Hundahald á Íslandi - réttarstaða hunda og eigenda þeirra

Árni Stefán Árnason skrifar um umræðu um lögmæti núverandi samþykkta um hundahald á Íslandi.

Auglýsing

Rétt­ar­staða hunda og eig­enda þeirra væri mjög góð ef lagi væri komið á fram­kvæmd rétt­ar­heim­ilda, laga um vel­ferð dýra og reglu­gerðar um vel­ferð gælu­dýra og öðrum eldri rétt­ar­heim­ildum um sama efni yrði eytt.

Til­efni þess­ara skrifa er umræða, sem Félag ábyrgra hunda­eig­enda hratt af stað um lög­mæti núver­andi sam­þykkta um hunda­hald á Íslandi og stendur fyrir mál­þingi um á laug­ar­dag. Mér finnst því kjörið tæki­færi, nú þegar FÁH ætlar að halda mál­þing um efnið að reifa það þoku­kennda ástand og réttaró­vissu, ­sem ríkir í þessum efn­um. - Þegar öllu er á botn­inn hvolft er það sinnu­leysi alþing­is, sem veldur hvernig málum er háttað í dag. Þingið hefur aldrei hlustað á efn­is­lega sömu ábend­ingar frá öðrum áður. 

Ég fagna því að áhrifa­að­ili í dýra­vernd láti sig málið varða því í sann­leika sagt er fram­kvæmd laga um þennan mála­flokk af hálfu stjórn­valda í lög­fræði­legu rugli og hefur verið það í ára­tugi.

Sjálfur hef ég fjallað um þetta áður og rök­stutt ítar­lega með hvaða hætti þetta er lög­leysa. Ætla ekki að end­ur­taka þá umfjöllun hér en stikla á stóru þar sem ég tel að lausnin á umkvört­un­ar­efn­inu blasi við í lög­fræði­legum skiln­ingi.

Flækju­stig núver­andi ástands var aukið til muna vegna sinnu­leysis lög­gjafans við gild­is­töku núver­andi laga um vel­ferð dýra því í þeim lögum og reglu­gerð um vel­ferð gælu­dýra er allur sá texti, sem þarf til að halda vernd­ar­væng yfir hunda­haldi á Íslandi. Flækju­stigið jókst vegna þess að eldri lög um sama efni (ákvæði úr lögum um holl­ustu­hætti og meng­un­ar­varn­ir) héldu gildi sínu þrátt fyrir þá meg­in­reglu í lög­fræð­inni að yngri lög skulu ganga fram eldri. Þá eru lög um vel­ferð dýra lág­marks­reglur og sam­tímis miklu ítar­legri en sam­þykktir hvað varðar skrán­ing­ar­skyldu og eft­ir­lit með hunda­haldi. Auk þess eru sam­þykktir miklu rétt­lægri rétt­ar­heim­ild en settur réttur og reglu­gerð­ir.

Auglýsing
Í ein­föld­uðu máli er öllu sem snýr að hunda­haldi í sveit­ar­fé­lög­unum stýrt með reglu­verki, sem kall­ast sam­þykktir um hunda­hald. Sam­þykkt­irnar koma frá sveita­stjórnum og ráð­herra þarf að sam­þykkja þær. Heil­brigð­is­eft­ir­lit eru svo fram­kvæmda og eft­ir­lits­að­il­inn, alveg eins og MAST með öllu dýra­haldi. Það stenst var­la, að tveir eft­ir­lits­að­ilar séu settir á sama verk­efn­ið, enda óþarfi. Þá er engin þess­ara sam­þykkta eins orðuð og er það fyrsta lög­leysan því sömu lög eiga að gilda fyrir alla á Íslandi. Svo mælir stjórn­ar­skrá­in.

Til að geta búið til þessar reglur um hunda­hald, sem kall­ast sam­þykktir þarf að vera fyrir hendi leyfi í lög­um. Þetta hunda­sam­þykkta­leyfi er að finna í lögum um holl­ustu­hætti og meng­un­ar­varn­ir. Já hlægið bara, en svona er þetta. Þar er þetta ákvæði að finna:  

Sveit­ar­fé­lög geta sett sér eigin sam­þykktir um atriði sem ekki er fjallað um í reglu­gerðum eða gert um ein­stök atriði ítar­legri kröfur en fram koma í þeim, enda falli þau undir lög­in. Heim­ilt er auk ann­ars að setja í slíkar sam­þykktir ákvæði um:

1. bann eða tak­mörkun gælu­dýra­halds og hús­dýra­halds Í þessu ákvæði er mik­il­vægur texti: ,,sem ekki er fjallað um í reglu­gerðum" (sjá hér fyrir neðan af hverju)

Og hér situr hníf­ur­inn fastur í kúnni eins og maður seg­ir. 

Þessi laga­regla stenst ekki lengur og hefur ekki gert amk. frá því 2013 þegar lög um vel­ferð dýra tóku gildi. Um hunda­hald er nefni­lega ekki bara fjallað í reglu­gerð um vel­ferð gælu­dýra heldur líka í lögum um vel­ferð dýra þannig að fram­an­greint ákvæði er mark­laust.

Í lögum um vel­ferð dýra seg­ir:

4. gr. Yfir­stjórn.

Ráð­herra fer með yfir­stjórn mála er varða vel­ferð dýra en fram­kvæmd stjórn­sýsl­unnar er að öðru leyti í höndum Mat­væla­stofn­unar sem hefur eft­ir­lit með því að ákvæðum lag­anna sé fram­fylgt.

Í reglu­gerð um vel­ferð gælu­dýra segir m.a.: 

Til­gangur reglu­gerð­ar­innar er að tryggja vel­ferð og heil­brigði gælu­dýra með góðri með­ferð, umhirðu og aðbún­aði. Leit­ast skal við að þau geti lifað í sam­ræmi við sitt eðli­lega atferli eins og fram­ast er kost­ur. Í reglu­gerð­inni koma fram lág­marks­kröfur um ein­stök atriði.

Opin­bert eft­ir­lit. (úr sömu rgl)

Ráð­herra fer með yfir­stjórn mála sam­kvæmt reglu­gerð þess­ari. Mat­væla­stofnun fer með fram­kvæmd reglu­gerð­ar­innar og hefur eft­ir­lit með að ákvæðum hennar sé fylgt.

Umráða­manni gælu­dýra ber að tryggja gott aðgengi eft­ir­lits­að­ila að öllum gælu­dýrum og öllum þeim svæðum þar sem gælu­dýr eru hald­in.

Merk­ing og skrán­ing.(úr sömu rgl)

Umráða­manni hunda, katta og kan­ína er skylt að auð­kenna öll dýr innan 12 vikna ald­urs með ein­stak­lings­ör­merki skv. alþjóð­legum ISO-­staðli. Sam­tímis skal örmerkja­núm­erið skráð í mið­lægan gagna­grunn sem er sam­þykktur eða rek­inn af Mat­væla­stofn­un. Umráða­manni ber að tryggja að upp­lýs­ing­arnar séu réttar á hverjum tíma. Umráða­maður ber allan kostnað af merk­ingu og skrán­ingu dýra sinna. 

Nið­ur­staða

Hér er ég sem sagt búinn að teikna upp að sam­þykktir stand­ast ekki stjórn­ar­skrá né lög um vel­ferð dýra og ber við­kom­andi yfir­völdum að fella þær úr gildi og alþingi að taka ákvæðið sem heim­ilar sveit­ar­fé­lögum að setja þessar sam­þykktir

Auð­vitað ætti ég að fjalla um þetta af meiri nákvæmni og með rök­stuðn­ingi en það er óþarfi að sinni en væri svo sann­ar­lega gaman í fræði­legum skiln­ingi síð­ar.

Ég held að öll heil­brigð­is­eft­ir­lit yrðu fegin ef þessi kaleikur yrði tekin af þeim en ég er ekk­ert endi­lega viss um að Mat­væla­stofnun fynd­ist það snið­ugt ef ráð­herra segði við stofn­un­ina: farið að sinna eft­ir­lits­hlut­verki ykkar því óvíst er hvort hún réði við það miðað við fjár­mögnun og mann­afla.

Hunda­halds­um­hverfið á Íslandi og kúlt­úr­inn í kringum það er ger­breytt frá því að alþingi datt í hug að heim­ila þessa hunda­halds­sam­þykkt­ir. Mín skoðun er sú að hund­halds­menn­ingin eigi skilið alvöru eft­ir­lits­að­ila í hverjum lands­fjórð­ungi amk. og um hlut­verk hans mætti rita aðra grein.

Í dag er staða uppi sem er ekki lengur boð­leg og það er mín skoðun að með þessu átaki FÁH hreyfi þingið sig loks­ins og færi þessi mál í réttan far­veg að lög­um. Sá far­vegur er skýr og ráð­herrar mála­flokk­anna þurfa að tala saman og leysa þennan hnút. Fyrir því þurfa þing­menn nú að tala á Aust­ur­velli. Þannig kæm­ist skriður á mál­ið.

Höf­undur er lög­fræð­ingur með áherslu á öll lög um dýra­vernd.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar