Kórónuveiran laðar fram það besta hjá okkur

Ingrid Kuhlman skrifar um samstöðuna, óshérhlífnina og hjálpsemina sem brýst fram við aðstæður eins og þær sem við tökumst nú á við.

Auglýsing

Í far­aldr­inum sem nú herjar á heims­byggð­ina má ekki gleyma því að slíkir atburðir laða oft fram það besta hjá okkur mann­fólk­inu. Ekki aðeins kór­óna­veiran virð­ist bráðsmit­andi heldur einnig góð­vild, von og náunga­kær­leik­ur.

Að sjálf­sögðu ber­ast okkur af og til kald­hæðn­is­legar sög­ur, t.d. af vopn­uðum mönnum sem stela kló­settrúllum í Hong Kong eða áströlskum konum sem slást í mat­vöru­versl­unum vegna deilna um kló­sett­papp­ír. Byggt á þessum sögum væri hægt að draga þá ályktun að fólk hugsi bara um sjálft sig.

Ekk­ert er jafn fjarri raun­veru­leik­an­um. Almanna­varna­deild rík­is­lög­leglu­stjóra, sótt­varna­lækn­ir, land­læknir og fjöl­margir aðrir hafa und­an­farnar vikur gengið fum­laust til verka við að skipu­leggja varnir gegn útbreiðslu kór­ónu­veirunnar hér­lend­is. ­Rík­is­stjórnin hefur bakkað þetta frá­bæra fag­fólk upp án fáts. Starfs­fólk veiru­deildar Land­spít­al­ans hefur unnið linnu­laust við ótrú­legar aðstæður til að greina þús­undir sýna. Þús­undir lækna, hjúkr­un­ar­fræð­inga, sjúkra­liða auk starfs­fólks í ræst­ingum hafa lagt mikið á sig til að sinna veikum ein­stak­lingum og tryggja að heil­brigð­is­kerfið geti starf­að. Yfir 300 lækn­ar, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar, sjúkra­liðar og lyfja­fræð­ingar hafa auk þess skráð sig í sér­staka bak­varð­ar­sveit heil­brigð­is­þjón­ust­unn­ar. 

Auglýsing
Kári Stef­áns­son steig fram og bauð fram ómet­an­lega aðstoð til að fram­kvæma skimanir fyrir kór­ónu­veirunni og gera jafn­framt rann­sóknir á mögu­legum stökk­breyt­ingum veirunn­ar. Síð­ast en ekki síst þá leggj­ast íbúar lands­ins á eitt um að draga úr frek­ari útbreiðslu veirunn­ar. Við erum öll almanna­varn­ir!

Ástandið gerir okkur nán­ara

Frá Kína, Ítal­íu, Spáni og Dan­mörku ber­ast þær fregnir að krísan hefur gert fólk nán­ara. Í Kína hefur fólk að eigin sögn lært að þiggja aðstoð ann­arra. Vegna kór­ónu­veirunnar og ein­angr­unar sem margir hafa þurft að sæta hefur fólk stutt hvert annað í auknum mæli. Margir Kín­verjar segja „ji­ayou“ („ekki gef­ast upp“) til að hvetja hvert ann­að. Á Ítal­íu, þar sem hafa verið settar þröngar skorður og fólk hvatt til að vera heima hjá sér, létta Ítalir hver öðrum lund­ina með því að standa úti á svölum og syngja Abbracci­ame („faðm­aðu mig“), lag frá Napólí sem allir þekkja.Sungið á svölunum á Ítalíu. 

Börnin skrifa „Andrà tutto bene“ („þetta reddast“) á vegg­ina og hafa þessi hvatn­ing­ar­orð­in, sem voru fyrst notuð af nokkrum mæðrum í Puglia, breiðst út um alla Ítalíu eins og annar far­ald­ur. Á Spáni fóru íbúar lands­ins út á svalir rétt áður og útgöngu­bannið tók gildi og klöpp­uðu hátt til að þakka heil­brigð­is­starfs­mönnum lands­ins sem leggja nótt við nýtan dag til að tryggja heilsu og vellíðan fólks. Í Dan­mörku hefur verið stofn­aður bak­hópur á Face­book þar sem fólk býður sig fram til að hringja í aldr­aða, fara í inn­kaupa­ferðir og útrétt­ingar fyrir þá, fara með póst eða sækja lyf. 

Sam­staðan er fal­leg

Hér­lendis hafa einnig borist fjöl­margar jákvæðar frétt­ir. Eftir að mat­ar­út­hlutun Mæðra­styrks­nefndar var hætt vegna smit­hætt­u bár­ust sem dæmi þau ánægju­legu tíð­indi að fram­tak sjálf­boða­liða væri komið af stað til að aðstoða þennan við­kvæma hóp. Gras­rótin leysir þannig þennan vanda með hags­muni sam­borg­ara sinna í huga án aðkomu stjórn­valda. 

Rann­sóknir hafa sýnt að ósér­hlífni, hjálp­semi og sam­staða eykst almennt þegar á reyn­ir. Kald­hæðni víkur fyrir von. Við áttum okkur á því að við erum öll í þessu saman og þurfum að sýna ábyrgð og sam­stöðu. Áföll þjappa okkur saman og sýna hið rétta eðli Íslend­inga. Alls staðar sést fólk sem vill leggja sitt af mörk­um, með því að hlíta fyr­ir­mælum um sótt­kví, ein­angrun og sam­göngu­bann og líka með því að bjóða fram hvers konar aðstoð. Ómet­an­leg verð­mæti fel­ast í þess­ari sam­stöðu. Kannski á heims­far­ald­ur­inn eftir að færa okkur nær hvert öðru (ekki lík­am­lega þó). Eða eins og ítalski for­sæt­is­ráð­herran Guiseppe Conte orð­aði það: „Höldum fjar­lægð í dag, svo að við getum faðm­ast enn þétt­ings­fast­ara á morg­un.“

Grein­ar­höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Þekk­ing­ar­miðl­unar og með meistara­gráðu í hag­nýtri jákvæðri sál­fræði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar