COVID-19: Efist um sjálfskipaða faraldsfræðinga

Hjálmar Gíslason hvetur fólk til að efast um þá sem efast ekki hið minnsta um að það hafi rétt fyrir sér varðandi viðbrögð við útbreiðslu veirunnar sem veldur COVID-19.

Auglýsing
Fyrir nokkrum árum hefði ég stokkið til í þessum kring­um­stæðum og verið einn af gæj­unum sem stráir COVID-19 greinum og reikni­lík­önum í Face­book-flaum­inn ykk­ar. Mjög lík­lega hefði ég meira að segja búið til mín eigin líkön og farið að draga af þeim mis­gáfu­legar álykt­an­ir.

Ég veit ekk­ert hvort ég hefði kom­ist að dekkri eða bjart­ari nið­ur­stöðu en opin­ber spálík­ön, en það sem ég get full­yrt er að þau hefðu ver­ið ó­lík­legri til að vera rétt. Ástæðan fyrir því er að ég hef engar for­sendur til að ætla að ég geti gert betur en það teymi sem að baki opin­beru lík­ön­unum stend­ur.

Já, ég hef ágæta reikni­hæfi­leika og tel mig hafa ágæta dóm­greind, en það hafa tug­þús­undir Íslend­inga. Ég hef hins vegar enga sér­þekk­ingu í far­alds- eða veiru­fræði. 90% af því litla sem ég veit hef ég lært á síð­ustu 3-4 vik­um. Ég hef heldur ekki það sjálfs­á­lit að telja mig hafa lært meira á þeim tíma en það fólk sem mest hefur lært um þessi mál og hefur beinan aðgang að bestu upp­lýs­ing­unum um stöðu mála.

Það getur jú verið eitt­hvað gagn í því að skoða raun­töl­urnar og hvernig þær eru að þróast, en það er vara­samt að setja þær frá degi til dags í of stórt sam­hengi, hvort sem er í tíma eða sam­an­burði við önnur lönd. Til þess eru íslensku töl­urnar enn of litlar og sveifl­urnar of stórar ann­ars veg­ar, og aðferða­fræðin of ólík á milli landa hins veg­ar.

Hver sá sem þyk­ist geta full­yrt að hann (já, eru þetta ekki allt karl­ar?) viti betur en spár yfir­valda, án þess að byggja þá full­yrð­ingu eða hafa unnið sína grein­ingu með fólki sem hefur sér­þekk­ingu í heil­brigð­is­málum er svo gott sem ómark­tæk­ur. Í besta falli er sá í aðstöðu til að spyrja góðra spurn­inga, en alls ekki til að full­yrða eitt né neitt.

Það sem er gott, er að klárt og vel mein­andi fólk úr öllum áttum er að setja sig inn í hlut­ina og spyrja krefj­andi spurn­inga. Það var virð­ing­ar­vert hjá Víði Reyn­is­syni á upp­lýs­inga­fund­inum í gær þegar hann þakk­aði fyrir gagn­rýn­ina og spurn­ing­arnar sem hefðu borist, því þannig gætu þau tékkað sig af.

Auglýsing
Hann var hins vegar örugg­lega ekki að biðja fólk að hlaupa upp með full­yrð­ingar um hitt og þetta byggt á nýfundnum útskrift­ar­skír­teinum sínum í veiru­fræðum úr skóla lífs­ins. Heldur var hann að þakka fyrir vel ígrund­aða gagn­rýni og spurn­ing­ar. Einn kost­ur­inn við Ísland er að hér eru boð­leiðir stutt­ar. Ég er viss um að nær allir Íslend­ingar - að ekki sé talað um for­stjóra, fyrr­ver­andi alþing­is­menn og virta álits­gjafa - eru nógu vel tengdir til að geta komið vel ígrund­aðri gagn­rýni og spurn­ingum til þar til bærra yfir­valda og að öllum lík­indum fengið þeim svarað opin­ber­lega.

Umfram allt annað hefur upp­lýs­inga­gjöf til almenn­ings í þessum far­aldri verið til fyr­ir­myndar og ferlið ótrú­lega opið. Fólkið sem að þessu stendur myndi taka slíkum umleit­unum fagn­andi og án efa taka til­lit til þeirra. Öfugt við hina sjálf­skip­uðu far­alds­fræð­inga hafa þau nefni­lega talað óhikað um það að þetta sé kvik staða og það sé mikil óvissa í þró­un­inni, sér­stak­lega framan af.

Eina fólkið sem er alveg örugg­lega ekki mark á tak­andi við þessar for­dæma­lausu kring­um­stæður er fólkið sem efast ekki hið minnsta um að það hafi rétt fyrir sér.

Mörg okkar eru hrædd, óör­ugg og leit­andi í þessum kring­um­stæð­um. Undir slíkum kring­um­stæðum eru dóma­dags­spár eða óhóf­leg bjart­sýni byggð á litlum grunni, en miklu sjálfs­ör­yggi því miður lík­leg til að fá mikla athygli. Þau geta hins vegar verið stór­skað­leg.

Munið að þegar fólk veit ekki hverju það á að trúa, þá hættir það að trúa nokkru - og þá fyrst getur fjand­inn losn­að.

Við ykkur sem standið í eigin útreikn­ingum og álykt­unum - margir hverjir góðir vinir mínir - hef ég þetta að segja: Far­iði hæg­ar, hugsiði dýpra, fáið fleiri með ykkur í lið, skoðið vinkla sem eru and­stæðir ykkar og íhugið þann mögu­leika að þið hafið jafn­vel rangt fyrir ykkur að ein­hverju eða öllu leyti. Setjið síðan spurn­ingar ykkar og sjón­ar­mið fram af meiri yfir­vegun en hingað til og ég leyfi mér að full­yrða að þeim verður bæði svarað og til­lit til þeirra tek­ið.

Þannig gerið þið mest gagn.

Höf­undur er fram­­kvæmda­­stjóri GRID og stjórn­­­ar­­for­­maður Kjarn­ans.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hugleikur Dagsson.
Lífið á tímum kórónuveirunnar: Blóðug María daglega og rétti tíminn til að þykjast vera álfur
Listamaðurinn fjölhæfi, Hugleikur Dagsson, ráðleggur fólki að gera eitthvað skapandi og hlusta á kvikmyndatónlist á meðan. Þá verði allt epískara. Hugleikur gefur lesendum Kjarnans nokkur góð ráð til að njóta tilverunnar þessa dagana.
Kjarninn 28. mars 2020
Sema Erla Serdar
Erum við nokkuð að gleyma einhverjum?
Kjarninn 28. mars 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
Vonbrigði með brot á samkomubanni síðasta sólarhring
Staðfest smit eru nú orðin 963 hér á landi en 79 nýir einstaklingar greindust með smit í gær. Enn er ekki um veldisvöxt að ræða sem er mjög jákvætt. Aftur á móti varð yfirlögregluþjónn fyrir vonbrigðum með brot á samkomubanni en það er talið bera árangur.
Kjarninn 28. mars 2020
Logi Einarsson
Styðjum fleiri en þá stóru
Kjarninn 28. mars 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna: Nú gefst tækifæri til að leiðrétta „mistökin“
Formaður Eflingar leggur til að allir þeir milljarðar sem greiddir hafa verið í arð til eigenda fyrirtækja á síðustu árum verði gerðir upptækir af ríkinu og notaðir til að fjármagna íslenskt samfélag.
Kjarninn 28. mars 2020
Telja hagsmuni eldri borgara landsins hunsaða
Stjórn Landssambands eldri borgara skorar á sveitarfélög og ríki að gera betur við eldri borgara landsins í COVID-19 faraldri.
Kjarninn 28. mars 2020
Eiríkur Ragnarsson
Það er karlmannlegt að haga sér eins og kona
Kjarninn 28. mars 2020
Þórður Snær Júlíusson
Skammist ykkar
Kjarninn 28. mars 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar