Af fréttum og klósettpappír – má lýðræðið bíða?

Framkvæmdastjóri Kjarnans skrifar um stöðu fjölmiðla á tímum kórónuveirunnar.

Auglýsing
Á und­an­förnum vikum höfum við á Kjarn­anum fylgst með lestr­ar­tölum á vefnum okkar ná nýjum hæð­um. Fleiri heim­sækja Kjarn­ann en áður, les­endur staldra lengur við en vana­lega og kíkja oftar á fréttir okk­ar, við­töl og frétta­skýr­ingar en fyrr auk þess sem fylgj­endum okkar á sam­fé­lags­miðlum fjölg­ar. 

Fólk þarf fréttir – það er svo sem ekk­ert nýtt – en við finnum vel að nú er sér­stak­lega mikil eft­ir­spurn eftir fréttum og frétta­tengdu efni. Við vöndum okkur við umfjöllun um kór­ónu­veiruna, greinum áhrif hennar á sam­fé­lagið og reynum eftir fremsta megni að halda í okkar sér­stöðu – gæði og ­dýpt.

Ef Kjarn­inn væri vef­verslun með kló­sett­pappír og lestr­ar­töl­urnar okkar væru sölu­tölur þá værum við sann­ar­lega á grænni grein. Kjarnarúll­urnar rykju út og við gætum dundað okkur við að telja pen­inga. En vegna þess að fréttir og frétta­skýr­ingar eru ekki eins og hver önnur sölu­vara þá þarf vef­mið­ill eins og Kjarn­inn að finna sér ýmsar leiðir til að afla tekna. Þótt mikil spurn sé eftir áreið­an­legum fréttum og frétta­skýr­ingum þar sem kafað er dýpra í frétta­mál líð­andi stundar þá er ekki þar með sagt að lest­ur­inn umbreyt­ist í pen­inga. 

Sú staða sem sjálf­stæðir fjöl­miðlar standa frammi fyr­ir, vand­inn við að afla nægra tekna til að sinna þeirri þjón­ustu sem spurt er eft­ir, er ekki einka­mál Kjarn­ans. Í grein­ar­gerð með frum­varpi til breyt­inga á lögum um fjöl­miðla sem mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra lagði fram á þingi í fyrra­vetur seg­ir: „Síð­ustu ár hafa rekstr­ar­for­sendur einka­rek­inna fjöl­miðla hér á landi versnað til muna. ... Kaup á aug­lýs­ingum fær­ast í auknum mæli til erlendra stór­fyr­ir­tækja svo sem net- og sam­fé­lags­miðla sem leitt hefur til sam­dráttar í aug­lýs­inga­sölu hjá hinum hefð­bundnu einka­reknu fjöl­miðl­u­m.“ Þar er með öðrum orðum við­ur­kennt að staða fjöl­miðla hefur verið erfið um nokkra hríð. 

Unnið hefur verið að því frá árinu 2016 að sníða stuðn­ings­kerfi fyrir einka­rekna fjöl­miðla og nú í vetur komst loks skriður á málið þegar áður­nefnt frum­varp var tekið til umfjöll­unar í þing­inu. Í því er lagt til að einka­reknir fjöl­miðlar geti, að upp­fylltum ákveðnum skil­yrð­um, „fengið tíma­bund­inn stuðn­ing í formi end­ur­greiðslu á hluta kostn­aðar sem fellur til við að afla og miðla frétt­um, frétta­tengdu efni og umfjöllun um sam­fé­lags­leg mál­efni hér á land­i.“ Í fyrstu var stefnt að því að end­ur­greiðsla yrði 25% kostn­aðar en með breyt­ingum hafði það hlut­fall verið lækkað niður í 18% en síðan hækkað aftur í 20% sam­kvæmt nýj­ustu útgáfu frum­varps­ins sem var til umfjöll­unar í alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd áður en starfs­á­ætlun þings­ins var sett á ís af þekktum ástæð­u­m. 

Auglýsing
Samkvæmt grein­ar­gerð með frum­varp­inu skyldu styrk­veit­ingar „styðja við sterkar rit­stjórnir með slag­kraft til metn­að­ar­fullra verk­efna en ekki síður við fjöl­breytta flóru smærri miðla. Í því sam­bandi skuli bæði hafa í huga miðla sem ná til lands­ins alls og svæð­is­bundna miðla. Skil­yrðin verði þannig til þess fallin að styrkja þá miðla sem bein­línis efla lýð­ræðið í land­inu með frétta­flutn­ingi og upp­lýstri um­ræð­u.“

Mik­il­væg­i ­fjöl­miðla fyrir lýð­ræðið verður sjaldan eins ljóst og einmitt í krísu. Á tímum þegar við gleypum í okkur hvern frétta­tím­ann á fætur öðrum, lesum langar og ítar­legar efna­hags­grein­ingar frá upp­hafi til enda og þyrstir í að lesa við­töl og reynslu­sögur fólks dag hvern þá verður okkur ljóst hvaða gildi fjöl­miðlar hafa í sam­fé­lag­in­u. 

Það skiptir því máli að árétta að staða fjöl­miðla var erfið áður en við lögðum af stað upp brekk­una sem nú er fram und­an. Við á Kjarn­an­um, líkt og aðrir í þjóð­fé­lag­inu, höldum áfram og stöndum vakt­ina þrátt fyrir að leiðin sé grýtt og tor­fær. Við ætlum ekk­ert að hætta að segja frétt­ir, greina stöð­una og birta vand­aðar frétta­skýr­ing­ar. Kjarn­inn ætlar miklu frekar að gefa í, vinna hrað­ar, vinna meira. 

Sú tekju­öfl­un­ar­leið sem Kjarn­inn hefur reitt sig hvað mest á und­an­farin ár, auk aug­lýs­inga, eru frjáls fram­lög frá les­endum Kjarn­ans. Við köllum þessa leið Kjarna­sam­fé­lag­ið. 

Til­urð Kjarna­sam­fé­lags­ins byggir á þeirri ein­földu ályktun að ekki aðeins þurfi fólk vandað frétta­efni held­ur vilji fólk lesa vandað frétta­efni á net­inu og sé til­búið að greiða fyrir það. Þessi ályktun er ekki úr lausu lofti grip­in, heldur voru það les­endur Kjarn­ans sem sjálfir ósk­uðu eftir að fá að greiða mán­að­ar­legt gjald fyrir aðgang­inn að efni Kjarn­ans, þótt vef­ur­inn hafi alltaf verið opinn. Fólk er til­búið að greiða fyrir það sem vel er gert, þótt það sé ekki að inna af hendi greiðslu fyrir sér­staka þjón­ustu heldur reiða fram styrk, mán­að­ar­legt fram­lag fyrir upp­hæð að eig­in vali.

Á tímum sem ekki eiga sér hlið­stæðu í sög­unni þarf að huga að mörgu. Við þurfum vissu­lega að eiga nóg af kló­sett­papp­ír! En við þurfum líka að eiga nóg af fjöl­miðlum - vönd­uðum fjöl­miðlum sem líta á starf sitt sem þjón­ustu í þágu almenn­ings. Rit­stjórn Kjarn­ans tekur sér ekki frí­dag á næst­unni og venju­legur vinnu­tími hefur verið lagður til hlið­ar. Við ætlum ein­fald­lega að vera á tánum öllum stund­um. 

Rík­is­stjórnin hefur kynnt efna­hags­legar björg­un­ar­að­gerðir á þessum erf­iðu tím­um. Ein­hverjar þeirra munu nýt­ast fjöl­miðlum líkt og öðrum fyr­ir­tækjum í land­inu. Engu að síður verðum við á Kjarn­anum að takast á við þá stöðu að óvissa er um afdrif fjöl­miðla­frum­varps­ins sem tryggja átti stuðn­ing til fjöl­miðla í erf­iðu rekstr­ar­um­hverfi. Við vitum ekki enn hvort við getum reiknað með þeirri end­ur­greiðslu sem lagt var upp með í frum­varp­inu og gert hafði verið ráð fyrir í áætl­unum þessa árs (og á fjár­lög­um), þrátt fyrir að Kjarn­inn upp­fylli sann­ar­lega skil­yrði um að telj­ast meðal þeirra miðla sem „bein­línis efla lýð­ræðið í land­inu með frétta­flutn­ingi og upp­lýstri umræð­u.“ Enn­fremur er óvissa um hvort stjórn­völd hyggj­ast grípa til ein­hverra við­bót­ar­ráð­staf­ana til að styðja fjöl­miðla í gegnum þann sam­drátt sem nú blasir við vegna heims­far­ald­urs.

Aðstæður eru vissu­lega sér­stakar og ráða­mönnum er vandi á höndum sem eng­inn kann full­kom­lega að takast á við. En það er ekk­ert óeðli­legt við það að spyrja: Má þá lýð­ræðið bara bíða? Á að efla það ein­hvern tím­ann seinna, þegar fjöl­miðlar eru farnir að týna töl­unn­i? 

Kjarn­inn hefur verið til taks fyrir kröfu­harða les­endur sína í nærri sjö ár og við ætlum okkur að vera það áfram. Við höfum ekki í hyggju að hefja sölu á kló­sett­pappír en minnum á að Kjarna­sam­fé­lagið er enn mik­il­væg­ari stoð undir okkar rekstur en áður. Ef þú kannt að meta Kjarn­ann þá get­urðu skráð þig fyrir mán­að­ar­legu fram­lagi til Kjarn­ans með því að smella á styrkt­ar­hnapp­inn efst til hægri á vef okk­ar. Fyrir þá sem nú þegar eru stolt­ir ­styrkj­end­ur Kjarn­ans þá leyfum við okkur að benda á að það er hægt að óska eftir að hækka mán­að­ar­lega fram­lagið með því að senda póst á takk@kjarn­inn.is

Takk fyrir styrk­inn – þið haldið Kjarn­anum gang­andi!

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit