Það er karlmannlegt að haga sér eins og kona

Eikonomics bendir á að víglínan gegn COVID-19 er að mestu mynduð af konum.

Auglýsing

Það er karlmannlegt að sparka bolta í mark. Það er karlmannlegt að veiða fisk á togara. Það er karlmannlegt að taka 100 kíló í bekk og horfa á aðra karlmenn lumbra hvor á öðrum í boxhring. Það er karlmannlegt að skjóta úr byssu og ybba gogg. Það er karlmannlegt að keyra yfir hámarkshraða. 

Það er karlmannlegt að taka áhættu – og yfirstíga ótta.

Það er kvenlegt að sauma í. Það er kvenlegt að elda mat. Það er kvenlegt að vinna í verslun. Það er kvenlegt að halda hreinu. Það er kvenlegt að ræða málin. Það er kvenlegt að hjúkra sjúkum.

Auglýsing
Er það karlmannlegt að bjarga mannslífum? Er það karlmannlegt að vinna 24 tíma á dag? Er það karlmannlegt að lækna fólk? Er það karlmannlegt að taka ógn og hættu með jafnaðargeði? Er það karlmannlegt að setja sjálfan sig í hættu til þess að bjarga mannslífum?

58% starfandi lyfsala eru konur. 70% lyfjafræðinga eru konur. 92% geislafræðinga eru konur. 97% sjúkraliða eru konur. 97% hjúkrunarfræðinga eru konur. 99% lífeindafræðinga eru konur. Allar  ljósmæður Íslands eru konur.

Heilbrigðisstarfsfólk, eftir kyni og stétt (2019)

Heimild: Landlæknir, heilbrigðisstarfsmenn. 

Rúmlega 85% heilbrigðisstarfsmanna Íslands eru konur.

Ef horft er á fréttir mætti halda að það væri karlmannlegt að ræða peningastefnu Seðlabankans. Maður gæti líka haldið að það væri karlmannlegt að útbúa efnahagspakka, til með að koma í veg fyrir það sem gæti auðveldlega orðið verra hrun en hrunið. 

Víglínan gegn COVID-19 er að mestu mynduð af konum. Það eru aðallega konur sem mæta í vinnuna, taka sýni og hlúa að sjúkum, þrátt fyrir smithættu. Það eru fyrst og fremst konur sem stara framan í COVID-19 og berja ófétið á brott. Konur taka áhættu og yfirstíga óttann. 

Kannski er orðið karlmennska rangnefni. Ef ekki þá hlýtur það að vera karlmannlegt að haga sér eins og kona þessa dagana.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiEikonomics