Tíu leiðir til að taka sér andlegt frí

Ingrid Kuhlman skrifar um að það þurfi ekki til að fara til útlanda eða skipta um umhverfi til að losna undan stressi og hlaða batteríin. Það sé margvíslegur ávinningur af því að fara daglega í andlegt frí.

Auglýsing

Flest tökum við gott frí með reglu­bundnum hætti til að kúpla okkur nið­ur, losa okkur undan stressi og hlaða batt­er­í­in. Yfir­leitt skiptum við þá um umhverfi og ferð­umst inn­an­lands eða til útlanda. Við þurfum þó ekki að fara neitt til að kom­ast í frí. Svo­kallað „and­legt frí“ er hægt að taka hvar sem er og hvenær sem er. Í and­legu fríi tengj­umst við því sem fær hjartað til að slá hraðar og færir okkur gleði og unun. Hér fyrir neðan eru nokkrar hug­mynd­ir:

1. Aftengdu þig

Við erum mörg sítengd og því getur verið gagn­legt að gefa tækn­inni frí, jafn­vel þó það sé ekki nema í nokkrar mín­útur eða klukku­tíma. Slökktu á sjón­varp­inu, settu sím­ann á hljóð­lausa still­ingu og njóttu þess að vera til án trufl­ana. Dragðu djúpt and­ann og hug­leiddu eða farðu í göngutúr án þess að vera með eitt­hvað í eyr­un­um.

2. Leyfðu þér að dagdreyma

Ein teg­und and­legs frís er að leyfa sér að dagdreyma. Þegar okkur dagdreymir gleymum við skyldum okkar og vanda­málum og njótum þess að vera í öðrum heimi. Láttu hug­ann skapa alls kyns skemmti­leg ævin­týri og týndu þér í drauma­heim­um. Dagdraumar geta fyllt okkur hug­arró.

3. Njóttu svefns­ins

Svefn er ein teg­und af and­legu fríi. Hugs­aðu um jákvæða hluti þegar þú ferð að sofa á kvöldin og iðk­aðu þakk­læti. Svefn er nátengdur lík­am­legri og and­legri vellíðan og heilsu.

Auglýsing

4. Sjáðu fyrir þér slök­unar­á­stand

Lok­aðu aug­unum og hugs­aðu um eitt­hvað sem fær þig til að slaka á, hvort sem það er brenn­andi sólin á húð­inni, hljóðið í öldum hafs­ins eða stórt tún fullt af blóm­um. Rifj­aðu upp aðstæður þar sem þú upp­lifðir frið og ró og ein­blíndu á að slaka á spenn­unni í lík­am­an­um.

5. Skoð­aðu myndir af ánægju­legum atburðum

Það getur verið ljúft að skoða myndir af ánægju­legu fjöl­skyldu­fríi eða skemmti­legum kvöld­verði með góðum vin­um. Rifj­aðu upp gamlar og góðar minn­ingar og hvað það var sem gerði atburð­ina svona ánægju­lega. 

6. Horfðu út um glugg­ann

Dreifðu hug­anum með því að horfa út um glugg­ann og njóta þess sem fyrir augu ber. Virtu fyrir þér trén, fljúg­andi fugl­ana, skýja­breið­urn­ar, lita­gleði gróð­urs­ins og roða sól­ar­lags­ins. 

7. Dans­aðu

Dans getur stuðlað að betri and­legri líð­an. Settu á skemmti­lega tón­list og dans­aðu eins og eng­inn sé að horfa. Hægt er að dansa hvenær sem er og hvar sem er, t.d. heima í stofu.

8. Horfðu á góða bíó­mynd eða upp­á­halds­þátta­röð­ina

Kvik­myndir hjálpa okkur ekki aðeins við að flýja raun­veru­leik­ann og gleyma okkur heldur einnig við að bæta heils­una. Rann­sókn háskól­ans í Mar­yland leiddi sem dæmi í ljós að það að horfa á gam­an­myndir víkkar út æðarnar og lækkar blóð­þrýst­ing.

9. Hlust­aðu á upp­byggi­legt eða fræð­andi hlað­varp

Taktu þér frí frá eigin hugs­unum og hlust­aðu á hugs­anir ann­arra. Mörg hlað­vörp eru upp­byggj­andi, fróð­leg og skemmti­leg og frá­bær fyrir and­legu hlið­ina. Það er svo sann­ar­lega af nógu að taka í íslenska hlað­varps­geir­an­um.

10. Farðu í göngutúr

Hreyf­ing og úti­vera eru frá­bær blanda til að hreinsa hug­ann og skjót­virk leið til að bæta geð. Farðu í end­ur­nær­andi göngutúr um nágrennið á dag­lega. Að labba með­fram sjón­um, á úti­vist­ar­svæði eða upp á fjall getur enn aukið á slök­un­ina.

Ávinn­ing­ur­inn af and­legu fríi

Ávinn­ingur þess að fara dag­lega í and­legt frí er marg­vís­leg­ur. Heil­inn fær kær­komna hvíld, við öðl­umst hug­arró og náum betri fók­us. Við fáum líka frí frá starfi okk­ar, námi og verk­efnum og gleymum skyldum okkar og vanda­málum hvers­dags­ins, alveg eins og í alvöru fríi.

Höf­undur grein­ar­innar er fram­kvæmda­stjóri Þekk­ing­ar­miðl­unar og með meistara­gráðu í hag­nýtri jákvæðri sál­fræði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar