Pólitískt óþol

Auður Jónsdóttir rithöfundur segist þessa dagana upplifa pólitísk vonbrigði. Þau beinist ekki beinlínis að flokki eða einstaka fólki – frekar að djúpstæðri pólitískri menningu hér á landi.

Auglýsing

Ef þú sest í rík­is­stjórn í ein­hverju ríki og vilt draga úr heil­brigðri virkni lýð­ræð­is­ins, því sem fræð­ingar skil­greina sem frjáls­lynt lýð­ræði, þá er þrennt sem þú þarft að gera. Þú þarft að hafa óæski­leg afskipti af dóm­stól­um, fjöl­miðlum og rödd sér­hæfðra sér­fræð­inga.

Með því móti tekst þér að deyfa eðli­lega gagn­rýna umræðu, áhrif sér­fræð­inga og virkni stjórn­sýsl­unn­ar. Af því sem maður hefur séð til þró­unar mála t.d. í Ung­verja­landi og Banda­ríkj­un­um, þá hafa þeir sem hafa metnað í þessum efnum vitað þetta.

Frekar nýlega fór ég að finna fyrir stig­vax­andi óþoli gagn­vart málum sem virka á mig sem ögrun gagn­vart sjálf­stæði dóm­stóla, fjöl­miðla og stöðu sér­fræð­inga.

Auglýsing

Nú er ég ekki að reyna að halda því fram að íslenskt sam­fé­lag stefni í sömu átt og Ung­verja­land eða Banda­rík­in, ólíkir hlutir ger­ast í ólíkum löndum og aðstæður hér eru aðrar en þar eða í ýmsum öðrum lönd­um, en að sama skapi eru óæski­leg afskipti af áður­nefndu í and­stöðu við heil­brigða lýð­ræðis­virkn­i.   

Mál sem lúta að þessu þrennu hafa ekk­ert að gera með hvort við skil­greinum okkur póli­tískt til vinstri eða hægri – eða eitt­hvað þar á milli. Þau lúta að prinsippum sem þurfa, sam­fé­lags­ins vegna, að vera æðri okk­ur, hvar sem við stöndum í póli­tík. Öðru­vísi getum við ekki verndað okkur fyrir sjálfum okkur og treyst því að hafa aðstöðu til að afla okkur nauð­syn­legra upp­lýs­inga og frelsi til að tjá okk­ur. Án skil­virkni þess­arar heilögu þrenn­ingar mega borg­ar­arnir sín of lít­ils gagn­vart ráð­andi valdi og valda­að­ilum innan sam­fé­lags­ins.

Í íslenskum stjórn­málum virð­ist of oft há stjórn­mála­mönnum að vera ekki nóg­sam­lega með­vit­aðir um valda­stöðu sína, svo þeir skynja ekki augna­blikið þegar þeir krossa lín­una á milli venju­legra átaka­mála í póli­tík og prinsipp­mála af þessum meiði. Slík mál eru þannig gerð að þau krefj­ast þess að við látum póli­tíska stund­ar­hags­muni víkja, svo lýð­ræðis­virknin fái hald­ist sem heil­brigð­ust.

Póli­tískur vilji ræður för

Svo ég nefni ein­hver mál sem hafa kveikt áður­nefnt óþol, þá má minn­ast á Lands­rétt­ar­mál­ið, sem á rætur sínar að rekja í aðra rík­is­stjórn en er eyrna­merkt Sig­ríði Á. And­er­sen, fyrrum ráð­herra í núver­andi rík­is­stjórn, og hvílir nú hjá Mann­rétt­inda­dóm­stólnum í Strass­borg.

Eins má nefna nýlegt mál Þor­valdar Gylfa­sonar hag­fræð­ings og afgreiðslu þess í fjár­mála­ráðu­neyt­inu, þar sem var hangið í mann­inum frekar en prinsipp­inu. Einnig má telja til mál sem varðar val mennta­mála­ráð­herra á Fram­sókn­ar­manni nokkrum til að gegna stöðu for­manns í fjöl­miðla­nefnd – nokkuð sem vegur bæði að fjöl­miðlum og stöðu sér­fræð­inga. Eins og kunn­ugt er fór mennta­mála­ráð­herra gegn til­lögu sér­fræð­inga í mennta­mála­ráðu­neyt­inu með því að skipa Einar Huga Bjarna­son for­mann fjöl­miðla­nefndar í nóv­em­ber. Mælt hafði verið með Hall­dóru Þor­steins­dótt­ur, lektor í lög­fræði við HR, en hún er einn helsti sér­fræð­ingur í fjöl­miðla­rétti í land­inu. Lilja valdi frekar mann sem, sam­kvæmt fjöl­miðl­um, hefur litla sem enga reynslu á svið­inu, en hefur setið í að minnsta kosti átta nefndum á vegum Fram­sókn­ar­flokks­ins. 

Nú síð­ast fór um mig vegna mis­skipt­ingar marg­um­ræddra styrkja til fjöl­miðla, á þann hátt að maður fær á til­finn­ing­una að ráða­menn vilji styrkja veru­lega Morg­un­blaðið og Frétta­blað­ið, fjöl­miðla sem eru fjár­magn­aðir af öfl­ugum hags­muna­að­ilum í sam­fé­lag­inu, en Morg­un­blaðið ber auk þess blæ af ákveðnum kjarna Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Sam­keppn­is­eft­ir­litið hafði m.a. lagt fram að brýnt væri að styðja við fjöl­miðla með almannafé og hafa það að meg­in­mark­miði að styðja við fjöl­ræði og fjöl­breytni. Fjöl­breytnin er ekki meiri en svo að Árvak­ur, Sýn og Torg munu fá megnið af styrkj­un­um, 300 millj­ón­ir, en aðrir fjöl­miðlar geta sótt í 100 millj­óna afgang.

Aðrir fjöl­miðlar fá þannig miklu minna í hlut sinn og því má leiða líkum að því að útfærslan veiki sam­keppn­is­stöðu í rekstri fjöl­miðla almennt. Bæði Kjarn­inn og Stundin hafa á sér orð fyrir að kafa reglu­lega í flókin og erfið mál á gagn­rýn­inn hátt.  

Með þessu móti er aðstaða fjöl­miðla skekkt með opin­beru fé. Annað eins inn­grip – svo und­ar­lega hugsað – hefði sómt sér í hvaða komm­ún­ista­ríki sem er, gjörn­ing­ur­inn að setja opin­bert fé í sér þókn­an­lega miðla, þannig að það geti komið niður á síður þókn­an­legum fjöl­miðl­um.

Aðferða­fræðin er jú afsprengi póli­tísks vilja og afhjúpar um leið hver hann er.

Póli­tískur sveim­hugi

Á meðan á þessu stendur er stjórn­ar­ráðið undir flaggi VG, flaggið er þeirra, þrátt fyrir hefð fyrir ráð­herraræð­i. Þegar rík­is­stjórnin var í fæð­ingu rök­ræddi ég við ófáa því ég hafði trú á ein­hverju sem ég kall­aði sam­talspóli­tík, að eftir allt sem á undan var geng­ið, þá væri til­raun­ar­innar virði að fá vinstrið og hægrið saman í stjórn, því í sam­fé­lags­um­ræð­inu hafði skap­ast svo mikil pólarís­er­ing að kannski var kom­inn tími á vinna saman að hlut­un­um. Ég skrif­aði meira að segja pistil um þetta – sem fékk 16 læk. Margir sem ég tal­aði við sögðu að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn yrði alltaf ráð­andi afl í slíkri stjórn, og þegar ég mót­mælti og sagði að sá flokkur vildi allra síst stjórn­ar­slit aftur svo VG myndi hafa tölu­verð völd, þá fliss­aði fólk að mér. 

Ég er þó ekki í VG, frekar en öðrum flokki. Í gegnum tíð­ina hef ég kosið ýmsa flokka; Bjarta fram­tíð, Pírata, Sam­fylk­ing­una, ein­hver tím­ann kaus ég langt til hægri í borg­ar­kosn­ingum í Kaup­manna­höfn, auk þess sem ég hef gælt við að kjósa Við­reisn. Og jú, ég hef einu sinni eða tvisvar kosið VG – af því að ég hef ára­tugum saman haft djúpa trú á Katrínu Jak­obs­dótt­ur; síðan ég var tutt­ugu og eitt­hvað og stofn­aði sauma­klúbb til að kynn­ast henni. Slíka trú að ég hef, á ská við hug­sýn mína, verið flokks­bundin um tíma í VG til að geta stutt hana í próf­kjöri. En það á ekki við mig að vera flokks­bund­in, ég get ekki bundið mig við flokkslínu í ólíkum málum lengur en í tvo daga.

Fjórum sinnum hef ég verið beðin um að vera á lista hjá jafn mörgum flokkum og allir sem báðu mig um það brenndu sig á því. Eitt sinn var ég á lista hjá einum flokki, kaus annan og var á stuðn­ings­lista fyrir fram­bjóð­anda þess þriðja. Ég er póli­tískur sveim­hugi! En ég trúi á fjöl­miðla. Og frjálsa, ögrandi umræðu – og þær ófyr­ir­sjá­an­legu lausnir sem hún fæðir af sér. Upp­lýs­ingu og það að ræða málin frá öllum hlið­um, án þess að ótt­ast það, því sam­tal dýpkar sýn okk­ar.

Mál Þor­valdar afhjúpar slæman kúltúr

Einmitt þess vegna ólgar eitt­hvað í mér eftir umræð­una um Þor­vald Gylfa­son, en í þeim stormi sá ég útsend­ingu frá Alþingi þar sem Katrín tjáði sig um það mál, svo snögg upp á lagið að ein­hver fliss­aði að hún hefði verið meiri Bjarni Ben en hann sjálf­ur.

Hún vitn­aði þá í reynslu sína af nor­rænu ráðu­neyta­starfi, sem mæli­kvarða, en nor­rænir við­mæl­endur í við­tölum hér­lendis hafa sýnt fram á að mála­vextir virð­ast stang­ast á við kúlt­úr­inn á hinum Norð­ur­lönd­un­um, í því sem snýr að virð­ingu fyrir vinnu­ferlum fræði­manna.

Ég hef sjálf búið árum saman á Norð­ur­lönd­unum og líka í Þýska­landi og því fylgst með fjöl­miðla­um­ræðu þar, ég hef jafn­framt gefið út bækur þar og því átt tölu­verð sam­skipti við fræða- og fjöl­miðla­fólk, jafnt sem útgef­end­ur; eins hef ég fengið smakk af nor­rænu sam­starfi – en eitt af því sem ég kynnt­ist fljótt, bæði þegar ég bjó í Dan­mörku og í Þýska­landi, var að prinsipp í verk­ferlum fjöl­miðla voru yfir­leitt strang­ari og skýr­ari en á Íslandi, og manni fannst að meiri virð­ing væri borin fyrir áliti sér­fræð­inga.

Í Þýska­landi hafði maður á til­finn­ing­unni að fólk hefði óvenju margt styrka með­vit­und um að prinsippin væru æðri okkur – til að vernda okkur frá okkur sjálf­um. Ein­hvern veg­inn fannst mann blasa við í máli Þor­valdar að það afhjúpaði ólíkan kúltúr hér á landi, í þessum efn­um. Kandídat í rit­stjóra­starf umrædds fræði­rits þurfti sam­kvæmt bók­inni að fá blessun ráðu­neyta land­anna, en þó lá í loft­inu að and­mæli hefðu tæp­ast borist úr hinum ráðu­neyt­un­um, nema við­kom­andi væri ekki tal­inn hæfur á fag­legum for­send­um, því fag­mönnum væri treyst til verks­ins.

Frelsið sjaldn­ast að finna hjá þeim sem hafa hæst um það 

Umræddur kúltúr sem hefur mikið að segja um hvernig við umgöng­umst grunn­stoðir eins og fjöl­miðla, sér­fræði­á­lit og dóm­stóla.

Í góðum kúltúr er hægt að segja jeg synes og rök­styðja það, reiðu­bú­inn að hafa rangt fyrir sér ef rök benda til ann­ars. Raunar hefði ég viljað sjá Katrínu og Bjarna Ben velta afstöðu sinni fyrir sér og um leið marg­slungn­ari hliðum máls­ins, þó ekki væri nema til að rök­styðja nið­ur­stöð­una betur og fjöl­breyttar – til að sýna fram á með­vit­und um mik­il­vægi álita­máls­ins í stað þess að pirr­ast. Þetta mál lýsir upp mik­il­vægar spurn­ingar sem má ekki gera lítið úr og er gott að velk­ist um í sam­fé­lags­um­ræð­unni, sama hvað ráða­mönnum kann að finn­ast um umræddan mann.

Það angrar mann hversu oft er skautað fram­hjá mik­il­vægum spurn­ing­um. Hér á landi er furðu algengt að fólk per­sónu­geri sig út frá skoð­unum sínum og lagi þær of oft að fyr­ir­fram gef­inni línu og félags­mengi, í stað þess að hugsa frjálst í hverju máli og spyrja sjálft sig ögrandi spurn­inga. Kannski er þetta allt spurn­ing um frelsi. Og frelsið er of sjaldan að finna hjá þeim sem hafa hæst um það.

Þessa dag­ana upp­lifi ég póli­tísk von­brigði. Þau bein­ast ekki bein­línis að flokki eða ein­staka fólki, frekar djúp­stæðri menn­ing­unni.

Það dýpkar von­brigðin að ég er nýbúin að skrifa við­tal við mann­rétt­inda­lög­fræð­ing um útlend­inga­frum­varp­ið, og þó að það mál sé í eðli sínu ólíkt áður­nefnd­um, þá féllust mér hendur við að lesa alvar­lega gagn­rýni sér­fræð­inga úr ólíkum áttum á frum­varpið – frum­varp sem ber merki þess að vera gert til að friða ofur íhalds­samt Mið­flokks­mengi Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Allt í einu varð ég svo óþægi­lega viss um að fæstir myndu hlusta á sér­fræð­ing­ana, nema til að pirr­ast eða finna hjá­leiðir til að dempa gagn­rýn­ina.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður VG.
Ari Trausti ætlar ekki að bjóða sig fram aftur
Eini þingmaður VG í Suðurkjördæmi hyggst ekki ætla að bjóða sig fram aftur í næstu Alþingiskosningum.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Óskað eftir heimild fyrir ríkissjóð til að taka allt að 360 milljarða króna lán í erlendri mynt
Heildarskuldir ríkissjóðs verða 1.251 milljarðar króna um komandi áramót, eða 431 milljarði króna hærri en lagt var upp með á fjárlögum ársins 2020. Vextir hafa hins vegar lækkað mikið á árinu og vaxtagjöld hafa hlutfallslega hækkað mun minna en skuldir.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 27. þáttur: Konungdæmið í norðri
Kjarninn 26. nóvember 2020
Kolbeinn Óttarsson Proppé
Aðgerðir fyrir fólk – staðreyndir skipta máli
Kjarninn 26. nóvember 2020
„Látum Amazon borga“
Starfsmenn Amazon munu á svörtum föstudegi efna til mótmæla og jafnvel verkfalla á starfsstöðvum Amazon víða um heim. Alþýðusamband Íslands er orðið þátttakandi í alþjóðlegri herferð undir yfirskriftinni „Látum Amazon borga“.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Togarinn Júlíus Geirmundsson.
Skipstjórnarmenn hjá Samherja segjast „án málsvara og stéttarfélags“
Sautján skipstjórar og stýrimenn hjá Samherja gagnrýna eigið stéttarfélag harðlega fyrir að hafa staðið að lögreglukæru á hendur skipstjóra Júlíusar Geirmundssonar og segja umfjöllun um málið gefa ranga mynd af lífinu til sjós.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir
Spurði Katrínu af hverju hún væri „að mylja undir þá ríku“
Þingmaður Pírata og forsætisráðherra voru aldeilis ekki sammála á þingi í dag um það hvort stjórnvöld væru að „mylja undir þá ríku“ með aðgerðum vegna COVID-19 faraldursins.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Stöndum á krossgötum
Sóttvarnalæknir segir að á sama tíma og að mikið ákall sé í samfélaginu um að aflétta takmörkunum megi sjá merki um að faraldurinn gæti verið að fara af stað enn á ný.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiÁlit