Örsaga úr kristni

Árni Már Jensson ritar um franska skurðlækninn og líffræðinginn Alexis Carrel, Nóbelsverðlaunahafa sem gerði tilraunir til að finna brú milli heimanna tveggja, vísinda og trúar.

Auglýsing

„Við megum aldrei gleyma því að við getum fundið til­gang í líf­inu, jafn­vel þótt við séum í von­lausri aðstöðu gagn­vart örlögum sem ekki verða umflú­in.“ - Viktor E. Frankl.

Alexis Carrel, (f. 28.06.1873, d. 05.11.1944) var franskur skurð­læknir og líf­fræð­ingur sem hlaut Nóbels­verð­laun í líf­eðl­is- og lækn­is­fræði 1912 fyrir braut­ryðj­andi æða-að­gerð­ar­tækni. Hann, í félagi við Charles. A. Lind­bergh, hann­aði og smíð­aði fyrstu streymdælu sem varð upp­haf að mögu­leika til líf­færa­ígræðslu. Carrel ávann sér m.a. frægð fyrir leikni í með­höndlun særðra her­manna í fyrri heims­styrj­öld­inni og fyrir full­komnun sína á aðferðum til vefj­a­rækt­un­ar. Með vefj­a­rækt­un­inni tókst honum að sýna fram á að hægt væri að halda vissum frumu­teg­undum lif­andi um aldur og ævi. Carrel lét sér ekk­ert óvið­kom­andi sem snerti mann­legt eðli. Hugs­anir hans svifu með leift­ur­hraða milli hins röktengda heims vís­ind­anna og hins leynd­ar­dóms­fulla heims and­ans. Hann var í senn líf­fræð­ing­ur, skurð­lækn­ir, trú­mað­ur, heim­spek­ingur og lista­mað­ur.

Alex­ander Carrel sótti út til ystu marka hugs­un­ar­innar í lausnum og athöfnum og ávann sér í senn aðdáun fyrir leiftr­andi fram­sækni og djörf­ung á sviði líf- og lækn­is­fræði, en einnig andúð vegna and­ans inn­sæi, sem hinu hefð­bundna vís­inda­sam­fé­lagi þótti frekar tákn um óvís­inda­lega hugsun og nálgun frekar en jákvæða sam­legð til þekk­ing­ar­auka í þágu lækn­is­fræði. Í huga Carrels gilti einu hvernig eða hvaðan upp­spretta lausn­anna kæmi, svo fremi að hún skil­aði fram­þróun í lækn­ingu. Hið helga fyr­ir­bæri líf, var honum mik­il­væg­ast öllu öðru. Engin verk­efni voru svo flókin og stór­brotin fyrir huga Carrels að ekki væri þau verðug atlögu, eygði hann mögu­leika á fram­þróun í þágu lífs­ins. Þannig varp­aði Carrel fyrir róða öllu sem snerti vís­inda­legri sjálfs-­yf­ir­hafn­ingu fyrir lausnir og lækn­ing­ar. Auð­mýkt og áhugi Carrels beind­ist fyrst og fremst að mann­in­um, sem hann upp­lifði á ein­hvern hátt sem leið til Guðs og öfugt.

Auglýsing

Heim­ur­inn utan tak­marka­sviðs lík­am­ans hreif huga hans og knúði hann til að leita að óskil­greindri brú milli raun,-og and­ans heima. Carrel var í vissum skiln­ingi þessi brú, því að í honum bjuggu í senn atgervi vís­inda­manns­ins og hjarta munks­ins. Í bók­inni, „Mað­ur­inn, hin óþekkta vera", sagði Carrel...„að efn­is­heim­ur­inn væri mann­inum of þröng­ur, þrátt fyrir ómæl­an­lega stærð sína. Hann sagði, að menn­irnir væru ekki að öllu leiti háðir tak­mörk­unum hinnar efn­is­legu til­veru...að mað­ur­inn næði lengra út fyrir tak­mörkun efnis heild­ar­inn­ar.....að ein­stak­ling­ur­inn næði út fyrir tak­marka­svið lík­am­ans jafnt í tíma sem rúmi og að hann væri einnig af öðrum heimi."

Sem ungur læknir skrif­aði Carrel einnig hand­ritið að bók­inni; „Förin til Lour­des“ og var hún ein af fyrri til­raunum hans til að finna brú milli heimanna tveggja, vís­inda og trú­ar. En sögu Lour­des má segja í fáeinum orð­um: Árið 1858 varð smala­stúlka ein fyrir vitrun og sá per­sónu, sem kaþ­ólskir menn kalla Maríu mey. Vitrun þessi leiddi til þess, að fjöldi af veiku fólki, sem komið var með til Massa­bielle hell­is­ins, lækn­að­ist. Síauk­inn fjöldi manna tók að leggja leið sína til hell­is­ins, og þurfti fljót­lega að leggja járn­braut til að mögu­legt væri að anna vax­andi straum fólks þang­að. Í lif­anda lífi, lét Carrel ekki gefa út þessa bók. En við ævi­lok, var Carrel ennþá sokkin í þá sann­fær­ingu sína að finna brúna milli heimanna tveggja. Á bana­sæng í Boquen klaustr­inu, tjáði hann vini sín­um, Dom Alexis eft­ir­far­andi: „Ég bið Guð þess, að hann gefi mér tíu starfsár enn. Ég held, að með því sem ég hef reynt, muni mér takast að sýna á vís­inda­legan hátt fram á vissan hlut­lægan skyld­leika milli hins and­lega og efn­is­lega og leiða mönnum þannig fyrir sjónir sann­indi og blessun kristni­dóms­ins.“

Hand­ritið að bók­inni, „Förin til Lour­des" fannst meðal ann­ars óút­gef­ins efnis Carrels, að honum látn­um. Bókin er áhrifa­mikil og per­sónu­leg frá­sögn af reynslu hans og upp­lifun í Lour­des árið 1903. Lækn­ir­inn ungi hafði ritað bók­ina undir dul­nefn­inu Lerrac sem er nafn Carrel lesið aft­urá­bak. Athug­anir þessa unga læknis og vís­inda­manns í Lour­des höfðu djúp­stæð og afger­andi áhrif á við­horf hans og hugsun til vís­inda og trúar til ævi­loka. Það sem hann gerði sér e.t.v. ekki grein fyrir á bana­leg­unni, er að hann hafði þegar veitt vís­inda­sam­fé­lag­inu ómet­an­lega inn­sýn inn í víddir bæn­ar­innar og and­ans með þeirri rann­sókn­ar­vinnu sem grund­vall­aði hand­rit hinnar óút­gefnu frá­sagn­ar.

Ferðin til Lour­des

Alexis Carrel fór í þessa för til að rann­saka með vís­inda­legum aðferðum hvort þrá­látur orðrómur og vitn­is­burðir um lækn­ingu hinna ýmsu kvilla ætti við rök að styðj­ast. Þrátt fyrir for­vitni hans um and­ans heima og tryggð við kristna trú var hann fullur efa en til­bú­inn að opna hug­ann fyrir þeim mögu­leika að lækn­ingar fengjust stað­ist.

Carrel var starfs­maður lækna­deildar háskól­ans í Lyon með sér­grein í kennslu krufn­inga, líf­færa­fræði og til­rauna­vís­inda. Sög­urnar um lækn­ing­arnar í Lour­des höfðu fyrir löngu dregið að sér athygli hans en fjar­lægð milli háskóla hans í Lyon og Lour­des voru ein­ungis lið­lega 700km. Sökum vís­inda­legrar mennt­unar sinnar gat hann ekki lagt þekk­ing­ar­legt mat á þær ótal frá­sagnir sem birt­ust í kaþ­ólskum trú­ar­ritum af lækn­ing­um, en þótti hins vegar með ein­dæmum athygli­vert að rit­höf­und­ur­inn og Nóbels­skáldið Emil Zola, sem lítt þótti til um póli­tík kaþ­ólsku kirkj­unn­ar, stað­festi í rit­uðu máli af eigin raun, að lækn­ingar og krafta­verk hefðu átt sér stað í Lour­des. Vitn­is­burður Zola varð honum ekki síst hvatn­ing til að kynna sér málin að eigin raun.

Carrel var sann­leiks­leit­andi maður umfram allt ann­að. Á þann þátt í hugsun hans skyggði hvorki trú, hind­ur­vitni né sögu­sagn­ir. Carrel hugs­aði því með sér, að ef ekki yrði hægt að sann­reyna lækn­ing­arnar með vönd­uðum vís­inda­legum aðferð­um, þá væri hvort sem er ekki miklum tíma eytt til ferð­ar­innar og sann­leik­ur­inn yrði þá öllum ljós og hind­ur­vitnin þar með hrak­in. Til­gang­ur­inn var því umfram allt, að sanna eða afsanna líf­fræði­lega lækn­ingu fyrir kristi­legar bæn­ir.

Í lest­inni til Lour­des voru prestar, munkar, nunnur og læknar ásamt mörgum sjúk­ling­um. Lestar­ferðin tók á alla, þar sem margir sjúk­ling­anna voru við dauð­ans dyr og ill­mögu­lega ferða­fær­ir.  Þannig var and­rúms­loft þessa píla­gríms­ferðar eins og sú hinsta fyrir marga. Kaþ­ólskur prestur sem var með í för­inni tjáði Carrel þetta vera 25. ferð sína til Lour­des og að hin heilaga mey, María hafi veitt u.þ.b. 20% sjúkra fulla lækn­ingu. Carrel spurði prest­inn hvað yrði um hina, þar sem þeir lifðu tæp­ast af ferð­ina til Lour­des, hvað þá til baka? Prest­ur­inn svar­aði því til að það yrði að taka trúna með í reikn­ing­inn: Í öllum til­vikum öðl­uð­ust þeir sál­ar­frið og yfir­gæfu jarð­ar­sviðið sátt­ari og ham­ingju­sam­ari en fyrr, sem væri mikil sálu­hjálp. Prest­ur­inn bætti við: Þannig öðl­ast allir sem til Lour­des koma, annað hvort líkn lík­am­legra meina sinna eða and­legra.

Lestin nam staðar við litla sveita­stöð og hjúkr­un­ar­kona kall­aði á Carrel og bað hann að flýta sér til að huga að sár­þjáðum sjúk­lingi. Þetta var ung kona sem lá á þunnri dýnu ofan á tré­fleti. Hún bylti sér á flet­inu, greini­lega sár­þjáð. Hjúkr­un­ar­kona og þeir sem kon­unni fylgdu voru í öngum sínum en fengu lítt við ráð­ið.

-„Ég þoli þetta ekki, ég dey, stundi unga konan". Hún var frá af þraut­um.

Carrel gaf henni mor­fín­sprautu og þján­ing­unum linnti sam­stundis og hún sofn­að­i.  Dag­inn eft­ir, sendi hjúkr­un­ar­konan aftur eftir Carrel. Unga kon­an, sem hét María Ferrand hafði misst með­vit­und. Hún lá hálf­klædd á dýn­unni með græn­leitan blæ á and­lit­inu. Hún rank­aði lít­il­lega við sér:

-„Ég lifi það ekki af að kom­ast til Lour­des, stundi hún í örvænt­ingu sinni". Carrel gaf henni aðra mor­fín­sprautu. Húðin á kvið ungu kon­unnar var strekt og gljá­andi enda útblás­in. Rif­beinin skár­ust út í skinnið á síð­unum og auð­séð að útþenslan staf­aði af þéttu efni og bólgum innan úr kvið­ar­holi þar sem vökvi hafði safn­ast. Hiti húð­ar­innar var meiri en eðli­legt gat talist og auð­séð að að öll ein­kenni bentu til berkla­bólgu í líf­himn­unni. Bjúg­ur­inn var einnig mik­ill á fót­um, hjart­sláttur og and­ar­dráttur örari en eðli­legt teld­ist. Unga konan hafði þjáðst af þurr­hósta og blóð­upp­gang frá sautján ára aldri svo ljóst að hún væri langt gengin berkla­sjúk­ling­ur. For­eldrar hennar höfðu einnig lát­ist úr berkl­um. Hjúkr­un­ar­konan sem var sam­ferða ungu kon­unni tjáði Carrel að læknar á St. Jós­eps sjúkra­hús­inu hafi upp­lýst fjöl­skyldu hennar að María hefði enga von aðra, en bíða örlaga sinna þar sem aðgerð hvers­konar myndi ríða henni að fullu. Með sem­ingi sam­þykktu þeir að lofa henni að takast á hendur för­ina til Lour­des. Sjúk­dóms­grein­ing Carrels á ungu Mariu Ferrand kom heim og saman við lækn­anna á St. Jos­eps.

Í þess­ari för fylgd­ist Carrel með mörgum sjúk­lingum öðl­ast lík­am­legan bata eða and­lega líkn. Í þess­ari stuttu grein fylgj­umst við þó ein­göngu með þess­ari ungu konu, Maríu Ferrand.

Lestin rann inn á stöð­ina í Lour­des. Föl­leit and­lit sjúk­ling­anna, ljóm­uðu af gleði og eft­ir­vænt­ingu að fagna fyr­ir­heitna land­inu, Lour­des, þar sem vænt­ingar þeirra um enda­lok sjúk­dóma og eymdar yrði lok­ið.

Aft­ast í lest­inni byrj­aði ein­hver að syngja sálm­inn Helga:

Ave Marís stella

Dei mater alma.....

Í hverjum vagn­inum eftir annan tóku menn undir sálm­inn, uns allir sungu sem stunu gátu upp kom­ið.  Þetta var ekki venju­legur söngur af því tagi sem ung börn syngja í kirkjukór við guðs­þjón­ustu, heldur von­ar­bæn fátæks og veiks fólks sem hungr­aði eftir brauði lífs­ins. Hungr­aði eftir lausn eða aflausn. Söng­ur­inn barst vagni til vagns þar til allir í lest­inni mynd­uðu hinn fal­leg­asta sálma­kór ham­ingju og vona.

Carrel var vel und­ir­bú­inn and­lega fyrir það sem koma skyldi. Hann var þess með­vit­aður að í píla­gríms­ferðum mynd­ast mik­ill sefj­un­ar­mátt­ur. Þessi máttur kann að vera marg­falt áhrifa­meiri en sá sem læknar hafa á að skipa með návist sinni og ráð­gjöf. Við aðstæður sem þessar streymir ein­hver orka gegn­um, frá sér num­inn mann­fjöld­ann sam­ein­aðan í bæn, sem hefur áhrif á til­finn­ing­ar, hugsun og tauga­kerfi, en minni áhrif á líf­færa­sjúk­dómana sjálfa, nema undir tíma­bund­inni sjálfs sefjun við­kom­andi. Carrel minnti sig á, að hann tókst á hendur þessa för sem læknir og vís­inda­mað­ur, fyrst og síð­ast.

Carrel var spurður af kard­ínála nokkrum sem var með í för um, hvernig sjúk­dóma hann þyrfti að sjá fólk lækn­ast af til að sann­færast? Hann svar­aði því til, að hann þyrfti að sjá líf­færa­sjúk­dóma læknast, fót vaxa á aftur í stað þess sem tek­inn hefur verið af, krabba­mein hverfa eða með­fædd lík­ams­lýti lækn­ast í einni svip­an. Ef hægt væri á vís­inda­legan hátt að sann­reyna slíkt, þá myndu öll þau lög­mál, sem við nú göngum að sem vísum hlut, hrynja og gætu menn þá leyft sér að við­ur­kenna íhlutun æðri mátt­ar­valda.

Carrel benti kar­dinál­anum á ungu kon­una, Maríu Ferrand og sagði: Hún þjá­ist af berkla­bólgu í líf­himn­unni á hæsta stigi og það er mjög tví­sýnt um líf henn­ar. Hún hefur þjáðst af lungna­berklum og lungna­bólgu og nú einnig berkla­bólgu í líf­himn­unni. Ég lina þján­ingar hennar reglu­lega með mor­fíni en hún getur lát­ist hvenær sem er fyrir augum okk­ar. Ef slíkur sjúk­lingur myndi lækn­ast fyrir bænir og böðun í Lour­des væri það tví­mæla­laust krafta­verk. Þá myndi ég aldrei aftur efast og hugs­an­lega ger­ast munk­ur. Maríu Ferrand hnign­aði stöðug­t.  Hún hafði verið lögð inn á sjúkra­húsið í grend við lind­ina sem sjúk­lingar voru bað­aðir upp úr.  Um eft­ir­mið­dag­inn er Carrel vitj­aði Mar­íu, var ástand hennar orðið svohljóð­andi: Sjúk­ling­ur­inn lá hreyf­ing­ar­laus á bak­inu. Mjóir hand­leggirnir lágu mátt­vana með síð­un­um. Nef og hendur kaldar og neglur græn­leit­ar. And­ar­dráttur hraður og stutt­ur. Lík­ami hennar skin­hor­að­ur, tærður og útþan­inn. Bólga var víð­ast hvar jöfn en þó aðeins meiri vinstra meg­in, púls­inn ör og hjartað að þrotum kom­ið. Fót­leggir voru bólgnar upp að hnjám. Carrel gaf henni koff­ein sprautu og kveink­aði María sáran er hún fékk sprautu­nál­ina í skin­horað lær­ið.

Hjúkr­un­ar­konan spurði Carrel, hvort óhætt væri að fara með Maríu niður að böð­un­um.   -„Hvað ef hún deyr á leið­inni?" Svar­aði Carrel.

Hjúkr­un­ar­konan svar­aði því til, að sjúk­ling­ur­inn hefði lagt á sig alla þessa leið til að láta baða sig svo ekki yrði hjá því kom­ist að láta á það reyna. Annar læknir kemur að stúlkunni, hlustar hana og segir að senni­lega muni hún deyja við, eða í böð­un­um. Hún hefur engu að tapa úr því sem komið er. Þau ákváðu að drífa ungu kon­una niður að böð­unum því hér lifir hún senni­lega ekki dag­inn af.

-„Við förum með hana eftir fáeinar mín­út­ur."

Carrel stakk eter­flösk­unni og spraut­unni í vas­ann og þau bjugg­ust til að flytja Mariu Ferrand niður að hell­inum til böð­un­ar.

Litlir vagnar nálg­uð­ust, sem sér­stakir burð­ar­menn drógu sjúk­ling­ana á, niður að hell­in­um.  Þarna lá ves­al­ings María Ferrand, sem hafði orðið að eyða mest allri ævi sinni á berkla­deildum sjúkra­húsa og var nú í and­ar­slitr­unum án þess nokkurn tím­ann hafa lifað eðli­legu líf­i.  Carrel var hugsi: Þarna fylgd­ist hann með dauð­vona sjúk­lingi sem var til­búin að að leggja á sig ferða­lag til Lour­des í þeirri trú að það gæti fært henni bata grund­vall­aðan á því að hún festi alla von sína á Jesú Krist og fæli honum sál sína. And­lát trú­aðs manns, hugs­aði Carrel með sjálfum sér, er frið­sælt and­lát, því fyrir hann, táknar það ekki annað en að flytj­ast í dýrð­lega heima hinnar helgu meyjar og Krists. Furðu­lega hríf­andi hlaut það að hafa ver­ið, að sjá Jesú rísa hægt og stilli­lega á fætur í vor­gróðri Júd­eu­fjalla og flytja þar fjall­ræð­una. Öllum hinum þjáðu bauð hann eilífa hugg­un. Hvað það virt­ist miklu vit­ur­legra að trúa, og hve ímynd hinnar heilögu meyjar var óend­an­lega mild, henn­ar, sem bauð öllum mönnum vernd sína og samúð í hörmum þeirra.

Carrel sat þarna meðal sár­þjáðs fólks. Fólks, sem lifði í ein­hvern­vegin von­lausri aðstöðu gagn­vart því sem tald­ist til heil­brigðs lífs. En sjúkur maður á sér víst eina ósk. Óskina um bætta heilsu. Þess vegna sóttu allir til Lour­des. Það var þessi ein­læga von og barns­lega trú. Varla var það til­vilj­un, að Jesú Kristur lækn­aði sjúka með bænum og hand­ar­yf­ir­lagn­ingu. Að hann sýndi í verki mátt og vilja Guðs til að end­ur­reisa þann mátt­vana til mátt­ar. Að vekja and­vana til lífs.

Carrel var gagn­tek­inn löngun til að trúa því, ásamt þessu veik­burða fólki sem hann var mitt á með­al, að heilög María og Kristur væru ekki ein­ungis töfr­andi sköpun manns­heil­ans. Hann var ósjálfrátt far­inn að biðja meðal allra hinna. Biðja Maríu mey að gefa Maríu Ferrand, sem hafði liðið svo óbæri­legar þján­ing­ar, heil­brigt líf og sjálfum sér trún­a.  Hann rank­aði við sér og hreif sig snöggvast úr þess­ari sjálfs sefjun og knúði sig inn á hinar öruggu brautir vís­inda­legra rann­sókna til að gæta algjörs hlut­leys­is. Hann vissi að sjúk­dómur Maríu Ferrand var ólækn­andi, að þeim sem þjáð­ust af berkla­bólgu í líf­himn­unni á hæsta stigi varð ekki bjarg­að. Samt ætl­aði hann alls ekki að láta það koma sér til að taka afstöðu, en var reiðu­bú­inn til að fall­ast á hverja þá sönn­un, er leiddi af hverju því fyr­ir­bæri, sem hann kynni að verða sjón­ar­vottur af.

Lit­an­ían mikla átti að fara að hefj­ast. Sveittir sjálf­boða­liðar unnu hörðum höndum við að raða börum sjúk­ling­anna. Þús­undir voru á svæð­inu og and­rúms­loftið væg­ast sagt ólíkt því sem Carrel hafði nokkurn tíma kynnst. Hinum megin við bekk­inn var belj­andi mann­haf­ið, föl and­lit og ber höfuð alla leið niður að árbakk­an­um. Carrel sá, hvar María Ferrand var borin fram­hjá. Lík­ams­á­stand hennar var óbreytt og var hún ennþá jafn óhugn­an­lega bleik með kvið­inn jafn útþan­inn og fyrr. Hjúkr­un­ar­konan sagð­ist hafa helt örlitlu vatni úr ánni yfir kvið­inn á henni þar sem hún þyldi ekki að vera dýft ofan í. Næst förum við með hana út að Massa­bielle-hell­in­um.

Carrel sneri aftur inn á afgirta svæð­ið. Prestur nokk­ur, ungur með rennsveitt and­lit, kraup frammi fyrir röð­inni af sjúkra­bör­un­um, lyfti höndum og mynd­aði kross með hand­leggj­un­um. Barns­legur augn­s­vip­ur­inn og aug­ljós trú­ar­ein­lægni hans var það eina sem kom í veg fyrir að fólki fynd­ist hann bros­leg­ur. Rödd hans var svo hás, inni­leg og ástríðu­þrung­in, að svo virt­ist sem hin heilaga mey gæti ekki hjá því kom­ist að hlusta á hann.

-„Heilaga mey, lækna þú sjúk­linga vora"-hróp­aði hann með barns­legum hætti sem bar vott um til­finn­inga­hita.

-„Heilaga mey, lækna þú sjúk­linga vora, svar­aði mann­fjöld­inn", -og var hrópið eins og brim­gnýr.

-„Heilaga mey, tón­aði prest­ur­inn, heyr þú bænir vor­ar."

-„Jesus, vér elskum þig."

-„Jesus, vér elskum þig."

Fólkið hélt áfram að biðja hárri raust. Hér og þar réttu menn út hend­urnar meðan sjúk­ling­arn­ir, sem til þess höfðu getu, risu upp við dogg á börum sín­um. And­rúms­loftið var þrungið eft­ir­vænt­ingu.

Prest­ur­inn stóð á fæt­ur.

-„Bræður mín­ir, lyftum höndum vorum í bæn.”

Allir lyftu hönd­um. Það var eins og vindur blési gegnum mann­þröng­ina, eitt­hvað svo óáþreif­an­legt, þög­ult, mátt­ugt og ómót­stæði­legt sem svipti því til eins og fjalla­storm­ur. Carrel fann greini­lega þessi sterku áhrif sem var ómögu­legt að lýsa en áhrifin tóku fyrir kverkar honum og það fór titr­ingur um hrygg hans. Hann fann fyrir varn­ar­leysi og lang­aði til að gráta. Þessi stund hafði slík áhrif á Carrel að hann bjóst við að sjá sjúk­ling­ana, sér­stak­lega þá sem tauga­veikl­aðir voru, rísa upp og fagna lækn­ingu sinni.

Hann leit yfir fjöld­ann og á and­litum sjúk­ling­anna mátti ekki greina neina lækn­ingu, né að eng­inn reis á fætur til að lýsa yfir slíku. Eng­inn hreyfði sig og frekar eins og ró og kyrrð færð­ist yfir mann­þröng­ina en að ein­hverjar breyt­ingar eða fögn­uður væri merkj­an­leg­ur. Carrel gekk með­fram mann­þröng­inni og nam staðar við árbakk­ann. Ungur lækna­stúd­ent frá Bor­deux sem Carrel hafði hitt fyrr um dag­inn tjáði honum að eng­inn hafi lækn­ast utan fáeinir móð­ur­sjúkir sjúk­lingar sem er ekk­ert frá­brugðið dag­legum veru­leika á sjúkra­hús­um. Sem­sagt, engin sjá­an­leg lækn­ing á nokkrum manni. Carrel bað læknastu­dent­inn að skoða Maríu Ferrand með hon­um.  Hellir­inn var ennþá upp­ljó­maður þús­undum kerta­ljósa og veggirnir alþaktir rósakrönsum og hækj­um. Innan hárra járn­grind­anna var stytta af hinni heilögu mey. Klukkan var hálf þrjú og María Ferrand lá hreyf­ing­ar­laus og virt­ist á þrep­skildi við­skiln­að­ar. Stöð­ugur straumur var af sjálf­boða­liðum og burð­ar­mönnum inn á litla afgirta svæð­ið.  Stuttu síðar varð Carrel brugð­ið. Hann sá hvar húð­litur Mariu Ferrand virð­ist vera að taka breyt­ing­um. Honum er veru­lega brugð­ið. Djúpu skugg­arnir á and­liti hennar voru horfnir og eðli­legur roði að fær­ast yfir hör­und henn­ar.  Fyrstu hugs­anir vís­inda­manns­ins voru að þetta hlyti að vera mis­sýn­ir. Hann rýndi inn á við og ákvað að skrá allt hjá sér, jafn­vel þótt það kynni seinna meir að afhjúpa hans eigin sál­rænu upp­lifun, óháð bata skjúklings­ins. Bæn­ar­at­höfnin hafði jú til­finn­inga­leg og sál­ræn áhrif á hann sem hann gæti ekki afneit­að. Hann krot­aði allt á minn­is­blöð sín sem fyrr og dró ekk­ert und­an. Klukkan var að verða þrjú og hafi þetta verið mis­sýn­ir, voru það hans fyrstu er sjúk­lingur átti í hlut.

Carrell var brugð­ið. Gat verið að heilsa Maríu væri að taka breyt­ing­um? Hann tók ekki augun af henni og duld­ist ekki að lík­ams­á­stand hennar var skyndi­lega að fær­ast í betra horf. Carrel spennti vöðvana til að hindra að hann kæm­ist and­lega úr jafn­vægi vegna geðs­hrær­ing­ar. Gat þetta ver­ið? Hann studd­ist við lága vegg­inn rétt hjá börum Maríu og ein­beitti öllum athygl­is­mætti að henni. Hann tók ekki af henni aug­un. Prestur var að flytja ræðu yfir sjúk­ling­unum og píla­grímunum á meðan sálmar voru sungnir og bænir beðnar á milli. And­rúms­loftið var þrungið til­beiðslu. Carrel horfði köldu hlut­lausu augna­ráði á and­lit Maríu Ferrand sem tók að breyt­ast til eðli­legra horfs. Augu henn­ar, sem áður höfðu verið sljó eða lok­uð, horfðu nú í átt að hell­in­um, ljóm­andi af hrifn­ingu. Breyt­ingin á henni lá nú í augum uppi.

Carrel föln­aði yfir því sem hann varð áskynja. Ábreið­an, sem hafði verið lögð yfir útþan­inn kvið  hennar var að síga niður smám sam­an. Hann gat ekki leynt geðs­hrær­ingu sinni:

-„Lítið á kvið­inn á henni !" Hann færði sig að börum hennar og athug­aði hana hug­fang­inn, and­ar­drátt hennar og æðis­lög á hálsi. Hjart­slátt­ur­inn var að vísu mjög tíður enn­þá, en hann var orð­inn reglu­leg­ur.  Eng­inn vafi var lengur á að eitt­hvað jákvætt var að ger­ast.

-„Hvernig líður yður?"

-„Mér líður vel", svar­aði hún lágum rómi.

-„Ég er að vísu þrótt­lítil enn­þá, en finn að ég hef lækn­ast."

Carrel stóð agn­dofa hjá bör­unum í djúpri geðs­hrær­ingu, alls­endis ófær um að gera sér ljósa grein fyrir því sem var að ger­ast fyrir augum hans. Lík­ams­á­stand Mariu Ferrand var svo gjör­breytt, að hún var nærri því óþekkj­an­leg. Carrel stóð þög­ull og hugur hans var sem lamað­ur. Þessi atburður var í beinni and­stöðu þess sem hann hafði búist við. Þessi upp­lifun gat ekki verið annað en draum­ur.

Stuttu seinna reisti Maria höf­uðið upp, hreyfði lít­il­lega og sneri sér síðan á hlið­ina án sárs­auka eða aðstoð­ar. Klukkan var að verða fjög­ur. Stúlkan sem lá bana­leg­una, var að lifna við aft­ur.

-„Þetta var upp­risa frá dauð­u­m,-það var krafta­verk."

Carrel hafði ekki rann­sakað Maríu inn­vortis enn sem komið var þótt hún virt­ist aug­ljós­lega vera að ná fullum bata. Hann hafði með eigin augum séð slík bata­merki á lík­ams­á­standi hennar að, það út af fyrir sig leit út sem krafta­verk. Það sem kom honum á óvart, var hvernig þetta gerð­ist. Engin oflæti neins­stað­ar, engin hróp eða köll, eng­inn að baða út höndum né tala tung­um, heldur ein­ungis þessi ólýs­an­legi frið­ur, kyrrð og rósem­i.  

Carrel var í ein­hvers­konar leiðslu og hélt aftur inn á Rósa­torgið í átt að skjala­safni lækn­inga­stofn­un­ar­innar í Lour­des. Þegar hann kom þang­að, sagði hann yfir­lækni stofn­un­ar­innar í Lour­des, dr Boiss­arie frá því sem hafði gerst. Dr Boiss­arie sýndi engin merki um undr­un. Yfir­læknir Lour­des stofn­un­ar­innar var rosk­inn mað­ur, lágur vexti, gildur með skarpa and­lits­drætti og slétta húð.  Auga­brúnir voru þykk­ar, augn­lokin þung og augun dauf­leg. Lækn­ir­inn var sagður skap­heitur mað­ur.  Carrel hafði lesið bækur dr Boiss­arie um krafta­verka­lækn­ingar en lagt tak­markað trúnað á, þar sem honum fannst frjáls­lega farið með lýs­ingar og ónógur vís­inda­legur bak­grunnur vera til rök­stuðn­ings lækn­ing­un­um. Dr Boiss­arie var þó reyndur læknir sem átti virð­ingu skilið fyrir ein­lægan til­gang og fórn­fýsi í störfum sínum í þágu sjúkra í Lour­des.

Carrel og dr Boiss­arie sam­mælt­ust um að skoða Mariu Ferrand á lækna­stof­unni morg­un­inn eft­ir. Í sam­tali þeirra í millum sagð­ist Carrel ætla að skoða sjúk­ling­inn gaum­gæfi­lega með gagn­rýnum huga. Það er hreint út sagt óskilj­an­legt að mein af þessu tagi hverfi eins og dögg fyrir sólu. Dr Boiss­arie svar­aði því til, að fyrir bænir í Lour­des, og fyrir þennan leynd­ar­dóms­fulla mátt, hafi fólk lækn­ast af nán­ast öllum þekktum mein­um.

Carrel hélt aftur til gisti­húss­ins, fullur eft­ir­vænt­ingar um hvert ástand sjúk­lings hans muni verða dag­inn eft­ir. Hann varð vitni að fleiru en skiln­ing­ar­vit hans gætu með­tekið á einum degi. Það hljóta að verða á þessu rök­réttar skýr­ingar sem hægt yrði að skilja á vís­inda­legan hátt. Hann var hugsi yfir atburðum dags­ins og sofn­aði ham­ingju­sam­ur.  

Fyrsta hugsun hans um morg­un­inn var að vitja Mariu Ferrand á sjúkra­húsið í Lour­des. Hann gekk rak­leiðis að stofu hennar og rúmi og nam staðar orð­laus af undr­un. Breyt­ingin sem hafði orðið á henni var gíf­ur­leg. Hún sat upp­rétt í rúm­inu klædd hvítum jakka. Hún var föl í and­liti og svip­ur­inn tærður eftir lang­vinn veik­indi en geislandi af lífi. Augun ljóm­uðu og daufur roði að fær­ast í kinn­arn­ar.  Rúnir þær sem margra ára þján­ing höfði rist við munn­vik henn­ar, voru enn sýni­leg­ar, en nú staf­aði frá henni ólýs­an­legur frið­ur, sem barst um alla sjúkra­stof­una og fyllti fögn­uði.

-„Lækn­ir, ég er orðin alheil­brigð. Ég er ennþá mjög mátt­far­in, en ég held ég geti geng­ið."

Carrel tók um úln­lið henn­ar. Púls­inn sló hægt og reglu­lega, átta­tíu slög á mín­útu. Anda­dráttur hennar var orð­inn full­kom­lega eðli­leg­ur. Brjóst hennar hófst og hneig hægt og reglu­lega. Carrel var utan við sig. Var þetta ein­ungis sýnd­ar­lækn­ing, furðu­legur ytri bati, afleið­ing geysi­sterkrar sjálfs­sefj­un­ar, eða höfðu meinin í raun og veru læknast? Var þetta sjald­gæft nátt­úru­fyr­ir­brigði sem menn höfðu áður kynn­st, eða var þetta ný stað­reynd, undra­verður atburð­ur, sem ekki var hægt að fall­ast á? Var þetta krafta­verk?

Carrel hik­aði áður en hann hóf úrslita­rann­sókn­ina á Mariu Ferrand. Hann fletti ábreið­unni var­lega af henni, milli vonar og ótta. Hör­undið var slétt og hvítt. Það blasti við honum grannar lendar og inn­fall­inn kviður ungrar, vannærðrar stúlku. Hann studdi létti­lega á kvið­vöðvana og þrýsti á. Þeir voru mjúkir við­komu en mjög magr­ir. Það olli henni ekki hinum minnsta sárs­auka þótt hann þreif­aði á henni kvið­inn og mjaðm­ar­holið er hann leit­aði eftir ein­hverju merki um útþenslu. Hart bólgu­þykknið sem hann hafði ekki ein­ungis fundið áður, heldur blasti við sjónum hans og allra ann­arra, var með öllu horf­ið. Öll sjúk­dómsum­merki voru horfin eins og slæmur draum­ur. Kvið­ar­holið var allt með full­kom­lega eðli­legum hætti en fæturnir ennþá eilítið bólgn­ar, þó svipur hjá sjón, miðað við dag­inn áður.  María Ferrand var orðin heil­brigð. Stúlka sem var farin að blána í framan með útþan­inn kvið, hafði lækn­ast að fullu, fyrir utan almennan slapp­leika og tær­ingu eftir lang­vinn veik­indi.

Svit­inn spratt út á enni Carrels. Hann var sleg­inn og fékk ákafan hjart­slátt. Hann beitti járn­hörðum vilja­styrk til að halda sér í skefjum til­finn­inga­lega.  Tveir aðrir læknar voru mættir að rúmi ungu kon­unn­ar.  Carrel biður þá um að skoða Maríu og vék sér hljóður til hlið­ar. Meðan starfs­bræður hans skoð­uðu ungu kon­una vand­lega, stóð hann hljóður hjá með geislandi svip í aug­um. Nið­ur­staða lækn­anna tveggja stað­festu sömu nið­ur­stöðu og Carrel komst að, Maria Ferrand var orðin heil­brigð. Annan eins atburð hafði hann aldrei upp­lif­að. Það var í senn ægi­legt og dásam­legt að sjá lífs­aflið streyma á ný um lík­ama sem hafði, fast að því verið gjör­eyði­lagð­ur, eftir margra ára þján­ing­ar­full veik­indi.

Lækn­ing hennar var óhrekj­an­leg stað­reynd, en stað­reynd þó, sem ómögu­legt var að sam­ræma vís­ind­um. Deyj­andi stúlka hafði lækn­ast.

Carrel var í geðs­hrær­ingu yfir því sem hann hafði orðið vitni að. Hann fór yfir fyrri sjúk­dóms­grein­ingar sín­ar, efað­ist og sann­reyndi ítrek­að, bar saman bækur sínar við aðra lækna, og yfir­fór allt ferlið aftur og aft­ur. Sjúk­dóms­grein­ingar allra lækna féllu saman í megin atriðum við hans eig­in. Þær heim­ildir skráði hann gaum­gæfi­lega. Allir læknar sem mátu ástand Maríu Ferrand, fyrir og eftir athöfn­ina, komust að sömu nið­ur­stöðu og hann. Hún hafði lækn­ast og öðl­ast fullan bata. Carrel var þög­ull, hugsi og utan við sig. Hann mælti vart orð og vissi í raun ekki hvað hann átti að segja eða halda. Engin vís­inda­leg rök voru fyrir lækn­ingu ungu kon­unn­ar. Ef til var þetta krafta­verk? Ef svo var, þá var ekki um annað að ræða en trúa á krafta­verk.  María Ferrand var leyst undan þján­ingum sín­um. Ham­ingju­svip­ur­inn og ljóm­inn á and­liti hennar leyndi sér ekki. Henni hafði verið skilað aftur til lífs­ins ljóss, frelsis og kær­leika.

-„Hvað ætli þér nú að gera, fyrst þér eruð orðin heil­brigð'"spurði Carrel sjúk­ling sinn.

-„Ég ætla að ganga í systra reglu heilags Vincents De Paul og hjúkra sjúk­um," svar­aði hún.

Carrel vék sér undan til að leyna til­finn­ingum sín­um. Það skipti engu, hversu mjög hann reyndi að sann­færa sjálfan sig um, að hans hlut­verk í þessu máli væri það eitt, að skrá­setja með nákvæmni það sem hann varð sjón­ar­vottur að, og ekk­ert umfram.

Til­vist­ar­kreppa hans sem læknis og vís­inda­manns var aug­ljós: lækn­ing hafði raun­gerst fyrir trú og bænir án frek­ari skýr­inga. Honum fannst hálft í hvoru eins og grund­velli væri kippt undan til­veru hans, menntun og sann­fær­ingu. Hann reyndi að koma skipu­lagi á hugs­anir sínar en þær brut­ust alltaf út fyrir litla svæðið sem hann leit­að­ist við að króa þær inni á. Carrel var eirð­ar­laus og óþol­in­móður og leit­að­ist við að reyna að útskýra þetta und­ur, þessa furðu, þessa náð, sem hinir trú­uðu köll­uðu krafta­verk. María Ferrand hafði hlotið það sem kall­að­ist undra­lækn­ing. Hún hafði staðið á þrös­k­uldi dauð­ans fyrir hádegi, en var orðin heil­brigð um sjö leit­ið.  Hvernig gat hann sem vís­inda­maður stað­fest og fært sönnur á lækn­ingu sem gerð­ist utan þekktra kenn­inga lækn­is­fræð­inn­ar? Þarna var Guð að verki, æðri máttur sem upp­hefur nátt­úru­lög­málið eins og við þekkjum það. Carrel var vitni að krafta­verki sem í öllu falli ætti að vera fögn­uð­ur, og var svo í raun. Hann bara gat með engu móti, stað­fest þetta með þekktum aðferðum lækna­vís­ind­anna eða þekk­ing­ar­innar yfir höf­uð.

Carrel minnt­ist þess að hann hafði lesið Zola fyrir allöngu síð­an. Ég minn­ist sér­stak­lega lýs­inga hans á lækn­ingu Elise Rouquet. Hann vissi, að margt óvenju­legt gerð­ist í Lour­des; að bólgur sem líkt­ust krabba­meini höfðu lækn­ast. En þetta var allt annað mál. Carrel varð nú per­sónu­lega vitni að, Maria Ferrand, sem var langt geng­inn berkla­sjúk­ling­ur, að dauða kom­in, lækn­að­ist.

Carrel sagði:

-„Við vitum nú, að hún lækn­að­ist. Ef ég læsi um þessa lækn­ingu, án þess að hafa verið við­stadd­ur, teldi ég ýmist ýkjur á ferð, ranga sjúk­dóms­grein­ingu, eða bein­línis svik í tafli. Þess­ari lækn­ingu varð ég hins­vegar vitni að sjálfur og með eigin aug­um.”.

Sú stað­reynd, að hann fann enga skýr­ingu á þessum lækn­ing­um, olli honum skelf­ingu og óró­leika. Sjálfsefjun gat ekki skýrt lækn­ingu Maríu Ferrand og sann­ar­lega gat lækn­ingin ekki falist í vatn­inu sjálfu.

Að kvöldi dags, gekk Carrel fram og aftur um stóra afgirta svæðið fyrir framan kirkj­una í Lour­des. Hann var djúpt nið­ur­sokk­inn í hugs­anir sín­ar. Ólýs­an­legur friður hvíldi yfir þög­ulu og kyrru umhverf­inu í í tungs­ljós­inu. Dal­ur­inn var sveip­aður hvítri gagn­særri móðu og fagrar útlínur blá­leitra hæð­anna bar við him­in­inn. And­stæður í sál hans héldu áfram að tog­ast á. Það var engin leið að sanna, að Guð væri ekki til og að hin heilaga mey væri aðeins hug­ar­fóstur manns­heil­ans. Allt sem hann hafði upp­lifað á einum degi í Lour­des, færði honum meiri sönnur á til­vist hins æðra, að Jesú Kristur væri raun­veru­legur og lif­andi í dag, jafnt sem fyrir tvö þús­und árum. Öll kristi­leg trú­ar­rit sem hann hafði lesið gegnum tíð­ina, öðl­uð­ust nýjan og æðri skiln­ing í huga hans eftir aðeins einn dag. Samt gat Carrel hvorki sannað til­vist Guðs né afsann­að. Engin gat slíkt. Hugsun hans útvíkk­aði. Hann spurði sig hvernig hann, sem læknir gæti fellt hugsun um Guð og hið æðra að vís­ind­un­um? Væri hann ekki hnepptur í sjálf­heldu? Hann gæti ekki lengur beitt rök­leiðslu sinni, því rök­leiðslan næði ekki lengra en til stað­reynd­anna og afstöðu þeirra til hverrar ann­ar­ar. Samt var þessi lækn­ing stað­reynd fyrir framan hann. Við lækn­arnir gátum bara ekki útskýrt þessa stað­reynd. Þegar hann leit­aði orsaka, var ekk­ert hand­bært að sjá, engar þekktar for­múlur eða kenn­ingar til að styðj­ast við. Engin sönnun á hvað væri rétt eða rangt. Hann hafði ratað inn í ríki leynd­ar­dómanna, þar sem hið ómögu­lega var mögu­legt. Hann leit til him­ins.

Carrel hafði í upp­hafi verið sann­trú­aður kaþ­ólskur mað­ur. Síðan hafði hann aðhyllst Stóu­spek­ina og þaðan snú­ist til kenn­inga Kants en að lokum orðið umburð­ar­lyndur efa­hyggju­mað­ur. Ekk­ert hafði hann upp­skorið á þessum þró­un­ar­stigum sínum annað en stans­lausa leit án svara sem leiddu af sér óham­ingju öðru frem­ur. Þegar hann leit um öxl, varð honum æ ljós­ara, að Kristnin innan kaþ­ólsku kirkj­unn­ar, sem hann aug­ljós­lega hafði ekki skilið til hlít­ar, hafi veitt honum meiri frið en allt ann­að. Hann sat ein­sam­all í nátt­myrkr­inu og hug­leiddi. Vits­muna­kerfin rák­ust á. Þau virt­ust ekki hafa sömu þýð­ingu og áður. Kenn­ing­ar, einar og sér, voru fánýt­ari honum en áður, þegar um líf og dauða var að tefla. Það voru ekki vís­indin ein og sér, sem nærðu hið innra líf manns­ins, heldur trú sál­ar­inn­ar.

Þegar Carrel kom aftur til gisti­húss­ins, fannst honum sem margar vikur væri liðnar síðan hann gekk út úr því um morg­un­inn. Hann tók stóru grænu minn­is­bók­ina upp úr hand­tösk­unni og tók að skrifa loka­at­burði dags­ins. Klukkan var orðin þrjú. Í austri var fyrsti morg­un­fölvinn að brjót­ast gegnum nátt­myrkrið og svalur and­blær­inn barst inn um glugg­ann.  Carrel fann kyrrð nátt­úr­unnar anda hæg­látum friði inn í sál sína. Allar annir hvers­dags­lífs­ins, til­gát­ur, kenni­setn­ingar og efa­semdir vits­muna­lífs­ins voru á bak og burt.  Honum fannst hann hafa öðl­ast vissu fyrir til­vist Drott­ins undir hand­leiðslu heil­agrar meyj­ar.

Þegar dagur rann í ólýs­an­legri dýrð sinni, sofn­aði Carrel sátt­ur.

Megi Pásk­arnir og upp­risa Jesú Krists færa ykkur von, sál­ar­frið og gleði.

Árni Már Jens­son

Dr Alex­ander Carrel samdi skýrslu um lækn­ingu Maríu Ferrand á berkla­bólgu í líf­himnu árið 1909. Dr Boiss­arie birti hana síðar og sagði hana til fyr­ir­myndar um óhlut­drægni og nákvæmni. Hið rétta nafn Maríu Ferrand var María Bailly.

(Greinin er m.a. byggð á útdrætti úr bók­inni, Förin til Lour­des, eftir Alexis Carrel, í þýð­ingu Torfa Ólafs­son­ar.)

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar