Ekki gleyma þeim!

Félagsráðgjafi og fræðslufulltrúi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar segja að stjórnvöld, og þá sérstaklega á sveitarstjórnarstigi, verða að huga að fólki sem alla jafna leitar ekki á náðir starfsins en gerir það nú í neyð.

kristinogvilborg.jpg
Auglýsing

Hjálp­ar­starf kirkj­unnar hefur það hlut­verk að veita fólki sem býr við fátækt félags­lega ráð­gjöf og efn­is­legan stuðn­ing í neyð­ar­til­fell­um. Félags­ráð­gjafar Hjálp­ar­starfs­ins þekkja því vel til aðstæðna fólks sem býr við kröpp­ustu kjörin á Íslandi og hafa verið öfl­ugir tals­menn þess að far­sæld ná til allra þjóð­fé­lags­hópa. Starfið hefur líka snú­ist um að styðja við fólkið sem til okkar leitar þannig að það treysti sér til að láta rödd sína heyr­ast og berj­ast fyrir bættum hag. 

Und­an­farnar vikur hefur fólk sem ekki leitar til okkar öllu jafna nú komið til okkar í neyð. Náms­menn sem ekki hafa átt þess kost að taka náms­lán að fullu og verið í íhlaupa­vinnu með námi, sér­stak­lega þá náms­menn sem eru ein­stæðir for­eldr­ar, útlend­ingar sem hafa verið í tíma­vinnu og hafa því ekki rétt­indi, öryrkjar sem hafa stundað vinnu að ein­hverju leiti og þá án ráðn­ing­ar­samn­ings, - þetta er fólkið sem hefur misst vinn­una en á ekki rétt á atvinnu­leys­is­bót­um. Stjórn­völd, og þá sér­stak­lega á sveit­ar­stjórn­ar­stigi, verða að huga að þessu fólki.

Auglýsing
Fólkið sem leitar til okkar ber margt kvíð­boga fyrir fram­tíð­inni. Margir þora ekki út úr húsi og eru í sjálf­skip­aðri sótt­kví. Þeir sem voru ein­mana fyrir eru það enn frekar nú. Við verðum öll að huga að náunga okkar og finna leiðir til að hafa og við­halda sam­bandi. Útlend­ingar eru í sér­lega við­kvæmri stöðu hvað þetta varð­ar. Stjórn­völd verða að tryggja fólki, sem býr við félags­lega ein­angrun og hvert svo sem þjóð­erni þess er, sál­rænan stuðn­ing svo fljótt sem verða má. Það er mik­il­vægt að ein­stak­lingar séu sem minnst einir á þessum erf­iðu og flóknu tím­um.

Við erum sam­heldið sam­fé­lag þegar á reynir og við erum öll af vilja gerð. Við verðum að passa að gleyma engum í okkar frá­bæru almanna­vörn­um. Ekki gleyma að hugsa um þennan hóp!

Höf­undar starfa hjá Hjálp­ar­starfi kirkj­unn­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Guðmundur Ingi leiðir Vinstri græn í Kraganum
Forvali Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi lauk kl. 17:10 í dag. Umhverfis- og auðlindaráðherra verður oddviti flokksins í kjördæminu í komandi kosningum.
Kjarninn 17. apríl 2021
Búast má við hraðri lækkun atvinnuleysis þegar ferðamenn koma hingað aftur, samkvæmt Hagfræðistofnun HÍ.
Verðbólgan gæti aukist aftur á næsta ári
Erfitt gæti reynst að stöðva þensluna í íslensku efnahagslífi eftir að faraldrinum lýkur, samkvæmt nýrri hagspá Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.
Kjarninn 17. apríl 2021
Ásta Möller, fyrir miðju, sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í áratug með hléum í upphafi aldar. Hún segir ekkert eðlilegra en að varaformaður flokksins sækist eftir oddvitasæti í sínu kjördæmi.
Telur „mikilvægt að veita varaformanni Sjálfstæðisflokksins brautargengi“
Ásta Möller, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nú kjósandi í Norðvesturkjördæmi, segir að enginn eigi neitt gefið í pólitík og styður Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur í komandi prófkjörsbaráttu við Harald Benediktsson.
Kjarninn 17. apríl 2021
Hvað gerist ef þú fellur í glóandi hraun?
Eigendur Icelandic Lava Show skrifa hraunmola vikunnar á Kjarnann. Þessi er númer tvö.
Kjarninn 17. apríl 2021
Flugfélagið Play kynnti sig til leiks í árslok 2019. Síðan kom heimsfaraldur, en nú er komið nýtt fjármagn að borðinu og stefnt að flugi á næstu mánuðum.
Segir að það sé „sérstök orka“ og „rosalegur kraftur“ hjá Play, sem undirbýr flugtak
Birgir Jónsson, nýráðinn forstjóri flugfélagsins Play, segir að honum líði eins og allt sem hann hafi gert hingað til hafi verið uppbygging að því takast á við forstjórastarfið hjá Play. Félagið auglýsir í dag tvær yfirmannastöður lausar til umsóknar.
Kjarninn 17. apríl 2021
Í bréfinu voru skipulagsbreytingar Þjóðskrár sagðar vanhugsaðar og gerðar í litlu samráði við starfsmenn.
Kraumandi óánægja hjá Þjóðskrá – starfsmenn kvörtuðu til ráðherra
Hluti starfsmanna Þjóðskrár sendi á dögunum bréf á samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, þar sem miklar aðfinnslur voru gerðar við skipulagsbreytingar og stjórnunarhætti hjá stofnuninni. Mikilvæg verkefni voru sögð í uppnámi.
Kjarninn 17. apríl 2021
Helgi Seljan fréttamaður.
Siðanefnd RÚV segir Helga Seljan að það sé ekki hægt að áfrýja
Siðanefnd RÚV segist ekki hafa neinar forsendur til þess að endurupptaka úrskurð sinn í máli fréttamannsins Helga Seljan. Úrskurðir nefndarinnar séu endanlegir og þeim verði ekki áfrýjað.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar