Söguleg sígaretta

Magnús Hrafn Magnússon lögmaður sem sérhæfir sig í hugverkarétti veltir fyrir sér lögfræðinni í því að afmá sígarettu af andslitsmynd af Bubba Morthens.

Auglýsing

Í október 1981 birtist mynd af Bubba Morthens með sígarettu í munnvikinu á forsíðu tímaritsins Samúel. Hún er nú notuð sem hluti af kynningarefni sýningarinnar 9 líf í Borgarleikhúsinu. Þar hefur sígarettan verið fjarlægð í þeim tilgangi að unnt sé að birta myndina á Facebook. Eyrnalokkur hefur einnig verið fjarlægður. Björgvin Pálsson ljósmyndari tók myndina og hefur lýst því í fjölmiðlum að tímaritið Samúel hafi keypt hana til að birta í blaðinu. Hann hefur einnig upplýst að Borgarleikhúsið hafi fengið leyfi fyrir notkun myndarinnar en ekki óskað eftir heimild til að breyta henni.

Við þetta vakna spurningar um hvort eða hvernig sé heimilt að breyta ljósmyndum af þessu tagi án samþykkis ljósmyndara og hvort breytingar geti falið í sér brot á réttindum ljósmyndarans skv. höfundalögum. 

Um höfundarrétt af ljósmyndum fer eftir höfundalögum. Sú vernd sem ljósmyndum er veitt samkvæmt þeim lögum getur verið mismunandi eftir því hvort tiltekin mynd teljist listrænt verk eða ekki. Það mat heyrir undir dómstóla. Til eru í það minnsta þrjú tilvik þar sem héraðsdómur hefur hafnað því að myndir af fólki birtar án leyfis höfundar geti talist listaverk sem njóti verndar höfundaréttarlaga sem slík. Í tveimur tilvikum var um að ræða ljósmyndir sem voru teknar af MySpace síðum einstaklinga og birtar í Séð og Heyrt og í einu tilviki taldi dómurinn að eingöngu væri um að ræða „einfaldar andlitsmyndir“ sem ekki gætu talist listaverk í skilningi höfundalaga. Í öllum tilvikum var hins vegar fallist á að notkun myndanna án leyfis fæli í sér brot á 49. gr. höfundalaga sem er ætlað að veita ljósmyndum sem ekki teljast listaverk í skilningi laganna tiltekna þrengri vernd. 

Auglýsing
Ef myndin af Bubba telst listrænt verk í skilningi höfundarréttar nýtur höfundur hennar sæmdarréttar á grundvelli 4. gr. laganna. Í sæmdarrétti höfundar listaverks fellst meðal annars að óheimilt er án heimildar að „breyta verki höfundar eða birta það með þeim hætti eða í því samhengi, að skert geti höfundarheiður hans eða höfundarsérkenni.“ 

Í Danmörku hefur verið talið að afbökun lita á ljósmynd, ef eingöngu hluti myndar er sýndur eða jafnvel stafræn lagfæring á ljósmynd geti hugsanlega falið í sér brot á sambærilegum rétti skv. dönskum lögum. 

Í viðtali við ljósmyndarann er haft eftir honum um breytinguna: „Þetta er viss frelsissvipting, að taka sígarettuna því hún var nú kannski stærsti hlutinn af myndinni.“

Bubbi telur breytinguna ritskoðun

Val Borgarleikhússins á ljósmyndinni í þeim tilgangi að kynna leikrit um líf Bubba felur í sér ákveðna vísbendingu um að leikhúsið telji hana hafa listrænt gildi. 

Hér renna saman menningarsaga, listfræði, lögfræði og lýðheilsa tengd notendaskilmálum á Facebook. Viðbrögð við þessari sérstöku blöndu hafa ekki dregið úr áhuga á sýningunni. 

Höf­undur er lög­maður sem sér­hæfir sig m.a. í hug­verka­rétt­i. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar