Það er karlmannlegt að haga sér eins og kona

Eikonomics bendir á að víglínan gegn COVID-19 er að mestu mynduð af konum.

Auglýsing

Það er karl­mann­legt að sparka bolta í mark. Það er karl­mann­legt að veiða fisk á tog­ara. Það er karl­mann­legt að taka 100 kíló í bekk og horfa á aðra karl­menn lumbra hvor á öðrum í box­hring. Það er karl­mann­legt að skjóta úr byssu og ybba gogg. Það er karl­mann­legt að keyra yfir hámarks­hraða. 

Það er karl­mann­legt að taka áhættu – og yfir­stíga ótta.

Það er kven­legt að sauma í. Það er kven­legt að elda mat. Það er kven­legt að vinna í versl­un. Það er kven­legt að halda hreinu. Það er kven­legt að ræða mál­in. Það er kven­legt að hjúkra sjúk­um.

Auglýsing
Er það karl­mann­legt að bjarga manns­líf­um? Er það karl­mann­legt að vinna 24 tíma á dag? Er það karl­mann­legt að lækna fólk? Er það karl­mann­legt að taka ógn og hættu með jafn­að­ar­geði? Er það karl­mann­legt að setja sjálfan sig í hættu til þess að bjarga manns­líf­um?

58% starf­andi lyf­sala eru kon­ur. 70% lyfja­fræð­inga eru kon­ur. 92% geisla­fræð­inga eru kon­ur. 97% sjúkra­liða eru kon­ur. 97% hjúkr­un­ar­fræð­inga eru kon­ur. 99% líf­einda­fræð­inga eru kon­ur. All­ar  ljós­mæður Íslands eru kon­ur.

Heil­brigð­is­starfs­fólk, eftir kyni og stétt (2019)

Heimild: Landlæknir, heilbrigðisstarfsmenn. 

Rúm­lega 85% heil­brigð­is­starfs­manna Íslands eru kon­ur.

Ef horft er á fréttir mætti halda að það væri karl­mann­legt að ræða pen­inga­stefnu Seðla­bank­ans. Maður gæti líka haldið að það væri karl­mann­legt að útbúa efna­hag­s­pakka, til með að koma í veg fyrir það sem gæti auð­veld­lega orðið verra hrun en hrun­ið. 

Víg­línan gegn COVID-19 er að mestu mynduð af kon­um. Það eru aðal­lega konur sem mæta í vinn­una, taka sýni og hlúa að sjúk­um, þrátt fyrir smit­hættu. Það eru fyrst og fremst konur sem stara framan í COVID-19 og berja ófétið á brott. Konur taka áhættu og yfir­stíga ótt­ann. 

Kannski er orðið karl­mennska rang­nefni. Ef ekki þá hlýtur það að vera karl­mann­legt að haga sér eins og kona þessa dag­ana.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar Alþingis.
Heilbrigðisráðuneytið gerir „alvarlegar athugasemdir“ við orð Helgu Völu
Heilbrigðisráðuneytið telur að málflutningur formanns velferðarnefndar í frétt RÚV um Sjúkratryggingar Íslands í gærkvöldi hafi verið ógætilegur og að trúnaðar um það sem fram fór á lokuðum nefndarfundi hafi ekki verið gætt.
Kjarninn 2. mars 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir nauðsynlegt að ræða áhrif launabreytinga á verðbólgu
Hvaðan kemur verðbólgan?
Verðbólga hér á landi mælist nú í rúmum fjórum prósentum og hefur ekki verið jafnmikil í rúm sjö ár. Hvað veldur þessari miklu hækkun?
Kjarninn 2. mars 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.
Segir það vekja furðu hvernig stjórnmálamenn og fjölmiðlar „hamast á dómsmálaráðherra“
Hreinn Loftsson segir dómsmálaráðherra ekki hafa gert neitt rangt þegar hún hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag vegna Ásmundarsalsmálsins. Fjölmiðlar hafi ekki virt helgifrið og heimtað svör frá ráðherranum.
Kjarninn 2. mars 2021
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Sósíalistaflokkurinn hefur aldrei mælst stærri í könnunum Gallup
Stjórnarflokkarnir hafa saman tapað fylgi á kjörtímabilinu en eru við það að geta endurnýjað samstarfið, samkvæmt könnunum, standi vilji þeirra til þess. Þrír stjórnarandstöðuflokkar hafa styrkt stöðu sína á kjörtímabilinu en tveir veikst.
Kjarninn 2. mars 2021
Guðmundur Ingi var kjörinn varaformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs árið 2019.
Tveir keppast um oddvitasæti VG í Kraganum
Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur tilkynnt að hann stefni á oddvitasætið í Suðvesturkjördæmi. Nú þegar hefur Ólafur Þór Gunnarsson tilkynnt að hann vilji fyrsta sætið.
Kjarninn 2. mars 2021
Hjálmar Sveinsson
Framtíðaráætlun fyrir Reykjavík
Kjarninn 2. mars 2021
Bóluefni Johnson & Johnson hefur fengið neyðarleyfi í Bandaríkjunum.
Aftur fjölgar dauðsföllum vestanhafs – „Vinsamlega hlustið á mig“
Framkvæmdastjóri bandarísku smitsjúkdómastofnunarinnar er uggandi yfir stöðunni á faraldrinum í landinu. Smitum og dauðsföllum hefur fjölgað á ný. Nýtt bóluefni, sem aðeins þarf að gefa einn skammt af, er rétt ókomið á markað.
Kjarninn 2. mars 2021
Fimm forvitnilegar (og covid-lausar) fréttir
Stórmerkilegur fundur í Argentínu, fugl vakinn upp frá dauðum, úlfur á landshornaflakki, „frosnar“ skjaldbökur teknar í skjól og alveg einstaklega áhugaverð mörgæs. Það er ýmislegt að frétta úr heimi dýranna.
Kjarninn 1. mars 2021
Meira úr sama flokkiEikonomics