Tíu leiðir til að taka sér andlegt frí

Ingrid Kuhlman skrifar um að það þurfi ekki til að fara til útlanda eða skipta um umhverfi til að losna undan stressi og hlaða batteríin. Það sé margvíslegur ávinningur af því að fara daglega í andlegt frí.

Auglýsing

Flest tökum við gott frí með reglu­bundnum hætti til að kúpla okkur nið­ur, losa okkur undan stressi og hlaða batt­er­í­in. Yfir­leitt skiptum við þá um umhverfi og ferð­umst inn­an­lands eða til útlanda. Við þurfum þó ekki að fara neitt til að kom­ast í frí. Svo­kallað „and­legt frí“ er hægt að taka hvar sem er og hvenær sem er. Í and­legu fríi tengj­umst við því sem fær hjartað til að slá hraðar og færir okkur gleði og unun. Hér fyrir neðan eru nokkrar hug­mynd­ir:

1. Aftengdu þig

Við erum mörg sítengd og því getur verið gagn­legt að gefa tækn­inni frí, jafn­vel þó það sé ekki nema í nokkrar mín­útur eða klukku­tíma. Slökktu á sjón­varp­inu, settu sím­ann á hljóð­lausa still­ingu og njóttu þess að vera til án trufl­ana. Dragðu djúpt and­ann og hug­leiddu eða farðu í göngutúr án þess að vera með eitt­hvað í eyr­un­um.

2. Leyfðu þér að dagdreyma

Ein teg­und and­legs frís er að leyfa sér að dagdreyma. Þegar okkur dagdreymir gleymum við skyldum okkar og vanda­málum og njótum þess að vera í öðrum heimi. Láttu hug­ann skapa alls kyns skemmti­leg ævin­týri og týndu þér í drauma­heim­um. Dagdraumar geta fyllt okkur hug­arró.

3. Njóttu svefns­ins

Svefn er ein teg­und af and­legu fríi. Hugs­aðu um jákvæða hluti þegar þú ferð að sofa á kvöldin og iðk­aðu þakk­læti. Svefn er nátengdur lík­am­legri og and­legri vellíðan og heilsu.

Auglýsing

4. Sjáðu fyrir þér slök­unar­á­stand

Lok­aðu aug­unum og hugs­aðu um eitt­hvað sem fær þig til að slaka á, hvort sem það er brenn­andi sólin á húð­inni, hljóðið í öldum hafs­ins eða stórt tún fullt af blóm­um. Rifj­aðu upp aðstæður þar sem þú upp­lifðir frið og ró og ein­blíndu á að slaka á spenn­unni í lík­am­an­um.

5. Skoð­aðu myndir af ánægju­legum atburðum

Það getur verið ljúft að skoða myndir af ánægju­legu fjöl­skyldu­fríi eða skemmti­legum kvöld­verði með góðum vin­um. Rifj­aðu upp gamlar og góðar minn­ingar og hvað það var sem gerði atburð­ina svona ánægju­lega. 

6. Horfðu út um glugg­ann

Dreifðu hug­anum með því að horfa út um glugg­ann og njóta þess sem fyrir augu ber. Virtu fyrir þér trén, fljúg­andi fugl­ana, skýja­breið­urn­ar, lita­gleði gróð­urs­ins og roða sól­ar­lags­ins. 

7. Dans­aðu

Dans getur stuðlað að betri and­legri líð­an. Settu á skemmti­lega tón­list og dans­aðu eins og eng­inn sé að horfa. Hægt er að dansa hvenær sem er og hvar sem er, t.d. heima í stofu.

8. Horfðu á góða bíó­mynd eða upp­á­halds­þátta­röð­ina

Kvik­myndir hjálpa okkur ekki aðeins við að flýja raun­veru­leik­ann og gleyma okkur heldur einnig við að bæta heils­una. Rann­sókn háskól­ans í Mar­yland leiddi sem dæmi í ljós að það að horfa á gam­an­myndir víkkar út æðarnar og lækkar blóð­þrýst­ing.

9. Hlust­aðu á upp­byggi­legt eða fræð­andi hlað­varp

Taktu þér frí frá eigin hugs­unum og hlust­aðu á hugs­anir ann­arra. Mörg hlað­vörp eru upp­byggj­andi, fróð­leg og skemmti­leg og frá­bær fyrir and­legu hlið­ina. Það er svo sann­ar­lega af nógu að taka í íslenska hlað­varps­geir­an­um.

10. Farðu í göngutúr

Hreyf­ing og úti­vera eru frá­bær blanda til að hreinsa hug­ann og skjót­virk leið til að bæta geð. Farðu í end­ur­nær­andi göngutúr um nágrennið á dag­lega. Að labba með­fram sjón­um, á úti­vist­ar­svæði eða upp á fjall getur enn aukið á slök­un­ina.

Ávinn­ing­ur­inn af and­legu fríi

Ávinn­ingur þess að fara dag­lega í and­legt frí er marg­vís­leg­ur. Heil­inn fær kær­komna hvíld, við öðl­umst hug­arró og náum betri fók­us. Við fáum líka frí frá starfi okk­ar, námi og verk­efnum og gleymum skyldum okkar og vanda­málum hvers­dags­ins, alveg eins og í alvöru fríi.

Höf­undur grein­ar­innar er fram­kvæmda­stjóri Þekk­ing­ar­miðl­unar og með meistara­gráðu í hag­nýtri jákvæðri sál­fræði.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nichole Leigh Mosty
Kvennafrídagur 2020 og nokkra staðreyndir um stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
Leslistinn 24. október 2020
Óléttan sem allir þrá en enginn þorir enn að fagna
Það treystir sér varla nokkur maður að segja það upphátt. Þó að hún sé mikil um sig. Þyngri á sér en venjulega. Þó að hún sé einmitt á réttum aldri. En, er hvíslað í þröngum hópi, getur það mögulega verið að hún sé ólétt?
Kjarninn 24. október 2020
Yfirlitsmynd yfir fyrirhugað framkvæmdasvæði. Guli kassinn og blái þríhyrningurinn afmarka svæði 1. og 2. áfanga.
Vilja virkja vindinn á Mosfellsheiði
Ef áætlanir Zephyr Iceland ganga eftir munu 30 vindmyllur, um 200 MW að heildarafli, rísa á Mosfellsheiði. Fjölmargar hugmyndir að vindorkuverum bárust verkefnisstjórn rammaáætlunar en Zephyr telur óljóst að vindorka eigi þar heima.
Kjarninn 24. október 2020
Silja Dögg Gunnarsdóttir
Ostur í dulargervi
Kjarninn 24. október 2020
Íslands-Færeyja straumurinn (IFSJ) er sýndur með dökk fjólubláum lit á kortinu.
Uppgötvuðu hafstraum og kenna hann við Ísland
Norskir vísindamenn hafa borið kennsl á nýtt fyrirbæri í hafinu sem hefur umtalsverð áhrif á loftslag á okkar norðlægu slóðum. Hafstraumurinn hefur fengið nafnið Íslands-Færeyja brekkustraumurinn (e. Iceland-Faroe Slope Jet).
Kjarninn 24. október 2020
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri
Segir endurbata í ferðaþjónustu vera hröðustu leiðina úr kreppunni
Fyrrverandi seðlabankastjóri telur að aukin virkni ferðaþjónustunnar sé fljótvirkasta leiðin til að ná viðsnúningi í hagkerfinu.
Kjarninn 24. október 2020
Nasistar, rasistar, fasistar og hvíthettir – eða kannski bara einn stór misskilningur?
Viðbrögð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við fánamálinu hafa verið afgerandi – en embættið styður ekki með neinum hætti hatursorðræðu eða merki sem ýta undir slíkt. Það hefur þó ekki verið nóg til að lægja öldurnar á samfélagsmiðlum.
Kjarninn 24. október 2020
Meirihluti borgarstjórnar stendur á bak við þá sýn sem birtist í tillögunum að breyttu aðalskipulagi fram til ársins 2040.
Borgaryfirvöld vilja meiri borg og færri bíla
Borgaryfirvöld hafa kynnt breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur, sem framlengja núgildandi skipulag til ársins 2040. Háleit markmið eru sett um byggingu 1.000 íbúða á ári að meðaltali, alls rúmlega 24 þúsund talsins til 2040 ef vöxtur verður kröftugur.
Kjarninn 24. október 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar