Ófriðurinn heima

Phumzile Mlambo Ngcuka, framkvæmdastýra UN Women, ritar grein í tengslum við friðardaga í Reykjavík.

Auglýsing

„Um allan heim hafa um 243 milljónir kvenna og stúlkna á aldrinum 15-49 ára þurft að þola ofbeldi af hálfu maka, á undanförnum tólf mánuðum.

Ofbeldi gegn konum og stúlkum er útbreitt vandamál í hverju einasta landi í heiminum. Það er drifið áfram af kynjamisrétti, félagslegum viðmiðum sem mismuna á grundvelli kyns og staðalímyndum, sem skerða völd og veikja stöðu kvenna og stúlkna.

Kynbundið ofbeldi hefur ekki eingöngu áhrif á líkamlega og sálræna líðan kvenna, heldur hindrar konur og stúlkur í að njóta grundvallarréttinda og frelsis, líkt og að afla sér menntunar og láta til sín taka í félags- og stjórnmálum.

Samhliða alvarlegum efnahags- og félagslegum áhrifum Covid-19 heimsfaraldursins og aukinni félagslegri einangrun fólks hefur „skuggafaraldur“ kynbundins ofbeldis farið vaxandi um allan heim. 

Margar konur og stúlkur eru einangraðar og bundnar heima með ofbeldismönnum sínum vegna samkomubanna og félagsforðanna. Á sama tíma er fjármagni beint frá nauðsynlegri stoðþjónustu á borð við kvennaathvörf og neyðarlínur.

Nýjustu úttektir og rannsóknir benda til þess að þrír mánuðir af útgöngubanni þýði að 15 milljónir kvenna og stúlkna til viðbótar verði beittar kynbundnu ofbeldi. 

 

Auglýsing
Úttektir ríkisstjórna og borgarasamtaka sýna að heimsfaraldurinn hefur mest áhrif á konur og stúlkur sem standa frammi fyrir margþættri mismunun, til dæmis á grundvelli kynhneigðar, aldurs, tekna, fötlunar og kynþáttar. 

 

Að koma á og viðhalda friði snýst ekki aðeins um að binda enda á ofbeldið sem á sér stað í víglínu átakasvæða heldur þurfum við að uppræta kynbundið ofbeldi sem heldur áfram að eiga sér stað fyrir luktum dyrum. Á meðan karlmenn eru enn ofbeldisfullir gagnvart konum heima við, búum við ekki við frið.

UN Women vinnur að afnámi ofbeldis gegn konum

UN Women hefur leitt þróun á samþættri stefnu um kynbundið ofbeldi og þar með hraðað áþreifanlegum viðbrögðum við Covid-19 við að koma á „zero tolerance“ stefnu gagnvart kynbundnu ofbeldi. 

Fram til þessa hafa 146 lönd skuldbundið sig til að koma í veg fyrir ofbeldi gegn konum og stúlkum og gert það að lykilþætti í viðbragðsáætlunum sínum vegna Covid-19.

Í víðara samhengi, þá erum við hjá UN Women að vinna með stefnumótendum að umbótum á lögum sem mismuna á einhvern á hátt (til dæmis lög sem banna heimilisofbeldi og nauðganir í hjónabandi). Auk þess sem við vinnum að því að styrkja getu lögreglumanna- og kvenna til að rannsaka kynbundið ofbeldi og bregðast við á þolendamiðaðan hátt, á þann hátt að þolandanum sé trúað. 

Síðast en ekki síst ber að nefna tímamótaátak UN Women Kynslóð jafnréttis (e. Generation Equality) sem felur í sér aðgerðabandalag um kynbundið ofbeldi, undir forystu Íslands og þriggja annarra aðildarríkja SÞ, í samstarfi við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina, framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, ungt fólk og borgarasamtök.

Ísland getur náð raunverulegu jafnrétti

Að útrýma endanlega ofbeldi gegn konum og stúlkum er sönnun þess að komið hafi verið á raunverulegu jafnrétti í samfélagi. Þátt fyrir að vera smáríki er Ísland nú þegar leiðandi á svo mörgum sviðum jafnréttis. Nú þarf að velta úr vegi síðustu hindruninni – til að ná raunverulegu jafnrétti.

Höfundur er framkvæmdastýra UN Women.

Greinin er birt í tengslum við friðardaga í Reykjavík sem Höfði friðarsetur Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands stendur að í samstarfi við UN Women, UNICEF, Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og utanríkisráðuneytið. Umræðan í ár fer alfarið fram á netinu, með hlaðvarpsseríu og völdum greinum sem birtar verða dagana 10. - 16. október á www.fridarsetur.is. Í ár er sjónum beint að því hvernig Ísland getur gert enn betur þegar kemur að ófriði í íslensku samfélagi og um leið verið öflugri málsvari á alþjóðavettvangi á sviði friðar og mannréttinda.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðherra sveitarstjórnarmála mun ekki hafa frumkvæði að sameiningum sveitarfélaga með færri en 1.000 íbúa eins og upphaflega var lagt til í frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Hagræn áhrif fækkunar sveitarfélaga geti orðið fimm milljarðar
Nýlega voru breytingar á sveitarstjórnarlögum samþykktar en ein meginbreytingin felur í sér að stefnt skuli að því að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga verði ekki undir 1.000 manns. Upphaflega stóð til að lögfesta lágmarksíbúafjölda.
Kjarninn 20. júní 2021
Ferli Rauða barónsins lauk á sama stað og hann hófst, á Stokkseyrarvelli sumarið 2016, er hann dæmdi leik heimamanna gegn Afríku.
Saga Rauða barónsins gefin út á bók
Rauði baróninn - Saga umdeildasta knattspyrnudómara Íslandssögunnar er ný bók eftir fyrrverandi knattspyrnudómarann Garðar Örn Hinriksson. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 20. júní 2021
Helga Björg segist óska þess að það væri meiri skilningur hjá fjölmiðlum á valdatengslum og á stöðu fólks í umfjöllunum.
„Framan af var aldrei hringt í mig, enginn hafði samband“
Fyrrverandi skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra og borgarritara gagnrýnir fjölmiðlaumfjöllun um eineltismál í ráðhúsinu en hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa í langan tíma.
Kjarninn 20. júní 2021
Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans.
Segir mikla verðbólgu bitna verst á tekjulágum
Varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans segir áhrif mikillar verðbólgu vera sambærileg skattlagningu sem herji mest á lágtekjufólk. Samkvæmt henni er peningastefnan jafnvægislist.
Kjarninn 20. júní 2021
Tveir fossar, Faxi og Lambhagafoss, yrðu fyrir áhrifum af hinni fyrirhuguðu virkjun í Hverfisfljóti.
Auglýsa skipulagsbreytingar þrátt fyrir ítrekuð varnaðarorð Skipulagsstofnunar
Skipulagsstofnun ítrekaði í vor þá afstöðu sína að vísa ætti ákvörðun um virkjun í Hverfisfljóti til endurskoðunar aðalskipulags Skaftárhrepps sem nú stendur yfir. Við því var ekki orðið og skipulagsbreytingar vegna áformanna nú verið auglýstar.
Kjarninn 20. júní 2021
Christian Eriksen var borinn af velli eftir að hann hneig niður í leik Dana gegn Finnum um síðustu helgi.
Eriksen og hjartastuðið
Umdeildar vítaspyrnur, rangstöðumörk, brottvísanir eða óvænt úrslit voru ekki það sem þótti fréttnæmast í fyrstu umferð Evrópukeppninnar í fótbolta. Nafn Danans Christian Eriksen var á allra vörum en skjót viðbrögð björguðu lífi hans.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún hafði betur í oddvitaslagnum í Norðvesturkjördæmi.
Þórdís Kolbrún sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi
Öll atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi hafa verið talin. Haraldur Benediktsson, sem leiddi listann í síðustu kosningum, lenti í öðru sæti en hann sagði nýverið að hann hygðist ekki þiggja annað sætið ef það yrði niðurstaðan.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún tilkynnti það síðasta haust að hún myndi fara fram í Norðvesturkjördæmi og sækjast eftir oddvitasætinu.
Þórdís Kolbrún leiðir eftir fyrstu tölur í Norðvesturkjördæmi – Haraldur þriðji
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Talin hafa verið 798 atkvæði úr flestum en ekki öllum kjördeildum af um 2200 greiddum atkvæðum Teitur Björn Einarsson er sem stendur í öðru sæti.
Kjarninn 19. júní 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar