Rio Tinto óskar lækkunar á raforkuverði

Ketill Sigurjónsson, sérfræðingur í orkumálum, fer yfir þá stöðu sem er uppi varðandi álverið í Straumsvík og skoðar hvort tilefni sé til að endurmeta raforkuverð álversins.

Auglýsing

Er álverið í Straums­vík að fara að loka? Og Lands­virkjun þar með að missa hátt í þriðj­ung af tekjum sín­um? Er eina leiðin til að halda álver­inu hér áfram í starf­semi, sú að Lands­virkjun lækki raf­orku­verð­ið? Eða er kannski unnt að leysa þetta mál með öðrum hætti? Hér er um að ræða geysi­lega fjár­hags­lega hags­muni fyrir báða aðila, auk þess sem álverið stendur undir fjöl­mörgum störfum á Íslandi; bæði beint og óbeint. Í þess­ari grein er sjónum beint að þessu athygl­is­verða máli og skoðað hvort eitt­hvert til­efni sé til að end­ur­meta raf­orku­verð álvers­ins. 

Öll álver vilja aðgang að sem öruggastri orku og lágu verði

Ál finnst ekki hreint í nátt­úr­unni. Aftur á móti er unnt að skilja álið frá þeim efnum sem það er i efna­sam­bandi við í nátt­úr­unni og þannig fram­leiða hreint ál. Einn hluti þess ferlis er það sem á ensku nefn­ist alu­m­inum smelt­ing. Sú álbræðsla, þar sem súr­efnið er skilið frá álinu, krefst geysi­mik­illar raf­orku. Þess vegna er álf­ram­leiðsla sann­ar­lega orku­frekur iðn­aður eða stór­iðja. 

Á Íslandi er sjaldan talað um álbræðslur en oftar um álver. Alls eru hér þrjú álver og sam­an­lagt nota þau um 75% allrar raf­orku sem fram­leidd er í land­inu. Miðað við höfða­tölu er Ísland það land sem fram­leiðir mest af áli í heim­inum öll­um. Sam­tals er álf­ram­leiðslan hér um 800-900 þús­und tonn á ári. Í heim­inum öllum eru nú fram­leidd um 65 milljón tonn á ári og þar af um 35 milljón tonn bara í Kína. Þ.a. þó svo Ísland sé hlut­falls­lega mjög stór álf­ram­leið­andi nemur fram­leiðslan hér ekki nema um 1,5% af allri álf­ram­leiðslu heims­ins. Og þá er vel að merkja ótalið allt það ál sem er end­ur­unnið á ári hverju.

Álverin á Íslandi nota, eins og áður sagði, um 75% af allri raf­orku í land­inu. Álver ISAL í Straums­vík, sem er í eigu risa­fyr­ir­tæk­is­ins Rio Tin­to, notar um fjórð­ung allrar raf­orku sem Lands­virkjun fram­leiðir og skilar orku­fyr­ir­tæk­inu hátt í þriðj­ungi allra tekna þess (þetta tekju­hlut­fall er breyti­legt milli ára). Raf­orku­sala Lands­virkj­unar til álvers­ins í Straums­vík er rík­is­orku­fyr­ir­tæk­inu því afar mik­il­væg tekju­lind. Um leið er álver­inu mik­il­vægt að hafa aðgang að tryggu og stöð­ugu vatns­afli líkt og Lands­virkjun getur boð­ið, þ.e. stöð­ugum og öruggum aðgangi að raf­orku. 

Ísland skorar mjög hátt í sam­an­burði milli landa um öryggi í raf­orku­af­hend­ingu. En það er samt raf­orku­verðið sem mestu skiptir um það hvar álver eru stað­sett. Það er sem sagt trygg og ódýr raf­orka sem er mik­il­væg­asti rekstr­ar­þáttur álvera. Þar hefur vatns­afl jafnan verið í lyk­il­hlut­verki, sbr. t.d. Brasil­ía, Ísland, Kanada og Nor­eg­ur, sem öll eru vin­sæl lönd fyrir álver. Vatns­afl hefur líka lengi verið notað til að knýja álver í Rúss­landi og nokkrum Afr­íku­ríkj­um. Og hér á landi er svo auð­vitað líka dæmi um að jarð­varmi knýi álver, þ.e. álver Norð­ur­áls i Hval­firð­i. 

Mik­il­vægi grænnar orku mun aukast

Þó svo sögu­lega séð hafi áliðn­að­ur­inn að stærstu leyti verið knú­inn með vatns­afli eru fjöl­mörg álver úti í heimi nú knúin með jarð­gasi eða kol­um. Ódýrt jarð­gas í olíu­lönd­unum við Persaflóa og á Tríni­dad og Tóbagó er notað í stórum stíl til að knýja álver og í Kína ganga fjöl­mörg álver á kola­orku. Með auk­inni umhverf­is­vit­und og bar­áttu gegn losun koltví­sýr­ings má þó gera sér vonir um að aðgangur að end­ur­nýj­an­legri orku muni sífellt verða eft­ir­sótt­ari og þ.á m. fyrir álver og aðra stór­iðju. 

Auglýsing
Sum álfyr­ir­tæki eru nú þegar byrjuð að mark­aðs­setja grænt ál, þ.e. ál sem hefur miklu lægra kolefn­is­fót­spor en álið sem er fram­leitt við Persaflóa eða á kín­versku kola­svæð­un­um. Þetta má t.d. sjá hjá norska álfyr­ir­tæk­inu Hydro, sem notar mikið af vatns­afli og vind­orku til fram­leiðslu sinn­ar, og hjá Cent­ury Alu­m­inum, en síð­ar­nefnda fyr­ir­tækið fram­leiðir sitt græna ál í verk­smiðju Norð­ur­áls í Hval­firð­i. 

Enn er þessi vott­aða græna fram­leiðsla á áli fremur lít­il, en mun eflaust aukast á kom­andi árum. Það getur því orðið tals­verður ávinn­ingur fyrir álfyr­ir­tæki að hafa aðgang að raf­magni sem flokk­ast sem end­ur­nýj­an­leg orka. Líkt og er hér á landi. Þetta veldur því að góðar líkur eru á að álfyr­ir­tæki muni alls ekki vilja gefa frá sér aðgang að tryggu íslensku vatns­afli; a.m.k. ekki ef slík raf­orka fæst á verði sem er hóf­lega hærra en verð á raf­orku frá gas- eða kola­orku­ver­i. 

Rio Tinto vill lækkun á raf­orku­verð­inu

Með hlið­sjón af fram­an­greindu kom það eflaust mörgum á óvart þegar Rio Tin­to, eig­andi ISAL, til­kynnti í febr­úar s.l. að fyr­ir­tækið sé að skoða stöðu álvers­ins í Straums­vík. Ástæðan er sögð vera erfið sam­keppn­is­staða álvers­ins, sem nú tak­ist á við bæði lágt álverð og það sem fyr­ir­tækið kallar ósam­keppn­is­hæft raf­orku­verð. Af ýmsum fréttum og ummælum sem hafa birst í kjöl­far þess­arar til­kynn­ingar Rio Tinto er ljóst að það sem fyr­ir­tækið vill er að vikið verði frá gild­andi orku­sölu­samn­ingi ISAL og Lands­virkj­unar og raf­orku­verðið lækki. Að öðrum kosti megi búast við að álverið loki.

Það er ekk­ert smá­mál þegar kaup­andi að um fjórð­ungi af öllu raf­magni sem Lands­virkjun fram­leiðir vill fá verð­lækk­un. Og það þrátt fyrir að hafa áður skuld­bundið sig til að kaupa ákveðið magn orku á til­teknu samn­ings­verði allt til 2036. Þarna er að birt­ast okkur sá mögu­leiki sem sumir vör­uðu við eða bentu á fyrir all nokkrum árum síðan. Þ.e. að aukin sam­keppni frá kín­verskum álverum myndi þrengja að stöðu álver­anna á Íslandi. Þetta hefur nú gengið eftir að ein­hverju marki.

Vegna mjög hratt vax­andi álf­ram­leiðslu í Kína hefur mynd­ast offram­boð af áli og þar með eykst útflutn­ingur áls frá Kína. Þetta heldur álverði niðri og þrengir að afkomu álvera um allan heim. Þar með eru mögu­lega komnar upp þær aðstæður að við Íslend­ingar þurfum að finna aðra stóra kaup­endur að hluta þeirrar geysi­lega miklu raf­orku sem nú fer til álvera á Íslandi. Það kann þó að vera að unnt sé að finna lausn sem bæði hentar Rio Tinto og Lands­virkjun þ.a. álverið í Straums­vík eigi hér áfram góðan rekst­ur. 

Ýmis dæmi eru um hót­anir um lokun álvera nema raf­orku­verð sé lækkað

Álfyr­ir­tæki sækj­ast eðli­lega eftir sem lægstu raf­orku­verði. Og þar sem álver hafa verið byggð þrýsta fyr­ir­tækin oft á lækkun raf­orku­verðs til að bæta afkomu sína. Mörg álverin eru stað­sett í fámennum sam­fé­lögum þar sem efna­hags­legt mik­il­vægi verk­smiðj­anna er yfir­gnæf­and­i.  Álfyr­ir­tækj­unum verður því oft vel ágengt í því að ná fram lækkun raf­magns­verðs með því ein­fald­lega að til­kynna um yfir­vof­andi fram­leiðslu­sam­drátt (og upp­sagnir starfs­fólks) eða lokun ef ekki fáist lækkun á raf­orku­verði. Þetta hefur ítrekað gerst t.d. í Banda­ríkj­unum, í Ástr­alíu og á Nýja-­Sjá­landi og orðið enn meira áber­andi eftir því sem kín­verski áliðn­að­ur­inn hefur vax­ið.

Auglýsing
Vegna nokkuð langvar­andi offram­boðs af áli hefur ein­ungis verið tíma­spurs­mál hvenær aðstaða af þessu tagi kæmi upp hér á landi. Og nú hefur það sem sagt gerst að Rio Tinto gefur sterk­lega í skyn að fyr­ir­tækið sé alvar­lega að íhuga lokun í Straums­vík ef raf­orku­verðið verði ekki lækk­að. Og það þrátt fyrir þá stað­reynd að raf­orku­samn­ingur ISAL við Lands­virkjun er alls ekki laus, heldur gildir hann til 2036 og því varla ein­falt mál fyrir Rio Tinto að loka álver­inu vegna til­tek­innar kaup­skyldu eða ábyrgða sem á þeim hvílir vegna raf­orku­samn­ings­ins. 

Lands­virkjun verður að standa í lapp­irn­ar 

Þetta er áhuga­verð staða. Fyr­ir­tækin eru með bind­andi samn­ing allt til 2036. Og álfyr­ir­tækið óskar nú breyt­inga á þeim samn­ingi, en hótar lokun álvers­ins ella. Er ein­hver mögu­leiki að Lands­virkjun geti ein­fald­lega orðið við slíkri ósk Rio Tinto og þannig vikið frá gild­andi lang­tíma­samn­ingi fyr­ir­tækj­anna? Almenna svarið er nei; Lands­virkjun getur ekki fall­ist á slíka ósk Rio Tinto. Fyrir því eru ýmsar ástæð­ur.

Ef Lands­virkjun féllist á ósk Rio Tinto um að lækka raf­orku­verðið myndi það ekki aðeins minnka samn­ings­bundnar tekjur Lands­virkj­un­ar. Slíkt myndi t.a.m. aug­ljós­lega einnig skapa var­huga­vert for­dæmi og veikja samn­ings­stöðu orku­fyr­ir­tæk­is­ins gagn­vart annarri stór­iðju. Þá gæti það haft marg­vís­leg önnur nei­kvæð áhrif á rekstur Lands­virkj­un­ar. Þannig gæti lækkun raf­orku­verðs­ins komið niður á láns­hæf­is­mati Lands­virkj­unar og þar með kynni fjár­magns­kostn­aður þessa nokkuð svo skulduga fyr­ir­tækis okkar Íslend­inga að hækka með óæski­legum afleið­ingum fyrir arð­semi Lands­virkj­un­ar. 

Þarna er sem sagt ýmis­legt sem veldur því að Lands­virkjun verður að fara var­lega í að taka jákvætt í ósk Rio Tinto um lækkun raf­orku­verðs­ins. Og þarna þarf yfir­stjórn Lands­virkj­un­ar, stjórn fyr­ir­tæk­is­ins og sá ráð­herra sem fer með eign­ar­haldið að vera sam­stíga. Það er líka vert að hafa í huga að álverið í Straums­vík hefur verið til sölu í nokkur ár og lækkun á raf­orku­verð­inu myndi að sjálf­sögðu gera álverið sölu­væn­legra. Það er ekki hlut­verk Lands­virkj­unar að veita Rio Tinto fjár­muni til að hækka virði álvers­ins í Straums­vík.

En jafn­vel þó svo þarna þurfi Lands­virkjun að sýna festu vill fyr­ir­tækið eðli­lega halda áfram við­skiptum við álverið og selja því áfram raf­orku. Þess vegna þarf að kryfja stöð­una vand­lega og bregð­ast við með réttum hætti. En áður en við förum að spá í hvernig mögu­lega megi tryggja áfram­hald­andi við­skipti fyr­ir­tækj­anna er rétt að líta aðeins til baka og rifja upp for­sögu orku­samn­ings­ins. Kíkjum aðeins á sög­una.

Skuld­bind­andi samn­ingur um raf­orku­verðið 2010

Það er um hálf öld síðan álf­ram­leiðsla hófst í Straums­vík og smám saman var álverið stækk­að. Núver­andi raf­orku­samn­ingur Rio Tinto og Lands­virkj­unar er að uppi­stöðu frá árinu 2010. Sá samn­ingur var vel að merkja gerður fyrr en nauð­syn­legt var og það að ósk álfyr­ir­tæk­is­ins. Á þeim tíma var ennþá í gildi eldri samn­ingur fyr­ir­tækj­anna. Hann átti að renna út 2014 og sam­kvæmt honum mátti Rio Tinto fram­lengja samn­ing­inn um ára­tug og þá hefði hann gilt allt til 2024.

Gamli samn­ing­ur­inn var áhættu­lít­ill fyrir Rio Tinto. Þar var grunn­verð á raf­orkunni mjög lágt og þar að auki var verðið tengt við álverð. Þetta hefur verið stað­fest af Eft­ir­lits­stofnun EFTA (ES­A). En þrátt fyrir að álverið hefði getað haldið í þennan hag­stæða samn­ing enn um sinn, var end­ur­samið um raf­orku­við­skiptin strax árið 2010. Og það vel að merkja að ósk Rio Tin­to, eins og áður sagð­i. 

Þar kom til að álfyr­ir­tækið vildi auka álf­ram­leiðslu sína í Straums­vík. Og til að svo gæti orðið samdi álverið við Lands­virkjun um að útvega því meira raf­magn. Í þeim nýja samn­ingi var samið um breytta útreikn­inga á raf­magns­verð­inu og til að efna samn­ing­inn réðst Lands­virkjun í að byggja Búð­ar­háls­virkj­un. Sú virkjun kost­aði Lands­virkjun á bil­inu 25-30 millj­arða króna. Þetta er í hnot­skurn for­saga núgild­andi raf­orku­samn­ings og þess raf­orku­verðs sem er í gild­i. 

Rio Tinto var ánægt með samn­ing fyr­ir­tækj­anna 

Í til­efni af nýja orku­samn­ingnum 2010 lýstu for­svars­menn álvers­ins í Straums­vík samn­ingnum sem „mik­il­vægum áfanga“ fyrir álver­ið. Og Lands­virkjun hófst handa við að reisa Búð­ar­háls­virkj­un, sem hefði ekki verið byggð svo snemma nema vegna samn­ings­ins við álfyr­ir­tæk­ið. Virkj­unin var svo til­búin 2013. Vegna tækni­vand­ræða hjá álver­inu varð fram­leiðslu­aukn­ingin mun minni en fyr­ir­tækið hafði áform­að. Þess vegna óskaði álfyr­ir­tækið eftir því að að kaup­skylda álvers­ins á raf­orku yrði minnkuð frá því sem samið hafði verið um 2010. 

Eftir nokkrar við­ræður náðu álfyr­ir­tækið og orku­fyr­ir­tækið saman um breyt­ingar á kaup­skyld­unni. Það var árið 2014 að fyr­ir­tækin sömdu um að minnka kaup­skyldu álvers­ins gegn ákveð­inni bóta­greiðslu til Lands­virkj­un­ar. Þessar breyt­ingar voru sagðar báðum aðilum til hags­bóta. Engar breyt­ingar voru gerðar á raf­orku­verð­inu. Nú ein­ungis sex árum síðar vill Rio Tinto enn og aftur semja um breyt­ingu frá því sem samið var um árin 2010 og 2014. Og nú með þeim hætti að raf­orku­verðið verði lækk­að. 

Orku­verðið kemur til end­ur­skoð­unar 2024

Vert er að geta þess að í orku­samn­ingnum árið 2010 var samið um þann mögu­leika (option) að raf­orku­verðið komi til end­ur­skoð­unar árið 2024. Bæði Lands­virkjun og Rio Tinto hafa sem sagt verið sam­mála um að þá fyrst komi til greina að breyta orku­verð­inu. Á þeim tíma­punkti verður skoðað hvort sam­keppn­is­staða samn­ings­að­il­anna gefur til­efni til að breyta verð­inu. En fram að þeim tíma­punkti, þ.e. 2024, er samn­ings­verðið alveg skýrt og samn­ingar fyr­ir­tækj­anna frá 2010 og 2014 gera ekki ráð fyrir neinum breyt­ingum á raf­orku­verð­inu fyrr en í fyrsta lagi 2024. 

Þetta fyr­ir­komu­lag voru báðir samn­ings­að­ilar sam­mála um; bæði árið 2010 og aftur árið 2014. Með því að biðja um annað núna eru stjórn­endur Rio Tinto að biðja Lands­virkjun um breyt­ingar álfyr­ir­tæk­inu í hag, þ.e. að tekjur Lands­virkj­unar verði minnk­aðar til að auka arð­semi álvers­ins. Eðli­lega getur Lands­virkjun ekki orðið við því, .a.m.k. ekki nema mjög sterk og raun­veru­leg rök séu að baki þeirri beðni Rio Tinto. 

Auglýsing
Það er líka aug­ljóst að Lands­virkjun hefur enga heim­ild til að hætta að afhenda raf­ork­una til álvers­ins, né myndi Lands­virkjun kom­ast áleiðis með hótun um að hætta að afhenda raf­ork­una fái orku­fyr­ir­tækið ekki hækkun á orku­verð­inu. Með sama hætti er aug­ljóst að Rio Tinto getur ekki gengið frá orku­samn­ingnum nema gegn hárri bóta­greiðslu til Lands­virkj­unar

Hver sú greiðsla nákvæm­lega er hefur ekki komið fram opin­ber­lega, en hún mun vera til­greind í samn­ingi fyr­ir­tækj­anna. Hver greiðslan er mun skýr­ast ef orku­samn­ingur fyr­ir­tækj­anna verður gerður opin­ber. Og þá myndi líka vafa­lítið koma í ljós að raf­orku­verðið sem álverið í Straums­vík greiðir er ekk­ert sér­stak­lega hátt i alþjóð­legu sam­hengi, en vissu­lega tölu­vert hærra en þau álver greiða sem eru að greiða lægsta raf­orku­verðið af öllum álverum heims­ins. En jafn­vel þó svo raf­orku­verðið í Straums­vík sé þokka­lega hóf­legt alþjóð­legu sam­hengi má vel vera að álverið sé ekki og sjái ekki fram á að verða arð­bært mið­vað við núver­andi verð á áli. Um það er þó ekki unnt að full­yrða nema álverið opni bók­hald sitt.

Lands­virkjun er til­búin í sam­tal

Aug­ljós­lega hlýtur vilji Lands­virkjun að vera sá að raf­orku­samn­ing­ur­inn verði efndur og það allt til árs­ins 2036 líkt og samið var um 2010 og stað­fest 2014. Orku­samn­ing­ur­inn er í gildi og honum verður ekki rift, hvorki af hálfu Lands­virkj­unar né af hálfu álvers­ins, nema gegn hárri bóta­greiðslu. Og ef breyta á samn­ingnum er eðli­legt að við­kom­andi samn­ings­að­ili byrji á því að setja fram slíka ósk við hinn samn­ings­að­il­ann og útskýri vand­lega og rök­styðji þá ósk með til­heyr­andi gögn­um. 

Þó svo Lands­virkjun vilji eðli­lega að orku­samn­ing­ur­inn sé efndur er að sjálf­sögðu ekki unnt að þvinga álverið til að halda uppi starf­semi. Ef álfyr­ir­tækið vill loka verk­smiðj­unni getur það ger­st, jafn­vel þó svo bóta­greiðslan til Lands­virkj­unar sé mjög há. Lokun verk­smiðj­unnar er þó varla góður kostur fyrir Lands­virkj­un, jafn­vel þó bóta­greiðslan kunni að vera mjög há upp­hæð. Æski­legra er að álverið haldi áfram starf­semi og því er til nokk­urs unnið að reyna að finna leið sem hentar báðum aðil­um.

Enda hefur Lands­virkjun þegar til­kynnt að sam­tal milli fyr­ir­tækj­anna sé byrjað. Það merkir vænt­an­lega að skoðað verður hvort til­efni sé til að Lands­virkjun og Rio Tinto fari í við­ræður um orku­samn­ing­inn. Sú skoðun eða athugun mun þá leiða í ljós hvort til­efni er fyrir Lands­virkjun að taka upp form­legri við­ræður við álfyr­ir­tækið um samn­ing­inn og eftir atvikum mæta óskum álfyr­ir­tæk­is­ins um breytta verð­skil­mála með ein­hverjum hætt­i. 

Ekki er nóg að full­yrða að orku­verðið sé ósam­keppn­is­hæft

Rio Tinto heldur því blákalt fram að verðið sem ISAL greiðir Lands­virkjun sé ekki sam­keppn­is­hæft miðað við núver­andi álverð. Í þess­ari full­yrð­ingu er óbeint verið að vísa til þess að mörg álver í heim­inum eru með orku­samn­inga þar sem raf­orku­verðið sveifl­ast í takti við verð­breyt­ingar á áli. Aftur á móti er ekki vitað til þess að Rio Tinto hafi birt gögn sem sýna svart á hvítu að álverið í Straums­vík geti ekki staðið undir raf­orku­verð­inu. Meðan það hefur ekki verið gert er úti­lokað að full­yrða að raf­orku­verðið sé ósam­keppn­is­hæft.

Ekki er nóg fyrir Rio Tinto að vísa til árs­reikn­inga ISAL um að tap sé á rekstri álvers­ins. Afkoma ein­stakra álvera bygg­ist mjög á við­skiptum þeirra við önnur fyr­ir­tæki í sömu sam­steypu, t.d. vegna kaupa á súráli og kaupa á raf­skaut­um. Og í mörgum til­vikum eru álverin í stór­skuld við e.k. inn­an­hús­banka sam­steypunnar og þar geta vaxta­kjörin ráðið mjög miklu um arð­semi við­kom­andi álvers. Til að Lands­virkjun geti fall­ist á að raf­orku­verðið sé ósam­keppn­is­hæft myndi orku­fyr­ir­tækið fyrst þurfa að sjá bók­hald ISAL og hina ýmsu samn­inga fyr­ir­tæk­is­ins og þá ekki síst við félög innan Rio Tinto sam­steypunn­ar.

Rio Tinto þarf að sýna Lands­virkjun fram á nauð­syn verð­breyt­inga

Fjár­hags­legir hags­munir Lands­virkj­unar verða ekki endi­lega best tryggðir með því einu að krefj­ast efnda á orku­samn­ingn­um. Mögu­lega sér Lands­virkjun meiri eða jákvæð­ari verð­mæta­myndun í þeirri leið að mæta óskum Rio Tinto með ein­hverjum hætti. Það gæti hugs­an­lega gerst með t.d. tíma­bundnum breyttum reikni­reglum raf­orku­verðs­ins gegn samn­ingi um fram­tíð­ar­á­vinn­ing Lands­virkj­unar af bættri afkomu álvers­ins. Ef það er stað­reynd að orku­verðið til Straums­víkur sé óeðli­lega hátt og nær úti­lokað sé að álverið ráði við óbreytt verð, hljóta fyr­ir­tækin að fara vel yfir mál­ið. Eðli­legt er að Rio Tinto byrji á því að sýna svart á hvítu af hverju fyr­ir­tækið telur sig ekki geta staðið við að borga það raf­orku­verð sem mælt er fyrir um í gild­andi orku­samn­ingi fyr­ir­tækj­anna. 

Fyr­ir­tækin geta mögu­lega náð lausn sem er jákvæð fyrir alla

Verði Lands­virkjun sam­mála Rio Tinto um að aðgerða sé þörf ættu fyr­ir­tækin að reyna að semja um hvaða aðgerða þarf að grípa til. M.ö.o. að finna sam­eig­in­lega lausn sem hjálpar álver­inu yfir erf­iðan hjalla og skapar Lands­virkjun um leið mögu­leika á auknum ávinn­ingi til fram­tíð­ar. Það er lausnin sem fyr­ir­tækin munu vafa­lítið vinna að ef sam­komu­lag er um að skyn­sam­legt sé að end­ur­meta gild­andi samn­ings­á­kvæði um orku­verðið eða reikni­regl­urnar þar.

Til að liðka fyrir slíkum samn­ingi hlýtur Rio Tinto að bjóða Lands­virkjun bæði til­teknar sér­greiðsl­ur, sem myndu byrja um leið og lægra raf­orku­verð byrjar að bæta arð­semi álvers­ins, og bjóða orku­fyr­ir­tæk­inu enn betri ábyrgðir fyrir fram­tíð­ar­greiðsl­um. Eðli­legt er að Rio Tinto stígi fram með til­boð á þessum nót­um. Það er að gegn svig­rúmi m.t.t. raf­orku­verðs­ins muni Lands­virkjun fá enn betri ábyrgð á greiðslum út samn­ings­tím­ann og einnig njóta þess á við­eig­andi hátt, með skýrum og afmörk­uðum við­mið­un­um, þegar arð­semi álvers­ins batn­ar.

Það yrði sjálf­sagt ekki sára­ein­falt að ná fram slíkum samn­ingi. En ef álverið í Straums­vík er ekki úrelt verk­smiðja með ósam­keppn­is­hæfan tækni­bún­að, ætti að vera unnt að finna lausn sem hentar báðum samn­ings­að­il­um. Nú reynir á hvort stjórn­endur Rio Tinto og Lands­virkj­unar séu sam­mála um að þarna sé raun­hæft tæki­færi til að skapa það sem gjarnan er kallað win-win-situ­ation.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri vind­orku­fyr­ir­tæk­is­ins Zephyr Iceland og sem Íslend­ingur einn af óbeinum eig­endum Lands­virkj­un­ar, rétt eins og lang­flestir ef ekki allir les­endur grein­ar­inn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar