Krakkar sem eiga afmæli núna!

Leifur Ottó Þórarinsson á níu ára afmæli 23. mars. Hann gat aðeins boðið einum skólafélaga, frænda sínum, í afmælið og skrifar hér smá grein fyrir aðra krakka sem eiga afmæli um þessar mundir og geta ekki haldið almennilegt boð.

Frændurnir Leifur Ottó og Kári.
Frændurnir Leifur Ottó og Kári.
Auglýsing

Mér finnst ekki mjög gaman að eiga afmæli akkúrat núna, en samt alveg ágætt. Samt var alveg gott að það voru ekki of miki læti. Ég bauð einum gesti, Kára frænda mín­um, í afmælisköku og pizzu. Það var skemmti­legra en ég hélt að það myndi verða að vera bara tveir. Við eigum alltaf eftir að muna eftir þessu skrýtna afmæli. Svo kom pabbi líka í heim­sókn og fékk kaffi og pizzu.

Við Kári eigum fyndna mynd af okkur saman sem mamma ætlar að stækka og eiga. Ég held að ég eigi alltaf eftir að muna þetta afmæli, það er svo ólíkt hinum afmæl­unum mín­um. Eins og hjá frænku minni sem á afmæli 11. sept­em­ber og man alltaf eftir afmæl­inu þegar flug­vél­arnar flugu á turn­ana því allir voru svo sorg­mædd­ir.

Ég fékk alla­vega bestu gjaf­irnar sem ég hef fengið í líf­inu mínu. Ég fékk fót­bolta­föt með Vals­merk­inu og fót­bolta­tösku. Og Kári frændi gaf mér gervi­skalla og spray svo ég gat spreiað hárið mitt bleikt. Og ég gerði það! Ég held að þetta hafi verið eitt besta afmæl­ið, þó að það hafi verið skrýt­ið.

Auglýsing

Allir krakkar sem þurfa að fresta að afmæl­inu sínu geta örugg­lega haldið risap­artí í sum­ar. Eða í síð­asta lagi í haust. Og meira að segja úti í garði ef það verður í sumar og þau eiga garð. Þá er hægt að vera í fót­bolta í afmæl­inu! Eða bara í Hljóm­skála­garð­inum eða ein­hverjum garði nálægt, ef þau búa ekki í Reykja­vík. Það verður fullt af krakkap­ar­tíum út um allt um leið og þetta kór­ónu­hel­víti verður búið. Ég hlakka til.

Áfram krakk­ar!

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hugleikur Dagsson.
Lífið á tímum kórónuveirunnar: Blóðug María daglega og rétti tíminn til að þykjast vera álfur
Listamaðurinn fjölhæfi, Hugleikur Dagsson, ráðleggur fólki að gera eitthvað skapandi og hlusta á kvikmyndatónlist á meðan. Þá verði allt epískara. Hugleikur gefur lesendum Kjarnans nokkur góð ráð til að njóta tilverunnar þessa dagana.
Kjarninn 28. mars 2020
Sema Erla Serdar
Erum við nokkuð að gleyma einhverjum?
Kjarninn 28. mars 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
Vonbrigði með brot á samkomubanni síðasta sólarhring
Staðfest smit eru nú orðin 963 hér á landi en 79 nýir einstaklingar greindust með smit í gær. Enn er ekki um veldisvöxt að ræða sem er mjög jákvætt. Aftur á móti varð yfirlögregluþjónn fyrir vonbrigðum með brot á samkomubanni en það er talið bera árangur.
Kjarninn 28. mars 2020
Logi Einarsson
Styðjum fleiri en þá stóru
Kjarninn 28. mars 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna: Nú gefst tækifæri til að leiðrétta „mistökin“
Formaður Eflingar leggur til að allir þeir milljarðar sem greiddir hafa verið í arð til eigenda fyrirtækja á síðustu árum verði gerðir upptækir af ríkinu og notaðir til að fjármagna íslenskt samfélag.
Kjarninn 28. mars 2020
Telja hagsmuni eldri borgara landsins hunsaða
Stjórn Landssambands eldri borgara skorar á sveitarfélög og ríki að gera betur við eldri borgara landsins í COVID-19 faraldri.
Kjarninn 28. mars 2020
Eiríkur Ragnarsson
Það er karlmannlegt að haga sér eins og kona
Kjarninn 28. mars 2020
Þórður Snær Júlíusson
Skammist ykkar
Kjarninn 28. mars 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar