Tíu leiðir til að taka sér andlegt frí

Ingrid Kuhlman skrifar um að það þurfi ekki til að fara til útlanda eða skipta um umhverfi til að losna undan stressi og hlaða batteríin. Það sé margvíslegur ávinningur af því að fara daglega í andlegt frí.

Auglýsing

Flest tökum við gott frí með reglu­bundnum hætti til að kúpla okkur nið­ur, losa okkur undan stressi og hlaða batt­er­í­in. Yfir­leitt skiptum við þá um umhverfi og ferð­umst inn­an­lands eða til útlanda. Við þurfum þó ekki að fara neitt til að kom­ast í frí. Svo­kallað „and­legt frí“ er hægt að taka hvar sem er og hvenær sem er. Í and­legu fríi tengj­umst við því sem fær hjartað til að slá hraðar og færir okkur gleði og unun. Hér fyrir neðan eru nokkrar hug­mynd­ir:

1. Aftengdu þig

Við erum mörg sítengd og því getur verið gagn­legt að gefa tækn­inni frí, jafn­vel þó það sé ekki nema í nokkrar mín­útur eða klukku­tíma. Slökktu á sjón­varp­inu, settu sím­ann á hljóð­lausa still­ingu og njóttu þess að vera til án trufl­ana. Dragðu djúpt and­ann og hug­leiddu eða farðu í göngutúr án þess að vera með eitt­hvað í eyr­un­um.

2. Leyfðu þér að dagdreyma

Ein teg­und and­legs frís er að leyfa sér að dagdreyma. Þegar okkur dagdreymir gleymum við skyldum okkar og vanda­málum og njótum þess að vera í öðrum heimi. Láttu hug­ann skapa alls kyns skemmti­leg ævin­týri og týndu þér í drauma­heim­um. Dagdraumar geta fyllt okkur hug­arró.

3. Njóttu svefns­ins

Svefn er ein teg­und af and­legu fríi. Hugs­aðu um jákvæða hluti þegar þú ferð að sofa á kvöldin og iðk­aðu þakk­læti. Svefn er nátengdur lík­am­legri og and­legri vellíðan og heilsu.

Auglýsing

4. Sjáðu fyrir þér slök­unar­á­stand

Lok­aðu aug­unum og hugs­aðu um eitt­hvað sem fær þig til að slaka á, hvort sem það er brenn­andi sólin á húð­inni, hljóðið í öldum hafs­ins eða stórt tún fullt af blóm­um. Rifj­aðu upp aðstæður þar sem þú upp­lifðir frið og ró og ein­blíndu á að slaka á spenn­unni í lík­am­an­um.

5. Skoð­aðu myndir af ánægju­legum atburðum

Það getur verið ljúft að skoða myndir af ánægju­legu fjöl­skyldu­fríi eða skemmti­legum kvöld­verði með góðum vin­um. Rifj­aðu upp gamlar og góðar minn­ingar og hvað það var sem gerði atburð­ina svona ánægju­lega. 

6. Horfðu út um glugg­ann

Dreifðu hug­anum með því að horfa út um glugg­ann og njóta þess sem fyrir augu ber. Virtu fyrir þér trén, fljúg­andi fugl­ana, skýja­breið­urn­ar, lita­gleði gróð­urs­ins og roða sól­ar­lags­ins. 

7. Dans­aðu

Dans getur stuðlað að betri and­legri líð­an. Settu á skemmti­lega tón­list og dans­aðu eins og eng­inn sé að horfa. Hægt er að dansa hvenær sem er og hvar sem er, t.d. heima í stofu.

8. Horfðu á góða bíó­mynd eða upp­á­halds­þátta­röð­ina

Kvik­myndir hjálpa okkur ekki aðeins við að flýja raun­veru­leik­ann og gleyma okkur heldur einnig við að bæta heils­una. Rann­sókn háskól­ans í Mar­yland leiddi sem dæmi í ljós að það að horfa á gam­an­myndir víkkar út æðarnar og lækkar blóð­þrýst­ing.

9. Hlust­aðu á upp­byggi­legt eða fræð­andi hlað­varp

Taktu þér frí frá eigin hugs­unum og hlust­aðu á hugs­anir ann­arra. Mörg hlað­vörp eru upp­byggj­andi, fróð­leg og skemmti­leg og frá­bær fyrir and­legu hlið­ina. Það er svo sann­ar­lega af nógu að taka í íslenska hlað­varps­geir­an­um.

10. Farðu í göngutúr

Hreyf­ing og úti­vera eru frá­bær blanda til að hreinsa hug­ann og skjót­virk leið til að bæta geð. Farðu í end­ur­nær­andi göngutúr um nágrennið á dag­lega. Að labba með­fram sjón­um, á úti­vist­ar­svæði eða upp á fjall getur enn aukið á slök­un­ina.

Ávinn­ing­ur­inn af and­legu fríi

Ávinn­ingur þess að fara dag­lega í and­legt frí er marg­vís­leg­ur. Heil­inn fær kær­komna hvíld, við öðl­umst hug­arró og náum betri fók­us. Við fáum líka frí frá starfi okk­ar, námi og verk­efnum og gleymum skyldum okkar og vanda­málum hvers­dags­ins, alveg eins og í alvöru fríi.

Höf­undur grein­ar­innar er fram­kvæmda­stjóri Þekk­ing­ar­miðl­unar og með meistara­gráðu í hag­nýtri jákvæðri sál­fræði.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eftirlaun ráðherra og þingmanna kostuðu ríkissjóð 876 milljónir króna í fyrra
Umdeild eftirlaunalög ráðamanna frá árinu 2003 voru felld úr gildi 2009. Fjöldi ráðamanna fær þó enn greitt á grundvelli laganna, eða alls 257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar.
Kjarninn 18. janúar 2022
Úttekt á séreignarsparnaði var kynnt sem úrræði til að takast á við efnahagslegar afleiðingar faraldursins í fyrsta aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar, sem var kynntur í mars 2020.
Tekjur ríkissjóðs vegna úttektar á sparnaði um tíu milljörðum hærri en áætlað var
Þegar ríkisstjórnin ákvað að heimila fólki að taka út séreignarsparnað sinn til að takast á við kórónuveirufaraldurinn var reiknað með að teknir yrðu út tíu milljarðar króna. Nú stefnir í að milljarðarnir verði 38.
Kjarninn 18. janúar 2022
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar