Tíu milljarðar á mánuði

Kristján Guy Burgess skrifar um grænt fjárfestingarátak fyrir lífeyrissjóði.

Auglýsing

Nú er að skap­ast sögu­legt tæki­færi til að ráð­ast í verk­efni sem vinna í senn gegn efna­hags­sam­drætti, bregð­ast við yfir­vof­andi atvinnu­leysi, og takast á við stærstu ógn­ina framund­an, lofts­lags­vána. 

Grænt fjár­fest­ing­ar­á­tak þar sem líf­eyr­is­sjóðir vinna með ríki og sveit­ar­fé­lögum getur skapað gríð­ar­legan sam­fé­lags­legan ávinn­ing um leið og það bætir umhverfið og ávaxtar iðgjöldin okkar til lengri tíma.

Í sam­komu­lagi Seðla­bank­ans og líf­eyr­is­sjóð­anna frá 17. mars, féllust sjóð­irnir á að halda aftur af gjald­eyr­is­kaupum til erlendra fjár­fest­inga í þrjá mán­uði. Sam­komu­lagið var svo fram­lengt og mun gilda í þrjá mán­uði til við­bót­ar, allt til 17. sept­em­ber. 

Hér er um háar upp­hæðir að ræða, und­an­farið hafa líf­eyr­is­sjóð­irnir varið lið­lega 10 millj­örðum króna til erlendra fjár­fest­inga í hverjum mán­uði, sem hefur verið nauð­syn­legt og rétt­mætt fyrir sjóð­ina og sam­fé­lagið til að ávaxta fé og dreifa áhættu. Nú þarf hins vegar að verja þessum 60 millj­örðum hér inn­an­lands. Spurn­ingin er bara hvern­ig.

Hér er lagt til að góðum hluta af þessum fjár­munum verði varið til grænna verk­efna.

Græna leiðin

Græna leiðin út úr kóf­inu felst m.a. í því að end­ur­fjár­magna og fjár­festa í sjálf­bærri ferða­þjón­ustu sem getur byggt grein­ina upp að nýju á sjálf­bær­ari grunni. Það þarf að ráð­ast í nauð­syn­legar grænar inn­viða­fjár­fest­ing­ar, eins og Borg­ar­línu, inn­viði fyrir hjólandi og gang­andi og koma orku­skiptum í sam­göngum af stað af kraft­i. 

Auglýsing
Einnig er nauð­syn­legt að byggja upp greinar sem nýta hreina íslenska orku til að skapa verð­mætar útflutn­ings­vörur og byggja undir grænan fjár­fest­inga­mark­að. 

Margt annað er hægt að ráð­ast í, eins og Grænt plan Reykja­vík­ur­borgar ber vitni um, grænar skap­andi grein­ar, ný græn hverfi osfrv. Nú bíðum við eftir að ríkið komi inn af mun meiri krafti í grænu mál­in, og að líf­eyr­is­sjóð­irnir leiki lyk­il­hlut­verk ásamt alþjóð­legum fjár­festum sem sækj­ast eftir grænum fjár­fest­ing­um, og stórum fjár­mála­stofn­unum sem vilja gjarnan veita fé til slíkra verk­efna. 

5.000 millj­arða hreyfi­afl

Eignir íslensku líf­eyr­is­sjóð­anna eru nú yfir 5.000 millj­arðar króna sem þarf að fjár­festa með ýmsum hætti til að sjóð­fé­lagar upp­skeri þegar komið er að eft­ir­launa­aldri. Tak­mörkuð tæki­færi eru nú á inn­lendum hluta­bréfa­mark­aði og aðrar for­sendur í vaxta­málum en þegar sjóð­irnir hófu af krafti að lána sjóð­fé­lögum hús­næð­is­lán fyrir fáeinum miss­er­um. 

Líf­eyr­is­sjóð­irnir eru margir og fjöl­breyttir og hver og einn vinnur eftir sinni fjár­fest­ing­ar­stefnu. Þeir verða að finna takt­inn hver fyrir sig en um stór verk­efni geta þeir unnið saman og lagt sam­eig­in­legan kraft til að koma góðum málum fram. 

Þótt fjár­mun­irnir séu til stað­ar, skortir hreyfi­aflið til að þeir nýt­ist til að takast á við þessar risa­vöxnu áskor­anir í efna­hags- og atvinnu­málum sem Ísland stendur nú frammi fyrir í kjöl­far kór­óna­veirunnar og gagn­vart lofts­lags­vánni. Þar verða ein­fald­lega allir að taka höndum saman því staða Íslands gagn­vart skuld­bind­ingum fyrir umhverfið er engan veg­inn ásætt­an­leg og það er engum í hag að stöðnun taki við eftir veiruna.

Grænn fókus til fram­tíðar

Þegar opn­ast fyrir erlendar fjár­fest­ingar á ný, er nauð­syn­legt að sjóð­irnir taki fastar á því að fjár­festa með ábyrgum hætti, setji ekki fjár­muni almenn­ings til að styðja við félög sem menga og spilla, heldur leggi allt kapp á að fjár­munir íslenskra líf­eyr­is­greið­enda fari til góðra verk­efna sem bæta sam­fé­lög og umhverf­i. 

Til eru fjölda­mörg tæki til að hjálpa þeim við að finna bestu grænu leið­irn­ar. Nú er því full­kom­lega tíma­bært fyrir íslenska líf­eyr­is­sjóði að gera metn­að­ar­fullar áætl­anir um grænar fjár­fest­ing­ar.

Grænt fjár­fest­ing­ar­á­tak fyrir líf­eyr­is­sjóði er svarið við mörgum af þeim spurn­ingum sem við stöndum nú frammi fyr­ir. Það er æpandi þörf fyrir atvinnu­skap­andi verk­efni, þjóð­hags­lega arð­bærar stór­fram­kvæmdir og raun­veru­legar aðgerðir fyrir lofts­lag­ið. Nú þarf að bretta upp ermar og hreyfa við hlut­unum til fram­tíð­ar! 

Höf­undur er ráð­gjafi um ábyrgar fjár­fest­ingar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar