Fangar eru lokaðir inni á Hólmsheiði, þeim og öðrum til varnar. Þar á sér stað uppbyggilegt starf til betrunar.
Heimilismenn á dvalarheimilum aldraðra eru einnig lokaðir inni á sinni stofnun. Mega ekki fá heimsóknir og ekki fara út, eitt eða í fylgd. Öllu betrunarstarfi var umsvifalaust hætt. Bjórklúbbur 5-6 kalla í klukkutíma á föstudögum var nú orðinn lífshættulegur. Á sama tíma borðum við saman í matsalnum innan um starfsmenn sem fara frjálsir ferða sinna á milli vakta. Sauma-, föndur og aðrir klúbbar eru auðvitað jafn hættulegir og slegnir af.
Eflum allt innra starf sem við getum en hættum því ekki.
Ég vil allavega drepast brosandi með drykk í hönd frekar en bíðandi stjarfur eftir kórónuveirunni, sem kannski kemur.
Njótum lífsins, það er núna 😊
Höfundur er formaður MND félagsins á Íslandi.