Kæri lesandi Kjarnans.
Við slíkar aðstæður kemur mikilvægi vandaðra og trúverðugra fjölmiðla í ljós. Það þarf að upplýsa almenning heiðarlega en af ábyrgð, það þarf að greina það sem er eiga sér stað og það þarf að setja hlutina í samhengi sem almenningur skilur og hefur gagn af. Það þarf líka að veita stjórnvöldum eðlilegt aðhald þegar verið er að taka ákvarðanir um að hefta frelsi, tryggja heilbrigði og bregðast við efnahagsáfalli, sem eiga sér engin fordæmi.
Það eru til fjölmiðlar sem einblína á að skapa lestrarumferð. Sem mæla allan árangur í því hversu marga þeir ginna til að deila efni á samfélagsmiðlum með hvatningu þar um eða hversu margir smella á fyrirsagnir sem eru afvegaleiðandi eða hreinlega rangar. Tilgangurinn helgar þar meðalið.
Kjarninn er ekki þannig fjölmiðill. Undanfarin ár hefur hann þvert á móti aukið það að fjalla frekar um þau efni sem ritstjórn hans sérhæfir sig í, lagt áherslu á gæði fram yfir magn, fækkað efnum frekar en fjölgað þeim og staðist allar freistingar um að leyfa smelluáherslum að taka yfir.
Þrátt fyrir þetta hefur lestur Kjarnans aldrei verið meiri á fyrstu mánuðum árs en nú, árið 2020.
Óhjákvæmilegt er að túlka það þannig að fleiri og fleiri lesendur séu að leita eftir stöðugleika, trúverðugleika og skýrum persónuleika þegar kemur að því að velja fjölmiðlaumfjöllun um brýn þjóðfélagsmál. Að fleiri og fleiri vilji lesa fjölmiðil sem leggur áherslu á staðreyndamiðaða umræðu og það að greina kjarnann frá hisminu. Fyrir það erum við sem að Kjarnanum stöndum afar þakklát.
Margir fjölmiðlar hérlendis hafa staðið vaktina nánast óaðfinnanlega síðustu vikur. Svona aðstæður sýna hversu nauðsynlegt það er nútímasamfélagi að eiga fjölbreytta fjölmiðlaflóru þar sem styrkleikar hvers og eins koma fram þegar á reynir og mynda öfluga heild, almenningi öllum til heilla. Kjarninn hefur sýnt að hann er mikilvægur hluti af þeirri heild.
Kjarninn er í góðri stöðu til að takast á við þessar aðstæður þar sem hann hefur byggt upp tekjumódel sem er ekki jafn beintengt auglýsingatekjum og hjá mörgum öðrum. Þar skipta styrkjagreiðslur þeirra sem ganga til liðs við Kjarnasamfélagið öllu máli, enda eru þær undirstaðan í rekstri og tilveru okkar.
Engu að síður er augljóst að tekjur okkar munu dragast saman, líkt og allra annarra fjölmiðla.
Því biðlum við til ykkar, lesenda Kjarnans, að standa með okkur í gegnum þennan skafl. Við biðjum þá sem eru ekki þegar búnir að skrá sig í Kjarnasamfélagið að gera það með því að smella á hnappinn að neðan, fara á vef Kjarnans og velja styrktarhnappinn efst til hægri eða smella einfaldlega hér. Fyrir þá sem tilheyra Kjarnasamfélaginu nú þegar biðjum við ykkur að íhuga að hækka framlagið um það sem þið getið séð af. Það getið þið gert með því að senda okkur póst á netfangið takk@kjarninn.is.
Við erum til fyrir ykkur. Og ætlum að vera það áfram.
Með baráttu- og þakklætiskveðju,