Viðeigandi málsnið

Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, birtir nú pistla á Kjarnanum um heilræði eða boðorð um íslenska málrækt. Hér kemur sjötti pistillinn.

Auglýsing

6. Til að efla íslensku og tryggja fram­tíð hennar er mik­il­vægt að velja máli sínu bún­ing sem hæfir aðstæðum og við­mæl­endum eða les­endum – nota við­eig­andi mál­snið.

Þótt alltaf sé sjálf­sagt að vanda mál sitt og fram­setn­ingu þess er nauð­syn­legt að hafa í huga að hvorttveggja þarf ævin­lega að laga að aðstæðum – haga orða­vali, setn­inga­gerð, tal­hraða o.fl. eftir því sem við teljum við­eig­andi hverju sinni. Orðið mál­snið er notað um þetta heild­ar­yf­ir­bragð máls­ins. Stíll er skylt hug­tak en teng­ist fremur ein­stak­ling­um, til­teknum bók­mennta­teg­undum o.þ.h. – talað er um stíl Hall­dórs Lax­ness, Íslend­inga­sagna­stíl, Bibl­íustíl o.s.frv. Við lærum mis­mun­andi mál­snið smátt og smátt og skiptum oft­ast nokkuð ósjálfrátt milli þeirra þótt vissu­lega komi fyrir alla að nota stundum rangt eða óvið­eig­andi mál­snið.

Mál­snið mót­ast ekki síst af miðl­inum – hvort mál­inu er miðlað í rit­uðu formi eða töl­uðu. Það er margs konar munur á dæmi­gerðu málsniði rit­máls og dæmi­gerðu málsniði tal­máls – yfir­leitt er rit­mál talið mun form­fast­ara en tal­mál aftur frjáls­legra. Skilin þarna á milli hafa þó dofnað veru­lega á seinni árum, fyrst með til­komu tölvu­pósts og síðar bloggs og sam­fé­lags­miðla þar sem mál­snið er mun óform­legra en venju­legt er á prenti.

Annar mót­andi þáttur er vett­vang­ur­inn. Málsniðið er ólíkt eftir því hvort við erum að spjalla við fjöl­skyld­una eða vinnu­fé­lag­ana, tala við lækni undir fjögur augu, flytja fyr­ir­lestur á ráð­stefnu frammi fyrir fjölda áheyr­enda, skrifa pistil í dag­blað, eða skrifa á sam­fé­lags­miðla. Mark­mið okkar skiptir líka máli – erum við að spjalla um heima og geima, skipt­ast á skoð­un­um, fræða, reka áróð­ur, eða eitt­hvað ann­að. Allt kallar þetta á mis­mun­andi mál­snið.

Auglýsing

Síð­ast en ekki síst mót­ast málsniðið mót­ast að sjálf­sögðu af þátt­tak­endum í sam­skipt­un­um. Konur tala og skrifa að ein­hverju leyti öðru­vísi en karl­ar, ung­lingar tala og skrifa öðru­vísi en full­orðið fólk, menntun fólks getur haft áhrif á mál­far þess, staða þess í þjóð­fé­lag­inu líka, og áhugi á að fylgja mál­staðli. En við­mæl­and­inn eða mark­hóp­ur­inn mótar líka mál­far okk­ar. Við tölum öðru­vísi við afa og ömmu en við jafn­aldra okk­ar, við tölum öðru­vísi við kennar­ann en skóla­systk­ini okk­ar, við skrifum öðru­vísi texta í skóla­rit­gerð en á sam­fé­lags­miðla, o.s.frv.

Munur málsniða birt­ist í ýmsum þáttum – orða­vali, setn­inga­gerð, fram­sögn, fylgni við mál­staðal o.fl. Hinn óop­in­beri íslenski mál­stað­all mið­ast við form­legt rit­mál en í óform­legu málsniði, dæmi­gerðu og eðli­legu tal­máli, bregður oft fyrir ýmsum til­brigðum í beyg­ingum og setn­inga­gerð sem ekki sam­ræm­ast staðl­in­um. Honum er hins vegar iðu­lega beitt til að leggja mat á mál­far sem fylgir öðru málsniði. Það leiðir til þess að mörgum finnst form­legt rit­mál hin eina rétta íslenska, en önnur mál­snið ein­hvers konar óæðri frá­vik.

En þannig er það auð­vitað ekki. Óform­legt mál er ekk­ert síðri íslenska en form­legt, tal­mál er ekk­ert síðri íslenska en rit­mál. Óform­legt tal­mál getur verið vandað og við­eig­andi þrátt fyrir ýmis frá­vik frá mál­staðli og form­legt rit­mál getur verið óvand­að, knosað og klúð­urs­legt, jafn­vel þótt mál­staðli sé fylgt út í æsar. Mál­vöndun felst ekki síst í því að velja sér mál­snið við hæfi. Með því móti komum við boð­skap okkar best til skila og sýnum við­mæl­endum eða les­endum virð­ingu.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tveggja metra fjarlægð skal ávallt vera milli fólks, hvar sem það kemur saman.
Ertu farin að ryðga í reglum um samkomubann? Hér er upprifjun
Meginlínan í samkomubanni er þessi: Það mega ekki fleiri en tuttugu koma saman og alltaf – sama hversu margir eru saman – skal halda tveggja metra fjarlægð frá næsta manni. Það gildir jafnt á vinnustað, úti í búð og í heimahúsum.
Kjarninn 1. apríl 2020
Hertar sóttvarnaaðgerðir á Vestfjörðum
Gripið hefur verið til hertra sóttvarnaaðgerða í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ísafirði. Leik- og grunnskólum verður lokað og samkomubann miðast við fimm manns.
Kjarninn 1. apríl 2020
Dóra Björt Guðjónsdóttir
Stafræn bylting bætir líf borgarbúa
Kjarninn 1. apríl 2020
Klikkið
Klikkið
Klikkið – Starfsemi Hugarafls í samkomubanni
Kjarninn 1. apríl 2020
Steingrímur Ólafsson
Pestir, Inc. og Corp.
Kjarninn 1. apríl 2020
Alma Möller landlæknir á fundinum í dag.
Apple og Google eru að yfirfara íslenska smitrakningaforritið
Bandarísku stórfyrirtækin Apple og Google eru að yfirfara snjallsímaforritið Rakning C-19, sem heilbrigðisyfirvöld hafa látið smíða til að auðvelda smitrakningu á Íslandi. Appið verður aðgengilegt þegar þessari rýni er lokið.
Kjarninn 1. apríl 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir mun mæla með því við Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra að samkomubann verði framlengt út apríl.
Þórólfur mælir með samkomubanni út mánuðinn: „Veiran mun ekki virða páska“
„Núna reynir virkilega á úthaldið og samstöðuna,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi yfirvalda í dag. Hann mun gera tillögu til heilbrigðisráðherra um framlengingu samkomubanns út apríl.
Kjarninn 1. apríl 2020
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Nú reyni á samstöðu verkalýðshreyfingarinnar sem aldrei fyrr
Miðstjórn ASÍ telur að nú reyni á samstöðu verkalýðshreyfingarinnar sem aldrei fyrr og skýra sýn. Þá sé málflutningur SA bæði rangur og villandi.
Kjarninn 1. apríl 2020
Meira úr sama flokkiÁlit