Við erum öll barnavernd!

Félags- og barnamálaráðherra biðlar til almennings, nágranna og allra annarra aðstandenda að vera meðvituð, hafa augun opin og huga sérstaklega að börnum sem við höldum að búi við erfiðar aðstæður.

Auglýsing

Þó COVID-19 veiran virð­ist ekki herja á börn með sama hætti og ýmsa aðra hópa þá taka áskor­an­irnar sem stafa af far­aldr­inum á sig ólíkar myndir sem geta skapað aukna hættu fyrir öryggi og vel­ferð barna. Á nokkrum vikum hefur dag­legt líf fjöl­skyldna á Íslandi og um heim allan breyst mikið og sótt­varn­ar­að­gerðir hafa, þrátt fyrir mik­il­vægi sitt, raskað rútínu og öryggi margra barna.



Aðstæð­urnar hafa mikil áhrif á börn

Um þessar mundir er aukið álag á öllu sam­fé­lag­inu og þá ekki síst mik­il­væg­ustu ein­ingu þess, fjöl­skyld­unni. Kvíði og streita getur skap­ast í tengslum við sam­komu­bann, efna­hags­legar áskor­anir og minna aðgengi að stuðn­ings- og þjón­ustu­kerf­um, bæði fag­að­ilum og ömm­um, öfum og öðrum fjöl­skyldu­með­lim­um.  

Reynslan sýnir okkur því miður að við þessar aðstæður aukast líkur á að börn verði þolendur van­rækslu og ofbeld­is, hvort sem það er and­legt, lík­am­legt eða kyn­ferð­is­legt. Þetta hefur verið raunin í far­öldrum síð­ustu ára­tuga og nýlegar upp­lýs­ingar frá Kína og Ítalíu hafa stað­fest. 

Auglýsing

Skert starf­semi skóla og leik­skóla sam­hliða minni sam­gangi milli fólks veldur því að börn þurfa oft á tíðum að búa lengur við þessar aðstæður áður en aðstoð berst. Þetta sjáum við nú þegar hér á landi þar sem til­kynn­ingum til barna­verndar hefur fækk­að, þvert á það sem aðstæður og reynslan sýnir að ætti að vera raun­in. 



Aðstæð­urnar magna upp skugga­hliðar áfeng­is- og vímu­efna

Í aðstæðum eins og þeim sem nú eru uppi hér á landi sem og ann­ars stað­ar, er hætta á því að neysla áfengis og ann­arra vímu­gjafa auk­ist og verði til skaða. Í gær fengum við þær fréttir að áfeng­is­sala á Íslandi hefði auk­ist tölu­vert síð­ustu vik­ur. Þó að flestir drekki hóf­lega og af skyn­sem­i þá er ærin ástæða til þess að vera með­vit­aður um eigin áfeng­is­neyslu og sýna ábyrgð. Sterkt sam­band er á milli óhóf­legrar áfeng­is- og vímu­efna­neyslu og ofbeldis af ýmsum toga s.s. heim­il­is­of­beldis og van­rækslu barna. 

Alþjóða­heil­brigð­is­stofn­unin (WHO) fjallar sér­stak­lega um þessi mál í tengslum við COVID-19 og á heima­síðu stofn­un­ar­innar segir meðal ann­ars að notkun áfengis og vímu­efna sé ekki rétta leiðin til að takast á við aukið álag eða kvíða sem fylgir far­aldr­in­um. Í morgun bár­ust fréttir af því að Græn­land hefði af þessu slíkar áhyggjur að þeir hafi ákveðið að bannað skyndi­lega alla áfeng­is­sölu í land­inu til 15. apríl hið minnsta. Ástæðan er sú að vegna lok­unar stofn­ana og veit­inga­staða þá myndi áfeng­is­neysla aukast í heima­húsum og aukin hætta væri á að börn gætu lent í aðstæðum þar sem ekki væri hægt að grípa inn eða fylgj­ast með. 

Án þess að sá sem þetta riti sé að tala fyrir auk­inni for­ræð­is­hyggju þá er mik­il­vægt að hvert og eitt okkar hafi ofan­greint hug­fast á næstu vikum og mán­uð­um. Áfeng­is­neysla er ekki einka­mál þess sem neytir því hún hefur oftar en ekki líka áhrif á fjöl­skyldu, vini og aðra.  



Við erum öll barna­vernd!

Á Íslandi höfum við sterkt barna­vernd­ar­kerfi sem stendur vörð um vel­ferð barn­anna okk­ar. Starfs­menn í barna­vernd standa nú sem fyrr vakt­ina og stíga inn í aðstæður þegar þess er þörf. Staðan er hins vegar enn flókn­ari núna en við eigum að venj­ast. Minni sam­gangur milli fólks og sú stað­reynd að börn eru minna í skóla og öðrum úrræðum sem veita þeim öryggi og stuðn­ing veldur því að ekki verður alltaf upp­lýst um erf­iðar aðstæður barna og að þau þurfi því að búa lengur við þær aðstæður áður en aðstoð berst. 

Í ljósi alls þá er full ástæða til að biðla til almenn­ings, nágranna og allra ann­arra aðstand­enda að vera með­vit­uð, hafa augun opin og huga sér­stak­lega að börnum sem við höldum að búi við erf­iðar aðstæð­ur. Öllum ber að til­kynna um aðstæður barns ef áhyggjur vakna. Ekki bíða eftir að aðrir gera það, ekki bíða eftir aðstæður breyt­ist. Hringdu í 112 og til­kynnt­u. 



Þá má benda á að Hjálp­ar­sími Rauða­kross­ins, 1717 (og net­spjall á www.1717.is) hefur verið efldur og þangað geta allir leitað og fengið aðstoð eða ráð­gjöf allan sól­ar­hring­inn.



Alveg eins og við erum öll almanna­varnir þá erum við öll barna­vernd. Hvert og eitt okkar getur skipt öllu máli í lífi barns!



Höf­undur er félags- og barna­mála­ráð­herra.





Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar