Kærleiksrík fræðsla í forvarnarskyni

Ungir foreldrar og pör þurfa á stuðningi að halda. Kærleiksrík fræðsla og ráðgjöf er sterkasta leiðin til að vinna gegn óöryggi og hjálpa fólki að fóta sig í foreldrahlutverkinu, skrifar Ólafur Grétar Gunnarsson.

Auglýsing

„Vitið þið um spen­dýr sem er eins lítið und­ir­búið fyrir lífið við fæð­ingu og börnin okk­ar?“ spurði Andrea Leadsom landa sína. Og rök­studdi þannig mik­il­vægi þess að sinna litlu barni af alúð. Af nátt­úru­legum ástæðum fylgir því mikið álag að taka við litlu barni og sýna því kær­leik og ást.

Við getum spurt að auki: „Veistu um þjóð sem hefur breytt lifn­að­ar­háttum sínum jafn hratt og Íslend­ing­ar?“ Breyt­ingum fylgja áskor­an­ir, þær flækja hlut­ina enn frek­ar. Það eru ekki allir jafn vel í stakk búnir að bregð­ast við því álagi sem fylgir með­göngu, fæð­ingu og til­komu lít­ils barns. Þetta er afar við­kvæmt ferli sem má ekki við mik­illi trufl­un. 

Við­kvæmni ung­barna gerir gríð­ar­legar kröfur á for­eldra, sem birt­ist t.d. í því að skiln­að­ar­tíðni for­eldra yngstu barna eru mjög há. Til­koma nýs barns eykur álag og streitu, sem getur valdið ýmiss konar erf­ið­leik­um.Þannig eru 36 pró­sent af alvar­leg­ustu barna­vernd­ar­mál­unum í Bret­landi vegna barna á fyrsta ári. For­eldrar sem eru óör­uggir í upp­eld­is­hlut­verk­inu, e.t.v. vegna erf­iðs bak­grunns, eiga frekar á hættu að ná ekki að mynda örugg tengsl við börn sín. Erlendar rann­sóknir sýna að 65-70 pró­sent barna eru með örugg tengsla­mynstur og rúm 30 pró­sent eru með óör­ugg tengsla­mynst­ur. Það getur aukið líkur á ýmiss konar geð­rænum vanda­málum síðar á ævinni. Hér á landi hefur þessu verið mætt með dýrum stofn­ana úrræðum og meiri notkun á lyfjum en víð­ast ann­ars­stað­ar.

Auglýsing

Alþjóð­legar rann­sóknir sýna að 30 pró­sent af heim­il­is­of­beldi hefst á með­göngu. Inn­lendar rann­sóknir sýna að um 20 pró­sent íslenskra mæðra eru beittar ofbeldi á með­göngu. Rann­sóknir benda til að álag á með­göngu geti leitt til ýmiss konar heilsu­far­s­vanda­mála. Í kjöl­far hruns­ins komu aðvar­anir frá Land­lækni og fleirum og árið 2013 sýndu tölur að létt­bura­fæð­ingum hafði fjölgað frá hruni. Fjöl­þjóð­legar rann­sóknir sýna að þegar þroski barns er undir með­al­lagi fyrsta ævi­árið er barnið lík­legt til að drag­ast enn meira aftur úr jafn­öldrum sínum næstu árin.

Ungir for­eldrar og pör þurfa á stuðn­ingi að halda. Kær­leiks­rík fræðsla og ráð­gjöf er sterkasta leiðin til að vinna gegn óör­yggi og hjálpa fólki að fóta sig í for­eldra­hlut­verk­inu. Fræðsla byggð á starfi Gott­man-hjón­anna er nú notuð í 30 lönd­um, en þau eru oft nefnd þekktasta með­ferð­ar­par ver­ald­ar. Gott­man-hjónin hafi verið tíðir gestir á Norð­ur­lönd­unum og voru þau hér á landi árið 2012. Fjöldi bóka þeirra hefur verið gef­inn út í Nor­egi og ein bók er nú til á íslensku. Þau  leggja mikla áherslu á fræðslu og aðstoð sem þjónar þörfum beggja kynja á með­göngu og fyrstu árin í for­eldra­hlut­verk­inu og hjálpar til að að fyr­ir­byggja álag og streitu. Reykja­vík­ur­borg var fyrsta höf­uð­borgin til að nota fræðslu Gott­man hjón­anna í grunn­þjón­ustu árið 2008-2009. Svo vel tókst til að Jafn­rétt­is­ráð veitti starf­inu við­ur­kenn­ingu árið 2009. En síðan kom hrun­ið...

Höf­undur er ­fjöl­skyldu- og hjóna­ráð­gjafi.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar