeildum athöfnum og stefnu­málum sömu­leið­is, ekki síst á alþjóða­vett­vangi - þá eru tím­arnir í Banda­ríkj­unum um margt spenn­andi þessi miss­er­in. Stjórn­málin eru ekki upp­haf og endir allra hluta, þó þau séu mik­il­væg og kast­ljósið á þeim oftar en ekki. 

Stundum er kast­ljósið helst á þeim sem hrópar hæst og gjammar um allt og ekk­ert, á meðan það sem sam­þykkt er í sátt og með mik­illi vinnu - þar sem margir koma að - fær enga athygli. En samt nýtur fólk góðs af því.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari