COVID-19: Efist um sjálfskipaða faraldsfræðinga

Hjálmar Gíslason hvetur fólk til að efast um þá sem efast ekki hið minnsta um að það hafi rétt fyrir sér varðandi viðbrögð við útbreiðslu veirunnar sem veldur COVID-19.

Auglýsing
Fyrir nokkrum árum hefði ég stokkið til í þessum kring­um­stæðum og verið einn af gæj­unum sem stráir COVID-19 greinum og reikni­lík­önum í Face­book-flaum­inn ykk­ar. Mjög lík­lega hefði ég meira að segja búið til mín eigin líkön og farið að draga af þeim mis­gáfu­legar álykt­an­ir.

Ég veit ekk­ert hvort ég hefði kom­ist að dekkri eða bjart­ari nið­ur­stöðu en opin­ber spálík­ön, en það sem ég get full­yrt er að þau hefðu ver­ið ó­lík­legri til að vera rétt. Ástæðan fyrir því er að ég hef engar for­sendur til að ætla að ég geti gert betur en það teymi sem að baki opin­beru lík­ön­unum stend­ur.

Já, ég hef ágæta reikni­hæfi­leika og tel mig hafa ágæta dóm­greind, en það hafa tug­þús­undir Íslend­inga. Ég hef hins vegar enga sér­þekk­ingu í far­alds- eða veiru­fræði. 90% af því litla sem ég veit hef ég lært á síð­ustu 3-4 vik­um. Ég hef heldur ekki það sjálfs­á­lit að telja mig hafa lært meira á þeim tíma en það fólk sem mest hefur lært um þessi mál og hefur beinan aðgang að bestu upp­lýs­ing­unum um stöðu mála.

Það getur jú verið eitt­hvað gagn í því að skoða raun­töl­urnar og hvernig þær eru að þróast, en það er vara­samt að setja þær frá degi til dags í of stórt sam­hengi, hvort sem er í tíma eða sam­an­burði við önnur lönd. Til þess eru íslensku töl­urnar enn of litlar og sveifl­urnar of stórar ann­ars veg­ar, og aðferða­fræðin of ólík á milli landa hins veg­ar.

Hver sá sem þyk­ist geta full­yrt að hann (já, eru þetta ekki allt karl­ar?) viti betur en spár yfir­valda, án þess að byggja þá full­yrð­ingu eða hafa unnið sína grein­ingu með fólki sem hefur sér­þekk­ingu í heil­brigð­is­málum er svo gott sem ómark­tæk­ur. Í besta falli er sá í aðstöðu til að spyrja góðra spurn­inga, en alls ekki til að full­yrða eitt né neitt.

Það sem er gott, er að klárt og vel mein­andi fólk úr öllum áttum er að setja sig inn í hlut­ina og spyrja krefj­andi spurn­inga. Það var virð­ing­ar­vert hjá Víði Reyn­is­syni á upp­lýs­inga­fund­inum í gær þegar hann þakk­aði fyrir gagn­rýn­ina og spurn­ing­arnar sem hefðu borist, því þannig gætu þau tékkað sig af.

Auglýsing
Hann var hins vegar örugg­lega ekki að biðja fólk að hlaupa upp með full­yrð­ingar um hitt og þetta byggt á nýfundnum útskrift­ar­skír­teinum sínum í veiru­fræðum úr skóla lífs­ins. Heldur var hann að þakka fyrir vel ígrund­aða gagn­rýni og spurn­ing­ar. Einn kost­ur­inn við Ísland er að hér eru boð­leiðir stutt­ar. Ég er viss um að nær allir Íslend­ingar - að ekki sé talað um for­stjóra, fyrr­ver­andi alþing­is­menn og virta álits­gjafa - eru nógu vel tengdir til að geta komið vel ígrund­aðri gagn­rýni og spurn­ingum til þar til bærra yfir­valda og að öllum lík­indum fengið þeim svarað opin­ber­lega.

Umfram allt annað hefur upp­lýs­inga­gjöf til almenn­ings í þessum far­aldri verið til fyr­ir­myndar og ferlið ótrú­lega opið. Fólkið sem að þessu stendur myndi taka slíkum umleit­unum fagn­andi og án efa taka til­lit til þeirra. Öfugt við hina sjálf­skip­uðu far­alds­fræð­inga hafa þau nefni­lega talað óhikað um það að þetta sé kvik staða og það sé mikil óvissa í þró­un­inni, sér­stak­lega framan af.

Eina fólkið sem er alveg örugg­lega ekki mark á tak­andi við þessar for­dæma­lausu kring­um­stæður er fólkið sem efast ekki hið minnsta um að það hafi rétt fyrir sér.

Mörg okkar eru hrædd, óör­ugg og leit­andi í þessum kring­um­stæð­um. Undir slíkum kring­um­stæðum eru dóma­dags­spár eða óhóf­leg bjart­sýni byggð á litlum grunni, en miklu sjálfs­ör­yggi því miður lík­leg til að fá mikla athygli. Þau geta hins vegar verið stór­skað­leg.

Munið að þegar fólk veit ekki hverju það á að trúa, þá hættir það að trúa nokkru - og þá fyrst getur fjand­inn losn­að.

Við ykkur sem standið í eigin útreikn­ingum og álykt­unum - margir hverjir góðir vinir mínir - hef ég þetta að segja: Far­iði hæg­ar, hugsiði dýpra, fáið fleiri með ykkur í lið, skoðið vinkla sem eru and­stæðir ykkar og íhugið þann mögu­leika að þið hafið jafn­vel rangt fyrir ykkur að ein­hverju eða öllu leyti. Setjið síðan spurn­ingar ykkar og sjón­ar­mið fram af meiri yfir­vegun en hingað til og ég leyfi mér að full­yrða að þeim verður bæði svarað og til­lit til þeirra tek­ið.

Þannig gerið þið mest gagn.

Höf­undur er fram­­kvæmda­­stjóri GRID og stjórn­­­ar­­for­­maður Kjarn­ans.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Um þessar mundir eru fáir á ferli við Brandenborgarhliðið.
Evrópa opnar á ný
Frá og með 15. júní mun stór hluti íbúa Evrópu geta ferðast til annarra landa álfunar. Útgöngubann í Bretlandi líður senn undir lok. Danir í fjarsambandi geta hitt ástvini á ný.
Kjarninn 26. maí 2020
Indriði H. Þorláksson
Veirumolar – Súkkulaði fyrir sykurfíkla
Kjarninn 26. maí 2020
Ferðaþjónustufyrirtæki þurfa að vera búin undir smit meðal viðskiptavina
Öll ferðaþjónustufyrirtæki verða að vera undir það búin að takast á við smit meðal viðskiptavina sinna og þess verður að krefjast að allir aðilar geri viðbragðsáætlanir. Þetta kemur fram í skýrslu um framkvæmd skimunar meðal erlendra ferðamanna.
Kjarninn 26. maí 2020
Þuríður Lilja Rósenbergsdóttir
Velferðarkennsla og jákvæð sálfræði, af hverju?
Kjarninn 26. maí 2020
Sjúkrastofnanir telja „verulega áhættu“ felast í opnun landsins fyrir ferðamennsku
Bæði Landspítali og Sjúkrahúsið á Akureyri telja áhættu felast í opnun landsins með skimunum. Farsóttarnefnd Landspítala telur skimun einkennalausra ferðamanna takmarkað úrræði og að líklegra en ekki sé að einhverjir komi hingað smitaðir.
Kjarninn 26. maí 2020
Bæta þarf aðstöðu sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans, alveg óháð skimun á ferðamönnum.
Veirufræðideildin getur aðeins unnið 500 sýni á dag
Í skýrslu verkefnisstjórnar um undirbúning framkvæmdar vegna sýnatöku og greiningar á COVID-19 meðal farþega sem koma til landsins kemur fram að verkefnið sé framkvæmanlegt en að leysa þurfi úr mörgum verkþáttum áður en hægt verður að hefjast handa.
Kjarninn 26. maí 2020
Fjármálastefna, fjármálaáætlun og fjármálafrumvarp lögð fram samhliða í haust
Viðræður standa yfir milli stjórnar og stjórnarandstöðu hvernig haga skuli þingstörfum á næstunni. Ríkisstjórnin hefur samþykkt frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á lögum um opinber fjármál.
Kjarninn 26. maí 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Flokkun fólks eftir málfari
Kjarninn 26. maí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar