Ég hef séð það á YouTube

Aðjúnkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands veltir fyrir sér hvort að yfirstandandi aðstæður vegna COVID-19 veirunnar mun verða til þess að „afnörda“ rafræna kennsluhætti og hvort notkun nemenda á eigin snjalltækjum verði sjálfsagður hluti af námi.

Auglýsing

Þar sem ég sat í gær­kvöldi og horfði á mynd­band og reyndi að læra hand­tök meist­ar­anna við að koma súr­deigi í eitt­hvað sem líkt­ist pizzu, datt mér í hug setn­ing sem einn ömmu-­strák­ur­inn sagði einu sinni við mig þegar ég rengdi ýkju­sögur hans: Jú amma, það er víst satt, ég hef séð það á YouTu­be. Hann er einn þeirra sem getur legið tímunum saman með Ipa­d­inn og horft á YouTube mynd­bönd. Þegar ég spyr hann hvort hann sé að horfa á ein­hvern þvætt­ing þá segir hann mér oft­ast að hann sé að læra að spila Minecraft betur eða sé að skoða nýjar Legó-­sam­setn­ing­ar. Og auð­vitað trúi ég drengn­um, alltaf.

Hann er ekki einn um það innan fjöl­skyld­unnar að fylgj­ast með nýj­ungum á YouTu­be. Langamma hans sendir mér reglu­lega hlekki á mynd­bönd sem hún hefur notað til að þróa nýjar aðferðir í hekli, prjóni, búta­saum, bakstri eða elda­mennsku. Hún er líka í nokkrum hópum á Face­book um áhuga­mál sín og flettir Pinterrest reglu­lega til skoða aðferðir ann­arra eða upp­skriftir ásamt því að miðla myndum af eigin afurð­um. Ég hef reynt að fara eftir sumu af því sem hún sendir mér og tekst það ekki alltaf, því þetta lær­dóms­ferli eins og önn­ur, þarf að byggja á fyrri reynslu og færni ásamt ákveðnu læsi á mynd­bönd, myndir og upp­skrift­ir. Ég hef ekki jafn langa reynslu og hún í þessum bransa. 

Í þessu sam­bandi fór ég að velta fyrir mér að nú á tímum heima­veru og heima­skóla getur það komið til og ætti eig­in­lega alltaf að vera sjálf­sagt að nem­endur þrói með sér leiðir til að nýta alla þá miðla sem þeir velja sér sjálfir til að læra eitt­hvað nýtt og þjálfa eigin færni til að auka hæfni sína við að nota umhverfi sitt til náms; jafnt raf­rænt sem í gegnum aðra miðla. Þannig æfist þeir í að læra allt líf­ið. 

Í bók sinni Learn­ing with ‘e’s: Educational the­ory and pract­ice in the digi­tal age (2015) kynnir Steve Wheeler PLE líkanið (e. Per­sonal Learn­ing Environ­ment). PLE líkanið (Wheeler (2015, bls. 124).

Með PLE-lík­an­inu hefur námsum­hverfið verið stækkað og við­ur­kennt að nám sem styður við ævi­langa menntun getur víðar farið fram en innan fjög­urra veggja skóla­stofn­unar þar sem nýttar eru áður þekktar og hefð­bundnar leið­ir. Það sem mér finnst áhuga­vert að skoða í þessu sam­hengi er þrennt. Í fyrsta lagi við­ur­kenn­ingin á því að nám getur farið fram á marga vegu, hvar sem er og á hvaða tíma sem er. Í öðru lagi að skoða hvernig Wheeler gengur út frá því að nem­and­inn setur saman sitt eigið námsum­hverfi. Og í þriðja lagi og sér­stak­lega á þeim áhuga­verðu tímum sem nú eru, hvernig sam­skipti við eigið tengsla­net,

í gegnum raf­ræna miðla, er hluti af námsum­hverf­inu sem styður við ævi­langa mennt­un. 

Auglýsing
Óvænt hefur hefur COVID-19 veiran neytt kenn­ara, nem­endur og for­eldra til að þróa enn fleiri leiðir en áður til náms og sam­skipta. Þetta er tæki­færi sem reynir á fag­mennsku kenn­ar­ana við að hanna námsum­hverfi sem nýtir fleiri miðla og leiðir en þeir ef til vill hafa áður nýtt með nem­endum sín­um. Við höfum til­hneig­ingu til að flokka nám í form­legt og óform­legt nám. Við vitum að börn og ung­menni læra fleira en það sem hin form­lega skóla­ganga velur að gefa þeim færi á. Við vitum líka að með eigin snjall­tækjum hafa nem­endur færi á að velja sér bæði leiðir og við­fangs­efni til að læra, það sem við höfum kall­að, á óform­legan hátt. Náms­að­stæð­urnar sem hafa skap­ast í kjöl­far COVID-19 veirunn­ar, gefa okkur kenn­urum mögu­leika á að horfa á nám í víð­ara sam­hengi en áður. Við erum ekki lengur bundin af þeim aðstæðum og á stundum hömlum sem veggir skóla­stof­unnar og oft á tíðum stunda­skráin skapa okkur. 

Af umræðu­þráðum kenn­ara á sam­fé­lags­miðlum og þátt­töku þeirra í vefnámskeiðum og raf­mennta­búðum má ætla þeir hafi sjálfir tekið ný, mörg og stór stökk inn í breytta og raf­ræna kennslu­hætti. Þar hafa þeir bæði nýtt sér eigið tengsla­net og valið sér raf­ræn verk­færi. Ef horft er á það eitt og sér má segja sem svo að eigið per­sónu­lega námsum­hverfi þeirra hafi á und­an­förnum vikum stækkað og orðið fjöl­breytt­ara en fyrir tíma COVID-19 veirunn­ar. 

Það sem mér mun svo finn­ast fróð­legt að fylgj­ast með til fram­tíðar er að minnsta kosti tvennt. Ann­ars vegar hvort þessi far­aldur hafi orðið til þess að „afnörda" raf­ræna kennslu­hætti; þ.e.a.s. að ekki verði lengur litið á raf­ræna kennslu­hætti sem eitt­hvert gælu­verk­efni eða áhuga­mál vina­hóps „nör­da­kenn­ara", ein­stakra skóla eða sveit­ar­fé­laga heldur sem sjálf­sagðan hluta af námsum­hverfi nem­enda. Hins vegar hvort notkun nem­enda á eigin snjall­tækjum og leið­anna sem þeir velja sér til náms verði líka sjálf­sagður hluti af "form­legu" námi; með öðrum orð­um, munu þessar form­dæm­a­lausu aðstæður verða til þess að má betur út skilin á milli form­legs og óform­legs náms? Mun lær­dómur þess­ara tíma verða til þess að skóla­starfið þró­ist örar í þá átt að taka til­lit til breyt­inga í sam­tím­anum og áhuga­sviðs nem­enda þannig að nám þeirra upp­fylli hæfni­við­mið aðal­námskrár?

Því ef ég læri í form­lega nám­inu hvaða leiðum og verk­færum ég geti treyst til náms, þá get ég sjálf valið hvað er ýkju­saga og hvað er ekki ýkju­saga á YouTu­be. 

Heim­ild: Wheel­er, S. (2015). ­Learn­ing wit­h ‘e’s: Ed­ucationa­l t­he­or­y and pract­ice in t­he digital a­ge. Carmarthen: Crown Hou­se Pu­bl­is­hing.

Höf­undur er aðjúnkt við Mennta­vís­inda­svið Háskóla Íslands og ráð­gjafi í skóla­þróun hjá ráð­gjafa­þjón­ust­unni Bjarkir.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar