Fyrir hugmyndabankann – Lausnamiðuð umræða um ferðamannageirann

Júlíus Birgir Kristinsson leggur fram hugmynd til að koma ferðaþjónustunni aftur í gang.

Auglýsing

Ég velti fyrir mér vegna hvers umræða um ferða­manna­geirann, eins og hún birt­ist í fjöl­miðl­um, virð­ist gera ráð fyrir því að ekk­ert sé hægt að gera til að halda COVID-19 í skefjum og að þar með sé ekki hægt að koma ferða­manna­straumnum af stað út árið. Það eina sem blasi við ferða­manna­geir­anum sé að fara á laun hjá hinu opin­bera, ella fara í gjald­þrot. Lítið heyr­ist lítið um lausn­a­mið­aðar leiðir í þessu efn­i. Eft­ir­far­andi er hug­mynd sem von­andi nýt­ist þeim er málið varða. 

Hvernig væri að fara yfir þá þekk­ingu sem afl­ast hefur á stuttum tíma í bar­áttu við COVID-19 og hefur skilað góðum árangri hingað til og gæti hugs­an­lega hjálpað til við að bjarga stærsta útflutn­ings­at­vinnu­vegi lands­ins? 

Við höfum aðferðir til að mæla hvort fólk er smitað og fáum nið­ur­stöð­una á einum sól­ar­hring. Þá höfum við þjálfað upp frá­bært smitrakn­ing­arteymi sem hefur sýnt fram á færni sína til að hafa uppá fólki sem telst hafa verið nærri smit­uðum ein­stak­lingum og höfum nú smitrakn­ing­arapp til að gera þetta starf enn áhrifa­rík­ara. Fólk sem telst hafa verið nærri smit­uðum ein­stak­lingum er sett í sótt­kví í 14 daga og smit­aðir ein­stak­lingar í ein­angrun eða á sjúkra­hús. E.t.v. væri hægt að stytta sótt­kví­ar­tím­ann með sýna­töku, t.d. eftir 5 daga í sótt­kví (sér­fræð­ingar vita þetta trúlaga eða geta gert rann­sóknir hvernig þessu víkur við). 

Byggt á núver­andi þekk­ingu er hægt að reikna út lyk­il­stærð­ir. Smit­grein­ingar Íslenskrar Erfða­grein­ingar sýna að smit­hlut­fall meðal Íslend­inga í dag er 0,1 - 0,2 % og fer lækk­andi. Það ætti að vera hægt að fá sam­bæri­legar tölur frá nágranna­löndum okkar á næstu vik­um. 

Hvernig væri að beita þess­ari þekk­ingu til að opna fyrir ferða­manna­straum­inn með öruggum hætti. Ein­ungis verið opnað fyrir ferða­menn frá löndum þar sem smit­hlut­fall skv. áreið­an­legum mæl­ingum er komið niður fyrir ásætt­an­leg mörk að mati íslenskra yfir­valda t.d. niður fyrir 0,1 %? Þá mætti byrja var­lega og opna fyrst fyrir ferðir fólks í atvinnu­er­indum og þarf að vera á land­inu í marga daga, t.d. sér­fræð­inga og kvik­mynda­töku­fólk og ferða­menn sem ætla að fara í til­tölu­lega langan tíma á land­in­u. 

Í ljósi reynsl­unnar verði síðan opnað fyrir ferða­mönnum sem koma til lands­ins í nokkra daga. Tekið verði smit­sýni af hverjum ein­asta ferða­manni sem kemur til lands­ins á kostnað hins opin­ber­a. Þetta getur varla kostað mikið miðað við þá hund­ruð millj­arða sem í húfi eru. Þá er þetta hlut­verk sem hið opin­bera sér um hvort eð er. ­Með því að taka smit­sýni úr hverjum ein­asta ferða­manni sem kemur til lands­ins kemur strax í ljós hvert smit­hlut­fall er frá hverju landi og hægt að loka á slík­ ­svæði um leið. Hópar úr hverri flug­vél fari beint í rútu á hót­el, sem hvort eð er standa tóm í dag og yrðu útbúin til þess sem til þarf, þar sem sýni eru tekin úr hverjum ferða­manni og hann skyld­aður til að vera í sótt­kví á hót­el­inu þann sól­ar­hring­inn sem tekur að fá nið­ur­stöðu veiru­mæl­ing­ar­inn­ar. 

Auglýsing
Þessi fyrsti sól­ar­hringur þyrfti að vera frír (frítt fæði og hús­næði) fyrir ferða­mann­inn (hvati til að koma til lands­ins) og á sam­eig­in­legan kostnað ferða­manna­geirans og hins opin­bera (þarfn­ast útfærslu). E.t.v. mætti nýta skatt­stofna eins og flug­vall­ar­gjöld og gistin­átta­skatt til að standa undir kostn­aði við þessar aðgerðir (skatt­stofnar sem gefa ekk­ert af sér í dag). Miðað við smit­hlut­fall um 0,1 % eða lægra gæti tíundi hver hópur haft smit­aðan ein­stak­ling og þyrfti þá að fara í sótt­kví og hinn smit­aði í ein­angr­un. Til þessa mætti nýta fag­fólk sem kann til verka og er sumt atvinnu­laust eða stendur frammi fyrir atvinnu­leysi. Þá væri og kostur að bjóða til starfa við þessar aðgerðir fólki sem nú þegar hefur fengið COVID-19 veik­ina, náð fullum bata og hefur ónæm­is­vörn gegn henn­i. ­Kostn­aður vegna þess þyrfti trú­lega að að vera greiddur af hinu opin­bera eða af fram­an­greindum skatt­stofnum (þarf að útfæra). Þá mætti einnig hugsa sér hvort komið yrði á lagg­irnar prógrammi til að efla kerfi sem að framan greinir fyrir fram­tíðar hag­varnir þjóð­ar­innar sem og nýsköpun á þessu sviði.

Það væri áhuga­vert að fá fólk með rétta þekk­ingu til að greina fram­an­greindar hug­myndir og hag­nýta ef árenni­legar eru. Lausn sem þessi, ef fær er, gæti nýst til að koma ferða­manna­geir­anum af stað (jafn­vel nýta í aug­lýs­inga­skyni) og mundi kosta hið opin­bera til­tölu­lega lít­ið, sér­stak­lega í sam­an­burði við þá hund­ruð millj­arða í gjald­eyr­is­tekjum sem þessi atvinnu­grein skilar árlega í dag. Eigi að nýta lausn sem þessa eftir nokkar vik­ur/ör­fáa mán­uði þarf að hefja und­ir­bún­ing að slíku núna!

Höf­undur er áhuga­maður um lausn­a­mið­aða umræðu og hag lands og þjóð­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Milljónir barna búa við hrikalegar aðstæður á átakasvæðum.
Pyntuð. Nauðgað. Drepin.
Börn á átakasvæðum eru ekki óhult á leiðinni í skólann. Ekki heldur á leiðinni á heilsugæslustöðina. Eða inni á heimilum sínum. Ofbeldi er kerfisbundið beitt gegn þeim. Þau eru látin bera sprengjur, þvinguð í hjónabönd. Svipt öryggi og vernd.
Kjarninn 28. júní 2022
Sigrún Huld Þorgrímsdóttir
Það er líf eftir greiningu
Kjarninn 28. júní 2022
Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra Skotlands.
Stefnir á atkvæðagreiðslu um sjálfstætt Skotland í október 2023
Nicola Sturgeon leiðtogi Skoska þjóðarflokksins stefnir á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands á ný næsta haust – með eða án leyfis bresku ríkisstjórnarinnar.
Kjarninn 28. júní 2022
Guðmundur Andri Thorsson
Ráfað um í Keflavíkurgöngu
Kjarninn 28. júní 2022
Samkvæmt tilkynningu frá Borgarlínu er gert ráð fyrir því að vagnar Borgarlínunnar byrji að ganga á milli Hamraborgar og Háskóla Íslands árið 2025, þrátt fyrir að framkvæmdum á þeim kafla verði ekki að fullu lokið þá.
Tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu seinkað
Endurskoðuð tímaáætlun framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu gerir ráð fyrir því að framkvæmdalok verði á árunum 2026 og 2027, en ekki 2024 eða 2025 eins og lagt var upp með. Samstilling við aðrar framkvæmdir, eins og Sæbrautarstokk, spila inn í.
Kjarninn 28. júní 2022
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands hefur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar