Fyrir hugmyndabankann – Lausnamiðuð umræða um ferðamannageirann

Júlíus Birgir Kristinsson leggur fram hugmynd til að koma ferðaþjónustunni aftur í gang.

Auglýsing

Ég velti fyrir mér vegna hvers umræða um ferða­manna­geirann, eins og hún birt­ist í fjöl­miðl­um, virð­ist gera ráð fyrir því að ekk­ert sé hægt að gera til að halda COVID-19 í skefjum og að þar með sé ekki hægt að koma ferða­manna­straumnum af stað út árið. Það eina sem blasi við ferða­manna­geir­anum sé að fara á laun hjá hinu opin­bera, ella fara í gjald­þrot. Lítið heyr­ist lítið um lausn­a­mið­aðar leiðir í þessu efn­i. Eft­ir­far­andi er hug­mynd sem von­andi nýt­ist þeim er málið varða. 

Hvernig væri að fara yfir þá þekk­ingu sem afl­ast hefur á stuttum tíma í bar­áttu við COVID-19 og hefur skilað góðum árangri hingað til og gæti hugs­an­lega hjálpað til við að bjarga stærsta útflutn­ings­at­vinnu­vegi lands­ins? 

Við höfum aðferðir til að mæla hvort fólk er smitað og fáum nið­ur­stöð­una á einum sól­ar­hring. Þá höfum við þjálfað upp frá­bært smitrakn­ing­arteymi sem hefur sýnt fram á færni sína til að hafa uppá fólki sem telst hafa verið nærri smit­uðum ein­stak­lingum og höfum nú smitrakn­ing­arapp til að gera þetta starf enn áhrifa­rík­ara. Fólk sem telst hafa verið nærri smit­uðum ein­stak­lingum er sett í sótt­kví í 14 daga og smit­aðir ein­stak­lingar í ein­angrun eða á sjúkra­hús. E.t.v. væri hægt að stytta sótt­kví­ar­tím­ann með sýna­töku, t.d. eftir 5 daga í sótt­kví (sér­fræð­ingar vita þetta trúlaga eða geta gert rann­sóknir hvernig þessu víkur við). 

Byggt á núver­andi þekk­ingu er hægt að reikna út lyk­il­stærð­ir. Smit­grein­ingar Íslenskrar Erfða­grein­ingar sýna að smit­hlut­fall meðal Íslend­inga í dag er 0,1 - 0,2 % og fer lækk­andi. Það ætti að vera hægt að fá sam­bæri­legar tölur frá nágranna­löndum okkar á næstu vik­um. 

Hvernig væri að beita þess­ari þekk­ingu til að opna fyrir ferða­manna­straum­inn með öruggum hætti. Ein­ungis verið opnað fyrir ferða­menn frá löndum þar sem smit­hlut­fall skv. áreið­an­legum mæl­ingum er komið niður fyrir ásætt­an­leg mörk að mati íslenskra yfir­valda t.d. niður fyrir 0,1 %? Þá mætti byrja var­lega og opna fyrst fyrir ferðir fólks í atvinnu­er­indum og þarf að vera á land­inu í marga daga, t.d. sér­fræð­inga og kvik­mynda­töku­fólk og ferða­menn sem ætla að fara í til­tölu­lega langan tíma á land­in­u. 

Í ljósi reynsl­unnar verði síðan opnað fyrir ferða­mönnum sem koma til lands­ins í nokkra daga. Tekið verði smit­sýni af hverjum ein­asta ferða­manni sem kemur til lands­ins á kostnað hins opin­ber­a. Þetta getur varla kostað mikið miðað við þá hund­ruð millj­arða sem í húfi eru. Þá er þetta hlut­verk sem hið opin­bera sér um hvort eð er. ­Með því að taka smit­sýni úr hverjum ein­asta ferða­manni sem kemur til lands­ins kemur strax í ljós hvert smit­hlut­fall er frá hverju landi og hægt að loka á slík­ ­svæði um leið. Hópar úr hverri flug­vél fari beint í rútu á hót­el, sem hvort eð er standa tóm í dag og yrðu útbúin til þess sem til þarf, þar sem sýni eru tekin úr hverjum ferða­manni og hann skyld­aður til að vera í sótt­kví á hót­el­inu þann sól­ar­hring­inn sem tekur að fá nið­ur­stöðu veiru­mæl­ing­ar­inn­ar. 

Auglýsing
Þessi fyrsti sól­ar­hringur þyrfti að vera frír (frítt fæði og hús­næði) fyrir ferða­mann­inn (hvati til að koma til lands­ins) og á sam­eig­in­legan kostnað ferða­manna­geirans og hins opin­bera (þarfn­ast útfærslu). E.t.v. mætti nýta skatt­stofna eins og flug­vall­ar­gjöld og gistin­átta­skatt til að standa undir kostn­aði við þessar aðgerðir (skatt­stofnar sem gefa ekk­ert af sér í dag). Miðað við smit­hlut­fall um 0,1 % eða lægra gæti tíundi hver hópur haft smit­aðan ein­stak­ling og þyrfti þá að fara í sótt­kví og hinn smit­aði í ein­angr­un. Til þessa mætti nýta fag­fólk sem kann til verka og er sumt atvinnu­laust eða stendur frammi fyrir atvinnu­leysi. Þá væri og kostur að bjóða til starfa við þessar aðgerðir fólki sem nú þegar hefur fengið COVID-19 veik­ina, náð fullum bata og hefur ónæm­is­vörn gegn henn­i. ­Kostn­aður vegna þess þyrfti trú­lega að að vera greiddur af hinu opin­bera eða af fram­an­greindum skatt­stofnum (þarf að útfæra). Þá mætti einnig hugsa sér hvort komið yrði á lagg­irnar prógrammi til að efla kerfi sem að framan greinir fyrir fram­tíðar hag­varnir þjóð­ar­innar sem og nýsköpun á þessu sviði.

Það væri áhuga­vert að fá fólk með rétta þekk­ingu til að greina fram­an­greindar hug­myndir og hag­nýta ef árenni­legar eru. Lausn sem þessi, ef fær er, gæti nýst til að koma ferða­manna­geir­anum af stað (jafn­vel nýta í aug­lýs­inga­skyni) og mundi kosta hið opin­bera til­tölu­lega lít­ið, sér­stak­lega í sam­an­burði við þá hund­ruð millj­arða í gjald­eyr­is­tekjum sem þessi atvinnu­grein skilar árlega í dag. Eigi að nýta lausn sem þessa eftir nokkar vik­ur/ör­fáa mán­uði þarf að hefja und­ir­bún­ing að slíku núna!

Höf­undur er áhuga­maður um lausn­a­mið­aða umræðu og hag lands og þjóð­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar