Tillitssemi, til hvers?

Birgir Birgisson spyr hvort hægt sé að vera of tillitssamur í umferðinni.

Auglýsing

Það fylgir því oft vellíðan að sýna öðrum til­lits­semi. Að láta eigin hags­munni víkja fyrir þæg­indum ann­arra eitt augna­blik er lítil fórn sem margir eru til­búnir að færa. Sem betur fer er ennþá til fólk sem heldur dyr­unum opnum fyrir hvort annað eða býður eldra fólki sæti í þéttum stræt­is­vagni. Það eru meira að segja líka til fjöl­margir bíl­stjórar sem kunna þá eðlu list að sýna hjól­reiða­fólki til­lits­semi í umferð­inni og ótrú­legt nokk fer þeim bara þó nokkuð fjölg­andi. En meira að segja vina­leg til­lits­semi getur gengið of langt.

Ein stærstu og umferð­ar­mestu gatna­mót lands­ins eru í höf­uð­borg­inni, við mót Kringlu­mýr­ar- og Miklu­brauta. Þarna fara mörg þús­und bif­reiðar um á hverri klukku­stund flesta daga árs­ins, en einnig nokkur fjöldi gang­andi fólks og nýlega var lagður vand­aður hjóla­stígur með­fram Kringlu­mýr­ar­braut­inni og því er hjólandi umferð líka orðin nokkuð mikil um þennan tengi­punkt helstu stofnæða borg­ar­inn­ar.

Það kom mér því nokkuð á óvart fyrir skemmstu þegar ég átti leið þarna um að sjá bíl­stjóra á leið suður Kringlu­mýr­ar­braut stöðva bif­reið sína við gatna­mót­in, þrátt fyrir skær­grænt umferð­ar­ljós sem blasti við hon­um. Þó tók nú alveg stein­inn úr þegar við­kom­andi gaf til kynna með vina­legri handa­hreyf­ingu að nú gæti ég, hjól­reið­mað­ur­inn, farið yfir göt­una óhrædd­ur. Á móti eldrauðu gang­braut­ar­ljósi. Sem betur fer var ekki mikil umferð á þessum tíma og við­kom­andi slapp við það að fá 40 tonna vöru­bíl beint í hnakk­ann, en þetta vakti mig óneit­an­lega til umhugs­un­ar. Er hægt að vera of til­lits­sam­ur?

Auglýsing

Fyrir nokkuð löngu, rétt um 100 árum, voru tekin upp umferð­ar­lög á Íslandi. Aðal­lega vegna þess að óreiðan sem skap­að­ist þegar bif­reiðar hófu inn­reið sína í bland við gang­andi, hjólandi og ríð­andi umferð, varð til þess að umferð­ar­slysum fjölg­aði nokk­uð. Kjarni vand­ans var að þegar fólki er í sjálfs­vald sett hvenær og hvar á að víkja og for­gangur ólíkra veg­far­enda er háður ein­hvers konar þegj­andi sam­komu­lagi þeirra sem í hlut eiga, kemur oft upp mis­skiln­ingur og óvissa. Þegar hrað­inn og hættan sem honum fylgir eru mjög ójöfn milli tveggja veg­far­enda, t.d. hjólandi og akandi, er mjög mik­il­vægt að leik­regl­urnar séu skýr­ar. Við þeir aðstæður er ekki síður mik­il­vægt að allir séu sam­mála um hvaða reglur gilda og hvernig á að fara eftir þeim. Einmitt til að koma í veg fyrir mis­skiln­ing og þá hættu sem hann getur skap­að.

Það er ákveðin hætta fylgj­andi of mik­illi til­lits­semi. Sér­stak­lega þegar til­lits­semin gengur svo langt að þeir sem hana vilja sýna, ganga svo langt að þeir breyta eða beygja umferð­ar­lög og regl­ur, og biðja með því aðra um að ger­ast lög­brjót­ar. Það eru til ágæt lög og reglur um hegðun veg­far­enda í umferð­inni. Þau lög og reglur hafa, með svo­lít­illi aðlögun öðru hverju, ítrekað komið í veg fyrir hættu­á­stand og afstýrt alvar­legum slys­um. En til þess að umferð­ar­lög haldi áfram að skila því hlut­verki sínu, þurfa not­end­urn­ir, við veg­far­endur að þekkja regl­urnar og fara eftir þeim án und­an­tekn­inga. Og við getum alveg sýnt hvort öðru til­lits­semi án þess að brjóta regl­urnar eða finna upp nýjar þegar okkur hent­ar.

Nú er það sem betur fer ekki dag­legt brauð að hjól­reiða­fólki sé af mis­skil­inni til­lits­semi boðið að stíga í veg fyrir þétta umferð á miklum hraða. En það ger­ist sífellt oftar að bíl­stjórar sem skoða ekki umferð­ar­skilti en aka ein­fald­lega eins og þeir eru van­ir, bjóði hjól­reiða­fólki for­gang á gatna­mót­um, hvað sem allri bið­skyldu líð­ur. Og jafn­vel þó sumir láti stýr­ast af þannig til­boð­um, er það ein­göngu til þess fallið að auka á óreiðu, rugl­ing og mis­skiln­ing í umferð sem er orðin marg­falt hættu­legri en í fámenn­inu fyrir 100 árum síð­an. Svo fyrir þá sem vilja vera til­lits­samir bíl­stjórar er ráðið ein­falt:  Að þekkja þær reglur sem gilda og fylgja þeim.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar