Viðeigandi málsnið

Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, birtir nú pistla á Kjarnanum um heilræði eða boðorð um íslenska málrækt. Hér kemur sjötti pistillinn.

Auglýsing

6. Til að efla íslensku og tryggja fram­tíð hennar er mik­il­vægt að velja máli sínu bún­ing sem hæfir aðstæðum og við­mæl­endum eða les­endum – nota við­eig­andi mál­snið.

Þótt alltaf sé sjálf­sagt að vanda mál sitt og fram­setn­ingu þess er nauð­syn­legt að hafa í huga að hvorttveggja þarf ævin­lega að laga að aðstæðum – haga orða­vali, setn­inga­gerð, tal­hraða o.fl. eftir því sem við teljum við­eig­andi hverju sinni. Orðið mál­snið er notað um þetta heild­ar­yf­ir­bragð máls­ins. Stíll er skylt hug­tak en teng­ist fremur ein­stak­ling­um, til­teknum bók­mennta­teg­undum o.þ.h. – talað er um stíl Hall­dórs Lax­ness, Íslend­inga­sagna­stíl, Bibl­íustíl o.s.frv. Við lærum mis­mun­andi mál­snið smátt og smátt og skiptum oft­ast nokkuð ósjálfrátt milli þeirra þótt vissu­lega komi fyrir alla að nota stundum rangt eða óvið­eig­andi mál­snið.

Mál­snið mót­ast ekki síst af miðl­inum – hvort mál­inu er miðlað í rit­uðu formi eða töl­uðu. Það er margs konar munur á dæmi­gerðu málsniði rit­máls og dæmi­gerðu málsniði tal­máls – yfir­leitt er rit­mál talið mun form­fast­ara en tal­mál aftur frjáls­legra. Skilin þarna á milli hafa þó dofnað veru­lega á seinni árum, fyrst með til­komu tölvu­pósts og síðar bloggs og sam­fé­lags­miðla þar sem mál­snið er mun óform­legra en venju­legt er á prenti.

Annar mót­andi þáttur er vett­vang­ur­inn. Málsniðið er ólíkt eftir því hvort við erum að spjalla við fjöl­skyld­una eða vinnu­fé­lag­ana, tala við lækni undir fjögur augu, flytja fyr­ir­lestur á ráð­stefnu frammi fyrir fjölda áheyr­enda, skrifa pistil í dag­blað, eða skrifa á sam­fé­lags­miðla. Mark­mið okkar skiptir líka máli – erum við að spjalla um heima og geima, skipt­ast á skoð­un­um, fræða, reka áróð­ur, eða eitt­hvað ann­að. Allt kallar þetta á mis­mun­andi mál­snið.

Auglýsing

Síð­ast en ekki síst mót­ast málsniðið mót­ast að sjálf­sögðu af þátt­tak­endum í sam­skipt­un­um. Konur tala og skrifa að ein­hverju leyti öðru­vísi en karl­ar, ung­lingar tala og skrifa öðru­vísi en full­orðið fólk, menntun fólks getur haft áhrif á mál­far þess, staða þess í þjóð­fé­lag­inu líka, og áhugi á að fylgja mál­staðli. En við­mæl­and­inn eða mark­hóp­ur­inn mótar líka mál­far okk­ar. Við tölum öðru­vísi við afa og ömmu en við jafn­aldra okk­ar, við tölum öðru­vísi við kennar­ann en skóla­systk­ini okk­ar, við skrifum öðru­vísi texta í skóla­rit­gerð en á sam­fé­lags­miðla, o.s.frv.

Munur málsniða birt­ist í ýmsum þáttum – orða­vali, setn­inga­gerð, fram­sögn, fylgni við mál­staðal o.fl. Hinn óop­in­beri íslenski mál­stað­all mið­ast við form­legt rit­mál en í óform­legu málsniði, dæmi­gerðu og eðli­legu tal­máli, bregður oft fyrir ýmsum til­brigðum í beyg­ingum og setn­inga­gerð sem ekki sam­ræm­ast staðl­in­um. Honum er hins vegar iðu­lega beitt til að leggja mat á mál­far sem fylgir öðru málsniði. Það leiðir til þess að mörgum finnst form­legt rit­mál hin eina rétta íslenska, en önnur mál­snið ein­hvers konar óæðri frá­vik.

En þannig er það auð­vitað ekki. Óform­legt mál er ekk­ert síðri íslenska en form­legt, tal­mál er ekk­ert síðri íslenska en rit­mál. Óform­legt tal­mál getur verið vandað og við­eig­andi þrátt fyrir ýmis frá­vik frá mál­staðli og form­legt rit­mál getur verið óvand­að, knosað og klúð­urs­legt, jafn­vel þótt mál­staðli sé fylgt út í æsar. Mál­vöndun felst ekki síst í því að velja sér mál­snið við hæfi. Með því móti komum við boð­skap okkar best til skila og sýnum við­mæl­endum eða les­endum virð­ingu.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Minkar eru ræktaðir á búum víða um heim, m .a. á Íslandi, vegna feldsins.
Menn smituðust af minkum
Fólk er talið hafa borið kórónuveiruna inn í minkabú í Hollandi. Minkarnir sýktust og smituðu svo að minnsta kosti tvo starfsmenn. Engin grunur hefur vaknað um kórónuveirusmit i minkum eða öðrum dýrum hér á landi.
Kjarninn 1. júní 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu allir vaxtalækkanir í vikunni sem leið.
Bankarnir taka aftur forystu í húsnæðislánum
Stýrivaxtalækkanir, lækkun bankaskatts og afnám sveiflujöfnunarauka hafa haft áhrif á vaxtakjör sem og getu bankanna til að lána fé. Með tilliti til verðbólgu verða hagstæðustu vextirnir til húsnæðiskaupa nú hjá bönkum í stað lífeyrissjóða.
Kjarninn 31. maí 2020
Barnabókin „Ævintýri í Bulllandi“
Mæðgin dunduðu sér við að skrifa barnabók á meðan að COVID-faraldurinn hélt samfélaginu í samkomubanni. Þær safna nú fyrir útgáfu hennar á Karolina fund.
Kjarninn 31. maí 2020
Þorri landsmanna greiðir tekjuskatt og útsvar. Hluti greiðir hins vegar fyrst og fremst fjármagnstekjuskatt.
Tekjur vegna arðgreiðslna jukust í fyrra en runnu til færri einstaklinga
Alls voru tekjur vegna arðs 46,1 milljarður króna í fyrra. Þeim einstaklingum sem höfðu slíkar tekjur fækkaði á því ári. Alls eru 75 prósent eigna heimila landsins bundnar í fasteignum.
Kjarninn 31. maí 2020
Maskína leiðrétti framsetningu Moggans á göngugatnakönnun
Maskína, sem vann könnun á viðhorfum til varanlegra göngugatna fyrir hóp kaupmanna sem berst gegn göngugötum í miðborginni, sendi frá sér leiðréttingu á fimmtudag eftir að bjöguð mynd af niðurstöðunum var dregin fram í Morgunblaðinu.
Kjarninn 31. maí 2020
Auður Jónsdóttir
Þú verður að deyja fyrir samfélagið!
Kjarninn 31. maí 2020
Stefán Ólafsson
Atvinnuleysisbætur eru alltof lágar
Kjarninn 31. maí 2020
Inger Støjberg, þáverandi ráðherra innflytjendamála í dönsku stjórninni, sést hér á fundi í Brussel 25. janúar árið 2016. Þann sama dag sá hún fréttir sem gerðu hana hoppandi illa og urðu kveikjan að þeim embættisfærslum sem nú eru til rannsóknar.
Að tala tungum tveim og draga kanínu úr hatti
Danskir stjórnmálaskýrendur sem fylgjast með rannsókn á embættisfærslum Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra, segja hana hafa talað tungum tveim í yfirheyrslum vegna rannsóknarinnar. Minnisblað sem enginn hafði áður heyrt minnst á dúkkaði skyndilega upp.
Kjarninn 31. maí 2020
Meira úr sama flokkiÁlit