Tíu leiðir til að taka sér andlegt frí

Ingrid Kuhlman skrifar um að það þurfi ekki til að fara til útlanda eða skipta um umhverfi til að losna undan stressi og hlaða batteríin. Það sé margvíslegur ávinningur af því að fara daglega í andlegt frí.

Auglýsing

Flest tökum við gott frí með reglu­bundnum hætti til að kúpla okkur nið­ur, losa okkur undan stressi og hlaða batt­er­í­in. Yfir­leitt skiptum við þá um umhverfi og ferð­umst inn­an­lands eða til útlanda. Við þurfum þó ekki að fara neitt til að kom­ast í frí. Svo­kallað „and­legt frí“ er hægt að taka hvar sem er og hvenær sem er. Í and­legu fríi tengj­umst við því sem fær hjartað til að slá hraðar og færir okkur gleði og unun. Hér fyrir neðan eru nokkrar hug­mynd­ir:

1. Aftengdu þig

Við erum mörg sítengd og því getur verið gagn­legt að gefa tækn­inni frí, jafn­vel þó það sé ekki nema í nokkrar mín­útur eða klukku­tíma. Slökktu á sjón­varp­inu, settu sím­ann á hljóð­lausa still­ingu og njóttu þess að vera til án trufl­ana. Dragðu djúpt and­ann og hug­leiddu eða farðu í göngutúr án þess að vera með eitt­hvað í eyr­un­um.

2. Leyfðu þér að dagdreyma

Ein teg­und and­legs frís er að leyfa sér að dagdreyma. Þegar okkur dagdreymir gleymum við skyldum okkar og vanda­málum og njótum þess að vera í öðrum heimi. Láttu hug­ann skapa alls kyns skemmti­leg ævin­týri og týndu þér í drauma­heim­um. Dagdraumar geta fyllt okkur hug­arró.

3. Njóttu svefns­ins

Svefn er ein teg­und af and­legu fríi. Hugs­aðu um jákvæða hluti þegar þú ferð að sofa á kvöldin og iðk­aðu þakk­læti. Svefn er nátengdur lík­am­legri og and­legri vellíðan og heilsu.

Auglýsing

4. Sjáðu fyrir þér slök­unar­á­stand

Lok­aðu aug­unum og hugs­aðu um eitt­hvað sem fær þig til að slaka á, hvort sem það er brenn­andi sólin á húð­inni, hljóðið í öldum hafs­ins eða stórt tún fullt af blóm­um. Rifj­aðu upp aðstæður þar sem þú upp­lifðir frið og ró og ein­blíndu á að slaka á spenn­unni í lík­am­an­um.

5. Skoð­aðu myndir af ánægju­legum atburðum

Það getur verið ljúft að skoða myndir af ánægju­legu fjöl­skyldu­fríi eða skemmti­legum kvöld­verði með góðum vin­um. Rifj­aðu upp gamlar og góðar minn­ingar og hvað það var sem gerði atburð­ina svona ánægju­lega. 

6. Horfðu út um glugg­ann

Dreifðu hug­anum með því að horfa út um glugg­ann og njóta þess sem fyrir augu ber. Virtu fyrir þér trén, fljúg­andi fugl­ana, skýja­breið­urn­ar, lita­gleði gróð­urs­ins og roða sól­ar­lags­ins. 

7. Dans­aðu

Dans getur stuðlað að betri and­legri líð­an. Settu á skemmti­lega tón­list og dans­aðu eins og eng­inn sé að horfa. Hægt er að dansa hvenær sem er og hvar sem er, t.d. heima í stofu.

8. Horfðu á góða bíó­mynd eða upp­á­halds­þátta­röð­ina

Kvik­myndir hjálpa okkur ekki aðeins við að flýja raun­veru­leik­ann og gleyma okkur heldur einnig við að bæta heils­una. Rann­sókn háskól­ans í Mar­yland leiddi sem dæmi í ljós að það að horfa á gam­an­myndir víkkar út æðarnar og lækkar blóð­þrýst­ing.

9. Hlust­aðu á upp­byggi­legt eða fræð­andi hlað­varp

Taktu þér frí frá eigin hugs­unum og hlust­aðu á hugs­anir ann­arra. Mörg hlað­vörp eru upp­byggj­andi, fróð­leg og skemmti­leg og frá­bær fyrir and­legu hlið­ina. Það er svo sann­ar­lega af nógu að taka í íslenska hlað­varps­geir­an­um.

10. Farðu í göngutúr

Hreyf­ing og úti­vera eru frá­bær blanda til að hreinsa hug­ann og skjót­virk leið til að bæta geð. Farðu í end­ur­nær­andi göngutúr um nágrennið á dag­lega. Að labba með­fram sjón­um, á úti­vist­ar­svæði eða upp á fjall getur enn aukið á slök­un­ina.

Ávinn­ing­ur­inn af and­legu fríi

Ávinn­ingur þess að fara dag­lega í and­legt frí er marg­vís­leg­ur. Heil­inn fær kær­komna hvíld, við öðl­umst hug­arró og náum betri fók­us. Við fáum líka frí frá starfi okk­ar, námi og verk­efnum og gleymum skyldum okkar og vanda­málum hvers­dags­ins, alveg eins og í alvöru fríi.

Höf­undur grein­ar­innar er fram­kvæmda­stjóri Þekk­ing­ar­miðl­unar og með meistara­gráðu í hag­nýtri jákvæðri sál­fræði.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar