Þegar ég hitti Jónas – Nokkur orð um smitun ... þ.e. félagslega smitun

Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði, ætlar að taka sér tak og sýna aukið frumkvæði í félagslegum samskiptum næstu vikurnar.

Auglýsing

Ég rakst á Jónas í Byko um dag­inn, sem end­aði með því að við tókum spjall sam­an. Það er svo sem ekki í frá­sögur fær­andi nema fyrir þær sakir að ég þekki Jónas nán­ast ekk­ert, veit ekk­ert um hans hagi og hef ekki rek­ist á hann í árarað­ir. Jónas er eitt­hvað eldri en ég, en ég kann­ast við hann í gegnum Kjartan hálf­bróðir minn. En ef ég á að vera heið­ar­legur þá sá ég Jónas útundan mér þar sem ég stóð í spartl­deild­inni þegar hann gekk fram­hjá mér ásamt kon­unni sinni – ég held alla vega að þetta hafi verið konan hans – en ég lét sem ég væri nið­ur­sokk­inn í að lesa aftan á spartltúbuna sem ég hélt á í stað þess að eiga frum­kvæði að sam­skiptum við Jónas. Þegar Jónas sá mig kom aftur á móti á hann augna­bliks hik, en svo vatt hann sér upp að mér og heils­aði mér með virktum (þó hvorki með handa­bandi, faðm­lagi né kossum). Við áttum í kjöl­farið mjög gott og skemmti­legt spjall á gang­inum í Byko sem lauk með því að ég sló eitt­hvað á létta strengi og hjónin – ég geri enn ráð fyrir því að konan hans Jónasar hafi verið með honum – hlógu dátt. Síðan kvödd­umst við. 

Ástæða þess að ég hef pistil­inn á þess­ari sögu er sú að spjallið við Jónas gerði mér gott. Mér hlýn­aði um hjarta­rætur að Jónas hafi tekið þá ákvörðun að koma og tala við mig á gang­inum í Byko. Einnig var ég ánægður með að hann og konan (hans) hafi hlegið að glettni minni, það blés mér byr í brjóst. Og vegna frum­kvæðis Jónasar að spjall­inu okkar þá var ég ekki með sam­visku­bit yfir að hafa ekki þóst taka eftir Jónasi og kon­unni (hans) þegar þau voru í þann mund að ganga fram hjá mér í versl­un­inni stuttu áður. Ég var því nokkuð brattur og glaður þegar ég gekk út úr verslun Byko þennan eft­ir­mið­dag­inn, þrátt fyrir að það hafi verið á öðrum degi sam­komu­banns á Íslandi vegna COVID-19 veirunn­ar. 

Auglýsing
COVID-19 veiran er vágestur sem nú herjar á lands­menn, sem og á heims­byggð­ina alla. Veiran er ekki ein­ungis hættu­leg lík­am­legri heilsu fólks heldur hefur hún einnig víð­tækar efna­hags­leg­ar, sál­rænar og félags­legar afleið­ingar í för með sér. Ástandið sem hefur skap­ast setur þannig lífs­við­ur­væri fjölda fólks í hættu, dregur úr sam­skiptum fólks í raun­heimum og ýtir undir félags­lega ein­angrun með öllum þeim nei­kvæðu afleið­ingum sem þessu fylg­ir. Það finna þannig allir fyrir nei­kvæðum áhrifum óværunnar á sínu lífi, með einum eða öðrum hætti – en mis­miklum þó. 

Sem félags­fræð­ingi þá er mér sér­stak­lega umhugað um félags­lega heilsu þjóð­ar­innar á tímum sem þess­um. Og ég er von­andi ekki einn um það, því í þessu sam­hengi má rifja upp að í skýrslu for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins á hag­sæld og lífs­gæðum íslensku þjóð­ar­inn­ar, frá því í sept­em­ber 2019, kemur fram að félags­leg sam­skipti skipti mjög miklu máli fyrir lífs­gæði fólks hér á landi og jafn­vel meiru máli en hag­vöxt­ur. For­sæt­is­ráð­herra hefur í því sam­bandi sér­stak­lega nefnt að stjórn­völd þurfi að hlúa vel að því hvernig þau geti betur byggt upp félags­leg tengsl manna á milli. Það verk­efni á sér­stak­lega vel við um þessar mund­ir. 

Það er okkur mann­fólk­inu bæði gagn­legt og nauð­syn­legt að eiga í félags­legum sam­skiptum og leit­umst við gjarnan eftir því að tengj­ast og til­heyra ein­hverju stærra en við erum sem ein­stak­ling­ar. Við erum félags­ver­ur. Í umfjöllun sinni um trú­ar­brögð fyrri tíma benti franski félags­fræð­ing­ur­inn Emilé Durk­heim til að mynda á að trú­ar­brögðin hefðu verið vel til þess fall­inn að end­ur­skapa sam­vit­und borg­ar­anna (e. the consci­ence collect­i­ve); það er að tengja borg­ar­anna sterk­ari félags­legum og sið­ferð­is­legum böndum sem þar með gæti styrkt und­ir­stöður sam­fé­lags­legar ein­ing­ar. Í gegnum trú­ar­brögðin öðl­uð­ust ókunn­ugir sam­eig­in­lega sýn, til­gang, skiln­ing og sjálfs­mynd og tengd­ust þannig sam­eig­in­legum bönd­um. 

En í afhelg­aðri heimi nútíma­sam­fé­lags­ins – sem ein­kenn­ist af vax­andi ein­stak­lings­hyggju og óper­sónu­legri tengslum fólks, sam­hliða hnignun trú­ar­bragða sem og ann­arra hefð­bund­inna stofn­ana sam­fé­lags­ins – er ýmis­legt annað en trú­ar­brögðin sem geta treyst hin sam­fé­lags­legu bönd. Það gera til að mynda íþrótt­ir. Í nýrri fræði­grein sem er að koma út eftir mig og ber heitið „National sport success and the emergent social atmosphere: The Case of Iceland” sýni ég til dæmis fram á hvernig íslenska þjóðin hefur á und­an­förnum árum fylkt sér á bak við karla­lands­lið í knatt­spyrnu, til að mynda þegar liðið tók þátt í loka­keppni Heims­meist­ara­móts­ins árið 2018. Nið­ur­stöður könn­unar meðal lands­manna, sem birt­ast í grein­inni, sýndu meðal ann­ars að þjóðin upp­lifði betri félags­lega og and­lega líðan á meðan á mót­inu stóð en alla jafna. Til dæmis töldu þrír af hverjum fjórum svar­endum að Íslend­ingar væru almennt glað­legri, um 65% að þeir sýndu meiri sam­kennd og ríf­lega helm­ingur svar­enda töldu að sam­landar þeirra væru vina­legri á meðan á Heims­meist­ara­keppn­inni stóð, en að öllu jöfnu. Það hafði jafn­framt í för með sér að ríf­lega 70% svar­enda upp­lifðu aukið þjóð­arstolt, ríf­lega 60% fannst þeir til­heyra betur sam­fé­lag­inu sem þeir búa í, tæp­lega helm­ingur svar­enda fann fyrir auk­inni vellíðan og um 40% töldu að lífið væri betra á meðan á mót­inu stóð, heldur en vana­lega. Þegar vel gengur og árangur næst geta íþrótt­irnar þannig aukið sam­kennd og sam­hug og stuðlað að vellíðan ein­stak­linga og hópa sam­fé­lags­ins. 

Áður­nefndur Emilé Durk­heim hélt því enn frekar fram að það er ekk­ert sem þjappar fólki betur saman (þá hug­mynda­fræði­lega og til­finn­inga­lega sem hóp eða þjóð) heldur en utan­að­kom­andi hættur – líkt og COVID-19 er fyrir okkur um þessar stund­ir. Utan­að­kom­andi hættur þétta rað­irn­ar. Þá skiptir nefni­lega engu máli hvort fólk er til hægri eða vinstri í póli­tík, haldi með KR eða Breiða­blik, býr fyrir sunnan eða vest­an, hlusti á Bó eða Brí­eti, eða ferð­ist um á Hum­mer jeppa eða Trek hjóli. Óværan gerir nefni­lega engan manna­mun, sem minnir okkur á að þegar allt kemur til alls þá erum við öll í sama lið­inu. Og eins og í öllum góðum liðum þá getur sjálf þátt­takan í lið­inu dregið fram það besta hjá öllum liðs­mönnum sem í fram­hald­inu gerir liðið eitt­hvað stærra, meira og sterkara en summa ein­ing­anna sem mynda það – ekki ósvipað fót­boltalands­lið­inu okk­ar. Með öðrum orð­um, undir slíkum krefj­andi kringumstæðum þá getur fólk myndað jákvæða og upp­byggi­lega hópstemmn­ingu sem smit­ast svo manna á milli og sam­einar fólk – hvort sem um er að ræða liðs­menn fót­boltaliðs eða almenna borg­ara – í bar­átt­unni gegn and­stæð­ingn­um. 

Auglýsing
Ég er því þakk­látur fyrir það að Jónas fór að spjalla við mig á gang­inum í Byko. Ég er þó ekk­ert endi­lega viss um að Jónas hefði komið að spjalla við mig undir öðrum kring­um­stæð­um, hann var hikandi, og kannski kom hann bara til að spjalla vegna ástands­ins. En það að hann kom að spjalla gerði mér gott, og ég held að það hafi líka gert Jónasi og kon­unni (hans) gott vegna þess að félags­leg sam­skipti eru nauð­syn­leg fyrir heil­brigði okkar og hug­ar­heill. Við erum nefni­lega sterk­ari sem heild, sér­stak­lega þegar á bját­ar. 

Og þrátt fyrir sam­komu­bann og skyn­sam­leg til­mæli okkar helstu sér­fræð­inga um ein­angrun vegna COVID-19, og kannski sér­stak­lega vegna ástands­ins, þá er mik­il­vægt að við hugum að þessum jákvæðu og upp­byggi­legu félags­legu sam­skiptum á kom­andi vikum og mán­uð­um. Eitt lítið og jákvætt hæ!, bros, vink, nikk, net­spjall eða sím­tal getur þannig haft upp­byggi­leg áhrif á aðra, sem og okkur sjálf. Við getum í því sam­hengi tekið Franciscu Mwansa – kassa­af­greiðslu­konu sem margir við­skipta­vinir Bónus kann­ast við – okkur til fyr­ir­mynd­ar. En jákvæðni hennar og útgeislun gerði það að verkum að maður fór ánægð­ari út úr Bónus en maður var þegar maður kom inn í versl­un­ina. Og ekki nóg með það, þá kom maður ánægð­ari heim eftir að hafa verslað hjá hinni glað­lyndu Franciscu. Því má segja að Francisca hafi ekki ein­ungis haft jákvæð áhrif á mig sem við­skipta­vin Bónus heldur einnig á fjöl­skyld­una mína heima fyrir – þrátt fyrir að fjöl­skyldan mín hafi aldrei nokkurn tím­ann séð hana eða hitt. Þannig er áhrifa­máttur félags­legrar smit­unar (e. social contagion). Hegðun og við­mót smit­ast frá manni til manns og myndar stemm­ingu sem hefur enn frek­ari áhrif á líðan okkar og lund. 

Bros, vin­gjarn­legt við­mót, hjálp­semi og til­lit­semi kosta nefni­lega ekki neitt, en bæta allt sam­fé­lagið í formi auk­ins félags­auðs (e. social capital) – sem er senni­lega ein­hver besti díll sem ég veit um. Við getum þannig sem ein­stak­ling­ar, og sem þjóð, tekið þá ákvörðun að við ætlum að sýna okkar bestu hliðar á kom­andi miss­erum með því að vera hjálp­legri, vin­sam­legri og til­lits­sam­ari, alveg eins og við vorum þegar fót­bolta­strák­arnir okkar voru að keppa í Heims­meist­ara­keppn­inni. Það gerir okkur öllum gott, og sér­stak­lega núna þar sem þörfin á jákvæðum og upp­byggi­legum félags­legum sam­skiptum hefur sjaldan verið meiri. 

Auglýsing
Ég ætla því að taka mér tak og sýna aukið frum­kvæði í félags­legum sam­skiptum næstu vik­urnar – í anda Jónasar og Franciscu. Mitt fyrsta verk var að senda tugi nýrra vina­beiðna til fólks sem ég kann­ast við á sam­fé­lags­miðl­um, fólks sem ég vildi gjarnan tengj­ast en hef aldrei gert neitt í því fyrr en nú. Að styrkja félags­net­ið. Ég held að þessu fólki muni bara þykja pínu vænt um að fá vina­beiðni frá mér, alveg eins og mér þykir vænt um að fá slíkar beiðnir frá öðrum sem ég kann­ast við. Ég ætla líka að hringja í mömmu, auk þess að til­einka mér jákvæðni í félags­legum sam­skiptum og reyna að vera upp­byggi­leg­ur. Þessi pist­ill er einn liður í þeim aðgerð­u­m. 

Ég ætla sum sé að sýna mínar bestu hlið­ar. Því þegar sá gáll­inn er á okkur þá erum við ansi mögn­uð. Og ef við komum okkur saman á þessum krefj­andi tímum um að sýna okkar bestu hliðar í félags­legum sam­skiptum þá getur mót­lætið sem við stöndum frammi fyrir styrkt okkur sjálf, fólkið í kringum okk­ur, nær­sam­fé­lagið sem og okkur Íslend­inga sem þjóð til lengri eða skemmri tíma. Og svo allt í einu kemur lóan til að kveða burt snjó­inn …

Höf­undur er pró­fessor í félags­fræði við Háskóla Íslands.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar