Fyrir hugmyndabankann – Lausnamiðuð umræða um ferðamannageirann

Júlíus Birgir Kristinsson leggur fram hugmynd til að koma ferðaþjónustunni aftur í gang.

Auglýsing

Ég velti fyrir mér vegna hvers umræða um ferða­manna­geirann, eins og hún birt­ist í fjöl­miðl­um, virð­ist gera ráð fyrir því að ekk­ert sé hægt að gera til að halda COVID-19 í skefjum og að þar með sé ekki hægt að koma ferða­manna­straumnum af stað út árið. Það eina sem blasi við ferða­manna­geir­anum sé að fara á laun hjá hinu opin­bera, ella fara í gjald­þrot. Lítið heyr­ist lítið um lausn­a­mið­aðar leiðir í þessu efn­i. Eft­ir­far­andi er hug­mynd sem von­andi nýt­ist þeim er málið varða. 

Hvernig væri að fara yfir þá þekk­ingu sem afl­ast hefur á stuttum tíma í bar­áttu við COVID-19 og hefur skilað góðum árangri hingað til og gæti hugs­an­lega hjálpað til við að bjarga stærsta útflutn­ings­at­vinnu­vegi lands­ins? 

Við höfum aðferðir til að mæla hvort fólk er smitað og fáum nið­ur­stöð­una á einum sól­ar­hring. Þá höfum við þjálfað upp frá­bært smitrakn­ing­arteymi sem hefur sýnt fram á færni sína til að hafa uppá fólki sem telst hafa verið nærri smit­uðum ein­stak­lingum og höfum nú smitrakn­ing­arapp til að gera þetta starf enn áhrifa­rík­ara. Fólk sem telst hafa verið nærri smit­uðum ein­stak­lingum er sett í sótt­kví í 14 daga og smit­aðir ein­stak­lingar í ein­angrun eða á sjúkra­hús. E.t.v. væri hægt að stytta sótt­kví­ar­tím­ann með sýna­töku, t.d. eftir 5 daga í sótt­kví (sér­fræð­ingar vita þetta trúlaga eða geta gert rann­sóknir hvernig þessu víkur við). 

Byggt á núver­andi þekk­ingu er hægt að reikna út lyk­il­stærð­ir. Smit­grein­ingar Íslenskrar Erfða­grein­ingar sýna að smit­hlut­fall meðal Íslend­inga í dag er 0,1 - 0,2 % og fer lækk­andi. Það ætti að vera hægt að fá sam­bæri­legar tölur frá nágranna­löndum okkar á næstu vik­um. 

Hvernig væri að beita þess­ari þekk­ingu til að opna fyrir ferða­manna­straum­inn með öruggum hætti. Ein­ungis verið opnað fyrir ferða­menn frá löndum þar sem smit­hlut­fall skv. áreið­an­legum mæl­ingum er komið niður fyrir ásætt­an­leg mörk að mati íslenskra yfir­valda t.d. niður fyrir 0,1 %? Þá mætti byrja var­lega og opna fyrst fyrir ferðir fólks í atvinnu­er­indum og þarf að vera á land­inu í marga daga, t.d. sér­fræð­inga og kvik­mynda­töku­fólk og ferða­menn sem ætla að fara í til­tölu­lega langan tíma á land­in­u. 

Í ljósi reynsl­unnar verði síðan opnað fyrir ferða­mönnum sem koma til lands­ins í nokkra daga. Tekið verði smit­sýni af hverjum ein­asta ferða­manni sem kemur til lands­ins á kostnað hins opin­ber­a. Þetta getur varla kostað mikið miðað við þá hund­ruð millj­arða sem í húfi eru. Þá er þetta hlut­verk sem hið opin­bera sér um hvort eð er. ­Með því að taka smit­sýni úr hverjum ein­asta ferða­manni sem kemur til lands­ins kemur strax í ljós hvert smit­hlut­fall er frá hverju landi og hægt að loka á slík­ ­svæði um leið. Hópar úr hverri flug­vél fari beint í rútu á hót­el, sem hvort eð er standa tóm í dag og yrðu útbúin til þess sem til þarf, þar sem sýni eru tekin úr hverjum ferða­manni og hann skyld­aður til að vera í sótt­kví á hót­el­inu þann sól­ar­hring­inn sem tekur að fá nið­ur­stöðu veiru­mæl­ing­ar­inn­ar. 

Auglýsing
Þessi fyrsti sól­ar­hringur þyrfti að vera frír (frítt fæði og hús­næði) fyrir ferða­mann­inn (hvati til að koma til lands­ins) og á sam­eig­in­legan kostnað ferða­manna­geirans og hins opin­bera (þarfn­ast útfærslu). E.t.v. mætti nýta skatt­stofna eins og flug­vall­ar­gjöld og gistin­átta­skatt til að standa undir kostn­aði við þessar aðgerðir (skatt­stofnar sem gefa ekk­ert af sér í dag). Miðað við smit­hlut­fall um 0,1 % eða lægra gæti tíundi hver hópur haft smit­aðan ein­stak­ling og þyrfti þá að fara í sótt­kví og hinn smit­aði í ein­angr­un. Til þessa mætti nýta fag­fólk sem kann til verka og er sumt atvinnu­laust eða stendur frammi fyrir atvinnu­leysi. Þá væri og kostur að bjóða til starfa við þessar aðgerðir fólki sem nú þegar hefur fengið COVID-19 veik­ina, náð fullum bata og hefur ónæm­is­vörn gegn henn­i. ­Kostn­aður vegna þess þyrfti trú­lega að að vera greiddur af hinu opin­bera eða af fram­an­greindum skatt­stofnum (þarf að útfæra). Þá mætti einnig hugsa sér hvort komið yrði á lagg­irnar prógrammi til að efla kerfi sem að framan greinir fyrir fram­tíðar hag­varnir þjóð­ar­innar sem og nýsköpun á þessu sviði.

Það væri áhuga­vert að fá fólk með rétta þekk­ingu til að greina fram­an­greindar hug­myndir og hag­nýta ef árenni­legar eru. Lausn sem þessi, ef fær er, gæti nýst til að koma ferða­manna­geir­anum af stað (jafn­vel nýta í aug­lýs­inga­skyni) og mundi kosta hið opin­bera til­tölu­lega lít­ið, sér­stak­lega í sam­an­burði við þá hund­ruð millj­arða í gjald­eyr­is­tekjum sem þessi atvinnu­grein skilar árlega í dag. Eigi að nýta lausn sem þessa eftir nokkar vik­ur/ör­fáa mán­uði þarf að hefja und­ir­bún­ing að slíku núna!

Höf­undur er áhuga­maður um lausn­a­mið­aða umræðu og hag lands og þjóð­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar