Stórihvellur

Eggert Gunnarsson segir að við megum ekki gleyma því að kapítalismann þarf að skoða eins og önnur kerfi sem við höfum tileinkað okkur.

Auglýsing

Það er margt sem getur pirrað á langri ævi. Eitt það sem veldur mér alltaf miklu hug­ar­angri er fólk sem gengur um með þær hug­myndir að þeirra trú eða lífs­skoðun sé hin eina rétta. Þeirra lit­ar­haft sé það sem gefi þeim rétt á að setja sig skör­inni… ja oftar en ekki svo­lítið meira en skör­inni, hærra en þá sem eru af öðrum kyn­þætti eða öðrum trúflokki en þeir sjálf­ir. Það má finna sann­leik­ann í mörgu en þegar hann hefur verið fund­inn þá er ekki þar með sagt að hann sé sann­fær­ing allra eða algild. Það hefur eng­inn rétt á að troða sinni sann­fær­ingu upp á annan sem er ekki endi­lega sama sinn­is. En þetta er auð­vitað gert leynt og ljóst út um allan heim í skjóli rétt­trún­aðar í trú­mál­um, rétt­trún­aðar í stjórn­mál­um, rétt­trún­aði í vís­indum og bara rétt­trún­aði sem hentar þeim sem stjórna á hverjum tíma fyrir sig. 

Flöt eða ekki flöt það er spurn­ingin

Blind trú er alltaf hættu­leg. Það á bæði við um trú á menn sem eru settir á stall og eru Guði líkir í augum stuðn­ings­manna sinna og þær kenni­setn­ingar sem um er að ræða hverju sinn­i. 

Annað er trú á vís­inda­leg eða trú­ar­leg gildi. Fyrir það fyrsta er trú á vís­inda­legar kenni­setn­ingar háð því hvort að kenn­ingar hafi verið sann­aðar eða ekki og það á ekki að vera rúm til að stunda trú­ar­brögð innan vís­ind­anna. Ég hef til dæmis enga trú á því að stóri­hvellur hafi átta sér stað. Jamm, þetta var svo­lítið stór hvellur fyrir þá sem trúa blint á þá kenn­ingu. En þetta er ein­ungis kenn­ing og hefur ekki verið sönnuð að því er ég best veit. Þess vegna velti ég þessu enn fyrir mér sem leik­maður sem hefur gaman að því að láta hug­ann reika. Ég ber mikla virð­ingu fyrir vís­inda­mönnum sem hafa sett þessa kenn­ingu fram og vona að þeir haldi áfram að spá og spek­úlera og fram muni koma betri útskýr­ing á því hvað stjórnar til­veru okk­ar. Þangað til ætla ég að efast.

Auglýsing
Það er stundum að fréttir koma okkur til að hlæja og spaugið er enda­laust. Þetta á við um félags­skap sem predikar það að jörðin sé flöt. Blaða­menn velta því fyrir sér hvort þeim sem til­heyra þessum félags­skap sé alvara. Það er svo margt sem þarf að end­ur­skoða til að þessi kenn­ing geti aftur orðið að almennri trú. Þetta var auð­vitað trú fólks á öldum áður sem taldi að jörðin væri í miðju alheims­ins. Þessi heims­sýn var studd af Kaþ­ólsku kirkj­unni enda hent­aði ein­föld heims­sýn sem þessi ein­stak­lega vel til að kort­leggja him­inn, hel­víti og það sem er þar á milli. En það er auð­vitað á flestra vit­orði núna að það er ekki alheims­sam­særi NASA sem gerir það að verkum að flest okkar sættum okkur við það að Jörðin er ekki flöt og að hún er hvergi nærri miðju alheims­ins… en ég efast enn um kenn­ing­una um Stóra­hvell samt sem áður en bara þangað til til­gátan hefur verið sönn­uð.Mengun frá verksmiðju.

Ekki er hægt að sanna allar kenn­ingar í tæka tíð

Stundum er ekki hægt að sanna svo óyggj­andi sé að kenn­ingar séu réttar þó að allt bendi til þess að það sem um er talað sé lík­lega rétt. Þetta á við um gróð­ur­húsa­á­hrifin og hlýnun jarðar sem eru að koma okkur öllum í mikil vand­ræði. Það eru allar líkur á því að skóg­ar­eld­arnir sem nú brenna í Banda­ríkj­unum séu af völdum hlýn­unnar jarð­ar. Það má vel vera rétt hjá for­set­anum að með betri umhirðu með skóg­unum log­uðu færri eldar en það er þó ekki nóg til þess hrekja ábend­ingar vís­inda­manna um áhrif hlýn­unnar jarð­ar. Skóg­ar­eldar brenna á Ástr­alíu og Amazon skóg­ur­inn skíð­logar á hverju ári og minnkar í fer­kíló­metrum ár frá ári. Það vanda­mál verður lík­lega úr sög­unni innan fárra ára þegar skóg­ur­inn er allur horf­inn. Skóg­ur­inn þar sem gríða­lega fjöl­breytt plönt­u-, dýra- og mann­líf á sér sama­stað mun hverfa með öllu ef ekki verður gripið til aðgerða. Það má þrátta enda­laust um ástæð­urnar en við stöndum frammi fyrir því að okkar kyn­slóð muni skila nátt­úru­ríki heims­ins í mjög slæmu ástandi til næstu kyn­slóð­ar. Það sem er að eiga sér stað er að setja allt á annan end­ann. Ræktarland. Mynd: Pexels

Ræktun mat­væla þarf að end­ur­skoða á heims­vísu og skipu­leggja aftur vegna þess að lofts­lag­ið, regn og vindar eru ekki þeir sömu núna og þeir voru fyrir nokkrum árum. Það sem óx og dafn­aði áður gerir það ekki núna og finna þarf nýjan stað til að rækta á eða nýja teg­und til að rækta. Mat­væla­ör­yggi okkar allra er í húfi og það er aug­ljóst að vinna þarf hratt til að bregð­ast við þessum vanda. Ef ekk­ert er að gert mun hungur og vatns­skortur sverfa að innan skamms í rík­ari mæli en orðið er. Nú þegar er við­var­andi upp­skeru­brestur af völdum þurrka og óveðra hvers­konar hér og hvar í heim­inum en sá vandi sem steðjar að mun ein­ungis aukast ef ekki verður gripið í taumana og mun kosta ótal manns­líf. Styrj­aldir sem verða enn og aftur háðar um aðgang að auð­lindum munu kosta miklar fórn­ir. Það líður heldur ekki á löngu þar til stríð verða háð um aðgang að vatni. Sumar borgir heims­ins eru í miklum vanda vegna loft­meng­un­ar. Þetta er allt tengt og ekki er hægt að horfa fram hjá þessu leng­ur. Það eru meira en 50 ár síðan fyrst var varað við afleið­ingum bruna kolefna og gróð­ur­húsa­á­hrifin nefnd. Á þessum 50 árum hefur vand­inn ein­ungis auk­ist og fáar lausnir komið fram.

Svarta gullið og kola­molar

Gróð­ur­húsa­á­hrifin stafa af því að mann­kynið er mjög dug­legt að brenna orku­gjafa sem senda koltví­sýr­ing út í loftið og þar veldur þessi mengun því að sól­ar­geislar geta skinið í gegnum meng­un­ina og hitað upp jörð­ina en hit­inn sem skap­ast sleppur ekki aftur út vegna meng­unar í loftslög­unum og hiti jarð­ar­innar rís. En hvers vegna allar þessar verk­smiðj­ur? Hvers vegna allur þessi bruni?

Auglýsing
Það muna það margir að þegar úrin sem þeir báru á úln­liðnum stopp­uðu var farið til úrsmiðs sem kom þeim í samt lag aft­ur. Sum arm­bandsúr gengu í erfðir frá föður til sonar og jafn­vel í nokkra ætt­liði. Skór heim­sóttu skó­smið sem umsól­aði þá og stag­aði í göt nokkrum sinnum áður en þeim var loks hent þegar ekki var hægt að lappa upp á þá leng­ur. Þetta átti við um hús­gögn, raf­magns­tæki, bíla og önnur far­ar­tæki mun oftar en nú gerst. Nú kaupum við allra handa dót sem ekki er ætl­ast til að gert sé við. Við kaupum far­síma sem end­ast í tvö til þrjú ár og enda svo ofan í skúffu þangað til þeir færa sig yfir í gám hjá Sorpu. Það heyrir til und­an­tekn­inga að við förum með skó eða arm­bandsúr í við­gerð. Það er bara keypt nýtt dót og gamla dótið fer út í skúr og svo á haug­ana. End­ur­vinnsla er tak­mörkuð og í mörgum til­vikum mjög kostn­að­ar­söm vegna þess að þeir hlutir sem við kaupum okkur til að njóta augna­bliks vellíð­unnar þegar kortið er straujað, er upp­fullt af plasti, þung­málmum og sýrum úr batt­er­íum sem eru mjög skað­leg efni sem erfitt er að skilja í sund­ur. Einnota vörur eru það sem við flest viljum í nú til dags. Það er svo und­ur­gott að kaupa meira. Þetta hentar vel til að þjóna kenni­setn­ingum kap­ít­al­ismanns. Meira er fram­leitt og úr verður meiri gróði og svo fram­veg­is. Það er þó lík­legt að þetta kerfi sé komið að nið­ur­lotum og við verðum að venda okkar kvæði í kross.

Svo má ekki gleyma lífs­stíl okkar sem snýst um að versla vörur sem eru umvafðar umbúðum sem eru oft úr frauð­plasti eða plasti. Skyndi­bita­staðir hafa verið mjög hæg­fara í að breyta umbúða­notkun sinni og fram­leið­endur mat­vara og drykkja eru enn við sama hey­garðs­horn­ið. Stóru keðj­urnar nota kassa úr pappa eða bréf­poka en enn eru strá og lok úr plasti á glös­un­um. Við sem kaupum þessar vörur og þær umbúðir sem þeim fylgja erum ekki sak­laus þar sem við krefj­umst ekki breyt­inga eða reynum að malda í móinn. Við erum öll sam­sek og ekki er nóg að benda á þá sem fram­leiða vör­urnar við verðum einnig að breyta okkar hugsun og hátta­lagi. Umbúð­irnar lenda á haug­unum og það tekur þær mjög langan tíma að eyð­ast. Út um allan heim eru vörur úr plasti mikið vanda­mál vegna þess hversu langan tíma það tekur þær að hverfa. Það tekur frá 10 árum til 450 ára að eyða vörum úr plasti með urð­un. Frauð­plast tekur um 500 ár að hverfa eftir urðun á rusla­haug­um. Þar sem það eru aðeins um 60 til 70 ár síðan þessar umbúðir urðu jafn útbreiddar og raun ber vitni þá er reynslan ekki nægi­leg til að meta þetta vanda­mál til hlítar en þetta er stórt vanda­mál sem ekki verður horft fram­hjá. Í Kyrra­haf­inu er svæði sem hefur verið talað um að sé eyja úr plasti. Þetta er ekki eyja heldur víð­feðmt haf­svæði þar sem haf­straumar draga til sín allra handa rusl og af megn­inu til plast og frauð­plast. Þetta sam­safn af drasli marar svo í sjónum og fuglar éta það og drep­ast af þess völdum eða þá að þeir kom­ast ekki í fæði vegna óhroð­ans og drep­ast úr hungri. Það sama á við um annað dýra­líf á svæð­inu. End­ur­vinnsla er tak­mörkuð og þess vegna er fram­leiðslan á einn veg og einnota í flestum til­vik­um. Þeir sem reykja nota Bic kveikjara og við sem þurfum að raka okkur notum Bic rak­vélar sem við hendum svo að notkun lok­inni. Til gam­ans má geta þess að tann­burstar úr plasti taka eru 500 ár að eyð­ast í nátt­úr­unn­i. 

Nú þegar er bent á aðrar lausnir til að sporna við þessum vanda. Það er hægt að nota pappír og pappa í rík­ari mæli. Hampur er efni­viður sem getur komið í stað­inn fyrir plast í mörgum til­vik­um. Önnur efni sem eru ekki nándar nærri eins lengi að eyð­ast eru einnig í boði. Þró­unin til þess að nota þessi efni er samt ósköp hæg.

Það má einnig nefna það að námu­vinnsla er mjög kostn­að­ar­söm og erfið á margan máta. Heilu þjóð­fé­lögin hafa orðið illa út vegna meng­unar sem hefur sloppið frá námum í ár, vötn og sjó og skaðað líf­ríki eða drepið það alfar­ið. En efna­hagur heims­ins krefst þess að meira sé fram­leitt og að það sem við kaupum úreld­ist og meira er keypt. Neyslu­sam­fé­lag okkar er það atriði sem þarf að end­ur­skoða en aftur er komið inn á blinda trú á kerfi sem er ekki óbrigðult fremur en komm­ún­ism­inn forðum daga. Við erum öll sam­sek og verðum að skoða það sem mun hugs­an­lega verða menn­ingu okkar og sam­fé­lagi að fjör­tjón­i. 

Hvað er til ráða?

Þegar stórt er spurt verður oft fátt um svör. En eitt sem kemur upp í hug­ann er að það ástand sem nú ríkir má ekki haldið áfram miklu leng­ur. Það er aug­ljóst að mengun og ofnýt­ing auð­linda er að koma okkur í koll og ef spár vís­inda­manna reyn­ast réttar þá eru miklar breyt­ingar í vænd­um. Breyt­ingar sem munu verða á veðri. Ofur­storm­ar, miklir hitar, skóg­ar­eld­ar, breyt­ingar á vaxt­ar­skil­yrðum fyrir plöntur og útrým­ing dýra­lífs. Sjáv­ar­borð hækkar vegna þess að jöklar og íshellur pól­anna bráðna með miklum hraða. Þetta mun hafa áhrif á alla þá sem búa við sjó og í raun okkur okkur öll þar sem þetta mun hafa áhrif á úrkomu, vinda og hita­stig. Land­rof mun verða, erf­ið­ara mun verða að stunda land­búnað og bygg­ingar munu vera í hættu. Vís­inda­menn og þeir sem vinna með hag nátt­úr­unnar að sjón­ar­miði vara stöðugt við því sem koma skal og í raun hefur tónn­inn breyst und­an­farið þar sem þró­unin virð­ist vera hraðari og það sem áður var spáð fyrir um að gæti orðið á næstu ára­tugum eða hund­ruðum ára er þegar orðið að raun­veru­leika. David Attenborough og Jane Goodal. Mynd: Facebook-síða Jane Goodal.

David Atten­borough og Jane Goo­dal hafa bæði barist allan sinn starfs­feril fyrir því að mað­ur­inn valdi ekki meiri skaða en orðið hefur á líf­ríki jarð­ar. Við þekkjum öll verk þeirra og það er samt næsta víst að þau hafa bæði orðið fyrir miklum von­brigðum vegna þess að það hefur verið skotið skolla­eyrum við þeim boð­skap sem þau hafa fram að færa. Dýr sem þau hafa fjallað um hvort á sinn hátt eru í útrým­ing­ar­hættu og hugs­an­lega horfin alger­lega. Það getur eng­inn með vissu sagt til um það hversu margar teg­undir hafa horfið í því umróti sem er í Amazon skóg­inum og hvort ein­hver mögu­leiki er á því að þær nái sér aftur ef þró­un­inni er snúið við. 

Í síð­ustu viku vöktu tvær fréttir athygli mína. Önnur fjall­aði um grind­hvali sem komu á land á Íslandi og drápust í fjör­unni og háhyrn­ingar réð­ust á báta á Gíbralt­ar­sundi. Þetta virð­ast vera dæmi sem eru óskyld en bæði vöktu athygli mína þar sem það er mjög óvana­legt að svona nokkuð eigi sér stað og hugs­an­lega rennir þetta enn frek­ari stoðum undir það að ekki sé allt með felldu í líf­ríki jarð­ar­innar þegar skepnur sem eru taldar með þeim skyn­ug­ustu á jörð­inni breyta atferli sínu.Jörðin.

Það eina sem er til ráða e, er að við sem íbúar á jörð­inni en ekki sem ein­stak­ling­ar, þjóð­ir, trúflokkar eða kyn­þættir sam­ein­umst um að leysa þau vanda­mál sem að okkur steðja. Það er engin önnur pláneta sem við getum komið okkur fyrir á og byrjað upp á nýtt. Þó að Elon Musk og aðrir vilji ólmir koma mönnum til Mars og aðrir sem vilja hefja námu­vinnslu á tungl­inu þá breytir það ósköp litlu fyrir okkur sem búum á jörð­inni núna. Vand­inn er aðsteðj­andi og hverfur ekki þó að gaman sé að fylgj­ast með draumum vís­inda­manna og fram­sæk­inna við­skipta­jöfra. 

Við megum heldur ekki gleyma því að kap­ít­al­ismann þarf að skoða eins og önnur kerfi sem við höfum til­einkað okk­ur. Það er ekki hægt að trúa á þann -isma eins og um trú­ar­brögð sé að ræða frekar en aðra -isma. Lýð­ræði þarf að auka og tryggja þarf að allir jarð­ar­búar hafi nóg að bíta og brenna og það síðar nefnda kannski ekki í raun þar sem bruni er að koma okkur í koll. Að þessu þarf að huga áður er kerfið okkar fellur vegna aðgerð­ar­leysis og ótæpi­legrar græðgi fárra manna. Það þarf að skoða það heild­rænt og aðlaga það að breyttum aðstæð­um. Hugs­an­lega tekst okkur þá að kom­ast frá þeim mikla vanda sem að okkur steðjar án þess að millj­ónir þurfi að falla í val­inn vegna styrj­alda, hung­ursneyða og nátt­úru­ham­fara sem eru auð­vitað nátt­úru­ham­farir af manna völd­um. 

Höf­undur er kenn­­ari/­­kvik­­mynda­­gerð­­ar­­mað­­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar